Skessuhorn


Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Hin árlega Bókamessa hófst í Brekkubæjarskóla síðastliðinn miðvikudag. Hófst hún á lestr- arstund þar sem foreldrar, ömm- ur og afar og aðrir aðstandend- ur nemenda voru boðnir hjart- anlega velkomnir til að koma og lesa með nemendum og starfs- fólki skólans. Bókamessa hefur verið haldin í skólanum í janú- armánuði undanfarin ár. Mark- mið hennar eru að hvetja til auk- ins lesturs nemenda og ýta undir jákvætt viðhorf til bóka og lest- urs. Nemendur skólans eru nú allir búnir að velja sér bók til að lesa næstu dagana en á með- an á bókamessunni stendur vinna margir nemendur bókaumfjalla- nir og verkefni tengd lestrinum. Meðfylgjandi myndir voru tekn- ar af Kristni Péturssyni kenn- ara í Brekkubæjarskóla síðastlið- inn miðvikudag þegar nemendur, starfsfólk og aðstandendur lásu sér til ánægju og yndisauka. grþ/ Ljósm. Kristinn Pétursson Skagamenn byrja árið vel í fyrstu deildinni í körfuboltanum. Þeir tóku á móti Hamarsmönnum á Vesturgötunni síðastliðið fimmtudagskvöld í sann- kölluðum fjögurra stiga leik. Hamarsmenn voru fyrir leikinn í þriðja sæti með 14 stig eftir ellefu leiki en ÍA var í fjórða sæti með tíu stig eftir tíu leiki. Það var því mikið undir hjá báðum lið- um. Lokatölur voru 93:85 og það voru Skagamenn sem byrjuðu mun bet- ur í leiknum. Þeir voru fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og tólf stigum yfir í hálfleik 51:39. Í þriðja leikhluta var jafnræði með liðunum og þegar fjórði leikhlutinn hófst leiddi ÍA með 73 stigum gegn 60 stigum Hamars- manna. Lokafjórðungurinn byrjaði vel hjá heimamönnum sem náðu mestu forystu í leiknum í stöðunni 87:67 en eftir það var eins og þeir slökuðu full- mikið á en unnu engu að síður sannfærandi sigur. Fannar Helgason fór fyrir sínum mönnum í leiknum, skoraði 24 stig, tók 18 fráköst, gaf fimm stoðsendingar auk þess sem hann varði tvö skot. Zachary Jamarco Warren var einnig frábær í leiknum, var stiga- hæstur með 27 stig, stoðsendingahæst- ur á vellinum með tíu stykki auk þess að taka fjögur fráköst. Birkir Guð- jónsson skoraði 14 stig, Erlendur Þór Ottesen 9, Ómar Örn Helgason 7 og Magnús Breki Guðmundsson 6. Skagamenn fara í næstu umferð á Selfoss og mæta FSu fimmtudags- kvöldið 22. janúar. þá/ Ljósm. Jónas H Ottósson. Skallagrímsmenn sýndu góðan leik á mánudaginn og mikla bar- áttu þegar þeir lögðu Fjölnismenn að velli 89:86 í 8-liða úrslitum Bik- arkeppninnar. Spilað var í Borg- arnesi. Skallagrímur voru heppn- mir þegar dregið var til undanúr- slita í gær. Þeir fá heimaleik á móti Stjörnunni sem fram fer fyrsta eða annan febrúar. Leikurinn var hnífjafn og mun- urinn aldrei mikill á liðunum. Skallagrímsmenn voru með tveggja stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 24:22, og einu stigi yfir í hálf- leik 50:49. Gestirnir úr Grafar- vogi komu ákveðnari til seinni hálf- leiks og voru fimm stigum yfir þeg- ar kom að lokafjórðungnum, 70:65. Heimamenn virtust eiga meira eftir á tankinum þegar leið að leikslok- um og lokamínúturnar voru æsi- spennandi. Skallagrímsmenn höfðu þar betur og sigruðu eins og fyrr segir 89:86. Tracy Smith var stiga- hæstur hjá Skallagrími með 30 stig, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 25, Páll Axel Vilbergsson 15, Sig- tryggur Arnar Björnsson 7, Dav- íð Ásgeirsson 4 og Trausti Eiríks- son 3. þá Snæfellingar gerðu góða ferð í Hafnarfjörð síðastliðið fimmtu- dagskvöld þegar þeir mættu Hauk- um á Ásvöllum. Niðurstaðan var tuttugu stiga sanngjarn sigur, 97:77. Með sigrinum stökk Snæfell upp í fjórða sæti deildarinnar. Fyrsti leik- hluti var kaflaskiptur og eftir hann leiddu Haukar með þremur stigum, 27:24. Jafnræði var með liðunum fram undir hálfleikinn en þá kom góður kafli hjá Snæfellingum sem voru með forystu í hálfleik, 44:37. Sveiflur voru í þriðja leikhluta en það voru gestirnir úr Hólminum sem enduðu hann betur. Óli Ragn- ar Alexandersson stal boltanum og sendi nánast frá miðju á Snjólf Björnsson sem greip boltann í loft- inu og lagði hann ofan í körfuna. Staðan var 69:57 fyrir Snæfell þeg- ar kom að lokafjórðungnum. Jafn- fræði var lengst af með liðunum í lokakaflanum alveg fram á síð- ustu mínútur að Snæfellingar röð- uðu niður þristunum og unnu eins og áður segir sannfærandi tuttugu stiga sigur. Líklega einn besti leik- ur Snæfells í vetur en þrír leikmenn skoruðu yfir 20 stig. Austin Magnus Bracey var með 25 stig, Sigurður Á. Þorvaldsson og Christopher Woods komu þar rétt á eftir með 23 stig hvor. Sveinn Arnar Davíðsson skoraði 14 stig, Stefán Karel Torfason 10 og Snjólf- ur Björnsson 2. Vesturlandsslagur er á dagskrá í næstu umferð, Snæfell og Skalla- grímur mætast í Hólminum bónda- dagskvöldið 23. janúar. þá Bikardagur var í Stykkishólmi síð- astliðinn laugardag þegar bæði karla- og kvennalið Snæfells léku í 8-liða úrslitum Bikarkeppninnar, Poweradebikarnum. Kvennaliðinu gekk betur. Konurnar sigruðu Val örugglega 87:65 og eru því komn- ar í fjögurra liða úrslit. Snæfellson- ur mæta þar Keflvíkingum og fer leikurinn fram suður með sjó fyrsta eða annan febrúar. Karlarnir lágu hinsvegar fyrir Tindastólsmönnum 70:83 þar sem Skagfirðingar voru mun grimmari og spiluð fast. Snæ- Snæfellingar lögðu Hauka á Ásvöllum Stefán Karel Torfason sækir að körfu Hauka í leiknum. Ljósmynd Þorsteinn Eyþórsson. Sigtryggur Arnar Björnsson sækir að körfu Fjölnismanna í leiknum. Ljósmynd Ómar Örn Ragnarsson. Skallagrímsmenn í undan- úrslit Bikarkeppninnar Skagamenn lögðu Hamar og byrja árið vel Búið að koma sér vel fyrir með bækurnar. Bókamessa í Brekkubæjarskóla Einbeittir lestrarhestar. Starfsfólk skólans settist niður og greip í góða bók. Mikil ánægja var með lestrarstundina og Kiddi klaufi hitti beint í mark. Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðar- son hefur verið lánað- ur frá Wolves á Eng- landi til danska stór- liðsins FC Kaupmanna- hafnar. Stale Solbak- ken þjálfari FCK þekkir Björn vel en hann fékk hann til Wolves þegar hann var stjóri enska liðsins. Hluti af samkomulagi FCK og Wolves er að danska félagið getur svo keypt Björn Bergmann eftir lánsdvölina. Björn, sem er 24 ára, var lánaður til Molde á síðasta tímabili og varð hann tvöfaldur meistari með norska liðinu. Hjá FCK er annar Íslendingur, lands- liðsmaðurinn Rúrik Gíslason. Nú er vetrarfrí í Danmörku og er KFC í öðru sæti, átta stig- um á eftir toppliði Midt-Jylland. þá Björn Bergmann til Kaupmannahafnar Snæfellskonur áfram en karlarnir úr leik í bikarnum fellskarlar eru þar með úr leik í Bik- arkeppninni. Jafnræði var með Snæfellskonum og Val í fyrsta leikhluta og gestirnir voru einu stigi yfir eftir fyrsta leik- hluta. Snæfellskonum tókst síðan að ná yfirhöndinni og voru komn- ar yfir í hálfleik 34:31. Heimastúlk- ur komu grimmar til seinni hálf- leiks og gerðu nánast út um leikinn í þriðja leikhluta en eftir hann var staðan 64:50 fyrir Snæfelli. Sveifl- ur voru svo í lokafjórðungnum þar sem Valsstúlkur skoruðu meðal ann- ars tíu stig í röð. Það breytti því ekki að heimakonur unnu sannfærandi sigur. Kristen McCarthy skoraði 30 stig fyrir Snæfell, Berglind Gunn- arsdóttir 15, Gunnhildur Gunnars- dóttir 12, Helga Hjördís Björgvins- dóttir 8, Hildur Sigurðardóttir og María Björnsdóttir 6 stig hvor og Hugrún Eva Valdimarsdóttir og Re- bekka Rán Karlsdóttir 5 stig hvor. Karlarnir í Snæfelli byrjuðu betur á móti Tindastólsmönum og kom- ust í 8:2 en gestirnir voru engu að síður yfir eftir fyrsta leikhluta, 19:15 og voru sex stigum yfir í hálfleik 36:30. Tindastólsmenn stigu síðan stórt skref í átt að sigri í þriðja leik- hluta þar sem þeir voru mun betri og eftir hann var staðan 61:47. Snæ- fellingar reyndu síðan hvað þeir gátu að saxa á forskot gestanna í loka- fjórðungnum en höfðu ekki árangur sem erfiði. Sigurður Á Þorvaldsson var stigahæstur í liði Snæfells með 28, Chris Woods skoraði 15, Austin Bracey 14, Stefán Karel Torfason 12 og Sveinn Arnar Davíðsson 1. þá/ Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Snæfellskonur mættu mun ákveðnari en Valskonur til leiks.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.