Skessuhorn


Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015 ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13 Faxaflóahafnir hafa fest kaup á fuglavarnabúnaði fyrir Akranes- höfn. Um síðustu helgi var unn- ið að uppsetningu búnaðarins við löndunarbryggjuna á Akranesi. Tækinu er ætlað að halda mávum frá við löndun og í kringum Fisk- markaðinn. Mikið ónæði og óþrifn- aður getur verið frá mávum allt árið um kring við bryggjur þar sem löndun fer fram og unnið er með ferskar sjávarafurðir. Auknar kröf- ur um gæði og hreinlæti kalla því á lausnir sem þessar. Búnaður þessi er frá fyrirtækinu Fuglavörnum.is og byggir á hljóð- tækni. Hann er alsjálfvirkur og sendir frá sér aðvörunarhljóð til- tekinna valinna fuglategunda með óreglulegu millibili. Blekkir það fuglinn sem telur hættu steðja að og heldur sig því fjarri. Búnaður sem þessi er vistvænn og mannúð- legur og hefur reynst vel bæði við hafnir og fiskvinnslur víða um land og einnig í landbúnaði gegn ágangi álfta, gæsa, stara og annarra fugla- tegunda. mm/ Ljósm. jb. Tónskáldið og sópransöngkonan Alexandra Chernyshova í Hval- fjarðarsveit hefur hafið söfnun fyrir útgáfu á geisladisk með lög- um úr óperunni „Skáldið og bisk- upsdóttirin,“ sem flutt var í fyrra- vor í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Í óperunni er sögð saga Ragnheið- ar Brynjólfsdóttur biskupsdóttur í Skálholti og einkum dregin fram vináttu Ragnheiðar og Hallgríms Péturssonar prests og sálma- skálds. Handritið skrifaði Guðrún Ásmundsdóttir leikkona en Alex- andra samdi alla tónlistina í óper- unni og söng sjálf aðalhlutverkið í henni. Sýningin fékk jákvæð við- brögð áhorfenda á þeim tveimur sýningum sem settar voru upp. Bæði tónlist og efnistök verksins þóttu áhugaverð og góð. Söfn- unin fer fram á vefsíðunni Indie- gogo, þar sem hægt er að styrkja útgáfu geisladisksins með frjálsum framlögum. Hægt er að finna um- fjöllun um söfnunina og styrkja útgáfuna með því að fara inn á vefslóðina www.indiegogo.com og slá „Poet and Bishop‘s daug- hter“ í leitarstikuna. Söfnunin verður opin til 18. febrúar næst- komandi. grþ Alexandra Chernyshova tónskáld og sópran. Safnar fyrir útgáfu geisladisks um Skáldið og biskupsdótturina Mávafælum komið upp við Akraneshöfn Bændafundur Verð– og vöruskrá á vef Fóðurblöndunnar Sendum um allt land Hafðu samband 570 9800 FB Verslun Selfossi Austurvegi 64a 570 9840 FB Verslun Hvolsvelli Hlíðarvegi 2-4 570 9850 FB Verslun Egilsstöðum Kaupvangi 11 570 9860 ����JANÚAR www.fodur.is Dagsetning Mánudaginn 26. janúar Staður Hótel Borgarnes, Borgarnesi Tími 20:30 Áburður fyrir íslenskar aðstæður Viltu nýta vinnutímann betur? Fóðurblandan og Bústólpi hafa fengið Snorra Sigurðsson, sem starfar sem ráðgjafi kúabænda í Danmörku, til þess að fara yfir helstu þætti sem skipta máli svo nýta megi vinnutímann betur. Skipulag mjaltaþjónafjósa og fóðrun í mjalta þjónafjósum Mikilvægi góðs skipulags og réttrar fóðrunar í mjaltaþjónafjósum verður ekki orðum aukin. Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa, býður gestum fræðslufundanna að hlýða á erindi sem ber yfirskriftina „Skipulag mjaltaþjónafjósa og fóðrun í mjaltaþjónafjósum – mismunandi gerðir hjarðstýringa.“ Léttar veitingar verða í boði og er aðgangur ókeypis Fræðslufundir Fóðurblöndunnar og Bústólpa verður þann 26. janúar næstkomandi. Fundurinn er kjörinn vettvangur fyrir bændur að hittast, skiptast á reynslusögum og hlýða á það helsta sem nýtt er í landbúnaði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.