Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
5
Breyting á deiliskipulagi hafnar-, iðnaðar- og
athafnasvæðis á austursvæði Grundartanga,
Hvalfjarðarsveit
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 4. desember 2014 breytingu á deiliskipulagi
hafnar-, iðnaðar- og athafnasvæðis á austursvæði Grundartanga. Deiliskipulagið er í samræmi
við gildandi aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar. Tillögur breytinga aðalskipulags voru auglýstar
samhliða tillögu breytingar deiliskipulags austursvæðis sbr. 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 og hafa umræddar breytingar aðalskipulags öðlast gildi.
Breyting deiliskipulags varðaði meðal annars stækkun skipulagssvæðis. Skipulagssvæðið var
um 23 ha en verður nú um 178 ha.
Breytingar innan skipulagssvæðis eldri deiliskipulagsáætlunar varða fjölda lóða, lóða-
afmarkanir, byggingarreiti og lóðastærðir:
Tvær iðnaðarlóðir bætast við norðan Katanesvegar.
Katanesvegur 2 verður Katanesvegur 6. Tvær lóðir bætast við vestan megin og verða
Katanesvegur 2 og 4.
Lóð spennistöðvar er skilgreind sem Katanesvegur 6a.
Hafnargata 1 skiptist upp í þrjár lóðir, Hafnargata 1 og 3 og Katanesvegur 8.
Lóð norðan megin við Hafnargötu 1 breytist í þrjár lóðir, Katanesvegur 10 og
Hafnargata 5 og 7.
Lóðir 2, 4 og 6 við Katanesveg breytast í tvær lóðir 12 og 14 við Katanesveg.
Kerbrotagryfja (flæðigryfja) er fullnýtt og hefur henni verið lokað.
Breytingar utan skipulagssvæðis eldri deiliskipulagsáætlunar varða skilgreiningu nýrra lóða:
Ný aðkoma er skilgreind inn á lóð Norðuráls, austarlega á lóð fyrirtækisins.
Lagnaleið vestan Katanesvegar 12 er breikkuð í 5 m.
Skilgreindur er nýr gangstígur meðfram strönd, austan megin lóða við Katanesveg 12 og 14.
Skilgreind er tæplega 6 ha stækkun á athafnasvæði hafnar (AH) 4 á fyllingu neðan
Katanesvegar þar sem skilgreind landnotkun er höfn (H).
Skilgreindar eru fjórar iðnaðarlóðir, að hluta til á fyllingu, austur af hafnarsvæðinu.
Skilgreindar eru nýjar götur, Vestursker og Austursker, sem tengjast Katanesvegi.
Katanesvegur er framlengdur til austurs og umhverfis Katanestjörn.
Skilgreindar eru sex nýjar lóðir fyrir hafnsækna iðnaðarstarfsemi.
Skilgreindar eru þrjár nýjar lóðir fyrir hafnsækna athafnastarfsemi.
Skilgreindar eru gönguleiðir meðfram Katanestjörn og strönd, svo og tengingar
gönguleiða á milli opinna svæða.
Skilgreindar eru jarðvegsmanir til afmörkunar iðnaðarsvæðis gagnvart náttúru-
verndarsvæði við strönd.
Breytingin var auglýst sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 29.
ágúst til og með 10. október 2014. Athugasemdir bárust frá níu aðilum. Sveitarstjórn ákvað að
breyta auglýstri tillögu vegna innsendra athugasemda. Umsagnir sveitarstjórnar um athuga-
semdirnar hafa verið sendar þeim sem þær gerðu. Sveitarstjórn telur að umræddar breytingar
á auglýstri tillögu séu ekki taldar breyta tillögunni í grundavallaratriðum og því ekki þörf á að
auglýsa hana á nýjan leik.
Breytingar sem gerðar eru á auglýstum uppdráttum eru eftirfarandi:
Skilgreind verður spennistöð, Katanesvegur 28b.
Hafnargata 1 og 3 eru sameinaðar Katanesvegi 8.
Lóðin Katanesvegur 30 er minnkuð úr 320.450 m2 í 310.000 m2.
Hugsanleg framtíðarvegartenging austursvæðis við Grundartangaveg á milli lóðar
Norðuráls og Katanestjarnar verður framtíðarvegartenging.
Breytingar sem gerðar eru á auglýstri greinargerð og umhverfisskýrslu eru eftirfarandi:
Umfjöllun um gatna- og stígakerfi í kafla 3. 7. 1 er breytt vegna framtíðarvegartengingar
við Grundartangaveg á milli lóðar Norðuráls og Katanestjarnar.
Síðasta setningin í 2. lið í kafla 4. 1. 2. breytist og hljóðar svo: Hugað skal sérstaklega að
meðferð úrgangs, honum haldið í lágmarki og skilað til viðurkennds aðila.
Í kafla 4. 1. 15 eru tilgreindir þeir mengunarþættir sem mótvægisaðgerðir beinast að.
Tafla yfir lóðir á skipulagssvæðinu er leiðrétt í samræmi við breytingar á uppdráttum.
Næst síðasti liður í kafla 5.2.3 breytist:
Fyrir breytingu: Ekki er heimilt að reisa nýjar verksmiðjur...
Eftir breytingu: Ekki er heimilt að reisa verksmiðjur...
Í kaflanum 5. 2. 3, Heilsa og öryggi er umfjöllun um hljóðmengun og viðeigandi
mótvægisaðgerðir umtalsvert aukin og kröfur hertar verulega.
Í kaflanum 5. 2. 3, Heilsa og öryggi er bætt við kröfu um að ávallt skuli beitt bestu
fáanlegri tækni sem uppfyllir BAT staðal til að draga úr mengun frá iðnaðarsvæðinu.
Í kaflanum 5. 2. 3. Heilsa og öryggi er bætt við kröfu um að viðbragðsáætlun varðandi
efnaleka og eldvarnir skuli leggja fram með byggingarleyfisumsókn.
Í kaflanum 5. 2. 3. Hagrænir og félagslegir þættir er lögð áhersla á að byggingar verði lítt
áberandi og falli vel að landslagi.
Í kaflanum 5. 2. 3. Hagrænir og félagslegir er umfjöllun um ljósmengun talsvert aukin og
gerð krafa um að hönnun útilýsingar verði lögð fram með byggingarleyfisumsókn.
Skýringarmyndir í greinargerð hafa verið aðlagaðar fyrrnefndum breytingum á uppdráttum.
Athygli er vakin á heimild til að kæra þær stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru af sveitarfélag-
inu á sviði skipulagsmála til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sbr. 52. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.
Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa.
Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Fjölmenni fagnaði Sæmundi
að honum fjarstöddum
Árla morguns síðastliðinn mið-
vikudag þegar 80 ára afmælis-
dagur Sæmundar Sigmundsson-
ar rann upp flaug Sæmundur sjálf-
ur, hinn landskunni hópferðabíl-
stjóri í Borgarnesi, til Þýskalands.
Þar festi hann kaup á nýrri og stórri
rútu sem hann ætlar svo sjálfur að
flytja heim með Norrænu. Hann
vill ekkert afmælisstand, vesen né
veisluhöld. Vinir hans létu sér þó
ekki segjast og héldu honum fjöl-
mennt afmælishóf að kvöldi þessa
sama dags í húsakynnum Sam-
göngusafns Fornbílafélags Borg-
arfjarðar í Brákarey. Sæmundur er
að sjálfsögðu einn af stofnendum
þessa félagsskapar því hann hefur
mikinn áhuga á samgöngusögunni.
Þetta kvöld var slegið í rjómatertu
og sagðar sögur af Sæmundi. Einn-
ig var lesið úr ævisögu hans eft-
ir Akurnesinginn Braga Þórðarson
sem kom út 2010.
Sæmundur Sigmundsson hóp-
ferðabílstjóri og sérleyfishafi í Borg-
arnesi fæddist 14. janúar árið 1935
og ólst upp á Hvítárvöllum í Andakíl
í Borgarfirði. Hann fór mjög ungur
að aka vinnuvélum og bílum. Fljót-
lega urðu þó bifreiðarnar starfs-
vettvangur hans. Farsæll ferill hans
spannar rúmlega 60 ár. Fróðir menn
segja að hann hafi á þessum tíma alls
ekið rúmar sex milljónir kílómetra
eða sem nemur átján ferðum til
tunglsins. Hópferðaakstur og rekst-
ur rútubíla hefur Sæmundur stund-
að frá árinu 1956 eða í 59 ár. Það er
óhætt að fullyrða að hann sé í dag
með þekktustu bílstjórum sem þjóð-
in hefur alið. Ævi hans er samofin
sögu bifreiða og samgangna á Íslandi
og hann er hvergi hættur enn. mþh
Gunnar Gauti Gunnarsson las úr „Sæmundarsögu rútubílstjóra“ eftir Braga
Þórðarson.
Ýmsar veitingar voru á boðstólum, svo sem terta, kaffi, mjólk og dularfullur blár
drykkur sem líktist rúðupissi á lit en var það þó ekki.
Olgeir Helgi Ragnarsson og feðgarnir Sigurður Þórarinsson og Þórarinn Sigurðsson.
María Sæmundardóttir Sigmundssonar, Sigurður Þorsteinsson, Sigmundur Hall-
dórsson, Jóhannes Ellertsson og Guðni Haraldsson voru meðal gesta.