Skessuhorn


Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015 Dag ur í lífi... Nafn: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Fjölskylduhagir/búseta: Í sambúð með Hjalta S. Mogensen, búsett í Garðabæ með okkar manni Marvin Gylfa, tveggja og hálfs árs. Starfsheiti/fyrirtæki: Aðstoðarmað- ur innanríkisráðherra. Áhugamál: Ferðast til annarra landa, stjórnmál, sund, matarboð og rauð- vín, fjölskyldan mín og vinir, meist- arastykkið Marvin Gylfi og lífið sjálft. Dagurinn: 20. janúar 2015. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vakna alla morgna við það að einka- sonurinn kallar hlýlega og síðan ekki svo hlýlega á móður sína. Ég vona alltaf í smástund að hann dotti aðeins en það gerist sjaldnast. Hann toll- ir í stutta stund undir hlýrri sæng hjá okkur þangað til hann spyr vongóð- ur: „Mamma, pabbi, eijum við að fara fram að borða harragraut með kan- ilsykri og mjólki og horfa kannski á sjónpapið, eijum við að gera það?” Yfirleitt fer pabbinn með hann fram og ég fæ að sofa í hálftíma í viðbót. Það er rosa góð verkaskipting að mínu mati. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Ég ólst upp við Cheerios en eftir tilkomu Marvins Gylfa borðum við fjölskyld- an hafragraut á hverjum morgni. Hvenær fórstu til vinnu og hvern- ig? Alla jafna keyri ég drengnum á leikskólann og Hjalti tekur strætó. Í morgun byrjuðum við daginn á að lyfta lóðum svo ég var mætt í vinnu kl. 9:30. Til að auka orku og hress- leika er mikilvægt að púla, þótt það sé einungis á þriðjudögum og laugar- dögum. Fyrstu verk í vinnunni: Fyrsta verk- ið í vinnunni var fundur með skrif- stofustjóra vegna mála í ráðuneytinu sem þarfnast úrvinnslu. Allra fyrsta verkið var samt að fá mér fyrsta kaffi- bolla dagsins. Hvað varstu að gera klukkan 10? Fara yfir póstinn frá Fjölmiðlavakt- inni sem er sendur á hverjum morgni kl. 10 þar sem ég fylgist með umfjöll- un fréttamiðla um ráðherrann minn og tengd mál. Það er alltaf ákveðin stemning. Fór svo yfir framsöguræð- ur ráðherra fyrir fimmtudaginn en þá mun hún mæla fyrir fjórum frum- vörpum í þinginu. Hvað gerðirðu í hádeginu? Borð- aði ristað brauð og ávexti með starfs- fólki ráðuneytisins, drakk kaffiboll- ann með ráðherranum. Hvað varstu að gera klukkan 14: Við Ólöf fórum á Alþingi þegar þing- fundur hófst kl. 13:30. Mér þyk- ir voða vænt um þingið og líður vel þar. Umræðuhefðin mætti og ætti að vera betri en samskiptin út fyrir þing- salinn eru allt önnur. Síðastliðna eina og hálfa árið starfaði ég sem fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðis- flokksins sem var meira en skemmti- leg, lærdómsrík og frábær vinna. Ég hlakka til að fara í þingið og heilsa upp á þingflokkinn minn, aðra hressa þingmenn og starfsfólkið. Í eldhúsinu eru bakaðar kökur nánast daglega. Ég ætla að fá mér nýbakaða köku eða hjónabandssælu. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Fundaði með ráðherra og þingmanni um ýmis mál. Fór heim um kl. 18:30. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Knús- aði Marvin Gylfa í góða stund. Afi Gylfi sótti hann á leikskólann. Þá fara þeir saman í bakaríið og kaupa sér snúð. Við æfðum okkur á helstu störfunum, þ.e. starfi fjölskyldumeð- lima og Dóru, Klossa og Nappa. Ég ryksugaði og hann aðstoðar almennt með því að skúra (í þykjustunni en fullur ábyrgðar þó). Hvað var í kvöldmat og hver eld- aði? Í kvöldmat var steiktur fiskur og í þetta sinn eldaði ég en það er allur gangur á því hvort okkar eldar. Hvernig var kvöldið? Kvöldin eru almennt notaleg og róleg. Eftir að hafa dansað á eldhúsgólfinu við lag- ið „Eyjameyjapeyja“ og gert æfingar með Marvin Gylfa eins og íþróttaálf- urinn gerir, lásum við tvær bækur fyr- ir svefninn. Hjalti er í vinnutörn svo ég horfði á The Good Wife og vafr- aði á netinu eftir fallegu sófaborði. Leitin bar ekki árangur. Hvenær fórstu að sofa? Ég er A manneskja og þarf mína átta tíma. Ég fór að sofa kl. 23:30. Hvað var það síðasta sem þú gerð- ir áður en þú fórst að hátta? Las að- eins í riti eftir Pál Skúlason sem heit- ir Ríki og rökvísi stjórnmála sem ég fékk í jólagjöf. Af því ég er A mann- eskja sem þykir gott að sofa eru bæk- urnar á náttborðinu orðnar allmargar. Ég er til dæmis alveg að verða búin með Lean In eftir Sheryl Sandberg (hæ konur), Ár drekans eftir Össur Skarphéðinsson (hæ Össur - endilega skrifaðu meira) og Hollráð Hugos (hæ uppbyggjandi barnauppeldi). Hvað stendur uppúr eftir daginn? Marvin Gylfi sagði: „Sú ert besti vin- ur minn”. Það er rosalega gott fyrir sálina að elska skilyrðislaust. Annars var dagurinn fínn. Ég er með harð- sperrur eftir rækt, upplýstari í dag en í gær um ýmis mál og spennt fyrir morgundeginum sem fer meðal ann- ars í fund um útlendingamál, minn- ingarfund um Ólaf Thors og í sauma- klúbb með vinkonum úr lagadeild. Eitthvað að lokum? Áfram Skaga- menn. Berjast! Aðstoðarmanns innanríkisráðherra SKATTAMÁL Fróðleiksfundur í Borgarnesi Fim. 29. jan. | kl. 16:00 | Bjarnarbraut 8 Á hverju ári eru fjöldi skattalagabreytinga sem snerta fólk og fyrirtæki. Á þessum fróðleiksfundi verða helstu breytingarnar kynntar auk þess sem Skattabæklingi KPMG verður dreift. Skráning er án endurgjalds og fer fram á kpmg.is SKATTA- OG LÖGFRÆÐISVIÐ Skattabæklingur 2015 Upplýsingar um skattamál einstaklinga og rekstraraðila 2014 / 2015 kpmg.is Skattabæklingur 2015 SK ES SU H O R N 2 01 5 Fjölskyldu „selfie“ við Svartafoss.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.