Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015
Farþegasiglingar milli Akraness og
Reykjavíkur gætu skilað rekstrarhagnaði
Fastar áætlunarferðir með báti milli
Akraness og Reykjavíkur myndu að
gefnum forsendum ekki standa und-
ir sér nema til kæmi niðurgreiðsla af
hálfu utanaðkomandi aðila. Það er
ein helsta niðurstaða í hagkvæmni-
rannsókn sem Bergþóra Bergsdótt-
ir starfsmaður Faxaflóahafna hefur
unnið fyrir fyrirtækið. Í hagkvæmn-
isathuguninni er gert ráð fyrir að fest
verði kaup á hraðskreiðum báti sem
tæki 65 farþega og sigldi milli Akra-
neshafnar og Gömlu hafnarinnar í
Reykjavík með svipuðum hætti og
Akraborg gerði áður en Flóasigl-
ingar lögðust af með opnun Hval-
fjararganga 1998. Sigling með slík-
um báti yfir flóann tæki alla jafnan
aðeins um 30 mínútur. Þessi ferða-
máti myndi bætast við sem valkost-
ur í samgöngum fólks milli Akraness
og Reykjavíkur sem í dag fara fram
með einkabílum, strætisvögnum og
jafnvel leigubílum. Gert er ráð fyrir
að reksturinn hæfist árið 2016.
Misdýrir ferðamátar
Í könnuninni er reiknað út til við-
miðunar hvað ferðirnar kosti að
jafnaði fyrir hvern farþega eftir því
hvaða ferðamáti er valinn. Ef mið-
að er við að vegalengdin milli Akra-
ness og Reykjavíkur aðra leiðina sé
49 kílómetrar um Hvalfjarðargöng
þá er kostnaður við hana fyrir eina
persónu í einni ferð áætlaður þann-
ig: 700 krónur með strætó, 2.997
krónur með einkabíl og 10.200
krónur með leigubíl. Með einka-
bílnum er áætlað meðalgjald bíla í
Hvalfjarðargöngin sem reiknast um
580 krónur á ferð.
Ýmsar forsendur eru lagðar í áætl-
uninni. Hægt yrði að markaðssetja
ferðirnar bæði sem venjulegar áætl-
unarsiglingar fyrir fólk sem væri að
rækja sín erindi svo sem í tengslum
við vinnu og nám, en einnig sem
ferðaupplifun og hluta af ferða-
þjónustu. Flestir farþeganna eða um
75% yrðu þó Íslendingar. Erlend-
ir viðskiptavinir yrðu þannig 25%.
Reiknað er með að aflýsa yrði um
4% ferða á ári. Um 15% þeirra sem
í dag nota strætó myndu frekar kjósa
ferjuna stæði hún til boða. Einung-
is 3% þeirra sem í dag nota einka-
bíl myndu hins vegar kjósa að sigla
yfir Faxaflóa í staðinn fyrir að keyra
undir Hvalfjörð.
Reiknað með 60 þúsund
farþegum á ári
Reiknað er með að keypt yrði not-
uð ferja fyrir 120 milljónir króna
sem eingöngu tæki farþega en
hvorki vörur né farartæki, utan þess
að hugsast mætti að farþegar tækju
með sér reiðhjól. Sú ferja yrði svip-
uð og báturinn Rósin sem í dag er
gerð út til ferðaþjónustu frá Reykja-
vík. Rósin er 30 brúttótonn, 15
metra löng, 4,4 metra breið og tek-
ur mest 65 farþega. Slíkur bátur yrði
aðeins um 30 mínútur að sigla milli
Akraness og miðborgar Reykjavíkur,
og þannig mun fljótari í förum en ef
farið væri sömu leið með strætó (75
mínútur) eða einkabíl (50 mínútur).
Tekið er mið af því að farmiðinn
með slíkri ferju yrði að vera ódýr-
ari en kostnaðurinn við að fara með
einkabíl. Hann gæti þó verið dýr-
ari en fargjaldið með strætó. Tal-
ið er að raunsætt fargjald með ferj-
unni í áætlunarsiglingum yrði 1.490
krónur á farþega aðra leiðina. Sér-
stakar siglingar með ferðamenn
sem eru að leita upplifunar á borð
við hvalaskoðun mætti þó selja dýr-
ar, eða 2.490 krónur hverja ferð.
Bjóða mætti upp á afsláttarkjör svip-
að og er í Hvalfjarðargöngum svo
sem 25% eða 50% afslátt ef keypt-
ar væru margar ferðir í einu. Áætlað
er að 170 manns myndu kaupa ferð-
ir með skipinu daglega sem þýðir
nánast 100% nýtingu í öllum ferð-
um miðað við þrjár ferðir á dag. Það
gerir alls um 60 þúsund farþega á
ársgrundvelli.
Stofnkostnaður
um 140 milljónir
Í rannsókninni er reiknað með að
einungis þurfi tvo starfsmenn í
áhöfn bátsins fyrir hverja siglingu.
Þó þurfi að manna tvær til þrjár
vaktir þannig að útgerðin myndi
því skapa fleiri störf. Auk þessa yrðu
framkvæmdastjóri og markaðsstjóri
í hlutastörfum. Laun starfsmanna
auk útgjalda til olíu og trygginga
yrðu þannig stærstu kostnaðarliðir í
rekstrinum. Hver sigling fram og til
baka tæki alls 2,5 klukkustund með
undirbúningi og frágangi í Reykja-
vík og á Akranesi. Áætlað er að siglt
yrði þrjár ferðir á dag allt árið um
kring þegar reksturinn væri kominn
á fullt skrið.
Heildarfjárþörf við að koma út-
gerðinni á fót er áætluð um 137
milljónir króna. Það yrði fjármagn-
að að 70% með láni frá Byggða-
stofnun en restin yrðu framlög frá
hluthöfum.
Rekstur gæti verið
jákvæður
Árlegar tekjur fyrstu þrjú árin yrðu
á bilinu 84 til 98 milljónir króna,
lægstar fyrsta rekstrarárið en færu
svo hækkandi í tæpar 100 milljónir.
Reiknað er með rekstrartapi fyrsta
árið en að næstu tvö myndu skila 11
til 15 milljóna hagnaði af rekstrin-
um.
Jákvæð rekstrarniðurstaða dugar
þó ekki til að standa straum af stofn-
kostnaðinum og eðlilegri ávöxtunar-
kröfu hluthafa miðað við gefnar for-
sendur um farþegafjölda. Samkvæmt
hagkvæmnirannsókninni skeikar þar
um 11% í tekjum. Bergþóra Bergs-
dóttir kemst því að þeirri niðurstöðu
að ekki sé fýsilegt að ráðast í fjárfest-
ingu á farþegaferju milli Akraness
og Reykjavíkur miðað við þær for-
sendur sem hún gefur sér þar sem
horft er bæði á fjárfestingarkostnað-
inn og rekstrarniðurstöðu. mþh
Rósin var smíðuð hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 2010 og hefur verið gerð út til
ferðaþjónustu frá Reykjavík. Horft er til þess að svipað skip sinnti farþegasigl-
ingum milli Akraness og Reykjavíkur. Ljósm. Trefjar/ Högni Bergþórsson.
Gætu verið fletir til frekari
skoðunar á málinu
„Umræðan um farþegasigling-
ar milli Akraness og Reykjavík-
ur kemur upp nokkuð reglulega.
Við vildum því gera þessa athug-
un út frá ákveðnum forsendum.
Skýrslan sem nú liggur fyrir er
glögg. Við sjáum fyrir okkur hver
kostnaðurinn yrði. Niðurstöð-
urnar miðað við þær forsend-
ur sem eru settar upp í þessari
könnun sýna að reksturinn gæti
orðið erfiður án utanaðkomandi
aðstoðar,“ segir Gísli Gíslason
hafnarstjóri Faxaflóahafna.
Gísli segir að það megi einn-
ig reikna hagkvæmni farþega-
siglinga milli Reykjavíkur og
Akraness út frá fleiri forsend-
um en gert sé í þessari hag-
kvæmniathugun. „Til dæm-
is þyrfti að kanna betur hverjar
farþegatölurnar gætu orðið. Þar
spila margir þættir inn sem gætu
breytt forsendum. Lykillinn að
eftirspurninni í svona farþega-
siglingar felst í tímasparnaðin-
um fyrir fólk, ferðin má ekki taka
meira en hálftíma. Svo mætti líka
skoða þetta út frá fleiri sjónar-
hornum. Það kunna til að mynda
að vera aðrir og víðtækari hags-
munir í spilinu fyrir sveitarfé-
lögin á svæðinu. Þess vegna gæti
það verið vel þess virði að skoða
betur þennan möguleika og at-
huga hvort finna megi færar leið-
ir til að koma þessum siglingum
í gang.“
Aðspurður um það hvort ekki
þyrfti stærra skip, en reiknað sé
með í hagkvæmnirannsókn Berg-
þóru Bergsdóttur, segir Gísli að
vissulega sé ljóst að það gætu
orðið frátafir á þessum sigling-
um vegna veðra. „Í hagkvæmn-
iskýrslunni er talað um að 4%
ferða á ársgrundvelli féllu nið-
ur vegna þessa. Slík tilfelli yrðu
þó nær undantekningalaust yfir
vetrartímann. Spurningin er
hversu mikið. Ég fór einu sinni
með Rósinni frá Reykjavík til
Akraness í vondu veðri og það
kom mér á óvart hvað báturinn
stóð sig vel og fór vel með fólk í
þeim aðstæðum.“
mþh
Akranes og Reykjavík hafa hug á
að skoða málið frekar
„Þessi hagkvæmniathugun gef-
ur fullt tilefni til að þessi mögu-
leiki verði kannaður nánar. Hann
ber að skoða í víðu samhengi þar
sem tillit yrði tekið til margra
þátta sem snerta almenningssam-
göngur og ferðaþjónustu. Það er
fullur vilji til að gera þetta inn-
an bæjarstjórnar Akraness. Við
höfum átt viðræður um þetta við
Reykjavíkurborg og undirtektir
hafa verið jákvæðar,“ segir Ólaf-
ur Adolfsson formaður bæjarráðs
Akraness.
„Ef skýrslan er skoðuð þá er
útlit fyrir að útgerð svona skips
gæti staðið undir sér rekstrar-
lega séð. Sjálf fjárfestingin í skipi
er svo annað mál. Það eru marg-
ir samfélagslegir hagsmunir sem
spila hér inn. Svona skip sem yrði
aðeins hálftíma á milli Akraness
og miðborgar Reykjavíkur. Það
gæti breytt ansi miklu og opn-
að fyrir nýja möguleika bæði at-
vinnulega séð, fyrir skólafólk og
innan ferðaþjónustunnar.“
mþh
Ólafur Adolfsson formaður bæjar-
ráðs Akraness.
Gísli Gíslason hafnarstjóri
Faxaflóahafna.
Hollvinir Bifrastar stofna sjóð
Félagar úr Hollvinasamtökum
Bifrastar hafa tekið höndum sam-
an og stofnað sérstakan Hollvin-
asjóð Bifrastar. Sjóðurinn er með
það markmið meðal annars að
styðja starfsemi og áframhaldandi
öfluga þróun Háskólans á Bifröst.
Liðlega 900 Bifrestingar hafa þeg-
ar greitt stofnframlag til sjóðsins,
sem er stofnaður samkvæmt lög-
um nr. 19/1988, um sjóði og stofn-
anir sem starfa samkvæmt stað-
festri skipulagsskrá. Stjórn sjóðs-
ins hyggst m.a. afla tekna frá vin-
veittum fyrirtækjum og einstakling-
um og ætlar fyrst í stað að leggja
áherslu á nauðsynlegt viðhald á
„andliti skólans,“ þ.e. upphaflegu
byggingunum á Bifröst, meistara-
verki Sigvalda Thordarsonar, setu-
stofunni (Kringlunni) og hátíðar-
salnum. Áætlaður heildarkostnaður
við endurnýjun á gluggum og ytra
byrði byggingarinnar nemur tugum
milljóna króna, en gert er ráð fyr-
ir að viðhaldsvinnunni verði skipt í
ákveðna verkþætti.
Formaður stjórnar Hollvinasjóðs-
ins er Óli H. Þórðarson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri. Aðrir stjórnar-
menn eru Viðar Þorsteinsson, fyrr-
verandi viðskiptastjóri og Þorvaldur
Tómas Jónsson fjármálastjóri. Þeir
Óli og Viðar sitja í stjórnininni af
hálfu Hollvinasamtaka Bifrastar, en
stjórn Háskólans á Bifröst tilnefndi
Þorvald, en hann er framkvæmda-
stjóri fjármála við skólann.
„Til lengri tíma litið er gert ráð
fyrir að hollvinasjóðurinn sinni öðr-
um mikilsverðum málefnum í skóla-
starfinu, svo sem að styrkja rann-
sóknaverkefni og veita viðurkenn-
ingar til nemenda og kennara. Allt
mun það þó miðast við að velunn-
arar Bifrastar leggi sjóðnum til ríf-
legt fjármagn á komandi tímum. Af
hálfu skólans munu þau fyrirtæki
sem styrkja sjóðinn eiga þess kost,
á góðum kjörum, að njóta sérþekk-
ingar öflugs kennaraliðs Háskólans
á Bifröst, svo sem á sviði viðskipta-
ráðgjafar og námskeiðahalds fyrir
starfsmenn sína. Tekið skal fram að
samkvæmt skattalögum er heimilt
að færa framlög til hollvinasjóðsins
til frádráttar tekjum, með ákveðn-
um almennum skilyrðum,“ segir í
tilkynningu.
Föstudaginn 16. janúar kom hóp-
ur áhugamanna og velunnara Holl-
vinasjóðsins saman í húsakynnum
Háskólans á Bifröst í Reykjavík til
þess að leggja á ráðin um frekari
fjáröflun, sem stjórn sjóðsins hyggst
nú ráðast í. Má líta á hópinn sem
fulltrúa þeirrar fjöldahreyfingar
sem stendur að Hollvinasamtök-
um Bifrastar.
Á myndinni eru: Standandi:
Sigrún Hermannsdóttir, Reg-
ína Sigurgeirsdóttir og Þórir Páll
Guðjónsson úr stjórn Hollvina-
samtaka Bifrastar, Ómar Valdi-
marsson framkvæmdastjóri Sam-
kaupa, Leifur Runólfsson formað-
ur Hollvinasamtakanna, Gísli Jón-
atansson fyrrv. kaupfélagsstjóri,
Anna Elísabet Ólafsdóttir aðstoð-
arrektor Háskólans á Bifröst og
Guðsteinn Einarsson kaupfélags-
stjóri í Borgarnesi og formaður
háskólastjórnar á Bifröst. Fremst
sitja stjórnarmenn Hollvinasjóðs-
ins; Þorvaldur Tómas Jónsson rit-
ari, Óli H. Þórðarson formaður
og Viðar Þorsteinsson gjaldkeri.
mm/ Ljósm. Kristján Pétur
Guðnason.