Skessuhorn


Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015 Segir gaman að geta byrjað í starfi með bættri löggæslu Spjallað við Úlfar Lúðvíksson nýjan lögreglustjóra á Vesturlandi Öryggi íbúanna eru eitt af stóru velferðarmálunum í samfélagi okkar. Löggæslumálin eru þar of- arlega á blaði. Um síðustu áramót áttu sér stað breytingar á þeim málum á Vesturlandi, samhliða breyttri skipan lögregluumdæma í landinu. Nýr lögreglustjóri fyr- ir Vesturland er Úlfar Lúðvíksson sem verður með aðsetur í Borg- arnesi. Blaðamaður Skessuhorns hitti Úlfar á dögunum þar sem meðal annars var forvitnast um nýjar útfærslur í löggæslumálun- um. Skoðun Úlfars er að þetta nýja skipulag boðar byltingu í löggæslu á Vesturlandi og má taka undir þau orð. „Það er gaman að geta byrjað í þessu starfi með bættri löggæslu, með því að taka upp sameiginlega sólarhringsvakt í Borgarnesi og á Akranesi “ segir Úlfar. Þannig verða fjórir lögreglumenn á hverj- um tíma saman á vakt í almennri deild, tveir í Borganesi og tveir á Akranesi. „Liðsafli verður góður en þrír rannsóknalögreglumenn eru við störf á Akranesi, yfirlög- regluþjónn og dagmaður. Í Borg- arnesi er jafnframt yfirlögreglu- þjónn og dagmaður. Ég stend og fell með þessari breytingu, sólar- hringsvakt á þessu svæði er komin til að vera. Hún styrkir jafnframt löggæslu í Dalasýslu og á Snæfells- nesi það er ekki nokkur spurning,“ segir Úlfar. Viðbótarfjármagn muni skila sér Úlfar segir að samkvæmt rekstrar- áætlun fyrir árið 2015 eigi dæmið að ganga upp. Hann segir það hins vegar með nokkrum ólíkindum að endanlegar fjárheimildir lögreglu- embætta liggja ekki fyrir þar sem þingmannanefnd hefur enn ekki ráðstafað þeim 520,2 milljónum króna sem koma eiga til eflingar almennri löggæslu. „Það er baga- legt að hafa ekki fast land undir fótum þegar unnið er að skipulagi nýs embættis og rekstri ársins. Ég á hins vegar ekki von á öðru en það viðbótarfjármagn sem úthlutað var í fyrra skili sér að fullu til nýrra embætta en þingmannanefndin mætti að ósekju bæta í, ekki síst þegar horft er til þeirra breytinga sem eru að verða hér á Vestur- landi. Lið mitt er skipað öflugu, framsýnu og vel menntuðu fólki sem vill standa sig vel í sinni vinnu. Það hef ég til að mynda reynt í þeirri undirbúningsvinnu sem far- ið hefur fram undanfarna mánuði þar sem menn hafa sýnt nýju emb- ætti einstakan áhuga og lagt fram góð ráð og vandaða vinnu,“ segir Úlfar. Eins og meðal annars hef- ur komið fram í Skessuhorni varð töluverð togstreita um það meðal Akurnesinga og Borgfirðinga hvar lögreglustjórinn ætti að vera stað- settur á svæðinu. Samkvæmt fyrir- komulagi nýs embættis hafa þrír yfirlögregluþjónar sín afmörkuðu verkefni og verða staðsettir á sömu stöðum og áður, það er á Akranesi, í Borgarnesi og Stykkishólmi. Góð löggæsla skiptir mestu máli Allt er breytingum undirorpið, segir Úlfar, en telur að það sem mestu skipti verði að bjóða upp á öfluga og góða löggæslu í umdæm- inu. Hann segir að mikil áherslu verði lögð á búnaðarmál lögreglu- manna. „Ég tel afar mikilvægt að lögreglumenn séu tveir saman í bíl, það verði meginreglan. Því miður er það þannig að því verður ekki komið við á fámennari svæð- um eins og til dæmis á vaktinni í Búðardal, en það á að vera víkjandi að mínu mati að menn séu einir að störfum. Stóra breytingin hjá okkur sem styrkir alla löggæslu á svæðinu er sólarhringsvaktakerfið í Borgarnesi og á Akranesi. Lög- reglumaður á bakvakt sinnir bara útköllum en engu eftirlitsstarfi. Þannig má segja að bakvaktin snú- ist bara um viðbragð, þ.e. þegar ræsa þarf út lögregla.“ Alltaf á fjallvegum fyrir vestan Úlfar kemur til starfa í Borgarnes og á Vesturland frá Ísafirði. Hann var settur sýslumaður og lögreglu- stjóri á Vestfjörðum frá 1. júlí 2010 og gegndi því starfi samhliða starfi sýslumanns Barðstrendinga á Pat- reksfirði sem hann var skipaður í 15. júlí 2008. Úlfar var reyndar nokkru áður fulltrúi sýslumanns í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu í smá- tíma, frá júlí 1990 til 1. september 1991, þannig að hann er ekki alveg ókunnugur á Vesturlandi. Hann segist hafa kunnað vel við sig fyr- ir vestan, en mestu viðbrigðin að koma í Borgarnes séu samgöngu- málin. „Fyrir vestan fannst mér ég alltaf vera á fjallvegum og yfir vet- urinn eru þetta stórhættulegir veg- ir. Það eru kannski bara hjólför á mjóum vegi í mikilli hæð og ef þú ferð upp úr förunum ertu kominn fram af brúninni. Sérstaklega eru samgöngurnar erfiðar frá Patreks- firði og suðurfjörðunum. Á leið- inni frá Patreksfirði til Reykjavík- ur þarf til dæmis að fara yfir Kleifa- heiði; Klettsháls, Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Vestfirðirnir hafa setið eftir í samgöngum og sumir segja að þeir hafi ekki haft nógu öfluga þingmenn um tíðina, þá hafi eink- um vantað á suðurfirðina. Þetta er samt að potast og nú nýlega er búið að þvera bæði Kjálkafjörð og Mjóa- fjörð á sunnanverðum Vestfjörðum. En það var gaman að kynnast þessu svæði og því góða fólki sem þar býr. Nú nýt ég þeirrar reynslu.“ Afslappaðra á landsbyggðinni Úlfar ólst upp í Norðurmýrinni í Reykjavík og er því miðbæjar- barn. Leiksvæðin voru Valssvæð- ið á Hlíðarenda, þar sem hann var mikið í fótbolta fram á unglings- ár, Öskjuhlíðin og róluvöllurinn við Austurbæjarbíó. „Við hjóluð- um í Nauthólsvíkina og um allt, þetta var mjög frjálslegt og gott að alast upp á þessu svæði. Rauð- arárstíginn gengu rónar þess tíma sem við strákarnir óttuðumst ekki, sumir bráðsnjallir og aðrir kúnst- ugir. Allir voru þeir á leið eftir brennsluspritti í apótekið á horni Rauðarárstígs og Háteigsvegar.“ Úlfar starfaði sem lögreglu- maður á háskólaárunum og var um tíma „garðprófastur“ á Nýja Garði, stúdentagarði Háskóla Ís- lands. „Ég hef starfið mikið úti á landsbyggðinni, enda uppgötv- aði ég snemma að veröldin breyt- ist ekki mikið þótt komið sé upp fyrir Ártúnsbrekkuna, nema að hún verður svolítið afslappaðri,“ segir Úlfar. Hann var auk rúma ársins í Borgarnesi og undanfar- inna sex ára fyrir vestan, fulltrúi hjá sýslumanninum í Gullbringu- sýslu og bæjarfógetanum í Kefla- vík, Njarðvík og Grindavík frá maí 1988 til vors 1989. Sex sinnum hefur hann verið settur sýslumað- ur á Höfn í Hornafirði, síðast árið 2004. Hann var dómarafulltrúi hjá yfirsakadómaranum í Reykjavík frá 1. september 1991 til 30. júní 1992 og síðan starfsmaður sýslumanns- ins í Reykjavík frá þeim tíma og til 15. júlí 2008. Þar var hann deildar- stjóri þriggja deilda en skrifstofu- stjóri og staðgengill sýslumanns frá árinu 2005. Úlfar segist oft hafa átt góðar stundir í sumarbú- stað foreldra sinna í Syðri-Hraun- dal á Mýrum, en lítill tími hafi gef- ist til þess síðustu árin. Nú hugsi hann sér gott til glóðarinnar með það, en Úlfar er kvæntur Halldóru R Björnsdóttur og saman eiga þau þrjú börn. þá Úlfar Lúðvíksson nýr lögreglustjóri á Vesturlandi. Framtíð háskóla í Borgarbyggð Ráðstefna föstudaginn 30. janúar frá kl. 9:30 – 14:30 í Hjálmakletti Framfarafélag Borgfirðinga Dagskrá Skráning með tölvupósti á borgarbyggd@borgarbyggd.is Verð fyrir léttan hádegismat 750 kr. Ráðstefnan er öllum opin, íbúar eru hvattir til að mæta. 09:40-10:00 Hlutverk háskóla í þróun svæða Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar 10:00-10:20 Háskóli og samfélag Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst 10:20-10:40 Háskólar í dreifbýli. Hlutverk og ögranir Björn Þorsteinsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands 10:40-11:00 Kaffihlé 11:00-11:20 Sérstaða Snorrastofu- rannsóknir í sínu rétta umhverfi Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu 11:20-11:40 Hugmyndir um sameiginleg verkefni fyrir háskóla Óskar Guðmundsson formaður Framfarafélags Borgfirðinga 11:40-12:20 Svæðisþróun og starfsemi haskóla Anna Karlsdóttir 12:20-13:00 Léttur hádegisverður 13:00-13:30 Framtíð háskóla í Borgarbyggð Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra 13:30-14:30 Panel umræður Anna Elísabet Ólafsdóttir aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst Ráðstefnuslit Guðveig Eyglóardóttir formaður byggðaráðs Borgarbyggðar Setning09:30-09:40

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.