Skessuhorn


Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015 Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði - info@hotelork.is - sími: 483 4700 - www.hotelork.is Í ár höldum við uppá 25 ára afmæli Sparidaga. Af því tilefni bjóðum við sérlega vandaða dagskrá þar sem meðal annars verður farið í heimsókn í Hesta- leikhúsið Fákasel og Landgræðslu Ríkisins í Gunnarsholti ásamt mörgum öðrum frábærum dagskrárliðum. Bókanir fara fram hjá umsjónar- manni félags eldri borgara á hverjum stað. Einnig er hægt að hafa samband við Hótel Örk í síma 483 4700 þar sem starfsfólkið veitir allar nánari upplýsingar eða á slóðinni www.hotelork.is/sparidagar Innifalið alla Sparidaga – gisting í 5 nætur í tveggja manna herbergi – – morgunverðarhlaðborð og kvöldverður – – og fjölbreytt dagskrá – Verð 46.900 á mann m.v. tveggja manna herbergi www.skessuhorn.is Ertu nokkuð að missa af? Ertu áskrifandi? Áskriftarsími: 433 5500 og www.skessuhorn.is Út er komin reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár byggð á nýjum lögum um velferð dýra auk laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Eldri reglugerð um aðbúnað og umhirðu sauðfjár og geitfjár fellur þar með úr gildi. Tilgangur reglu- gerðarinnar er að tryggja velferð og heilbrigði alls sauðfjár og geit- fjár með góðri meðferð, umsjón og aðbúnaði. Leitast skal við að sauðfé og geitur geti lifað í samræmi við eðlilegt atferli sitt eins og framast er kostur. Í reglugerðinni koma fram lágmarkskröfur um einstök atriði. Meðal nýmæla má nefna að hver sem ætlar að eignast sauðfé eða geitfé skal tilkynna það til Mat- vælastofnunar svo tryggt sé að lög- bundnar skráningar, merkingar og eftirlit geti hafist. Einnig er kveð- ið á um að umráðamaður eða sá sem sinnir kindum eða geitum hafi hæfni og þekkingu á þörfum dýr- anna auk líkamlegrar og andlegrar getu til þess að annast dýrin. Í reglugerðinni eru ákvæði um að dýralæknum sé einum heimilt að afhorna kindur og geitur þann- ig að fari inn í sló og gelda karl- dýr. Skylt er að nota deyfingu við þær aðgerðir og nota skal langverk- andi verkjalyf þar sem það á við. Einnig er að finna ákvæði er kveð- ur á um að við pörun skuli varast að æxla saman dýrum sem vitað er að gefa afkvæmi sem valda verulegum burðar erfiðleikum. Í byrjun árs 2023 tekur gildi ákvæði er varðar gólf þar sem málmristar eða málmgrindur eru í stíugólfum. Eftir gildistöku ákvæðis ins skal 40% af gólfflet- inum, hið minnsta, vera með leg- usvæði úr timbri eða öðru efni með samsvarandi eða minni varmaleiðni en timbur. Skerpt er á nokkrum ákvæðum frá eldri reglugerð svo sem að fé sem haldið er úti yfir vetur skal haft í fjárheldum girðingum þannig að eftirlit sé framkvæmanlegt fram yfir sauðburð, öllu sauðfé og geitfé skal tryggt nægilegt húsaskjól að vetr- arlagi og skal á hverjum tíma vera hægt að sýna fram á að slíkt rými sé til staðar fyrir vetrarfóðraðar kind- ur. Einnig er skerpt á því að sauðfé og geitum skal tryggður aðgangur að nægu vatni í húsum á meðan þau eru á innistöðu. Með reglugerðinni eru tveir við- aukar, sá fyrri fjallar um lágmarks- stærðir húsa, innréttinga og bún- aðar en sá seinni tilgreinir hvern- ig eigi að meta holdafar og hjálp- ar þannig við að meta fóðurástand gripa. mm Nýjar reglur um velferð sauðfjár og geitfjár

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.