Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015
Stefán Einar
ráðinn viðskipta-
blaðamaður
RVK: Stefán Einar Stefáns-
son hefur verið ráðinn sem
blaðamaður á viðskiptadeild
Morgunblaðsins. Hann hef-
ur þegar hafið störf. Stefán
ólst að hluta upp í Borgar-
nesi. Hann er sonur hjónanna
Ingibjargar Ingimarsdóttur
og Stefáns Skarphéðinssonar
fráfarandi sýslumanns Mýra-
og Borgarfjarðarsýslu. Stefán
Einar nam guðfræði við Há-
skóla Íslands og lauk BA prófi
í henni. Síðar tók hann MA
gráðu í viðskiptasiðfræði. Auk
þessa hefur hann starfað sem
stundakennari í Háskólanum
í Reykjavík. Síðast starfaði
Stefán sem formaður Versl-
unarmannafélags Reykjavík-
ur. Hann lét af störfum þar
eftir að hafa lotið í lægra haldi
í formannskjöri gegn Ólafíu
B. Rafnsdóttur.
–mþh
Tveir harðir
árekstrar
VESTURLAND: Átta um-
ferðaróhöpp urðu í umdæmi
lögreglunnar á Vesturlandi í
liðinni viku, flest án teljandi
meiðsla. Í tveimur óhappanna
var þó um harða árekstra að
ræða, en urðu gerðust á laug-
ardaginn. Annar þeirra var
á mótum Borgarbrautar og
Hrafnakletts í Borgarnesi.
Tvennt var flutt úr öðrum
bílnum á heilsugæslustöðina
í Borgarnesi til skoðunar en
aðrir sluppu án meiðsla. Báð-
ar bifreiðarnar voru óökufær-
ar á eftir. Þá varð sama dag all-
hörð aftanákeyrsla á Garða-
grund á Akranesi. Ökumað-
ur í öðrum bílnum kvartaði
undan eymslum í hálsi og fór
til skoðunar á heilusgæslu-
stöðina á Akranesi. Önnur
bifreiðin var óökufær eftir
áreksturinn. Tveir ökumenn
voru teknir fyrir grun um
akstur undir áhrifum fíkni-
efna eða lyfja í vikunni, annar
á Akranesi og hinn í Borgar-
nesi. -þá
Ekið á tvö hross
LEIRÁRSVEIT: Ekið var
á tvö hross á Leirársveitar-
vegi í Hvalfjarðarsveit síð-
astliðinn fimmtudag. Annað
þeirra drapst strax við árekst-
urinn en hitt varð að aflífa.
Nokkur hross höfðu slopp-
ið úr girðingu á bæ skammt
frá og höfðu farið upp á veg
og stóðu þar í myrkrinu þeg-
ar bíllinn kom að. Ökumað-
urinn slapp ómeiddur en bif-
reiðin var óökufær og flutt
með kranabíl af vettvangi.
–þá
Í tilefni bóndadagsins og byrjun
Þorra á föstudaginn má rifja upp
að í þjóðsögum Jóns Árnasonar
segir að bóndi skyldi bjóða Þorra
velkomin með því að fara fyrstur
á fætur þann morgun sem Þorri
gekk í garð. Fara út á „sprellanum“
og skyrtunni einni klæða og ber-
fættur. Hoppa svo á öðrum fæti
í kringum bæinn, draga eftir sér
síðbrókina á hinum fætinum og
bjóða Þorra velkominn. Síðan átti
hann að halda öðrum bændum úr
byggðarlaginu veislu fyrsta Þorra-
dag.
Næstu dagana er spáð fremur
hægum vindi úr suðri og vestri
með úrkomu í formi skúra eða élja
syðra en úrkomulitlu fyrir norð-
an. Á laugardagskvöld er útlit fyr-
ir hvassa suðaustanátt með snjó-
komu eða slyddu fyrst suðvestan
til og hlýnar í bili. Á sunnudag er
útlit fyrir stífa sunnanátt og snjó-
komu eða slyddu en rigningu við
suðurströndina.
Í síðustu viku var spurt á vef
Skessuhorns: „Gefur þú blóð?“ Í
ljós kom að frekar lítill hluti svar-
enda gerir það. „Já reglulega“
sögðu 8,2% og „já einstaka sinnum
„var svar 7,65%. „Nei aldrei“ sögðu
34,43%. Hins vegar er stærsti hóp-
urinn sem einhverra hluta vegna
má ekki gefa blóð, eða 49,73%.
Í þessari viku er spurt:
Hvaða þorramatur er bestur?
Skemmtinefndir og allir þeir sem
undirbúa vegleg þorrablót næstu
vikurnar eru Vestlendingar vik-
unnar. Þetta eru í flestöllum tilfell-
um einstaklingar sem taka slíkt að
sér í frívinnu fyrir sig og sveitunga
sína.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Leikskólar á Akranesi með afgerandi forystu í þjónustukönnun
Capacent Gallup gerir árlega þjón-
ustukönnun meðal nítján stærstu
sveitarfélaga landsins. Markmiðið
með könnuninni er að mæla ánægju
íbúa með þjónustu stærstu sveitar-
félaga landsins, gera samanburð og
mæla breytingar frá fyrri könnun-
um. Könnun Capacent náði til átta
þúsund íbúa í sveitarfélögunum
nítján en svarhlutfall var 65,8%.
Akraneskaupstaður er eitt af nít-
ján stærstu sveitarfélögum lands-
ins og eina sveitarfélagið á Vestur-
landi sem könnunin nær yfir. Nið-
urstöðurnar fyrir Akraneskaupstað
í ár eru með þeim betri sem bæjar-
félagið hefur fengið undanfarin ár.
Akranes bætir sig í flestum mála-
flokkum og er yfir meðaltali sveit-
arfélaga í öllum málaflokkum nema
þegar kemur að viðhorfi bæjarbúa
til aðstöðu til íþróttaiðkunar.
Svipmynd frá síðasta ári við leikskólann Teigasel á Akranesi.
Þarfagreining um fræðsluþörf
starfsmanna Dalabyggðar
Í liðinni viku undirrituðu fulltrúar
frá Dalabyggð og Símenntunarmið-
stöðinni á Vesturlandi samstarfs-
samning um verkefnið „Fræðslu-
stjóri að láni.“ Markmiðið er að gera
þarfagreiningu með öllum almenn-
um starfsmönnum Dalabyggðar og
í framhaldinu verður mótuð heild-
stæð fræðsluáætlun sem byggir m.a.
á niðurstöðum þarfagreiningarinn-
ar. Símenntunarmiðstöðin hefur
umsjón með verkefninu, en það er fjármagnað af Mannauðssjóði Sam-
flots. Meðfylgjandi mynd var tek-
in við þetta tækifæri. Á henni eru
f.v. Inga Dóra Halldórsdóttir fram-
kvæmdastjóri Símenntunarmið-
stöðvarinnar, Sveinn Pálsson sveit-
arstjóri Dalabyggðar og Helga
Björk Bjarnadóttir verkefnastjóri
Símenntunarmiðstöðvarinnar sem
kemur til með að halda utan um
verkefnið. mm
Þörf á átaki í meðferð hrogna
Nú í byrjun hrognavertíðar hafa
borist ábendingar til Matvælastofn-
unar um slæma meðferð á hrognum.
„Þörf er á átaki meðal sjómanna,
slægingarstöðva og fiskmarkaða um
bætta meðhöndlun. Allir aðilar sem
koma að meðferð og dreifingu mat-
væla eru ábyrgir fyrir réttri meðferð
sem tryggir öryggi og gæði mat-
væla. Mikilvægust er rétt meðferð
og frágangur við slægingu um borð
í skipum eða slægingarstöð,“ segir í
tilkynningu frá MAST.
Þá segir að halda skuli mismun-
andi tegundum aðskildum und-
ir fisktegundaheiti ef selja á hrogn.
Ef hrogn eru seld sem þorskhrogn
eiga það að vera hrogn úr þorski.
Ef tegundum er blandað saman skal
merkja þau sem blönduð hrogn og
tilgreina tegundir. Annað er blekkj-
andi fyrir kaupendur. Samkvæmt
11. grein laga nr. 93/1995 um mat-
væli er óheimilt að hafa matvæli á
boðstólum eða dreifa þeim þann-
ig að þau blekki kaupanda að því er
varðar uppruna, tegund, gæðaflokk-
un, samsetningu, magn, eðli eða
áhrif. Einnig er bent á að reglugerð
nr. 1379/2013 um markaðssetn-
ingu fisks og fiskafurða (CMO re-
gulation) hefur tekið gildi í Evrópu
og verða fyrirtæki sem setja vörur á
markað í Evrópu að merkja í sam-
ræmi við kröfur hennar. „Matvæla-
stofnun mun á næstu vikum skoða
meðferð hrogna við löndun, í slæg-
ingarstöðvum, fiskmörkuðum og
hjá verkendum og grípa til viðeig-
andi aðgerða ef þörf er á.“
mm
Fjölskylduvænt
sveitarfélag
Samkvæmt niðurstöðum könnun-
arinnar er Akraneskaupstaður mjög
fjölskylduvænt sveitarfélag. Kaup-
staðurinn er í fyrsta sæti í viðhorfi
íbúa með þjónustu
við barnafjölskyld-
ur og deilir því sæti
með einu öðru sveit-
arfélagi. Þá er ánægja
íbúa með þjónustu
grunnskóla mikil
og lendir sveitarfé-
lagið þar í öðru sæti
á landsvísu með 4,2
stig af 5 mögulegum
á meðan meðaltalið á
landsvísu er 3,8 stig.
Akranes er í afger-
andi forystu í leik-
skólamálum þar sem
bæjarfélagið trón-
ir á toppnum. Kaup-
staðurinn fékk ein-
kunnina 4,5 en með-
altalið á landsvísu er
3,9. Á undanförn-
um árum hefur Akra-
neskaupstaður deilt
fyrsta til þriðja sæti
í þeim flokki með tveimur öðrum
sveitarfélögum. Íbúar á Akranesi
eru einnig ánægðir með þjónustu
við eldri borgara, 0,3 stigum yfir
meðaltali. Varðandi ánægju með
þjónustu við fatlað fólk fer kaup-
staðurinn lækkandi úr 3,8 í 3,5 en
er samt yfir landsmeðaltali sem er
3,3 stig. Eini flokkurinn sem Akra-
neskaupstaður er undir meðaltali
er ánægja með aðstöðu til íþrótta-
iðkunar. 27% íbúa telja að bæjar-
félagið þurfi að efla þjónustu á því
sviði og fær kaupstaðurinn 3,9 stig,
sem er sami stigafjöldi og í fyrra, en
landsmeðaltalið er 4 stig.
Ánægja með
menningarmál
Ánægja með skipulagsmál á Akra-
nesi hefur hækkað og bæjarfélag-
ið hefur einnig bætt sig þegar
spurt er um gæði umhverfisins í
nágrenni við heimili. Ný spurn-
ing var í könnuninni í ár varð-
andi þjónustu í tengslum við sorp-
hirðu og er Akraneskaupstað-
ur þar yfir landsmeðaltali. Þá eru
íbúar á Akranesi ánægðir með bæj-
arfélagið sem stað til að búa á. Þar
fer Akranes úr 4,2 stigum í 4,4 og
er 0,2 stigum yfir meðaltali. Sveit-
arfélagið bætir sig mest varðandi
ánægju íbúa með hvernig Akra-
neskaupstaður sinnir menningar-
málum og ánægja með þjónustu
Akraneskaupstaðar hefur einnig
aukist. Auk þess hækkar kaupstað-
urinn sig varðandi hversu vel eða
illa starfsfólk Akraneskaupstaðar
leysir úr erindum og er yfir lands-
meðaltali.
grþ
Meðaltal Akraness í samanburði við sveitarfélög í heild.
Heimild: Akraneskaupstaður/Capacent Gallup.