Skessuhorn


Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015 Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 27. janúar 2015 kl. 20:30 í Reykholtskirkju Bjarni Guðráðsson varð áttræður á dögunum og Reykholtskirkja og Snorrastofa bjóða gestum á Bjarnakvöldi í kaffi af því tilefni. Bjarni rekur söguna og tekur hljómdæmi, en hann var lengi organisti í Reykholti, starfaði að söngmálum héraðs ins og vann að uppbyggingu Reykholtskirkju – Snorrastofu Af tónlist og hljóðfærum í Reykholtskirkju Bjarni Guðráðsson í Nesi flytur Auglýsing um breytingu deiliskipulags Smiðjuvalla á Akranesi Bæjarstjórn Akraness auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin nær til lóðanna Kalmansvalla 6 og Smiðjuvalla 3. Um er að ræða að skipta lóð Smiðjuvalla 3 og stækka lóð nr. 6 við Kalmansvelli, nýtingarhlutfall lóðanna er óbreytt eða 0,5. Tillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi frá og með miðvikudeginum 21. janúar til og með föstudeginum 27. febrúar 2015. Tillagan er einnig til kynningar á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með föstudeginum 27. febrúar 2015. Skila skal athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, eða á netfangið akranes@akranes.is Byggingar- og skipulagsfulltrúi. SK ES SU H O R N 2 01 5 Til skógarbænda á Vesturlandi Boðað er til ársfundar fimmtudaginn 29. janúar n.k. kl. 17:30 - 19:00 á Sögulofti Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi. Dagskrá: Starfsáætlun Vesturlandsskóga 2015 Árangursmat í gróðursetningum Úttektir 2014 Eftir fundinn gefst fólki kostur á að snæða saman kvöldverð á Landnámssetri, matur verður borinn á borð um kl 19:15. Í boði verður fiskur dagsins og kaffi/te og konfekt á eftir. Maturinn kostar 3.500,- Þeir sem hafa áhuga á að vera með í kvöldverðinum, verða að láta starfsfólk Vesturlandsskóga vita á netfangið vestskogar@vestskogar.is eða í síma 433-7054 eða 433-7052 og gefa þá upp fjölda þátttakenda. Frestur til að skrá sig í matinn er til 27. janúar. Ef fólk hefur áhuga á að troða upp með gamanmál eða söng yfir kvöldverðinum er orðið laust. SK ES SU H O R N 2 01 5 Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Vesturlandsskóga Úrskurðarnefndin hafnaði ógildingu leyfa vegna Bugavirkjunar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kom saman 12. desember sl. og kvað þá upp úrskurð vegna kæra sem nefndinni barst á vormánuð- um 2013 vegna Bugavirkjun- ar í Leirársveit. Úrskurðar- orð nefndarinnar í málinu eru á þá lund að kröfu um ógild- ingu ákvörðunar Orkustofn- unar frá 19. apríl 2013, um að veita leyfi til vatnsmiðlunar vegna fyrirhugaðrar virkjun- ar Bugalækjar í landi Eystri- Leirárgarða í Hvalfjarðar- sveit, er hafnað. Hafnað er einnig kröfu um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórn- ar Hvalfjarðarsveitar frá 14. maí 2013 um að veita fram- kvæmdaleyfi fyrir stíflugerð, sem og ákvörðunar bygginga- fulltrúa sveitarfélagsins frá 3. maí 2013 um að veita bygg- ingarleyfi fyrir stöðvarhúsi vegna virkjunar Bugalækjar. Umræddar kærur komu frá lögfræðingi Leirárskóga ehf., nágranna bændanna á Leir- árgörðum. Af þessum ástæð- um stöðvuðust framkvæmir í nokkra mánuði. Bugavirkjun var hins vegar formlega tek- in í notkun síðasta haust. Frá henni fæst um 400 kílóvött til notkunar á Eystri- og Vestri- Leirárgörðum, en bændur á bæjunum stóðu straum að virkjunarframkvæmdunum. þáStífla og miðlunarlón Bugavirkjunar í Leirársveit. Ábúendaskipti í Þurranesi Hjónin Ingunn Jóna Jóns- dóttir og Ólafur Gunnarsson hafa um margra ára skeið ver- ið ábúendur í Þurranesi II í Dalabyggð. Þar hafa þau ver- ið með bú og rekið ferðaþjón- ustuna í Þurranesi um árabil. Nú eru komnir nýir ábúendur að Þurranesi og hefur sonur þeirra hjóna, Jón Ingi Ólafs- son búfræðingur, tekið við keflinu. Jón Ingi segist lengi hafa haft áhuga á bústörfun- um. „En ég gerði aldrei neitt í því þannig lagað. Ég vann sem rafvirki en vinnan breyttist við hrunið og hugurinn fór að leita heim í sveitina,“ segir Jón Ingi í samtali við Skessuhorn. Hann dreif sig í framhaldinu í búfræðinám á Hvanneyri, sem hann lauk síðasta vor. Tekur við góðu búi Foreldrar Jóns Inga munu reka ferðaþjónustuna áfram í einhvern tíma. „Þetta kemur í ljós með tíð og tíma. Þau verða áfram með ferða- þjónustuna í sumar. Framtíðarsýn- in er svo að ég taki við ferðaþjón- ustunni líka, ásamt unnustu minni, Guðrúnu Elínu Herbertsdóttur,“ útskýrir Jón Ingi. Í ferðaþjónust- unni í Þurranesi er boðið upp á gistingu í fjórum húsum; Þurra- nesi 1 og þremur sumarhúsum. Á Þurranesi II eru rúmlega fjög- ur hundruð kindur á húsi í vet- ur og tekur Jón Ingi því við meðalstóru búi. Hann segist taka við vel reknu búi. „Ég tek við gríðarlega fínu búi. Hér er margt gott en ýmis tækifæri fyrir mig til að bæta á öðrum stöðum.“ Hann segir líklegt að bóndinn hafi blundað í hon- um lengi. „En það náði aldrei lengra en það að mann langaði að sjá starfi mömmu og pabba haldið áfram. Nú hef ég tæki- færi til þess og get gefið í ef eitthvað er,“ bætir hann við. Jón Ingi er alinn upp að Þurra- nesi og segist nú vera kominn heim. „Ég er í þeim skrýtnu umskiptum að henda foreldrum mínum út úr húsinu sem þau ólu mig upp í,“ segir hann og hlær. „Þau ætla eitthvað aðeins að po- tast áfram í ferðaþjónustunni og svo að setjast í helgan stein. Þau eru að skila gríðarlegu ævistarfi, bæði uppbyggingunni á búinu og ferða- þjónustunni,“ segir Jón Ingi Ólafs- son að endingu. grþ Freisting vikunnar Á bloggsíðu Emilíu Ottesen, emili- aottesen.blogspot.com, markaðs- stjóra Skessuhorns, má finna safn ýmissa góðra uppskrifta. Emilía er listakokkur og birtir uppskrift- ir sínar af ýmsum mat, hollum og góðum í bland við minna holl- ar kræsingar sem gott er að gæða sér á. Freisting vikunnar að þessu sinni kemur því frá Emilíu og er af ítölskum uppruna en þó með smá tvisti. Uppskriftin kemur upp- runalega frá móður Emilíu, sem einnig er eðalkokkur og að sögn Emilíu gerir hún heimsins besta Lasagne. Sósan er gerð alveg frá grunni og verður fyrir vikið fersk og góð. Rétturinn fyllir þriggja lítra eldfast mót og Emilía segist nokkuð viss um að hann dugi fyrir sex manns. Heimsins besta lasagne: 1 hvítlauksrif 1 rauðlaukur 1 laukur 2 paprikur 4 tómatar 1/2 chilli pipar 1 sæt kartafla gulrætur eftir smekk (mega vera niðursoðnar) 1 krukka fetaostur 500 gr. nautahakk 400 gr. kotasæla 2 dósir tómat púrra 1 dós niðursoðnir tómatar (skornir) rifinn ostur parmesan ostur Lasagne plötur Skerið niður lauk, chilli, papriku og tómatana. Byrjið á að steikja chilli piparinn og hvítlaukinn upp úr olíunni af fetaostinum. Gott er að sjóða gulræturnar á með- an grænmetið er skorið og leyfa þeim að liggja í vatninu þar til þær eru notaðar. Bætið við hvítlauks/ chilli blönduna; lauknum, rauð- lauknum, paprikunni, tómötum, tómatpúrru, niðursoðnum tóm- ötum og fetaosti. Leyfið þessu að malla í 25 mínútur. Steikið hakkið á sér pönnu og kryddið það. Bætið hakkinu og gulrótunum við sósuna og látið malla í auka fimm mínút- ur. Skerið sætu kartöfluna í mjög þunnar sneiðar (Það gæti verið sniðugt að sjóða kartöflurnar í smá stund áður en þær eru notaðar svo þær verði alveg örugglega mjúk- ar). Svo má byrja að raða. Röð- in er eftirfarandi: Kjötsósa, sætar kartöflur, parmesan ostur og rifinn ostur, lasagne plötur og að lokum kotasæla. Svo er þessu raðað aft- ur og koll af kolli. Hitað í ofni við 200° hita á blæstri í um 40 mín- útur. Tekið út, settur rifinn ostur ofan á og aftur inn í ofn í nokkr- ar mínútur. Verði ykkur að góðu! Lasagne frá grunni Jón Ingi ásamt Guðrúnu Elínu. Fyrir framan þau stendur Ólafur Vignir sonur Jóns. Myndin er tekin við útskrift Jóns Inga úr Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri síðastliðið sumar. Ljósm. Ingunn Jóna Jónsdóttir. www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.