Skessuhorn


Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015 Staða verkefnastjóra á stjórnsýslu- og fjármálasviði Akraneskaupstaður auglýsir eftir verkefnastjóra til starfa á stjórnsýslu- og fjármálasviði. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Forysta um innleiðingu á rafrænni þjónustu.• Umsj• ón með heimasíðu Akraneskaupstaðar og samskipti við þjónustuaðila vegna tölvumála og málakerfis Akraneskaupstaðar. Skýrslugerð, þ.m.t. framsetning fjárhagslegra upplýsinga.• Vinna við ge• rð verkferla og undirbúningur að mótun þjónustustefnu Akraneskaupstaðar. Almenn þjónustus• törf, s.s. undirbúningur funda, bréfaskriftir og gerð auglýsinga. Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi.• Reynsla af vinnu við sama• ntekt og framsetningu fjárhagslegra upplýsinga. Þekking og reynsla af skjalavistunarkerfi og heimasíðugerð.• Mikil færni í notkun Microsoft Office hugbúnaða• r; sérstök hæfni í notkun Excel töflureiknis. Mikil samskipta- og samstarfshæfni.• Frumkvæði og góðir skipulagshæfileikar.• Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinar Adolfsson, sviðsstjóri í síma 433-1000 eða á netfanginu steinar.adolfsson@akranes.is Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni umsækjanda í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar nk. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. SK ES SU H O R N 2 01 5 Auglýsing sveitarstjórnar Helgafellssveitar um niðurstöðu Aðalskipulag Helgafellssveitar 2012-2024 Sveitarstjórn Helgafellssveitar samþykkti þann 11. nóvember 2014, Aðalskipulag Helgafellssveitar 2012-2024. Tillagan ásamt umhversskýrslu var auglýst skv. 31. gr. skipu- lagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhversmat áætlana nr. 105/2006 frá 22. maí til 3. júlí 2013. Alls bárust mm athugasemdir við aðalskipulagið á auglýsingar- tímanum sem leiddu til smávægilegra lagfæringa á skipulaginu, að öðru leyti var tillagan samþykkt án breytinga. Tillagan hefur verið send Skipulagstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulags- og byggingarfulltrúa Helgafellssveitar, Berugötu 16, Borgarnesi, eða sent fyrirspurn á netfangið jokull73@simnet.is Skipulags- og byggingarfulltrúi Helgafellssveitar SK ES SU H O R N 2 01 5 Þegar fólk á förnum vegi hefur ver- ið spurt hvaða bær eða bæjarstæði í landinu því finnist fallegast, hafa margir nefnt Stykkishólm. Víst er að bærinn er fallegur og svo var einnig með Unni Valdimarsdótt- ur þegar hún kynntist manni sínum Eyþóri Benediktssyni sem er inn- fæddur Hólmari. Þau fluttu síðan í Hólminn haustið 1985 og Unnur segir langt síðan hún fór að telja sig Hólmara. Hún hafði ekki búið þar í marga mánuði þegar falast var eft- ir henni í sóknarnefnd kirkjunnar en hún hefur verið sóknarnefndar- formaður í 22 ár. „Þetta hefur bara verið hluti af tilverunni. Ég hef verið svo heppin að með mér hef- ur alltaf starfað gott fólk. Vissulega er þetta starf krefjandi en marg- ar hendur vinna létt verk,“ sagði Unnur þegar blaðamaður Skessu- horns heimsótti hana á Tangagöt- una á dögunum. Á Reykjum í Hrútafirði í átta ár Unnur er fædd og uppalin í Vestur- bænum í Reykjavík. Hvað varstu þá KR-ingur, spyr blaðamaður. „Ég hef nú ekkert verið að flíka því í þessum bæ, enda fyrir löngu farin að halda með Snæfelli þeg- ar þeir etja kappi við KR í körfu- boltanum,“ segir Unnur og brosir. „Ég var mikið í handbolta þegar ég var stelpa og það var mjög gaman. Mörg Reykjavíkurfélögin voru með góð lið en ég hætti þó að spila áður en kom upp í meistaraflokkinn,“ segir Unnur. Hún segir að leiðin hafi svo legið í Húsmæðraskólann á Laugarvatni og þar kynntist hún manninum sínum. „Eyþór var þar í menntaskólanum. Við áttum svo heima í Héraðsskólanum á Reykj- um í Hrútafirði árin 1976-1984. Eyþór var kennari þar en ég var að- allega í því að eiga börn. Þrjú börn- in okkar fæddust þá á fjórum árum. Þetta var mjög skemmtilegur tími á Reykjaskóla. Margar fjölskyldur á okkar aldri með börn og ekki má gleyma öllum nemendunum sem voru á aldrinum 14-18 ára. Við eig- um góðar minningar úr Hrútafirð- inum og eignuðumst þar góða vini. Við bjuggum svo í Kópavoginum í eitt ár áður en við fluttum hing- að í Hólminn.“ Unnur segist strax hafa kunnað vel við sig í Stykkis- hólmi. Hún sinnti verslunarstöf- um um árabil. Fyrst í versluninni Hólmkjör en 1993 keyptu hún og Eyþór ásamt þremur öðrum hjón- um verslunina. „Svo kom að því að Bónus vildi kaupa. Við seldum en ég var áfram verslunarstjóri í nokk- ur ár. Síðustu sjö árin hef ég svo starfað á bókasafninu í grunnskól- anum og kann líka mjög vel við mig í því starfi,“ segir Unnur. Samfélagskylda að starfa í sóknarnefndinni Aðspurð segist Unnur alltaf hafa átt sína barnatrú. „Ég tók þátt í starfi KFUM og K eins og flest börn á þeim árum sem ég var að alast upp. Það að starfa fyrir kirkjuna er eðlileg samfélagsskylda í mín- um huga. Ég held að gjarnan sé setið um yngra fólk, að það taki að sér svona störf í samfélaginu. Mér finnst það á margan hátt hafa verið gefandi að starfa fyrir kirkjuna. Ég byrjaði í kirkjukórnum strax fyrsta veturinn og ég var mikið í barna- starfinu, í meira en tólf ár. Það hef- ur ekki verið erfitt að fá fólk til að starfa fyrir kirkjuna, þó það sé lík- lega þannig að starf í sóknarnefnd sé eitt af fáum nefndastörfum sem eru ólaunuð í bæjarfélaginu. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt vegna þess að margir hafa kom- ið að starfinu og ég hef verð mjög heppin með samstarfsfólk. Þegar við stóðum í stærri verkefnum, svo sem endurgerð gömlu kirkjunn- ar og söfnunar fyrir nýju pípuorg- eli, voru skipaðar verkefnisnefndir skipaðar einstaklingum utan safn- aðarnefndar. Mikið sjálfboðaliðs- starf hefur alltaf verið innt af hendi innan kirkjunnar. Ég hef síðustu árin leitað svolítið eftir því að losna frá formennskunni. Það hefur ekki tekist en ég er vongóð um að ekki líði langur tími þar til einhver verð- ur tilbúinn að taka við af mér. Gæti þó hugsað mér að halda áfram í þeim skemmtilegu verkum sem ég hef unnið fyrir söfnuðinn. Svo sem að máta, þvo og strauja ferming- arkirtlana á börnin. Það hefur samt aldrei verið vandamál fyrir mig að komast í frí frá starfinu í sóknar- nefndinni ef ég hef þurft þess. Ég hef líka getað sinnt öðrum áhuga- málum, svo sem í lionsklúbbnum sem ég hef verið í til fjölda ára og golfinu á sumrin sem ég hef ákaf- lega gaman af.“ Kirkjan mikið notuð af samfélaginu Unnur segir að festa hafi verið í starfsmannaliði Stykkishólmskirkju í mörg ár. Sami presturinn til fjölda ára, séra Gunnar Eiríkur Hauks- son. Sami organistinn hefur verið síðustu sex árin, ungverjinn Laszlo Petö, sem einnig stjórnar kirkju- kórnum og er kennari við tónlist- arskólann. „Það hefur alltaf ver- ið öflugt kórstarf innan kirkjunnar og nú er stefnt á söngferð á heima- slóðir stjórnandans til Ungverja- lands næsta sumar. Við höfum síð- ustu þrjú árin safnað fyrir ferðinni og það er kominn mikill spenning- ur í hópinn.“ Unnur segir Stykkis- hólmskirkju mikið notaða af samfé- laginu og þar sé mjög góður hljóm- burður. Til að mynda hafi Sum- artónleikaröð Stykkishólmskirkju verið haldin í kirkjunni í nærri 20 ár. Þar eru oft haldnir tónleikar á veg- um tónlistarskólans auk skólaslita grunnskólans og annarra stærri at- hafna. „Í kirkjunni er eini salurinn í bænum sem tekur meira en hundr- að manns í sæti, þar sem að félags- heimilið er nær eingöngu nýtt fyrir starfsemi hótelsins.“ Nánasta sam- starfsfólk Unnar í Stykkishólms- kirkju til margra ára, fyrir utan sóknarprestinn, eru hjónin Hulda Magnúsdóttir og Svavar Edilons- son. „Þau hafa starfað hjá okkur í rúmlega 20 ár. Það skiptir afskap- lega miklu máli að hafa svona traust og gott fólk, þessi yndislegu hjón. Hulda er líka meðhjálpari í kirkj- unni og Svavar hefur séð um leg- staðaskrá í kirkjugarðinum.“ Brýnt að ráða lausn á lekavandamálum Stykkishólmsbúar eiga glæsilega nýlega kirkju sem reyndar var mörg ár í byggingu. Fyrsta skóflustungan var tekin 1967 en byggingin komst ekki vel af stað fyrr en á árinu 1974. Mörg ár tók þó að ljúka bygging- unni. Kirkjan var loks vígð 6. maí 1990. Spurð um fjármögnun bygg- ingarinnar segir Unnur að á þeim tíma hafi sjómenn mátt gefa ágóða af róðrum í byggingarsjóðinn. „Þeir voru bakhjarlarnir. Það má öðrum fremur þakka sjómönnunum hérna að kirkjan var byggð. Hins veg- ar voru líka tekin stór lán sem erf- itt reyndist að borga. Peningalega hefur oft verið erfitt hjá söfnuðin- um, ekki síst fyrstu árin eftir að ég tók við,“ segir Unnur. Stykkishólmskirkja er eitt þeirra mannvirkja í landinu sem er með flötum þökum og veggjum upp af þeim. Þetta hefur kallað fram leka- vandamál og viðhald kom því mjög snemma á húsið. Kirkjan hefur því reynst Stykkishólmssöfnuði dýr. Ekki voru mörg ár liðin fá vígslu kirkjunnar sem þökin fóru að leka. Ráðist var í endurbætur á árinu 2002 en allt kom fyrir ekki. Þökin héldu áfram að leka. Unnur segir að síðustu fimm árin hafi þetta ver- ið mikið vandamál. Nýlega var síð- an ráðist í ástandsskoðun á kirkj- unni. Unnur segir að út úr því hafi komið að það kosti um 50 millj- ónir að lagfæra kirkjuna þannig að allri viðhaldsþörf sé sinnt. „Það eru miklir peningar. Við höfðum leitað liðsinnis jöfnunarsjóðs Þjóðkirkj- unnar en ekki eru komin svör með það. Í það minnsta verðum við að komast fyrir þennan leka í þökun- um og gera við sprungur í veggjum sem hafa farið vaxandi núna síðustu fimm árin. Það er algjört forgangs- verkefni,“ sagði Unnur Valdimars- dóttir að endingu. þá Starfið er krefjandi en margar hendur vinna létt verk Unnur Valdimarsdóttir hefur verið formaður sóknarnefndar í Stykkishólmi í 22 ár Stykkishólmskirkja er glæsilegt mannvirki en hefur reynst söfnuðinum dýr, meðal annars vegna þakleka. Ljósmynd Eyþór Benediktsson. Unnur Valdimarsdóttir formaður sóknarnefndar Stykkishólms. Ljósm. þá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.