Skessuhorn


Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015 Unnu til verðlauna í verkefni Landsbyggðarvina Tvær stúlkur úr Grunnskóla Grund- arfjarðar unnu til verðlauna um síð- astliðna helgi. Það voru þær María Margrét Káradóttir og Tanja Lilja Jónsdóttir sem urðu í fyrsta og þriðja sæti í verkefni Landsbyggðarvina sem kallast „Sköpunargleði - Heima- byggðin mín: Nýsköpun, heilbrigði og forvarnir.“ Í vetur hafa nemendur í 7. - 10 bekk í Grunnskóla Grundar- fjarðar tekið þátt í verkefninu ásamt nemendum úr Grunnskóla Patreks- fjarðar og Grunnskóla Drangsness. Verkefninu var hrundið af stað í haust og er markmið þess að hvetja ungt fólk til að hugsa um heimabyggð sína út frá þeim tækifærum sem þar bjóð- ast. Auk þess er verkefnið þroskandi og skemmtileg viðbót við skólanám. Tjörn eins og Grundarfjarðarhöfn Nemendur skólanna sendu inn rit- gerðir þar sem þeir lýstu sinni heima- byggð og komu með hugmyndir. Stúlkurnar, sem báðar eru í 7. bekk, hlutu verðlaun fyrir hugmyndir sínar um hvernig megi gera Grundarfjörð að áhugaverðari og betri stað, bæði í dag og til framtíðar. María Margrét varð í fyrsta sæti. Í ritgerð sinni lýs- ir hún því að í Grundarfirði sé stórt tún sem kallast Paimpol-garður- inn. Hún segir garðinn vera stóran grasbala sem sé engum til gagns og segir frá því að lítill pollur sé í einu horni garðsins. Hún lýsir því einn- ig að vindasamt sé í garðinum. „Það væri hins vegar alveg hægt að setja tré til þess að mynda skjól. Einnig mætti kannski nýta pollinn með því að búa til fallega litla tjörn. Á tjörn- ina myndu kannski setjast endur og svanir sem litlir krakkar gætu gef- ið brauð. Eldri krakkar og fullorðn- ir gætu notað hana til að sigla fjar- stýrðum bátum. Kannski væri hægt að hafa bátana við tjörnina þannig að allir gætu prófað að sigla þeim. Bátarnir gætu kannski verið eins og fiskibátarnir í Grundarfirði og aldrei að vita nema útgerðirnar gætu gef- ið þá. Tjörnin gæti þá kannski lit- ið út eins og Grundarfjarðarhöfn. Það væri mjög gaman,“ segir í rit- gerð Maríu Margrétar. Hún kemur með ýmsar hagnýtar hugmyndir fyr- ir Grundarfjörð í ritgerðinni. Meðal annars nefnir hún að í Grundarfjörð komi margir ferðamenn á sumrin. „Það væri sniðugt að hafa söfn sem þeir gætu farið í - með nóg af kló- settum, því þeir eru alltaf í spreng! Söfnin þyrftu að sýna eitthvað sem erlendir ferðamenn hafa aldrei séð, eða eitthvað sem þeir hafa áhuga á, t.d. norðurljósasafn eða háhyrninga- safn.“ Að endingu segist hún vera al- veg viss um að eftir nokkur ár verði búið að nota þessar hugmyndir til að gera bæinn hennar enn betri en hann er í dag. Vill stærra húsnæði Hugmyndir Tönju Lilju urðu í þriðja sæti í verðlaunasamkeppninni. Hún segir í ritgerð sinni að gott sé að búa í Grundarfirði, en lengi megi gera gott betur. Þar nefnir hún að bæjarfélag- ið mætti stækka grunnskólann, þar sem enginn matsalur sé í skólanum. Hún segir að það yrði skemmtilegra ef allir borðuðu saman, í stað þess að borða í heimastofum. „Þá myndu all- ir þekkjast og kynnast betur þótt það væri eldri eða yngri nemendur og auðveldara væri fyrir starfsfólkið að fylgjast betur með að öllum líði vel,“ segir meðal annars í ritgerðinni. Hún nefnir einnig að íþróttahúsið, tón- listarskólinn og húsnæði félagsmið- stöðvarinnar séu of lítil og hvetur til þess að bætt verði úr því. „Að lokum vil ég segja þetta. Við krakkarnir hér í Grundarfirði treystum bæjarfélaginu okkar til þess að gera eitthvað góð- verk fyrir okkur og hugsa um okkur á góðan hátt, því ég held að ef bæjar- stjórnin hjálpar okkur ekki í að bæta þessar aðstöður, þá vill ekkert nýtt fólk með fullt af börnum flytja hing- að og allir sem búa hérna verða bara gamalt fólk. En ég er með smá hug- mynd. Af hverju búum við ekki til eitt risastórt hús fyrir tómstundir fyr- ir konur og kalla, börn og fullorðna? Þá værum við öll saman en ekki hing- að og þangað um bæinn heldur allir saman, því það er gaman,“ segir Tanja Lilja að endingu í ritgerð sinni. Hugmyndunum vel tekið Verðlaunaafhendingin fyrir Lands- byggðarverkefnið fór fram síðast- liðinn laugardag í Háskólanum í Reykjavík. Að sögn Unnar Birnu Þórhallsdóttur, kennara stúlknanna var athöfnin afar hátíðleg og form- leg. „Katrín Jakobsdóttir afhenti verðlaunin og stelpurnar þurftu að segja frá hugmyndum sínum. Bæjar- stjórinn okkar var á staðnum og tók vel í hugmyndir stelpnanna beggja,“ segir Unnur Birna. Landsbyggðar- verkefnið er tvískipt og voru verð- launin veitt fyrir fyrri hluta verkefn- isins. Vinna í síðari hluta verkefnisins hefst fljótlega og lýkur honum eftir páskafrí. Að sögn Unnar Birnu verð- ur unnið í hópavinnu í skólanum, þar sem hugmyndir verði útfærðar nán- ar og útilokar hún ekki að nýjar hug- myndir komi fram. grþ Tanja Lilja Jónsdóttir og María Margrét Káradóttir unnu til verðlauna fyrir hugmyndir sínar um hvernig megi gera Grundarfjörð að áhugaverðari og betri stað. Ljósm. tfk. Fyrstu styrkir til frumkvöðla Hugheima Fjöldi fólks var saman kominn í húsnæði Símenntunarmiðstöðv- ar Vesturlands í Borgarnesi síð- astliðinn fimmtudag þegar Arion- banki og KPMG veittu styrki til nýsköpunar í Borgarbyggð. Fjög- ur nýsköpunarverkefni sem tek- ið hafa þátt í starfi frumkvöðla- og nýsköpunarsetursins Hug- heima fengu afhenta styrki frá Ar- ion banka og KPMG upp á sam- tals tvær milljónir króna. Arion banki veitti fjárstyrki að upphæð eina milljón og KPMG styrkti verkefnin um eina milljón í formi sérfræðiráðgjafar. Hugheimar eru samstarfsverkefni fjölmargra að- ila en auk fyrrgreindra fyrirtækja standa eftirtaldir að verkefninu: Borgarbyggð, Kaupfélag Borg- firðinga, Nepal hugbúnaður, Sí- menntunarmiðstöð Vesturlands, SSV þróun og ráðgjöf, Háskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskóli Ís- lands, Verkís og Vitbrigði Vestur- lands. Haraldur Örn Reynisson hjá KPMG notaði tækifærið og þakkaði þessum aðilum fyrir sinn þátt en að öðrum ólöstuðum bæri að þakka sérstaklega fyrir framlag Sigursteins Sigurðssonar hjá Vit- brigðum Vesturlands fyrir óeigin- gjarnt framlag. Bernhard Þór Bernhardsson svæðisstjóri Arion banka á Vest- urlandi og Haraldur Örn Reyn- isson endurskoðandi hjá KPMG í Borgarnesi afhentu styrkina. Í máli Bernhards kom fram að þeg- ar Hugheimum var komið á fót hafi menn haft áhyggjur af því hvort þátttaka yrði nægjanlega mikil og verkefni líkleg til árang- urs. Hugheimar hafa nú starfað í tæplega eitt ár og verkefnið geng- ið framar vonum. Öll skrifstofu- rými sem boðið er upp á í Hug- heimum væru fullnýtt. Auk þess væri ljóst að af þeim verkefnum sem væru að fá styrki, að þau væru bæði metnaðarfull og líkleg til að skila árangri. Verkefnin sem hlutu styrkina Fjögur verkefni hlutu styrki: Cloth of Ægir, verkefni Geirs Konráðs Theodórssonar. Það snýst um hönnun á klæðnaði, trefl- um og hálsklútum með innbyggð- an búnaði til að vernda öndun- arfæri gegn svifryki sem og öðr- um óæskilegum efnum sem fylgja mengun í borgum eða mengun frá eldgosum. Frumgerð hefur ver- ið þróuð og prófuð og komið að næsta stigi verkefnisins. Íslenskar ilmolíur frá Rauðs- gili, verkefni Hraundísar Guð- mundsdóttur. Það snýst um að framleiða hágæða náttúruvörur í hreinni náttúru Íslands og auka um leið fjölbreytni í búskap, sem og nýta þekkingu, ræktarland og útihús sem eru til staðar til að skapa atvinnu í uppsveitum Borg- arfjarðar. Hafin er ræktun á nytja- plöntum og ilmolíuframleiðsla er á tilraunastigi. Búdrýgindi ehf, verkefni Bryn- dísar Geirsdóttur og Guðna Páls Sæmundssonar. Það snýst um markaðssetningu og sölu erlendis á sjónvarpsþáttunum „Hið blóm- lega bú.“ Einnig um að þróa og út- færa nánar verkefnið hið Blómlega bú, umfang þess og sóknarfæri til dæmis er varðar vöruþróun svo sem bókaútgáfu o.fl. Sjónvarps- þættirnir hafa náð miklum vin- sældum og hafa reynst mikilvægt framlag til þess að koma Borgar- firði á kortið sem matvælafram- leiðslusvæði og reynst verðmæt- ur stuðningur við vaxtarbrodda í þeirri grein. Seyla ehf, verkefni Elísabetar Axelsdóttur. Það snýst um að bjóða upp á þjónustu til efnagrein- ingar á jarðvegi, heyi og loðdýra- fóðri. Þar er gert ráð fyrir að fjár- festa í öflugum búnaði til efna- greiningar sem mun bæta verulega þjónustu við bændur og aðra aðila sem hafa nýtt sér þessar greining- ar. Sem og að koma í veg fyrir að mikilvæg sérfræðistörf og þekking flytjist í auknum mæli til útlanda. Auk þess mun verða lögð áhersla á að bjóða öðrum aðilum að nýta sér þjónustu á sviði efnagreininga en tækifærin eru mörg á því sviði. Samningur við Nýsköp- unarmiðstöð Íslands Að lokinni afhendingu styrkja hélt Sigurður Steingrímsson hjá Ný- sköpunarmiðstöð Íslands fróð- legt erindi um starf og stuðning Nýsköpunarmiðstöðvarinnar við frumkvöðla og nýsköpun. Að er- indi loknu undirrituðu Haraldur Örn og Sigurður samstarfssamn- ing milli Hugheima og Nýsköp- unarmiðstöðvar Íslands. Mark- mið samningsins er að efla sam- starf milli aðila í þeim tilgangi að skapa faglegt umhverfi fyrir frum- kvöðla og/eða verkefni sem teljast frumkvöðlaverkefni og geta styrkt Vesturland sem atvinnusvæði. Að lokum bað Haraldur Örn gesti um að hafa í huga að mikilvægasti styrkurinn fyrir frumkvöðla væri að samfélagið hampaði áræðni þeirra og dug. Hvatti hann gesti til að staldra við og kynnast þeim frumkvöðlum sem fengu styrkjuna og þeim sem væru með aðsetur í Hugheimum. þá Styrkþegar og fulltrúar þeirra við afhendinguna. Haraldur Örn Reynisson fyrir hönd Hugheima og Sigurður Steingrímsson Nýsköp- unarmiðstöð Íslands undirrita samstafssamning. www.skessuhorn.is Fylgist þú með? Áskriftarsími: 433 5500

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.