Skessuhorn


Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015 Auglýst eftir sviðsstjórum BORGARBYGGÐ: Seint á síðasta ári var sagt frá því að verulegar breytingar væru fyr- irhugaðar í yfirstjórn Borgar- byggðar. Eru þær hugsaðar til að spara í rekstri sveitarsjóðs, m.a. til að uppfylla lagaskyldur um samanlagða jákvæða rekstr- arafkomu sveitarsjóðs á þriggja ára tímabili. Meðal aðgerða sem ákveðið var að ráðast í var að störfum sviðsstjóra yrði fækkað, uppsagnir voru því innan Ráð- húss, tilfærslur gerðar á störfum og víðtæk endurskipulagning. Sú vinna er hafin og hefur Borg- arbyggð nú auglýst eftir fólki í tvö leiðtogastörf. Í Skessuhorni í síðustu viku er auglýst eftir sviðsstjóra fjölskyldu- og fjár- málasviðs annars vegar. Sá mun hafa yfirumsjón með fjármál- um, stjórnsýslu, fræðslumálum, íþrótta- og tómstundamálum, félagsþjónustu og menningar- málum. Hins vegar er auglýst eftir sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs sem hefur yfir- umsjón með umhverfis,- hrein- lætis- og sorpmálum, umferðar- og samgöngumálum, skipulags- og byggingarmálum, landbún- aðarmálum, fasteignaumsjón og áhaldahúsi, brunamálum og al- mannavörnum. –grþ Vetraræti dratt- hala rannsakað LANDIÐ: Refir á Vestfjörðum og Vesturlandi éta bæði fisk og egg að vetrarlagi. Slíka fæðu er hins vegar ekki að finna í mög- um refa á sunnanverðu, austan- verðu og norðanverðu landinu. Eggin voru væntanlega forði frá vorinu áður og líklega úr fýl. Svartfugl fannst eingöngu í mögum af vestanverðu landinu. Rjúpur voru lítið eitt algengari á austanverðu landinu en vest- anvert. Fýlar og máfar fundust frekar í mögum vestanlands en í öðrum landshlutum. Hagamýs eru líka ofarlega á vetrarmat- seðli refa á vestanverðu land- inu en sjaldgæfari annars stað- ar. Þetta er meðal niðurstaðna líffræðinga úr greiningum á fæðuvali refa sem lauk nýver- ið. Magainnihald refa var kann- að við krufningar á innsendum refahræjum frá veiðimönnum og teknir úr refum sem veidd- ir voru að vetrarlagi. Skýrslan með niðurstöðum rannsókn- arinnar er núkomin út og ber heitið „Hvað eru refirnir að éta – fæða íslenskra melrakka að vetrarlagi.“ Hana má finna á vefsetri Melrakkaseturs Íslands (www.melrakki.is). –mþh Lestur blaða á lands- vísu mjög að breytast LANDIÐ: Samkvæmt nýrri könnun Capacent um lestur blaða á landsvísu kemur fram að lestur Bændablaðsins er að aukast, meðan lestur Morg- unblaðsins og Fréttablaðsins dregst saman. Fréttablaðið lesa þó sem fyrr flestir, eða 53,1% landsmanna. Lestur þess hef- ur minnkað stöðugt síðari ári, mældist t.d. 65% árið 2007. Fréttatímann er í öðru sæti á listanum, en hann lesa 38,2%. Athygli vekur að Bændablaðið vermir nú þriðja sæti á listan- um en 30,6% landsmanna lesa það að jafnaði. Morgunblaðið lesa 28,8% og tíu prósent lesa Viðskiptablaðið annars vegar og DV hins vegar. –mm Eitt og annað úr briddslífinu BORGARFJ: Mánudagskvöld- ið 19. janúar var síðasta æfinga- kvöld fyrir aðalsveitakeppni Briddsfélags Borgarfjarðar. Ell- efu pör mættu til leiks og spiluðu 24 spil. Lárus Pétursson hélt upp á hálfrar aldar afmæli sitt með því að rúlla félögum sín- um í briddsfélaginu upp. Hann ásamt makker sínum, Sveinbirni Eyjólfssyni, skoruðu langmest eða 62,5%. Næstir þeim komu Sigurður fiskifræðingur og Stef- án frá Kalmanstungu með 57,1% og þriðju í mark urðu Sveinn á Vatnshömrum og Flemming á Hvanneyri með 53,6%. Næsta mánudagskvöld hefst svo sveita- keppni félagsins og mun hún taka yfir fimm mánudagskvöld. For- maður félagsins hefur af sinni al- kunnu snilld raðað pörum í átta sveitir með það að leiðarljósi að gera keppnina sem mest spenn- andi. Nú er bara að sjá hvort all- ir leikir endi með jafntefli? Loks mun helgina 21. og 22. febrúar Vesturlandsmótið í sveitakeppni verða spilað á Hótel Hamri. Mót- ið er um leið undankeppni fyrir Íslandsmót en þar á Vesturland sæti fyrir fjórar sveitir. Skráning og nánari upplýsingar veitir Ingi- mundur í síma 861-5171. -ij Bóndadagsrimma í Útsvari BORGARBYGGÐ: Á sjálf- an bóndadaginn næstkomandi föstudagskvöld mætir lið Borg- arbyggðar Seltjarnarnesi í spurn- ingaleiknum Útsvari á RUV. Það lið sem ber sigur úr býtum kemst áfram í átta liða úrslit. Lið Borg- arbyggðar komst áfram í sextán liða úrslitin með öruggum sigri á Skagaströnd í nóvember síð- astliðnum. Lið Borgarbyggð- ar er skipað þeim Stefáni Gísla- syni, Evu Hlín Alfreðsdóttur og Jóhanni Óla Eiðssyni. Tvö önn- ur lið af Vesturlandi taka einnig þátt í þessari umferð. Það er lið Akraness sem mætir Reykjavík 6. febrúar og loks mætir Stykkis- hólmur Ölfusi 6. mars. –grþ Markaðsstofur landshlutanna standa fyrir viðburðinum Manna- mót 2015 og fer það fram á morg- un, fimmtudaginn 22. janúar. Mannamótum er ætlað að mynda og efla tengsl á milli ferðaþjónustu- fyrirtækja á Íslandi og auka dreif- ingu ferðamanna um landið allt. Það eru markaðsstofur landshlut- anna sem setja upp viðburðinn fyrir samstarfsfyrirtæki sín en reikna má með að um 150 ferðaþjónustuaðilar kynni starfsemi sína fyrir gestum. Tilgangur Mannamóta er að kynna ferðaþjónustufyrirtæki á lands- byggðinni fyrir ferðaþjónustuað- ilum, ferðaskrifstofum og ferða- skipuleggjendum á höfuðborgar- svæðinu með það að markmiði m.a. að vinna að dreifingu ferðamanna um landið allt og efla uppbyggingu heilsársferðaþjónustu. Reikna má með ríflega fimm hundruð gestum á viðburðinn sem haldinn verður í flugskýli flug- félagsins Ernis (vestan við Ice- landair Hotel Natura) milli kl. 11 og 16. Ekkert skráningargjald er fyrir gesti af höfuðborgarsvæðinu en þeir eru beðnir um að staðfesta þátttöku fyrir 20. janúar. Sjá nánar á www.naturaliceland.is mm Spurningakeppni framhaldsskól- anna, Gettur betur, hófst á nýju ári. Fyrri umferð er nú lokið og varð niðurstaðan sú að tvö af fjórum keppnisliðum af Vesturlandi kom- ust áfram í 16 liða úrslit; lið Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Grund- arfirði og Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi. Í fyrstu umferð laut lið Menntaskóla Borgarfjarðar í gras fyrir Fjölbrautaskóla Suður- lands með 27 stigum gegn 16. Þá tapaði Landbúnaðarháskóli Íslands stórt fyrir Fjölbrautaskóla Garða- bæjar en sú viðureign endaði 34:9. Lið Fjölbrautaskóla Vesturlands sigraði lið Menntaskólans að Laug- arvatni með 25 stigum gegn 14 stigum. Liðið er skipað þeim Önnu Eze, Elmari Gísla Gíslasyni og Jóni Hjörvari Valgarðssyni. Í ann- arri umferð, eða 16 liða úrslitum keppninnar, mætti FVA liði Fram- haldsskólans í Mosfellsbæ og fór viðureignin fram á mánudagskvöld- ið. Þar unnu Skagamenn með 23 stigum gegn 16 og eru því komn- ir í átta liða úrslit og þar af leiðandi sjónvarpssal. Fjölbrautaskóli Snæfellinga bar sigurorð af Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra með 15 stigum gegn 10. Það eru þau Hilmar Orri Jó- hannsson, Katrín Eva Hafsteins- dóttir og Logi Sigursveinsson sem keppa fyrir hönd FSN. Stein- þór Stefánsson er varamaður liðs- ins og Loftur Árni Björgvinsson sér um þjálfun. Næsta viðureign FSN var tímasett í gærkvöldi, þriðju- daginn 20. janúar klukkan 21.00 og var Kvennaskólinn mótherji FSN nemenda. Þátturinn hafði ekki far- ið fram þegar Skessuhorn var sent í prentun Sigurlið annarrar umferðar fara áfram í sjónvarpshluta keppninn- ar sem hefst á RUV 28. janúar nk. Spyrill í Gettu betur er Björn Bragi Arnarsson, spurningahöf- undar og dómarar eru þau Margrét Erla Maack og Steinþór Helgi Arn- steinsson. mm Keppnislið FSN og þjálfari: Frá vinstri: Steinþór, Hilmar Orri, Katrín, Logi og Loftur. Tvö lið af Vesturlandi áfram í Gettu betur Lið FVA í keppni. F.v. Anna Eze, Elmar Gísli og Jón Hjörvar. Frá Mannamótum 2014. Mannamót markaðsstofanna verður á fimmtudag

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.