Skessuhorn


Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015 sem ráðherra fer með í þingið í febrúar. Haraldur telur raunhæft að markið sé sett á að árin 2019-2020 eigi 99,9% heimila að hafa mögu- leika á allt að 100 megabæta teng- ingu. „Það væri algjör bylting. Það myndi þýða að ungt fólk myndi snúa heim úr námi og alla þá góðu þætti sem gætu fylgt í kjölfarið. Fólk get- ur flutt með sér atvinnu í dreifðar byggðir. En þetta er spurning um forgangsröðun um notkun pening- anna. Ég tel það ekki vonlaust að við getum séð fram úr því og tillög- ur okkar munu meðal annars snúast um hvernig þetta geti gerst án þess að kosta ríkissjóð óheyrilegar fjár- hæðir árlega.“ Hann segir mögulegt að einhverjum öðrum framkvæmd- um yrði frestað á meðan þessi vinna færi fram. Það sé þó ljóst að fjar- skipti séu ofarlega á blaði í forgangs- röðun sveitarfélaga. „Í fjárlagavinn- unni í haust settu 30 sveitarfélög af 42 fjarskipti ofarlega á sitt blað. Þeim liggur á að fá þetta í lag. Hug- myndin er að bregðast við þessari þörf.“ Í vinnunni er stuðst við álykt- un Alþingis um byggðamál frá 2014, þar sem segir að fyrst eigi að horfa á að byggja upp í veikum byggðum. Mikilvægt fyrir markaðssetningu Með aukinni ljósleiðaravæðingu mun farsímanet landsins þéttast. Haraldur nefnir í því samhengi að þá geti ferðamenn og íbúar sett ljós- myndir samstundis á samfélagsvef- ina í gegnum snjallsíma. „Þá erum við komin með stöðuga markaðs- setningu landsins út í heim. Það tekur enginn mynd í Dölunum eða annars staðar sem netsambandið er veikt og setur hana beint á Facebo- ok. Netsambandið er víða svo stop- ult að það er ekki hægt.“ Þá nefn- ir Haraldur að mikilvægt sé fyrir öryggi fjarskipta að hringtenging- ar komist á, til að fyrirbyggja stór stopp líkt og Snæfellingar lentu í á milli jóla og nýárs. „Þjóðfélagið lamast ef fjarskiptin detta niður. Það er ekki hægt að kaupa lyf í apótek- inu, selja fisk á mörkuðum eða setja olíu á sjúkrabílinn, svo eitthvað sé nefnt.“ Skapa þarf réttar aðstæður „Við höfum ekki skilað verkinu enn því við viljum láta skoða með- fram þessu samlegðaráhrif á hvort klára eigi að leggja raflínur í jörðu meðfram ljósleiðaranum. Þetta er í raun sama verkið. Við viljum láta meta hvort það eru slík samlegðar- áhrif að stjórnvöld vilji líta á þetta sem eitt verkefni. Ég veit ekki hvort það verður niðurstaðan en við vilj- um hafa svarað þeirri spurningu, það er í eðli sínu önnur ákvörðun en átak í fjarskiptamálum,“ segir Har- aldur. Hann segir að víða í sveitum séu gæði rafmagns ekki nógu mik- il. Það hefti uppbyggingu byggða, líkt og slæmt netsamband gerir. „Við gætum verið að vinna að mjög merkilegri innviðaútskiptingu. Með því að ganga í þetta verk gæti sam- keppnisstaða sveitanna gjörbreyst og orðið mun nútímalegri. Það vantar ekki endilega miklar og víð- tækar aðgerðir stjórnvalda í byggða- málum. Mikið frekar þarf að skapa réttar aðstæður í samgöngum, raf- magni og fjarskiptum. Þá er fólk- ið til og krafturinn í því mun bera það áfram. Þannig munu tækifærin byggjast upp.“ Hjálpaði huldukonu í barnsnauð Jörðin sem Haraldur og fjölskylda hans búa á er sögufræg. Fræg- asti snærisþjófur Íslandssögunn- ar, Jón Hreggviðsson, bjó lengi vel á Reyni sem leiguliði kristbónda. Hann var því forveri Haraldar og fjölskyldu hans í búskap. Harald- ur er þó ekki afkomandi snæris- þjófsins. Ætt Haraldar hefur búið í rúm hundrað ár á báðum jörð- unum og voru fyrst um sinn einn- ig leiguliðar kristbónda, líkt og Jón forveri þeirra. Faðir Haraldar og föðurbróðir hans keyptu jarðirnar af kirkjunni 1953. Á jörðunum er mikið af örnefnum, sem eru heim- ilisfólki vel þekkt. Jörðin er einnig rík af sögnum um huldufólk. Har- aldur og forverar hans eru aldir upp við slíkar frásagnir, sem geng- ið hafa mann fram af manni og sumar þeirra aldrei verið skrifaðar. Ein þeirra segir frá afa Haraldar og nafna hans, bónda á Reyni. „Til er sögn af því að afi minn var sóttur til að hjálpa huldukonu í barnsnauð. Hann er við slátt úti á túni þegar sækir svo að honum að hann fer heim á bæ að leggja sig. Það þótti mjög sérstakt því hann var kapp- samur í vinnu og sérstaklega í hey- skap. Er að honum var gáð tókst ekki með nokkru móti að vekja hann eða ná við hann sambandi. Svo allt í einu vaknar hann og lýsti í smáatriðum hvað hafði gerst. Að hann hafi verið leiddur inn í klett- inn Stóra kastala og hjálpað huldu- konu í barnsnauð,“ segir Haraldur. Mikilvægt að keðjan slitni ekki Haraldur segist bera virðingu fyr- ir þessum sögnum og klettunum í kringum bæinn. Það hafi honum verið kennt í uppeldinu. Á jörðinni er meðal annars álagablettur sem öllum var kennt að umgangast af stakri virðingu. „Mér dettur ekki í hug að efast um þetta en ætla samt ekki að segja öðrum hverju þeir eigi að trúa. Fyrst og fremst finnst mér þetta þó skemmtilegar sög- ur, hluti af menningararfi okkar. Þessi trú er ofarlega í Íslendingum og það væri mikill skaði að týna þessum sögum niður. Sögurnar eru hluti af okkur og mikilvægt að keðjan slitni ekki.“ Það var í kring- um 1920 -1930 sem afi hans lenti í lífsreynslunni með huldukonuna. Haraldur rifjar það upp að um það leyti hafi örn orpið í Akrafjalli. „Um sumar var ungbarn lagt út á teppi, á sólríkum degi. Þá kemur örninn, steypir sér yfir barnið og tekur það í klærnar. Barnránssög- ur arnarins eru ekki lengra frá okk- ur en þetta. Pabbi mundi vel eft- ir þessu og sagði okkur þessa sögu. Eldri bræður hans voru nógu fljót- ir að hlaupa til. Þeir náðu að fipa örninn í flugtakinu þannig að hann varð að sleppa barninu.“ Spáir mildu vori Haraldur er fullviss um að árið sem er nýhafið verði gott. Á hverju ári horfir hann eftir því hvenær fýllinn sest í Bríkina, klettastapa í Akrafjalli fyrir ofan bæinn. „Það léttist brúnin þegar fýllinn er sest- ur þar upp og farinn að garga. Eft- ir því sem hann sest fyrr á árinu, þeim mun meiri líkur eru á að vor- ið verði milt. Í ár flaug hann í birt- ingu á nýársdegi og gargaði. Það boðar milda tíð og gott ár,“ seg- ir þingmaðurinn og brosir. „Ég er óbilandi bjartsýnn á góða tíð og betri tíma og það er stundum minn helsti baggi í lífinu,“ bætir hann við að endingu. grþ /Ljósm. Friðþjófur Helgason. Haraldur ásamt börnum sínum Eyþóri og Guðbjörgu. Til hægri er kýrin Ástþóra.Haraldur og Guðbjörg með huldufólksbyggðir í baksýn. Hér er mynd úr safni Skessuhorns tekin að sumarlagi fyrir um átta árum síðan. Lilja Guðrún, Haraldur og eldri börnin tvö; Benedikta og Eyþór. BS í viðskiptafræði • markaðssamskipti • þjónustufræði • ferðaþjónusta • matvælarekstur BS í viðskiptalögfræði BA í stjórnmálafræði • HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) • stjórnmálahagfræði BA í boðskiptum og miðlun bifrost.is BA í byltingafræði ML í lögfræði Skemmtilegur háskóli í einstöku umhverfi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.