Skessuhorn


Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015 Minnst tíu ára afmælis ungmenna- og tómstundabúðanna á Laugum Síðastliðinn laugardag var haldið upp á tíu ára afmæli Ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ á Laugum í Sælingsdal. Hátíðardagskrá var á staðnum í tilefni dagsins. Leikir og þrautir innan dyra og utan, leiðsögn um skólann og veislukaffi. Anna Margrét Tómasdóttir forstöðumað- ur búðanna segir að gestkvæmt hafi verið og um hundrað manns set- ið kaffisamsætið. Eftir dagskrána var sögustund á Byggðasafni Dala- manna. Frítt var í sund á Laugum í tilefni dagsins og þar var líf og fjör eins og annars staðar á svæðinu enda tímamót í sögu staðarins. þá/ Ljósmyndir Gunnar Már Leifs- son. Fjölmenni sótti afmælishátíðina. Jóhannes Haukur Hauksson oddviti og Sveinn Pálsson sveitarstjóri afhentu Önnu Margréti Tómasdóttur forstöðumanni ungmenna- og tómstundabúðanna blómvönd í tilefni dagsins. (Ljósmynd Viðar). Afmælistertan var vegleg.Margt var að skoða á veggjum skólans. Að sjálfsögðu létu börnin sig ekki vanta. Anna Margrét Tómasdóttir og Ástvaldur Elíasson hafa starfað í búðunum frá upp- hafi, sem og Sigurður Jökulsson á Vatni sem ekki er á myndinni. Leikir voru bæði innan húss og utan.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.