Skessuhorn


Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 21.01.2015, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2015 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Ljósið til allra Sífellt fleiri taka undir það sjónarmið að ljósleiðaravæðing sé eitt helsta byggðamál líðandi stundar, reyndar á eftir gerð akfærra vega. Sífellt verður ljósara að landsmenn munu ekki sitja við sama borð og eiga sömu mögu- leika til lífs og starfs á landsbyggðinni án þess að ljósleiðarar verði lagðir um allar dreifðar byggðir. Tækninýjungar og breytingar á því sviði munu kalla á að þessi bylting í upplýsingatækni nái til allra, ekki bara sumra. Ekki einungis íbúa á stærstu þéttbýlisstöðum landsins og vel fjáðra minni sveit- arfélaga. Auk þess munum við aldrei byggja upp ferðaþjónustu um allt land án þess að símasamband og tölvutengingar verði bættar verulega frá því sem nú er. Flestir eru sammála um að hagkvæmt sé fyrir þjóðarbúið að landið haldist í byggð. Íbúar landsbyggðarinnar verði áfram þeir gæslu- menn landsins sem allir vilja að þeir séu. Til þess þurfum við sem þjóð að fjárfesta í þessari tækni. Í Skessuhorni í dag er meðal annars að finna ítarlegt viðtal við Harald Benediktsson alþingismann og bónda. Meðal annars er rætt við Harald um starfshóp sem hann veitir forstöðu á þingi, þar sem fjallað er um úrbætur í fjarskiptamálum á landsbyggðinni. Hópur þessi hefur að undanförnu kort- lagt stöðu breiðbandsvæðingar í landinu og mun gera tillögur til ráðherra um leiðir til úrbóta. Í kjölfar þess að Haraldur starfaði í nær áratug að hags- munamálum bænda þekkir hann vel þá annmarka sem hörmulegar net- tengingar hafa á möguleika þeirrar starfsstéttar til að vinna t.d. í gegnum miðlæga gagnagrunna eins og tíðkast í flestum öðrum atvinnugreinum. Við vitum að útvegsmenn selja t.d. fisk á uppboðsmörkuðum, bankafólk vinnur í gagnagrunnum, skólafólk og aðrir, og því þá ekki einnig bændur? Haraldur segir stöðuna í fjarskiptamálum engu að síður góða í ljósi fá- menni þjóðar í erfiðu og stóru landi. Það sé fyrst og fremst dreifbýlið sem búi við afar slæmt netsamband. Hann segir að í þessum máli ríki þokka- legur skilningur meðal stjórnmálamanna enda hvetja þeir nú hver í kapp við annan fólk til að tileinka sér ýmsar nýjungar sem háðar eru öruggu net- sambandi. Nægir þar að nefna kröfuna um að allir taki upp rafræn skilríki. Allir eiga jú að telja fram til skatts á netinu, staðfesta forsendubrostnu hús- næðislánin og svo framvegis. En vandamálið er réttilega eins og Harald- ur bendir á að sumir geta einfaldlega ekki skilað skattaskýrslunni nema á pappír, því það er ekki netsamband. Stjórnvöld hér á landi verða að byggja upp fjarskiptin þannig að fólk geti notað þessa rafrænu stjórnsýslu og þær tækninýjungar sem nútíminn bygg- ir á. Í strjálbýlu landi þarf að koma til móts við þá sem búa fjærst þéttbýl- inu og ýmsar leiðir eru færar til þess í samráði við sveitarfélög, fjarskipta- fyrirtækin og íbúana sjálfa. Ég ætla að vona að spá Haraldar um að mark- mið stjórnvalda um að 99,9% landsmanna komist í ljósleiðarasamband fyr- ir árið 2020 nái fram að ganga. Reyndar held ég að það sé forsenda fyrir því að draga megi úr enn frekari fólksfækkun á landsbyggðinni og hefja á ný vöxt hennar. Við þurfum að fá ungt fólk til að flytjast á landsbyggðina. Þeir sem vanist hafa tækninni taka það einfaldlega ekki í mál að flytja þang- að sem ekki er öruggt og gott samband fyrir snjallsímana og öll hin tæk- in. Með tækninni koma störf hvort sem er við fjarvinnslu, ferðaþjónustu eða annað. Störf sem samkeppnishæf eru í launum óháð því hvar þau eru unnin. Góðum launum fylgja hærri skatttekjur og það er einmitt það sem strjálbýlu sveitarfélögin verða að fá til uppbyggingar nauðsynlegri þjón- ustu. Þannig tek ég undir framtíðarsýn Haraldar og markmið um að ljós- leiðari verði kominn að öllum byggðum bólum árið 2020. Magnús Magnússon. Það var mikið um dýrðir þegar Láki Hafnarkaffi var opnað í Grund- arfirði á fimmtudaginn eftir mikl- ar endurbætur á húsnæðinu í vet- ur. Kaffihúsið er glæsilegt á að líta og veitingarnar framúrskarandi. Það fer enginn ósáttur út frá Láru Magnúsdóttur sem rekur kaffihús- ið en það er Hótel Framnes sem er eigandi þess. Það var Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir hjá Gallery Krums sem hafði yfirumsjón með breyt- ingunum og sá um hönnun innrétt- inganna. tfk Oddfellowstúkurnar á Akra- nesi; Stúka nr. 8 Egill I.O.O.F. og Rebekkustúkan nr. 5 Ásgerð- ur I.O.O.F., færðu á dögunum Hollvinasamtökum Heilbrgðis- stofnunar Vesturlands framlag í söfnun fyrir nýju sneiðmynda- tæki á sjúkrahúsið á Akranesi. Var gjafaupphæðin ein milljón króna frá hvorri stúku. Á meðfylgjandi myndum má sjá Petrínu H. Otte- sen yfirmeistara Rbst. nr. 5 Ás- gerðar og Guðmund S. Jónsson yfirmeistara St. nr. 8 Egils afhenda Steinunni Sigurðardóttur for- manni Hollvinasamtakanna fram- lag stúkanna. -fréttatilkynning Dalamenn brýna stjórnvöld til dáða í lagningu jarðstrengja Fyrir liggur að Alþingi hefur ráð- stafað 300 milljónum króna á þessu ári til að hefja ljósleiðaravæðingu landsins, en samtals er áætlað að til að ljósleiðaravæða meginþorra dreifbýlis landsins muni það kosta um sex milljarða króna. Einnig eru stjórnvöld að láta kanna hag- kvæmni þess að samhliða lagningu ljósleiðara verði raflínum komið í jörð þar sem það gæti reynst hag- kvæmt. Byggðarráð Dalabyggð- ar hefur nú sent starfshópi um al- þjónustu í fjarskiptum bréf varð- andi ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í Dalabyggð. Byggðarráð bókaði á fundi 13. janúar síðastliðinn að ráð- ið fagnaði orðum forsætisráðherra í áramótaávarpi til þjóðarinnar þar sem fram kemur að á árinu 2015 verði hafist handa við átaksverkefni við ljósleiðaravæðingu alls landsins. Tekið er undir orð ráðherrans að um sé að ræða eitt stærsta framfara- mál sem hægt sé að ráðast í til að styrkja innviði og byggðir landsins. Byggðarráð Dalabyggðar minn- ir jafnframt á bókun sveitarstjórnar frá apríl á síðasta ári um sama mál. Þar sagði m.a: “Sveitarstjórn álykt- ar að raunhæft ætti að vera að tengja þá 1.700 staði/lögheimili sem liggja utan svokallaðra markaðssvæða [á Íslandi] á fimm árum. Sveitarstjórn hvatti jafnframt til þess að ríkis- stofnanir og félög í ríkiseigu taki höndum saman og leiti hagkvæmra leiða til að koma fjarskipta- og raf- magnsmálum dreifbýlisins í gott horf svo sem með því að sameinast um lagningu jarðstrengja. Byggðarráð minnir á að Dal- ir hafa oft og einatt mætt afgangi í uppbyggingu dreifikerfa á landsvísu svo sem varðandi lagningu jarðsíma og rafveitna á sínum tíma. Brýnt er að það sama verði ekki uppi á ten- ingnum varðandi uppbyggingu ljósleiðarakerfis enda liggur fyrir að byggðin í Dölum á mjög und- ir högg að sækja m.a. vegna lélegra fjarskipta.“ Byggðarráð óskar því eftir fundi með starfshópi um al- þjónustu í fjarskiptum. Jafnframt er minnt á að til að auka tengiör- yggi ljósleiðara sé bent á að hring- tengja þurfi landssvæði. „Í þeirri umræðu hlýtur að koma til álita að leggja ljósleiðara um Skógarströnd til að Snæfellsnes sé ekki háð einum streng. Við undirbúning „Skógar- strandarleiðara“ er mikilvægt að gera ráð fyrir tengipunktum fyrir byggðina á Skógarströnd til að hag- kvæmara verði að tengja byggðina þegar þar að kemur,“ segir í ályktun byggðarráðs Dalabyggðar. mm Lagning ljósleiðara og raflína í jörð þykir eitt stærsta framfaramál sem hægt er að ráðast í til að styrkja innviði dreifðra byggða. Láki Hafnar- kaffi opnað Oddfellowstúkur færðu Hollvinasamtökum HVE gjafir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.