Skessuhorn


Skessuhorn - 04.02.2015, Side 20

Skessuhorn - 04.02.2015, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Snæfellsbær styður myndarlega við starfsemi Frystiklefans Síðastliðinn fimmtudag var und- irritaður samstarfssamningur á milli Snæfellsbæjar og Frystiklef- ans í Rifi. Kristinn Jónasson bæj- arstjóri segir í samtali við fréttarit- ara Skessuhorns að Frystiklefinn sé eina starfandi menningarmiðstöð- in á svæðinu og samningurinn sé í þeim tilgangi að byggja upp og við- halda menningu í Snæfellsbæ ásamt því að leitast við að heimamenn fái tækifæri til að nýta þá fjölmörgu möguleika sem Frystiklefinn býð- ur upp á. Samstarfssamningurinn hljóðar upp á 2,5 milljón króna og er til eins árs. Í samstarfssamningnum skuld- bindur Frystiklefinn sig til að vinna nýja sumarleiksýningu og vinna ný leikverk sem byggjast á sögum af svæðinu. Gert er ráð fyrir að á tímabilinu frá 1. júni til 31. ágúst muni Frystiklefinn standa fyrir ákveðnum viðburðum í sveitarfé- laginu. Verða vikulegir 30 mínútna viðburðir á Dvalarheimilinu Jaðri, þar sem skiptast á húslestrar og söngskemmtanir fyrir heimilisfólk og gesti. Þá verður ráðist í verk- efni fyrir leikskólana í Snæfellsbæ og leiklistarskóli Frystiklefans mun bjóða upp á leiklistarnám með fag- lærðum leikara einu sinni í viku þátttakendum að kostnaðarlausu. Markmiðið verður að auka leik- gleði, sköpunarkraft og sjálfstraust þátttakenda. Einnig mun dansskóli Frystiklefans bjóða upp á dansnám- skeið með faglærðum dansara og danshöfundi. Kári Viðarsson eigandi Frysti- klefans sagði í samtali við Skessu- horn að með þessum samstarfs- samningi Frystiklefans og Snæfells- bæjar sé lagður grunnur að aukn- um umsvifum Frystiklefans í bæjar- lífinu og muni samningurinn skila sér í meiri menningu og skemmti- legheitum í Snæfellsbæ allt þetta ár. „Það er ljóst að samningurinn hef- ur gríðarlega þýðingu fyrir Frysti- klefann og það er mikil og góð við- urkenning fyrir starfið okkar að bærinn skuli vilja fara í svona mik- ið samstarf.“ Kári segist mjög þakk- látur fyrir að vinna í bæjarfélagi sem kunni að meta fjölbreytni í at- vinnulífinu og þar sem fólk skilji mikilvægi menningar og lista. „Ég er stoltur af þessum samningi, tel hann vera tímamótasamning í ís- lenskri menningarsögu, og vona að hann verði fordæmisgefandi fyrir önnur bæjarfélög á komandi árum.“ af Kári Viðarson, Sigrún Ólafsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Snæfellsbæjar og Kristinn Jónasson. Stofnaði fyrirtækið áður en hugmyndin fæddist Rætt við Önnu Einarsdóttir sem brennir myndir í gler Í fyrrasumar komu á markað fal- legar ljósmyndir sem brenndar eru í gler með nýrri tækni. Myndir af þessu tagi hafa ekki sést áður og eru þær hannaðar af Önnu Einarsdótt- ur sem á og rekur fyrirtækið Hind. Myndirnar sýna íslenska náttúru í sinni fegurstu mynd. Þær eru meðal annars af sólarlagi, norðurljósum og ýmsum náttúruperlum víðsvegar um landið og eru margar þeirra af Vest- urlandi. Hönnuður myndanna er Vestlendingurinn Anna Einarsdótt- ir. Hún er fædd og uppalin á Snæ- fellsnesi og bjó í Borgarnesi í fjölda ára. Anna stofnaði sitt eigið fyrir- tæki í kringum útgáfu myndanna og segir bæði kosti og galla fylgja því að vinna hjá sjálfri sér. Skessu- horn heyrði í Önnu og fékk innsýn í hvernig hugmyndin að myndunum fæddist og varð að veruleika. Hugsun er fyrsta skrefið Anna Einarsdóttir er að eigin sögn nánast hreinræktaður Snæfelling- ur á miðjum aldri - ef hún verð- ur hundrað ára. Foreldrar hennar byggðu og áttu bílaverkstæðið Holt í Miklaholtshreppi. „Fyrstu árin var alltaf nóg að gera á verkstæðinu en með betri bílakosti minnkuðu við- gerðir og þá þurfti pabbi að finna nýjar leiðir til tekjuöflunar. Um skeið vann hann við bílasprautun samhliða viðgerðum. Þegar komu tímar þar sem hann vantaði verkefni sátum við stundum við eldhúsborð- ið og hugsuðum hvað væri hægt að gera,“ segir Anna. Hún segir föð- ur sinn hafa verið mikinn hagleiks- mann og frumkvöðul. Út úr þess- um fundum við eldhúsborðið hafi komið ýmsar hugmyndir að hlut- um sem hann gat smíðað til að selja, svo sem snúrustaurar, blómastandar, garðhlið og dráttarkúlur. „Mamma er líka mjög laghent og ég hef lengi staðið í þeirri trú að ég hafi lítið erft af hagleik þeirra. En hvað veit mað- ur svo sem, ef aldrei er látið á það reyna? Ég hef sem sagt ekki lært neina hönnun og kannski var það bara skemmtilegur „grís“ að mér tókst að finna upp á einhverju sem ekki hafði verið gert áður,“ segir Anna og brosir. Þannig lærði Anna í uppvextinum að hugsun er fyrsta skrefið að einhverju nýju. Vissi ekki hver starfsemin yrði Anna bjó í Borgarnesi í 23 ár, þar sem hún starfaði við verslunar- og skrifstofustörf. Þar bjó hún ásamt fyrri eiginmanni sínum og þrem- ur börnum. Árið 2007 kynntist hún seinni manni sínum, Gísla Gísla- syni frá Ólafsfirði. „Hann er hlað- inn mannkostum, maðurinn sá. Við fluttum til Reykjavíkur 2012, í humátt á eftir uppkomnum börnum mínum,“ segir Anna. Hjónin hafa komið sér vel fyrir í Úlfarsárdaln- um, þar sem þau keyptu hálfbyggt hús. Á neðri hæð hússins býr sonur Önnu ásamt konu sinni og börnum. Anna segir það dásamlegt að búa í sama húsi og barnabörnin. Það var svo í apríl 2013 sem Anna stofnaði fyrirtækið Hind. „Þá var ég í tíma- bundinni afleysingu hjá Vélfangi og vissi að ég yrði að finna mér aðra vinnu á haustmánuðum. Ég stofn- aði fyrirtækið, ákveðin í að láta á það reyna hvort ég gæti unnið sjálfstætt, var með margar hugmyndir í kollin- um en vissi þó ekki á þeim tíma hver starfsemin á endanum myndi verða. Það var bara látið vaða í djúpu laug- ina,“ segir hún. Vantaði myndir af Íslandi Einn daginn arkaði Anna í vett- vangskönnun í minjagripaverslun og þá kom hugmyndin. „Við Íslending- ar eigum alveg frábæra ljósmyndara og stórkostlegt landslag en í stærstu minjagripaverslununum í Reykjavík voru ekki fáanlegar ljósmyndir af Ís- landi nema á bókamerkjum, daga- tölum, ísskápsseglum eða púðum. Það fannst mér alveg merkilegt.“ Í framhaldinu leitaði hún leiða til að framkvæma hugmyndina. Mark- miðið var að gera eitthvað nýtt með ljósmyndir af íslenskri nátt- úru og framleiða fallegar, vandaðar myndir sem myndu endast. „Með því að vera dugleg að spyrja komst ég að því að hægt er að brenna ljós- myndir í venjulegt gler með nýrri tækni. Í gleri eru myndirnar gullfal- legar og með sterkum hvítum bak- grunni. Þær eru svo sterkar að þú getur tekið þær með þér í bað, þótt það sé kannski ekki líklegt að þig langi til þess,“ segir Anna og hlær. Hún segist hafa séð það á sýnishorn- um að myndir í gleri breytist mjög skemmtilega eftir birtuskilyrðum og því vildi hún leyfa þeim að njóta sín þannig að birtan kæmi í gegn. „End- anleg útfærsla varð sú að ljósmynd- irnar frístanda á bæsuðum viðar- standi sem ég hannaði. Þær halla ei- lítið og gert er ráð fyrir teljósi á bak- við. Undirstaðan er jafn stór glerinu og við pökkun er þetta á stærð við venjulega bók. Mjög þægileg gjafav- ara og ég hafði lúmskt gaman af því að hugsa til allra sem fengu mynd í jólagjöf og „vissu“ að það væri bók í pakkanum. Þetta er gjöf sem kemur skemmtilega á óvart.“ Kristín Jónsdóttir í uppáhaldi Anna fékk hönnunarvernd hjá Einkaleyfastofu og myndirnar komu á markað í apríl í fyrra. Myndirnar eiga það sameiginlegt að sýna ís- lenska náttúru þegar hún skartar sínu fegursta. Ljósmyndirnar hefur Anna valið á netinu og gerir samning við ljósmyndara um notkun. „Við valið á myndum fer ég bara eftir einni lít- illi reglu. Myndin þarf að hafa svo- kallaðan vá-faktor.“ Kristín Jóns- dóttir ljósmyndari úr Skorradalnum er í sérstöku uppáhaldi hjá Önnu og hefur hún leyfi fyrir tíu ljósmyndum frá henni. „Því eru margar mynd- irnar teknar á Vesturlandi og ég er auðvitað bara stolt af því. Aðrir ljós- myndarar sem ég er með samning við eru Hilmar B. Jónsson, Iurie Belegurschi, Ab Wubben og Daði Harðarson,“ útskýrir Anna. Hún segir söluna hafa gengið mjög vel þessa fyrstu mánuði sem myndirnar hafa verið á markaði. „Desember var framúrskarandi því fyrirtæki voru að kaupa myndirnar í gjafir til erlendra viðskiptavina. Svo voru margir að kaupa jólagjafir fyrir vini og ættingja hér heima, enda hrífst alls konar fólk af fegurð myndanna,“ segir hún. Seldar víða á Vesturlandi Þrátt fyrir að HINDis - myndirnar séu náttúrumyndir er einnig hægt að sérpanta ljósmyndir hjá Önnu. „HINDis-mynd getur verið afar persónuleg gjöf ef fólk á skemmti- legar ljósmyndir í góðum gæðum. Þá er einfaldast að hafa samband við mig með góðum fyrirvara á netfang- ið hind@simnet.is og ég veiti fúslega allar upplýsingar. Svo er ég einmitt núna að panta fyrsta sýnishornið af ljósmynd í stærðinni 60x80 en hinar eru mun minni, eða 15x20. Sú mynd er til að setja á vegg og það verður spennandi að sjá hvernig hún kem- ur út.“ Á heimasíðunni www.hind- is.is má finna sölustaði víðsvegar um landið. Á Vesturlandi eru myndirnar seldar í versluninni Kristý og Land- námssetrinu í Borgarnesi, Snorra- stofu í Reykholti, Snæhestum Lýsu- hóli, Lákaferðum í Grundarfirði og Sæferðum í Stykkishólmi. Þá er hægt að kaupa geitamynd á Háafelli. „Verandi dýravinur af Vesturlandi, rann mér blóðið til skyldunnar þeg- ar stefndi í að geitastofninn á Ís- landi væri í útrýmingarhættu haust- ið 2014. Ég fékk leyfi fyrir ljósmynd sem Árni Stefán Árnason tók af geit- um á Háafelli og framleiddi 100 ein- tök af myndinni í gler. Þær myndir eru einungis til sölu hjá Jóhönnu á Háafelli og allur ágóði er til styrkt- ar Geitfjársetri. Gullfalleg mynd og verðugt málefni.“ Lærdómsríkt ferli Að sögn Önnu hefur það bæði kosti og galla að vinna sjálfstætt. Stór kostur er að hægt er að ráða sínum tíma sjálfur. Hún segir það líka góða tilfinningu að sjá hönnun verða að vöru og mjög lærdómsríkt að stofna fyrirtæki og fara í gegnum allt sem því fylgir. „Stundum er það galli að maður vinnur mikið einn. Ef mig vantar hressingu, ein með sjálfri mér, þá dreg ég upp þessa vísu ömmu Flosa heitins Ólafssonar, yf- irfæri hana á sjálfa mig og þá bregst það ekki að ég brosi: Þegar Jarpur hafði skitu allir grétu á Vesturgötu Anna grét þó mest. Hinir gátu þó hætt.“ grþ Anna Einarsdóttir við myndirnar sínar. Ljósm. Hákon Davíð Björnsson. HINDis myndir. Litli Kroppur og Skarðsheiði, teknar af Kristínu Jónsdóttur. Í umbúðum er mynd af Holuhrauni sem tekin er af Daða Harðarsyni. Myndin af geitunum að Háafelli.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.