Skessuhorn


Skessuhorn - 31.03.2015, Page 18

Skessuhorn - 31.03.2015, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Óskar Guðmundsson rithöfundur í Véum í Reykholti hefur undanfarin ár unnið mikið með sögu 13. aldar og skrifað um hana bækur. Nú hef- ur hann sett fram hugmynd um að reist verði svokallað tilgátuþorp frá 13. öld í Reykholtsdal í Borgarfirði. Með hugtakinu tilgátuþorpi er átt við að reistur yrði veglegur bær eða höfðingjasetur með öllu tilheyr- andi eins og slíkar byggingar gætu hafa litið út hér á landi fyrir 700 til 800 árum. Þannig hús gæfu þá hug- mynd um hvernig fólk lifði og bjó á Íslandi á þessum tímum. Tilátu- þorp gæti einnig orðið vettvangur fyrir fræðslu og menningarstarf- semi af ýmsum toga. Við settumst niður með Óskari og fengum hann til að greina nánar frá þessum hug- myndum sínum. Vesturland mikilvægt í sögu 13. aldar Óskar segir að hugmyndina um til- gátuþorp megi tengja með beinni skírskotun í menningarsöguna. „Þetta mætti gera lauslega, þann- ig að þetta væri tilgátuþorp um 13. aldar íslenskan bæ. Það yrði með þeim húsum og byggingum sem við höfum heimildir um og eru nefndar til dæmis í Sturlungu. Það væri hægt að byggja svona þorp í áföngum. Það yrði byrjað á skála og starfsemi tengdri honum. Síð- an yrði smám saman aukið við með skemmum, loftum, laugum og böð- um, virkisveggjum og svo framveg- is,“ útskýrir Óskar. Saga 13. aldar á Íslandi greinir frá miklum umbrotatímum. Á þessari öld var mikil gróska á Íslandi. Þrátt fyrir miklar róstur, sem hiklaust mætti kalla borgarastyrjöld, var menningarstarfsemi líka með mikl- um blóma. Menn skrifuðu bækur sem enn í dag eru meðal helstu dýr- gripa bókmenntanna. Sumar þess- ara bóka eru nánast samtímaheim- ildir sem greina frá atburðum sem gerðust á þessari öld, jafnvel skrif- aðar af mönnum sem tóku þátt í atburðunum. Þessir sagnaritarar bjuggu á Vesturlandi. Landshlutinn var mikilvægur vettvangur fræða og skrifta í landinu auk þess sem þar sátu valdamenn sem eru fyrirferða- miklir í sögunni. Fremstur þeirra var Snorri Sturluson. „Mér finnst að reisa ætti svona tilgátuþorp hér í Reykholtsdal í Borgarfirði. Það er ekki mitt að segja nákvæmlega hver staðsetning yrði. Þó er eðlilegt að líta til Reykholts. Þrátt fyrir allt þá er menningarlegt mikilvægi Reyk- holts og uppsveita Borgarfjarð- ar fyrst og fremst vegna sögunnar, - sagna og menningararfs. Það að Snorri Sturluson hafði sitt höfuð- setur í Reykholti skiptir miklu máli í menningarlegu tilliti.“ Þverfaglegt verkefni Óskar Guðmundsson segir að út frá sagnfræðilegum heimildum, Sturlungu og nýlegum fornleifa- rannsóknum sé töluvert vitað um þorpið sem stóð í Reykholti á 13. öld. „Við getum svo ímyndað okk- ur enn meira. Menn mega þó alls ekki fara út í það að apa nákvæm- lega eftir þeim bæ enda væri það að ýmsu leyti hamlandi. Við þurf- um að horfa á þetta opnum huga í breiðara ljósi. Ég vil ekki að menn bindi sig um of við fornleifarann- sóknir heldur að þetta verði sjálf- stætt verkefni.“ Hugmynd Óskars er að þeir sem kæmu að gerð svona tilgátuþorps væru sagnfræðingar, fornleifafræð- ingar, miðaldafræðingar af ýmsum toga en líka listamenn. „Það yrði að vera í þessu bæði hugmynda- flug og nýsköpun. Þetta væri líka verkefni fyrir stóran hóp iðnaðar- manna og verkamanna. Eitt af því sem er skemmtilegt í þessari hug- mynd er að þetta yrði atvinnuskap- andi fyrir hundruð fólks úr öll- um stéttum og faghópum. Þetta gerist ekki allt í einu heldur yrði þetta byggt upp og þróað í áföng- um. Það yrði efnt til þverfaglegrar samvinnu um verkefni sem myndi taka marga áratugi. Stofnanir eins og Snorrastofa, Landnámssetur og háskólarnir að Hvanneyri og Bif- röst kæmu að borðinu ásamt iðnað- armönnum, sveitarfélagi, ríkisvaldi og ekki síst aðilum úr ferðaþjón- ustunni. Þetta væri samvinnuverk- efni ótal aðila bæði úr einkageiran- um og frá hinu opinbera. Matvæla- geirinn gæti líka átt sín tækifæri í svona þorpi. Neysluframleiðslan á 13. öld var fjölbreytt enda veð- ur mildara en nú á tímum. Menn stunduðu meðal annars akuryrkju. Og vel mætti hugsa sér að tilgátu- þorpið ynni með sjálfbæru land- búnaðarlandslagi – og yrði lifandi kennslustofa fyrir landbúnaðarhá- skóla og Borgfirðinga framtíð- arinnar. Menningarlega séð gæti þetta orðið mjög spennandi verk- efni með mikla og breiða skírskot- un. Þetta myndi byggjast á þver- faglegri samvinnu margra hópa og stofnana og gæti haft mikil marg- feldisáhrif í héraði.“ Mikilvægur þáttur í framtíðarsýn Óskar telur að bygging tilgátu- þorps þar sem menningarsagan er í fyrirrúmi geti skotið styrkari stoð- um undir mannlíf á Vesturlandi. Ekki síst í uppsveitum Borgarfjarð- ar. „Það er nauðsynlegt í framtíð- aruppbyggingu allra samfélaga að það sé fjölbreytni. Það er hættu- legt að lifa bara af sjávarfangi eða stóriðju svo dæmi séu tekin. Við viljum heldur ekki slíkt samfélag. Þess vegna skiptir svo miklu máli að þegar þjóðin stefnir á fjölgun ferðamanna svo nemur hundruð- um þúsunda, að þá verði gert meira en að bregðast bara við þróun. Í því felst að skapa ákveðna hugmynda- fræði um það hvernig samfélag við viljum móta samfara þessari fjölg- un. Við þurfum að gera upp við okkur hvort og í hvaða mæli og með hvaða hætti við viljum nýta þá möguleika sem við höfum. Hvern- ig við ætlum að vinna með þróun- inni og reyna að hafa mótandi áhrif á framtíðina.“ Óskar bendir á að innviðirnir í dreifbýlinu hafi að ýmsu leyti verið að veikjast á undanförnum áratug- um. „Þegar hefðbundinn búskap- ur fór að dragast saman og fólki fækkaði við sveitastörfin þá minnk- aði grundvöllur fyrir verslun, skóla- hald og svo framvegis. Við þurf- um að byggja upp og styrkja sam- félögin aftur, en nú á nýjum for- sendum. Hugsa nýtt. Það var eng- in langtíma stefna í gangi til að bregðast við þessari þróun, hvorki af hálfu ríkis né sveitarfélaga. Lær- um af reynslunni. Fólk þarf að gera meira en bregðast við, það þarf að gera upp við sig hvers konar fram- tíð það vilji.“ Menningarmiðstöð í héraði Tilgátuþorp sem byggi á arfi ríkrar og sögulegrar fortíðar geti einmitt orðið styrk stoð fyrir nútímasam- félagið til framtíðar. Slíkt þorp yrði ekki safn heldur lifandi menning- armiðstöð með breiðri starfsemi. „Fólkið í sveitunum vill fjölbreytni eins og aðrir. Við þurfum að nýta möguleikana. Með því að ráðast í byggingu tilgátuþorps sé ég fyrir mér margt sniðugt og jákvætt eins og ég rakti hér áðan. Það væri sjálf- sagt að tengja það við nafn Snorra Sturlusonar í Reykholti og þeirrar ritstofu sem hér var vísast að störf- um við bókaframleiðslu á 13. öld. Jafnframt þessu gæfist tækifæri til að gera ýmislegt annað. Svona þorp væri hægt að tengja ýmis kon- ar menningarsögulegum sýning- um. Snorrastofu hefur vantað rými fyrir slíkt. Það mætti byrja á því að byggja upp skála sem gæti þjónað slíku hlutverki auk þess að vera fyr- ir veitingar. Slíkir skálar hafa verið byggðir til að mynda á Borg í Lófót í Norður -Noregi og á Stiklastöð- um í Þrændalögum,“ segir Óskar. Hugmyndin um tilgátuþorpið hefur að sögn Óskars fengið ágætan hljómgrunn. „Ég hef viðrað þetta verkefni í einkasamtölum við fólk en opinberlega kynnti ég þessar hugmyndir fyrst nú í janúar síðast- liðnum. Það var á ráðstefnunni um framtíð háskólanna í Borgarfirði sem haldin var í Borgarnesi. Þar var mjög vel tekið í þetta. Þetta fell- ur ágætlega að því sem Snorrastofa hefur verið að gera en líka ágætlega að hugmyndunum um Sögu Jarð- vang hér í Reykholtsdal og Hálsa- sveit. Þær ganga út á það að nýta annars vegar náttúrugæði svo sem jarðfræði, heita vatnið og þess hátt- ar hér í uppsveitum Borgarfjarð- ar, og hins vegar sögu og menn- ingu héraðsins,“ segir Óskar Guð- mundsson rithöfundur í Véum – og formaður Framfarafélags Borgfirð- inga. mþh Óskar Guðmundsson rithöfundur í Véum: Leggur til að tilgátuþorp með 13. öld að viðmiði verði reist í Reykholtsdal Óskar Guðmundsson í Véum. Teikning af því hvernig bæjarhúsin í Reykholti gætu hafa litið út á 12. – 14. öld. Teikningin sem er eftir Þórhall Þráinsson byggir á niðurstöðum fornleifarann- sókna og var birt í bókinni „Reykholt. Archeological Investigations at a High Status Farm in Western Iceland“ eftir Guðrúnu Sveinbjarnardóttur fornleifa- fræðing, sem ættuð er frá Hurðarbaki í Reykholtsdal. Tilgátuteikning af bæ Snorra Sturlusonar í Reykholti sem Óskar Guðmundsson og Guðmundur Oddur Magnússon gerðu og birt var í ævisögu Snorra Sturlusonar eftir Óskar sem kom út 2009. Þessi teikning var dregin upp áður en niðurstöður nýjasta fornleifauppgraftar í Reykholti lágu fyrir. Óskar leggur áherslu á að láta ekki fyrri hugmyndir um tilgátuþorpið binda um of hendur þeirra sem kæmu að þróunarverkefninu – lifandi miðaldaþorp í Borgarfirði. Tilgátuskáli sem Norðmenn hafa reist á Borg í Lófót í Norður- Noregi.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.