Skessuhorn


Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 „Það er óhemju af þorski í Breiða- firði. Reyndar skruppum við aðeins suður á Eldeyjarbanka að reyna við ufsa en það gekk ekki nógu vel. Það var lítið af honum þar en mjög mik- ið af þorski. En hér í Breiðafirði er bara þorskmok. Við lögðum tvisvar í þessari viku og fengum fyrst fjöru- tíu tonn og svo þrjátíu tonn í sex trossur. Við leggjum bara á morgn- ana og byrjum svo að draga strax aft- ur. Netin eru ekki látin liggja í sjó að heitið geti,“ sagði Margeir Jóhann- esson skipstjóri á Þórsnesi SH 109 í samtali Skessuhorn. Ralla með netin í Faxaflóa Þegar blaðamaður Skessuhorns kom á bryggjuna á fimmtudagsmorgun í liðinni viku vakti athygli að áhöfn Þórsness var greinilega að vinna við að taka veiðarfæri um borð. Þórsnes stundar netaveiðar eftir áramót en er haldið til línuveiða á haustin og í lok hvers árs. Nú voru þeir á Þórs- nesinu greinilega að útbúa skipið fyrir netaveiðar. Margeir skipstjóri útskýrði að þeir væru að undirbúa þátttöku skipsins í hinu svokallaða netaralli Hafrannsóknastofnunar. Þá eru eru nokkrir netabátar fengn- ir til vísindaveiða með þorskanetum. Þessar veiðar eru meðal annars liður í stofnstærðarmati stofnunarinnar. Net með mismunandi möskvastærð- um eru lögð á fyrirfram ákveðnum stöðum. Síðan er skráð hvað veiðist í þau. „Við á Þórsnesinu verðum í Faxa- flóa. Magnús SH frá Hellissandi verður svo við sömu rannsóknaveið- ar í Breiðafirðinum. Við byrjum á að leggja netin á sunnudag. Núna erum við að gera klárt, taka netin um borð og það sem fylgir. Við byrjum við Malarrifið og færum okkur svo sunnar. Líklega geymum við bátinn svo á Akranesi yfir páskana,“ sagði Margeir. Vonast eftir kvótaaukningu Góð þorskveiði í vetur og reyndar undanfarnar vertíðir skapar vænt- ingar um að þorskkvótinn verði nú aukinn í ár. „Það skulum við vona. Þorskveiðin nú í vetur ætti að segja manni það. Aflabrögðin hafa verið frábær í öll veiðarfæri. Maður hef- ur til dæmis aldrei heyrt svona töl- ur eins og eru búnar að vera í afla- brögðunum á línuna. Þetta er alveg ótrúlegt.“ Greina mátti glaðværa tilhlökk- un hjá skipverjum á Þórsnesinu þar sem þeir gerðu klárt fyrir netarall- ið. Þessar vísindaveiðar eru ávísun á góðar tekjur og menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af kvótastöðu báts- ins meðan á þeim stendur. „Það sem við veiðum af kvóta bátsins fer mest í saltfisksvinnslu útgerðarinnar hér í Stykkishólmi. Það sem ekki er saltað fer svo á markað. Fiskurinn úr net- arallinu fer hins vegar allur á markað og verðmætinu skipt milli Hafrann- sóknastofnunar, útgerðar og áhafn- ar. Sá afli dregst ekki af kvóta báts- ins,“ sagði Margeir Jóhannesson. Nýbakaður afi Niðri á milliþilfari Þórsness stóð Þorsteinn Kúld sjómaður og frí- stundabóndi í Stykkishólmi og sinnti netadrættinum um borð. „Það er fínt að vera hér um borð. Í haust og fram að jólum stundum við veiðar norðanlands, löndum þá allt- af á Raufarhöfn og förum heim í frí þriðju hverja helgi. Það eru ágætis tekjur á þessu. Nú er það netaver- tíðin og svo er það bara sauðburð- urinn í vor. Þá byrjar lífið,“ sagði Þorsteinn kankvís á svip. Aðspurður segist hann halda um 20 vetrarfóðr- aðar ær sér til gamans. Þorsteinn Kúld hafði annars ærna ástæðu til að gleðjast þennan dag. Dóttir hans hafði eignast barn og Þorsteinn var að drífa sig suður til Reykjavíkur til að hitta barnabarn- ið fyrsta sinni. Fluttu vestur án eftirsjár Alls eru 12 menn í áhöfn Þórsness. Margeir skipstjóri tók við skipinu 2010. Áður hafði hann starfað sem skipstjóri á dragnótarbátum um ára- tuga skeið frá Suðurnesjum. Hóp- ur sjómanna þaðan fylgdi Margeiri þaðan um borð í Þórsnes. Nú hafa margir þeirra flust búferlum og sest að í Stykkishólmi. Sjálfur flutti Margeir í Helgafellssveitina á síð- asta ári. „Þetta er svona millileik- ur. Ég er nefnilega fæddur og upp- alinn í Ólafsvík. Stökkið var því of stórt fyrir mig að flytja í Hólminn en ég fór í sveitina,“ sagði hann og hló við. Oscar Gunnar Burns vélstjóri á Þórsnesinu stýrði krana um borð. „Ég hef verið á Þórsnesinu í fimm ár en flutti hingað í Stykkishólm í fyrrahaust með alla fjölskylduna. Við komum úr Vogum á Vatns- leysuströnd. Það er mjög gott á búa hér. Konan mín starfar sem sjúkra- liði á dvalarheimilinu hér í Stykkis- hólmi og börnin eru mjög ánægð. Það var svo sem fínt að búa í Vog- unum en þetta er enn betra hér í Hólminum.“ Patryk Garðarsson félagi Osc- ars stóð við hið hans og tók und- ir þessi orð: „ Ég er búinn að eiga heima hér í þrjú ár. Það er mjög fínt að vera á þessum báti. Þetta er gott pláss,“ sagði Patryk. Þórsnes verður á netum fram í maí. Þá er ráðgert að línuveið- ar taki aftur við fram í júní. Síðan verður tekið gott sumarfrí fram á haustið. mþh Áhöfn Þórsness SH undirbýr netarall í Faxaflóa Margeir Jóhannesson skipstjóri á Þórsnesi. Þórsnes SH við bryggju í Stykkishólmi. Netin standa í körum á bryggjunni og bíða þess að verða hífð um borð. Net í plastkörum merkt Hafró hífð um borð í Þórsnesið. Þorsteinn Kúld háseti, frístundabóndi og nýbakaður afi, sér til þess að netin fari rétt um borð. Ólafur Þorvaldsson sjómaður úr Stykkishólmi fylgist með netunum. Oscar Gunnar Burns vélstjóri (t. v.) og Patryk Garðarsson skipsfélagi hans hafa báðir flutt í Stykkishólm eftir að þeir byrjuðu á Þórsnesi SH. Garðar Vilbergsson sjómaður hefur róið með Margeiri skipstjóra í fjöldamörg ár. Vísindanetin frá Hafró eru flokkuð eftir möskvastærð í plastkör. Vanda þarf allan undirbúning og ekkert má ruglast.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.