Skessuhorn - 13.05.2015, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015
Borgarbyggð sagði frá því í lok
síðasta mánaðar að sveitarfélagið
myndi ekki leigja út matjurtagarða í
Borgarnesi, líkt og verið hefur und-
anfarin ár. Nokkur umræða fór af
stað á samfélagsmiðlum í kjölfar-
ið og Ásta Kristín Guðmundsdótt-
ir Borgnesingur ákvað að ganga í
málið. „Ég gekk í að athuga hvað
og hvort eitthvað væri hægt að
gera í stöðunni. Ég byrjaði á því að
heyra í Sædísi Guðlaugsdóttur hjá
Gróðrarstöðinni Gleym-mér-ei og
þá kom í ljós að við höfðum báðar
áhuga á að halda þessu áfram,“ seg-
ir Ásta Kristín í samtali við Skessu-
horn.
Matjurtagarðarnir í Borgarnesi
sem um ræðir eru í landi gróðrar-
stöðvarinnar og voru áður leigðir
út á vegum Borgarbyggðar í sam-
vinnu við Gleym-mér-ei. „Sædís
hefur gefið vilyrði fyrir því að leyfa
áfram afnot af landinu til þeirra
sem vilja rækta sitt eigið græn-
meti,“ segir Ásta Kristín. Hún seg-
ist í framhaldinu hafa kannað áhuga
margra þeirra sem voru með garð í
fyrra og fengið góð viðbrögð. „Það
hafa svo nokkrir nýir ræktend-
ur bæst við. Endanlegur fjöldi er
ekki kominn en líklegt er að fleiri
bætist við.“ Ásta Kristín mun svo
halda utan um skráningu og ýmsa
pappírsvinnu. „Þetta bar allt frem-
ur brátt að svo við rennum svolítið
blint í sjóinn með hvað þetta kost-
ar nákvæmlega en við miðum við
sama verð og í fyrra. Mig langaði
að virkja fólkið með okkur í þessu
og fékk góð viðbrögð hjá garð-
leigjendum að koma brot úr degi
og hjálpa til við undirbúning. Sæ-
dís mun fá manneskju til að tæta
og síðan mun hún skipuleggja beð-
in og raða þeim niður eftir óskum
hvers og eins. Flestir eru með 15
m2. garða en þó nokkrir með 30
m2,“ útskýrir hún. Ásta Kristín bæt-
ir því við að enn séu til lausir reitir
og að nýir ræktendur séu velkomn-
ir. „Ég tek sjálf við öllum skráning-
um á netfangið matjurtagardar@
gmail.com og tilkynni svo hvenær
garðarnir verða tilbúnir.“
grþ
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug-
lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867
kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Kemur með fleiri gráðum
Að undanförnu hefur mér fundist erfitt að spá fyrir um nánustu framtíð í
efnahags- og atvinnulífi okkar. Nokkurrar óvissu gætir í veigamiklum mál-
um og nú togast býsna kröftuglega á hin jákvæðu og neikvæðu teikn. Eink-
um vona ég að samningar náist á vinnumarkaðinum í tæka tíð því langvinn
verkföll frá júníbyrjun myndu hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér
fyrir heimili og fyrirtæki. En, eigum við ekki bara að segja að hið góða ger-
ist; veðrið fari að hlýna og samið verði á vinnumarkaði með aðkomu ríkis-
ins í formi þess að liðka til í skattaumhverfinu.
Í okkar nánasta umhverfi hér á Vesturlandi eru þó almennt jákvæð teikn
á lofti, þrátt fyrir að þeir takist á forystumenn verkalýðshreyfingarinnar.
Nú styttist nefnilega í að skrifað verði undir enn einn samninginn sem
snertir væntanlega kísilframleiðslu á Grundartanga. Að samið verði við
danska verktaka um byggingu sjálfra verksmiðjuhúsanna. Sífellt fækkar
því lausum endum í þessu samhengi. Skipulagsstofnun kvað upp úrskurð
á síðasta ári sem hefur mikla þýðingu. Þar segir m.a. í niðurstöðum: „Það
er niðurstaða Skipulagsstofnunar að hreinsun kísilmálms til framleiðslu á
sólarkísli á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit sé ekki líkleg til að hafa í för
með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverf-
isáhrifum.“ Þetta fannst mér og finnst enn vera stórtíðindi. Að hægt sé að
fara að stað með stóriðju á þessum mælikvarða án þess að talið sé að það
hafi umtalsverð umhverfisáhrif er náttúrlega frábært. En ég vildi óska að
talsmenn umhverfisverndar litu sömu augum á silfrið. Reyndar sakna ég
þess að þeir fagni því að hægt sé að hefja uppbyggingu stóriðju með um-
sögn sem þessari. Mér finnst sannast sagna að ákveðnir aðilar og hópar
fólks fari offari í gagnrýni sinni á væntanlegt fyrirtæki Silicor á Grund-
artanga. Skrifuð var illa rökstudd grein af sérfræðingi á sviði jarðvísinda
sem sló fram fullyrðingum sem byggðu á allt annarri framleiðsluaðferð
við hreinsun kísils en hér er í bígerð. Fjölmargir hafa síðan orðið til þess
að leiðrétta það sem missagt var í greininni, en allt kemur fyrir ekki. Hún
er sífellt dregin fram á sjónarsviðið til þess að gera sem minnst og verst úr
því sem ráðgert er að gera þarna í Kataneslandinu. Í mínum huga stend-
ur þetta upp úr: Annað hvort er um hreina og tæra snilld að ræða hvað
snertir nýja aðferð við hreinsun kísilmálms, eða hitt; að Ameríkanarnir
sem eru í forsvari fyrir Silicor Materials eru mestu skúrkar heimssögunn-
ar. Þeim hafi tekist að plata íslenska ráðamenn, vísindamenn á sviði um-
hverfismála, þýska og danska fjárfesta sem eru að koma að verkefninu og
ég gæti áfram talið. Persónulega trúi ég ekki að hægt sé að ná svo langt
með lygina eina að vopni og ætla því að vera í góðri trú um að hér muni
rísa þessi verksmiðja, hún muni skapa á að giska 450 störf og annað eins
í afleiddum störfum og bygging verksmiðjunnar verði eins og vítamín-
sprauta inn í landshlutann.
Ég ræddi í síðustu viku við nokkra sem trúa því að nú fari í hönd mik-
ið hagvaxtarskeið á Vesturlandi. Nægir þar að nefna verktakana sem und-
irbúa byggingaframkvæmdir fyrir á þriðja milljarð króna í Borgarnesi.
Þessir menn trúa því að í hönd fari uppbygging á sviði ferðaþjónustu á
Vesturlandi og að kísilmálmverksmiðjan rísi. Þetta kalli á aukið íbúðar-
húsnæði, hótel og sitthvað fleira. Við sjáum víðar merki þess að menn
trúi því að góðir hlutir fari að gerast. Fasteignamarkaður á Akranesi er til
dæmis verulega búinn að taka við sér eftir áralanga deyfð og Skagamenn
flestir eru sama sinnis og verktakarnir sem eru að hefja framkvæmdir í
Borgarnesi. Allavega kýs ég að trúa því að nú sé botninum náð. Í það
minnsta um leið og samningar nást á vinnumarkaðinum á næstu dögum
– jú og að veðrið hlýnar.
Magnús Magnússon
Fiskmarkaður Íslands (FÍ) mun hafa
opið áfram á Akranesi. Hætta var
á að markaðurinn myndi loka nú á
vormánuðum vegna veiks rekstr-
argrundvallar sem stafar af því hve
lítið af fiski er selt í gegnum hann
á ársgrundvelli. Nú hafa viðræð-
ur milli FÍ, Faxaflóahafna og Akra-
neskaupstaðar skilað samkomulagi
um að áfram verði opið á Akranesi.
Undanfarin ár hafa það einkum ver-
ið minni bátar sem hafa landað afla
sínum til sölu á markaðnum þar. Út-
gerðarmenn þeirra hafa sagt að lok-
un fiskmarkaðar á Akranesi yrði rot-
högg á þá bátaútgerð sem enn er
stunduð í bænum.
Deila starfskrafti
Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri
Fiskmarkaðar Íslands, segir að sú
niðurstaða sem nú liggi fyrir sé tví-
þætt. „Þetta felst annars vegar í sam-
komulagi milli Fiskmarkaðarins og
Faxaflóahafna um samnýtingu bæði
á húsnæði og starfskrafti. Starfmað-
urinn á markaðnum mun sinna verk-
efnum við Akraneshöfn samhliða
því að sinna honum. Það kemur oft
dauður tími í rekstri markaðarins
þegar lítill afli berst á land svo þetta
hentar vel,“ segir Páll. Fiskmarkað-
ur Íslands mun nú á næstu dögum
auglýsa eftir starfsmanni til starfa
við markaðinn á Akranesi og sinna
verkefnum fyrir Faxaflóahafnir.
Fiskmarkaður Íslands, Faxaflóa-
hafnir og Akraneskaupstaður eru
einnig sammála um að horfa í sam-
einingu til þess hvernig efla megi
starfsemi markaðarins til framtíðar.
„Það er ekki búið að ákveða nákvæm-
lega hvernig sú samvinna verður út-
færð. Það sem við þurfum þó örugg-
lega að gera er að funda með ýms-
um aðilum sem eiga hagsmuna að
gæta svo sem útgerðum smábáta og
sýna þeim svart á hvítu hvernig stað-
an er. Það er ljóst að fiskmarkaður-
inn ber sig ekki nema hann fái til sín
fisk til að selja. Sjómenn og útgerð-
armenn verða að spila með okkur og
við þurfum að hvetja þá til þess. Við
munum gera þessa tilraun nú í ein-
hverja mánuði og sjá síðan hvernig
reynist. Ég er annars mjög ánægður
með viðbrögð aðila í þessu máli. Það
á bæði við um stjórnendur Faxaflóa-
hafna en einnig bæjarstjóra og for-
seta bæjarstjórnar á Akranesi.“
Aðspurður segir Páll að úrlausn á
málefnum fiskmarkaðarins í Stykk-
ishólmi sé styttra á veg komin og því
lítið af því máli að frétta sem stend-
ur. mþh
Fiskmarkaðinum bjargað á Akranesi
Það er vandamál hve lítið af fiski berst á land á Akranesi. Hér er þó Gísli Páll Guð-
jónsson smábátasjómaður með þorskafla sinn á bryggjunni nú í marsmánuði.
Leigja út matjurtagarða í Borgarnesi
Ásta Kristín Guðmundsdóttir hefur umsjón með matjurtagörðum í Borgarnesi í
sumar. Ljósm. Elín Ásta Sigurðardóttir.
Þórir Páll Guðjónsson hefur
verið farsæll kennari á Bifröst
um langt árabil ásamt því að
vera öflugur leiðtogi Holl-
vinasamtaka Bifrastar. Þór-
ir Páll varð sjötugur 26. apríl
síðastliðinn og bauð til veg-
legrar veislu sem haldin var
í hátíðarsalnum á Bifröst.
Þórir Páll afþakkaði allar af-
mælisgjafir og því brá sam-
starfsfólk ásamt stjórn Holl-
vinasamtakanna á það ráð að
hefja söfnun honum til heið-
urs og var afmælisbarninu
afhent gjöf í hans nafni til Hollvin-
asjóðs Bifrastar að upphæð 300.000
krónur. Hlutverk sjóðsins er m.a.
að styðja við nauðsynlegar viðhalds-
framkvæmdir á upphaflega
skólahúsnæðinu á Bifröst.
Fjölmargir fyrrum nem-
endur og starfsmenn Há-
skólans á Bifröst tóku þátt
í gjöfinni enda hefur Þórir
Páll verið vinsæll kennari og
traustur samstarfsfélagi á Bif-
röst í um þrjá áratugi. Gjöf-
in kom Þóri Páli gjörsam-
lega á óvart en það voru þær
Geirlaug Jóhannsdóttir og
Maj-Britt Hjördís Briem sem
afhentu hana fyrir hönd sam-
starfsfólks og stjórnar Holl-
vinasamtakanna.
mm/ Ljósm Pablo Rolando Díaz.
Þrjúhundruð þúsund í Hollvinasjóð
Bifrastar til heiðurs Þóri Páli