Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 13.05.2015, Blaðsíða 11
Við fögnum tveggja ára afmæli og nýrri staðsetningu að Brúartorgi 4, Borgarnesi, sunnudaginn 17. maí. Opið verður 11 - 18 eins og alla aðra daga í sumar. Viðburðir milli 14 og 17: • Boðið verður upp á afmælisköku. • Fjölbreytt úrval matvöru og sælgæti til að smakka. • Brugghús Steðja verður með kynningu á nýjunginni Radler léttbjór sem er einungis seldur í verslun Ljómalindar. • Mýranaut grillar úrvals nautakjöt beint frá býli. • Gestum boðið að spreyta sig við tóvinnu. • Klukkan þrjú fær Alli kanína klippingu og krakkarnir fá að klappa Gutta kanínu. Ljómalind sveitamarkaður er matar- og handverksmarkaður sem selur eingöngu vörur framleiddar á Vesturlandi. Sveitamarkaðinum er haldið úti af samvinnuhugsjón og að honum standa tíu konur sem að skiptast á að leggja fram vinnuframlag í versluninni. Áhersla er lögð á matvöru beint frá býli og að skapa vettvang fyrir matvörur og handverk af Vesturlandi. Fjölmargir aðilar eru í umboðsölu og er framboð vara árstíðarbundið. SK ES SU H O R N 2 01 5 & Komið fagnið með okkur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.