Skessuhorn - 13.05.2015, Page 21
21MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015
Hvalfjarðargöng
verða lokuð vegna malbikunar
frá því kl. 20 að kvöldi föstudags
15. maí til kl. 6 að morgni
mánudags 18. maí 2015.
Göngunum
lokað!
Fjósameistari – Nautahirðir
Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í
Laust er til umsóknar starf nautahirðis við Nautastöð Bændasamtaka
starfsmönnum stöðvarinnar.
SEPT O AID eru þurrfrystar örverur tilbúnar til
að brjóta niður allan lífrænan úrgang í rotþróm.
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
KOMDU ROTÞRÓNNI
Í LAG MEÐ
SEPT-O-AID
UMHVER
FISVÆN
VARA F
RÁ KEM
I
Samsetning 13 mismunandi örvera hjálpar til að vinna á og minnka fastan úrgang
og breyta í fljótandi form ásamt því að eyða allri ólykt frá rotþrónni. Einfalt í notkun;
sett í klósett skálina og beðið í 20 mínútur, því næst er efninu skolað niður.
Íþrótta- og Ólympíusam-
band Íslands stendur fyrir
heilsu- og hvatningarverk-
efninu Hjólað í vinnuna í
þrettánda sinn dagana 6.-26.
maí. Setningarhátíðin fór
fram í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum í blíðskapar-
veðri síðastliðinn laugardag
þar sem þátttakendum var
boðið að hjóla við og þiggja
bakkelsi og hlusta á stutt og
hressileg hvatningarávörp.
Að þeim loknum hjóluðu
gestir og þátttakendur átak-
ið formlega af stað. Meginmarkmið
átaksins er að vekja athygli á virkum
ferðamáta sem heilsusamlegum, um-
hverfisvænum og hagkvæmum sam-
göngumáta. Landsmenn hafa tekið
Hjólað í vinnuna vel og hefur orð-
ið mikil aukning þátttakenda á milli
ára.
Á meðan á verkefninu stendur
eru ýmsir leikir í gangi. Þegar þátt-
takendur skrá sig til leiks eiga þeir
m.a. möguleika á því að verða dregn-
ir út í skráningarleik í
Popplandi á Rás 2. Þar
verða dregnir út ýms-
ir glæsilegir vinningar
frá Erninum. Þriðju-
daginn 26. maí verð-
ur svo dregið út hjól
að verðmæti 100 þús-
und krónur. Þá eru
þátttakendur hvattir
til að taka skemmtileg-
ar myndir af þátttöku
sinni í verkefninu og
merkja myndina með
#hjoladivinnuna. Með
því geta þeir unnið snertilaust kred-
itkort með 25 þúsund kr. inneign frá
Valitor.
Nánari upplýsingar um átakið má
finna á hjoladivinnuna.is og er skrán-
ing enn í fullum gangi. grþ
Hjólað í vinnuna í þrettánda sinn
Hjólað á Hvanneyri. Ljósm. úr safni Skessuhorns.
Nú líður óðum að því að sá tími
renni upp að menn haldi til hval-
veiða. Hvalur 8, annað tveggja af
skipum Hvals hf., er nú komið upp í
slipp í Reykjavík. Mjög miklar end-
urbætur hafa verið gerðar á vélbún-
aði skipsins í vetur þar sem það hef-
ur legið við bryggju í Reykjavík.
Systurskipið Hvalur 9 liggur svo við
bryggju og bíður þess væntanlega að
verða tekið upp í slippinn við Mýr-
argötu í Reykjavík.
Á meðfylgjandi mynd er Hvalur 8
í slipp í síðustu viku. Við hlið öld-
ungsins og að baki honum á mynd-
inni stendur uppsjávarveiðiskipið
Heimaey VE 1 sem er er eitt nýjasta
skipið í íslenska fiskiskipaflotanum.
mþh
Hvalvertíð nálgast hratt
„Rannsóknir á loftgæðum, ferskvatni,
lífríki sjávar, gróðri og búfénaði stað-
festa að áhrif álvers Norðuráls á lífrík-
ið eru óveruleg. Umhverfisvöktun á
Grundartanga er með umfangsmestu
umhverfisrannsóknum á Íslandi. Allt
frá því Norðurál hóf rekstur á Grund-
artanga árið 1997 hefur verið fylgst
náið með áhrifum álversins á umhverfi
sitt,“ segir í tilkynningu frá Norður-
áli. Þá segir að í núverandi mynd feli
vöktunin í sér eftirlit með 80 mæli-
þáttum í og við Hvalfjörð.
„Rannsóknirnar eru framkvæmdar
af Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Há-
skóla Íslands, Náttúrufræðistofnun,
Landbúnaðarháskóla Íslands og fleiri
óháðum aðilum. Þeir þættir sem eru
vaktaðir eru andrúmsloft, úrkoma,
ferskvatn, kræklingur, sjávarset, fléttur
á klapparreitum, gras, lauf, barr, hey,
sauðfé og hross. Niðurstöður um-
hverfisvöktunar árið 2014 sýna að los-
un óæskilegra efna og áhrif álversins á
umhverfi sitt eru undir öllum viðmið-
unarmörkum sem fyrirtækinu er sett í
starfsleyfi og reglugerðum.“
Loks segir að til álvera á Íslandi
séu gerðar miklar kröfur af umhverf-
isyfirvöldum og eru þær meðal þeirra
ströngustu í heimi. Niðurstöður ann-
arra úttekta staðfesta ennfremur að
rannsóknir hjá Norðuráli séu áreiðan-
legar og gefi góða mynd af umhverf-
isáhrifum fyrirtækisins. Umhverfis-
stjórnunarkerfi Norðuráls er vott-
að samkvæmt alþjóðlega ISO 14001
staðlinum. Vottunin er liður í því að
halda utan um og lágmarka umhverf-
isáhrif fyrirtækisins. Stöðugt endur-
mat og endurbætur á ferlum fyrirtæk-
isins á sviði umhverfismála er tryggt.
Skýrsla Umhverfisvöktunar iðnaðar-
svæðisins á Grundartanga og allar sér-
fræðiskýrslur eru aðgengilegar á vef
Norðuráls, www.nordural.is“
mm
Losun óæskilegra efna frá álverinu
eru undir öllum viðmiðunarmörkum
Við álframleiðslu verða m.a. til flúorsambönd og brennisteinstvíoxíð og er losun
þessara efna takmörkuð í starfsleyfi fyrirtækisins. Mælingar staðfesta að losun
vegna starfseminnar er vel innan þeirra marka sem sett eru í starfsleyfi Norðuráls.