Skessuhorn - 13.05.2015, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015
markaðurinn og okkar helstu við-
skiptavinir. Við sáum fram að á að
öll sú hagræðing sem við næðum
fram með nýju framleiðsluaðferð-
inni yrði étin upp af ofurtollum á
kísil sem við seldum til Kína þar
sem stærstu sólarhlaðaverksmiðj-
urnar eru. Í ljósi alls þessa varð
eðlilega erfitt um vik að fjármagna
byggingu verksmiðju í Mississippi.
Við urðum því að hætta við áformin
þar og leita eftir framleiðslumögu-
leikum annars staðar þar sem ekki
væru í gildi refsitollar á kísil fram-
leiddum fyrir kínverska markaðinn.
Við skoðuðum Malasíu og önnur
lönd víða í Asíu. Við könnuðum líka
möguleika í Sádí-Arabíu eins og ég
nefndi áðan, og heimsóttum Ísland.
Hér vissum við að orka væri á sam-
keppnishæfu verði og að hér væru
góðir starfskraftar með þekkingu á
málmiðnaði. Við vissum hins veg-
ar ekki af því að hér væri hægt að
nálgast hrákísil og höfðum held-
ur ekki frétt að það væri nýbúið að
koma á fríverslunarsamningi milli
Íslands og Kína. Sá samningur er
mjög þýðingarmikill fyrir okkur því
Asía og einkum Kína er einn stærsti
framleiðandi sólarhlaða í heimin-
um í dag og verður sjálfsagt einnig í
framtíðinni.“
Hafnar ásökunum
um mengun
Á Íslandi hefur nýverið farið fram
hörð umræða um verksmiðju Silicor
Materials á Grundartanga. Dæmi
eru um að þekkt fólk úr þjóðlíf-
inu hafi látið stór orð falla þar sem
dregin hefur verið upp mjög dökk
mynd af mengun frá verksmiðj-
unni. Aðspurð segist Terry þekkja
til þessarar umræðu. „Við höfum
kannski ekki verið nógu dugleg að
koma því á framfæri sem við erum
að fara að gera á Íslandi og hvað við
höfum gert í Kanada. Það er allt-
af spurning þegar farið er af stað í
svona verkefni hversu hátt það eigi
að fara í byrjun. Við höfum viljað
tryggja fyrst og fremst að þetta yrði
að veruleika áður en við segðum
mikið opinberlega. Mér hefði ekki
liðið vel með það að hafa kannski
átt þátt í því að vekja falskar vænt-
ingar meðal fólks. En núna þeg-
ar útlit er fyrir að allt gangi upp þá
þurfum við auðvitað að upplýsa al-
menning. Ég veit að það hafa meðal
annars verið fullyrðingar um að við
notuðum flúor í okkar framleiðslu.
Þetta er ekki rétt. Við notum engan
flúor. Það kemur engin slík mengun
frá okkar starfsemi. Við brennum
ekki olíuefnum. Í okkar ferli erum
við fyrst og fremst að bræða sam-
an ál og kísil. Svo látum við málm-
ana þéttast þar sem kísillinn storkn-
ar á undan álinu. Við fleytum álinu
af og sendum það til baka. Einu efn-
in sem koma inn í þetta eru vatnið
og sýran sem við notum til að þvo
kísilflögurnar. Þar umbreytist sýran
í álklóríðið sem svo er selt til vatns-
hreinsunar eins og ég rakti áðan.
Við framleiðum engin mengandi
efni, það er enginn úrgangur. Fyr-
ir verkfræðing eins og mig sem hef-
ur unnið að þróun endurnýjanlegra
orkugjafa allt mitt líf þá er þetta
mjög hreinleg framleiðsluaðferð
sem hvílir á sterkum grunni.“
Getur Terry Jester staðið föst-
um fótum á því að engin hættuleg
mengun komi frá verksmiðjunni á
Grundartanga? Hún brosir við áður
en hún svarar. „Ég skal nefna verk-
smiðjuna okkar í Toronto. Hún er
í iðngörðum fyrir léttan iðnað og
skrifstofur. Í sömu byggingu til
hliðar við okkur er pökkunarfyrir-
tæki fyrir grænmeti til manneldis.
Hinum megin eru skrifstofur heil-
brigðisfyrirtækis. Þetta er í stuttu
máli hér og nú kannski besta stað-
festingin sem ég get gefið á því að
okkar aðferð er vistvæn og laus við
mengun.“
Einstök verksmiðja
af sinni gerð
Framleiðsluaðferð Silicor Materials
er varin einkaleyfum. Verksmiðjan á
Grundartanga verður þannig fyrsta
stóriðjan sem framleiðir kísil með
aðferð fyrirtækisins. Það vinnsluferli
er gerólíkt hinu svokallaða Siemens-
ferli sem notað hefur verið til þessa
í heiminum. Það er bæði mengandi
og því fylgir sprengihætta. „Kísil-
framleiðslan samkvæmt okkar að-
ferð kostar um helmingi minna en
sú sem beitt er við Siemens-aðferð-
ina. Fjárfestingarkostnaðurinn í
okkar verksmiðju er um þriðjungur
þess sem jafnstór verksmiðja af Sie-
mens-gerð myndi kosta. Fjárfest-
ar fá þannig fé sitt fyrr til baka. Við
getum selt okkar vöru til viðskipta-
vinanna á hagstæðara verði en þau
fyrirtæki sem keppa við okkur. Við
verðum mjög samkeppnishæf, um-
hverfisvæn og allir ættu að verða
kátir,“ segir Terry.
Forstjóri Silicor Materials ítrekar
þó að þrátt fyrir að fyrirtækið fram-
leiði kísil með svo ódýrum hætti þá
muni það einungis standa fyrir um
fjórum prósentum af heimsfram-
leiðslunni á kísil í sólarhlöð þegar
verksmiðjan á Grundartanga verð-
ur tilbúin. „Við höfum þegar gert
framvirka samninga um sölu á 70%
af framleiðslunni og hefðum getað
selt allt. Við viljum hins vegar eiga
hluta af framleiðslunni til góða og
selja hana á frjálsum mörkuðum í
svokallaðri spot-sölu.“
Eftir að hafa komið til Íslands nær
20 sinnum á næstum jafn mörgum
undanförnum mánuðum þá er Terry
sannfærð um Ísland sé fullkominn
staður fyrir Silicor Materials. „Það
er mjög heillandi að nota endur-
nýjanlega vatnsorku til að framleiða
afar verðmætt hráefni í framleiðslu
á jafn vistvænni orku og sólarork-
an vissulega er. Það hefur verið sýnt
fram á að með einni kílóvattsstund
af rafmagni megi framleiða kísil í
sólarhlað sem á eftir að endast til að
framleiða 38 kílóvattsstundir af raf-
magni úr geislum sólar.“
„Hér verður hjarta og
sál fyrirtækisins“
Terry Jester býr enn í Kaliforníu og
stjórnar þaðan fyrirtæki sem verða
mun með starfsstöðvar þar, í Tor-
onto í Kanada, í Berlín í Þýska-
landi og á Grundartanga á Íslandi.
„Í Kaliforníu eru aðalstöðvar Sili-
cor. Þaðan er auðvelt að komast til
viðskiptavinanna í Asíu. En aðal-
verksmiðja okkar verður á Íslandi.
Þar verður hjarta og sál fyrirtæk-
isins. Ég hef miklar væntingar og
vona að verksmiðjan gangi það vel
að við getum sem fyrst byrjað að
skoða möguleikana á stækkun. Það
eru virkilega ævintýralegir hlutir að
gerast í sólarorkugeiranum. Vöxtur-
inn er í tveggja stafa tölum mælt í
prósentum frá ári til árs. Þróunin er
mjög hröð í framleiðslu á rafhlöðum
til dæmis fyrir rafbíla. Ég sé stór-
kostleg tækifæri í framtíðinni. Hún
er björt,“ segir Terry Jester.
mþh
Kísill unninn í verksmiðju Silicor Materials í Toronto í Kanada. Þar hefur verið framleiddur kísill með einkaleyfisvörðum
aðferðum fyrirtækisins síðan 2006 og tæknin þróuð og betrumbætt. Nú er fyrirtækið tilbúið að taka skrefið og hefja fram-
leiðslu í stærri stíl í nýrri verksmiðju sem það vill reisa á Grundartanga.
Teikning sem sýnir verksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. Þýski tæknirisinn
SMS Siemens hefur starfað náið með Silicor í fjögur ár, selur tækjabúnaðinn og
ábyrgist fyrir sitt leyti að verksmiðjan skili því sem til er ætlast. Aðstandendur
hennar segja að þetta iðjuver muni marka tímamót á heimsvísu í nýtingu
sólarorku til rafmagnsframleiðslu.
Terry Jester og Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna á lóðinni á Katanesi við
Grundartanga þar sem fyrirhugað er að verksmiðja Silicor Materials rísi.