Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Page 25

Skessuhorn - 13.05.2015, Page 25
25MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Útskriftarfötin Jakkaföt Skyrtur Stakir jakkar Stakar buxur Bindi & slaufur Skór & belti 15% AFSLÁTTUR SK ES SU H O R N 2 01 5 Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir Framhaldsskólakennurum Meðal kennslugreina eru: Enska, efnafræði, eðlisfræði, jarðfræði, líffræði, lífsleikni og stærðfræði (afleysing). Náms- og starfsráðgjafa Náms- og starfsráðgjafi 50% Ræstingar Ræstingar 50% Helstu áherslupunktar í kennsluháttum skólans eru nýting upplýsingatækni í skólastarfi, fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarmat. Leitað er að fólki sem hefur frumkvæði, er sjálfstætt í vinnubrögðum og hefur áhuga á að taka þátt í þróunarstarfi. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2015. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist Jóni Eggerti Bragasyni skólameistara á netfangið joneggert@fsn.is. Umsóknarfrestur er til 26. maí 2015. Nánari upplýsingar veitir skólameistari á netfanginu joneggert@fsn.is eða í síma 891-7384. Á vef skólans www.fsn.is má einnig finna ýmsar upplýsingar um skólann. Skólameistari SK ES SU H O R N 2 01 5 Innritun í framhaldsskóla á haustönn 2015 Innritun eldri nemenda (fæddir 1998 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla stendur til 31. maí Nemendur í 10. bekk hafa frest til sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis miðvikudaginn 10. júní Innritun fer fram á www.menntagatt.is Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 430-8400 eða með því að senda tölvupóst á fsn@fsn.is S K ES SU H O R N 2 01 5 Frekari upplýsingar á heimasíðu skólans www.fsn.is „Stjórn Breiðfirðingafélagsins hafði samband við mig á síðasta ári og bað mig að taka þetta að mér. Ég féllst á það og nú er ritið komið út og fæst í öllum vönduðum bókabúð- um,“ sagði Svavar Gestsson, ritstjóri Breiðfirðings, þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hann í bókabúð Eymundsson á Akranesi í síðustu viku. Tímaritið hafði fyrir þann tíma legið í dvala síðan 2009, en þar áður komið út óslitið frá því árið 1942. Síðasta haust, að frumkvæði Breið- firðingafélagsins, var ákveðið að hefja útgáfu að nýju og 63. árgangur kom úr prentun á dögunum. „Ritið er tæpar 200 blaðsíður, efnismikið og skiptist í fjóra hluta. Fyrsti hluti samanstendur af efni frá byggðarlögunum. Lesendur munu reka augun í að Tálknafjörð- ur er þar með talinn. Ástæðan er sú að Vesturbyggð teygir sig norður fyrir Tálknafjörð og þess vegna er Tálknafjörður með í ritinu,“ sagði Svavar. „Annar hluti er sagnfræði- hluti ritsins. Þar skrifa átta sagnfræð- ingar um Breiðafjörðinn. Það teng- ist verkefni sem unnið var við Há- skóla Íslands um sögu Breiðafjarðar og Sverrir Jakobsson stjórnar,“ bætti hann við. Hverju riti er valið eitt kjarna- byggðarlag og í ár er það Stykkis- hólmur. Um bæinn er fjallað í þriðja hluta tímaritsins. Fjórði og síðasti hluti Breiðfirðings samanstend- ur svo af alls kyns efni víðsvegar af svæðinu. „Þar er meðal annars um- fjöllun um ástarbréf Steins Stein- arrs, sem hann skrifaði til Þórhildar Hafliðadóttur Snæland árið 1931,“ sagði Svavar. „Ritið var kynnt í Breiðfirðinga- búð um síðustu helgi þar sem hald- ið var lítið útgáfuhóf. Við munum halda áfram og Breiðfirðingur kem- ur aftur út að ári,“ sagði Svavar að endingu. kgk Nýr Breiðfirðingur kemur út í ritstjórn Svavars Herskáu samtökin Sea Shepherd, undir forystu Bandaríkjamanns- ins Paul Watson, virðast undir- búa að senda skip sín í sumar til að trufla hvalveiðar Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga. Tvö skipa samtakanna, sem bera nöfnin Bob Barker og Sam Simon, liggja nú samkvæmt vefsíðunni marinet- raffic.com, í Bremen í Þýsklandi. Sea Shepherd undir forystu Paul Watson hafa gegnum árin sökkt og unnið önnur skemmdarverk á nokkrum norskum hrefnuveiðibát- um. Samtökin hafa einnig reynt að trufla færeyskar grindhvalaveið- ar. Árið 1986 sökktu liðsmenn Sea Shepherd tveimur hvalveiðibát- um Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn. Til Bremen komu skipin Bob Bar- ker og Sam Simon nýlega eftir að hafa um margra vikna skeið stund- að eltingarleik við fiskiskip sem stunduðu ólöglegar veiðar í Suð- ur Íshafi. Því lyktaði með því að áhöfn eins skipsins sökkti því fyr- ir augum liðsmanna Sea Shepherd. Þessi atburður vakti mikla athygli í fjölmiðlum víða um heim. Sjón- varpsstöðin Animal Planet hef- ur gert heimsfræga þætti um erj- ur Sea Shepherd við japanska hval- fangara sem kallast Whale Wars. Undanfarin tíu ár hafa liðs- menn Sea Shepherd einmitt ver- ið uppteknir við að trufla vísinda- veiðar Japana í Suður Íshafi. Síð- ustu misseri snéru þeir sér síðan að ólöglegum tannfiskveiðum á sömu slóðum. Þarna hefur Sea Shepherd nú lýst yfir sigri. Skipafloti sam- takanna hefur stækkað mjög á síð- ustu árum og svo er að sjá að þau hafi nægt fé milli handanna. Fyrir 13 árum gerði Sea Shepherd út eitt skip. Í dag eru þau átta talsins og verið er að útbúa það níunda. Tals- maður samtakanna segir í samtali við áströlsku fréttastofuna ABC að Sea Shepherd hafi aldrei verið sterkara en í dag og að samtökin hafi mikið verk að vinna í Norður Atlantshafi. Norskir hrefnuveiði- menn sem vefmiðillinn Nettav- isen í Noregi ræðir við segjast taka tíðindum af hugsanlegri heim- sókn Sea Shepherd með ró. Þeir séu að mestu við veiðar við strend- ur Noregs þar sem norski sjóher- inn standi sterkt. Hvalveiðimenn í Noregi telja að Sea Shepherd ætti frekar að nota skip sín til að bjarga flóttafólki úr Miðjarðarhafi. „Þannig hefðu þeir gert gagn,“ segir Ivar Kristiansen hrefnuveiði- maður í samtali við Nettavisen. Hrefnuveiðar eru þegar hafnar við Noreg og í þann veg að hefjast við Ísland. Stórhvalaveiðar Hvals hf. á langreyðum hefjast væntanlega um miðjan júní. mþh Sjóræningjar stefna á hvalveiðar Bob Barker, eitt af skipum Sea Sheperd samtakanna. Ljósm. af vef samtakanna.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.