Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Síða 28

Skessuhorn - 13.05.2015, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Hin aldna en andlitslyfta hópferða- bifreið, Soffía II, fór í Jómfrúar- ferð sína síðastliðinn laugardag eftir að bíllinn hafði á síðasta hálfu öðru ári farið í gegnum gagngera end- ursmíði. Soffía var smíðuð á Bif- reiðaverkstæði Guðmundar Kjer- úlf í Reykholti í upphafi sjöunda áratugar liðinnar aldar á grind úr Bedford 1940. Soffíuna áttu lengst af og ráku Guðmundur Kjerúlf og Guðni Sigurjónsson, en þeir eru báðir látnir. Elínborg Kristinsdóttir ekkja Guðna á Soffíu II í dag en bíll- inn var undir það síðasta orðinn illa farin, ekki síst eftir að hafa staðið í nokkur ár á geymslusvæði í Straums- vík. Elínborg beitti sér fyrir söfnun til að fjármagna endursmíðina og hjólin tóku að snúast af krafti þeg- ar húsnæði fékkst til smíðinnar hjá Alefli, byggingaverktökum í Mos- fellsbæ. Einn af eigendum Aleflis er Arnar Guðnason sonur Elínborgar. Skessuhorn hefur nokkrum sinnum sagt frá þessu óvenjulega verkefni. Nú eru liðnir 18 mánuðir frá því vinnan við endursmíðina hófst og síðastliðinn laugardag var búið að aka bílnum í Borgarnes til þátttöku í bílasýningu með skoðun án athuga- semda til 2016. Sá sem þetta ritar var barn á þeim árum sem Soffía II var notuð til skólaaksturs að Kleppjárnsreykjum á veturna en í fjallaferðir á sumrin. Taugar til þessa ramm-borgfirska bíls eru því sterkar hjá undirrit- uðum. Sömu sögu er að segja af fjöl- mörgum Borgfirðingum sem fóru með þessum bíl til og frá skóla. Þeg- ar stigið var upp í bílinn á laugardag- inn virtist hann þó minni en minn- ingin sagði, til dæmis lægra til lofts og styttra á milli sætanna, en svo er samt ekki, bíllinn var nákvæmlega jafn stór og eitthvað allt annað sem hafði vaxið. Elínborg Kristinsdóttir fékk auk fjölskyldu sinnar til liðs við sig nokkra lykilmenn í endursmíði bíls- ins. Jafnvel komu að verkinu menn sem höfðu átt þátt í smíði hans fyrir ríflega hálfri öld. „Synir mínir Arn- ar og Sigurjón og synir þeirra komu að þessu. Stærstan þátt í verkinu á þó Steindór Rafn Theódórsson frá Brennistöðum. Án hans hefði þetta verk aldrei gengið svo fljótt sem raunin varð og nánast get ég sagt að verkið hefði bara alls ekki geng- ið upp án Steinda,“ sagði Elínborg. Jóhannes Steinsson frá Krossi sá um sprautun á bílnum og ýmislegt fleira. Elínborg áætlar að um fjög- ur þúsund vinnustundir hafi farið í verkið, en heildarfjöldinn liggi ekki alveg fyrir. Hún vill koma á fram- færi þakklæti til allra sem lagt hafa verkinu lið með einum eða öðrum hætti. Steindór Rafn, eða Steindi eins og hann er jafnan kallaður, segir að þessar fjögur þúsund vinnustundir séu svipaður tími og áætlað var í ný- smíði hópferðabíla hér á árum áður. Talsverður tími hafi nú farið í að rífa bílinn og meta hvað hægt væri að nota og hvað þyrfti að endurnýja. Margir hafi átt í fórum sínum vara- hluti sem komið hafi sér vel. Vinnu- fyrirkomulag hafi verið fastmótað í upphafi. „Við mættum eftir vinnu nánast alla mánudaga og miðviku- daga og síðan klukkan 8 á laugar- dögum og unnum allan daginn. Með þessu móti, góðri skipulagningu og að Ella eldaði fyrir mannskapinn, þá gekk verkið vonum framar,“ seg- ir Steindi. Öll vinna við endursmíð- ina var unnin í sjálboðavinnu. Arnar Guðnason segir að hægt hafi verið að nota grindina, fjaðrir, vél og gír- kassa með lítilsháttar lagfæringum, en stærstur hluti yfirbyggingar nú væri nýsmíði sem mest eins og frum- gerðin. Arnar bætti því við að á sín- um tíma hafi Soffía II verið smíðuð án teikningar, hún hafi þannig verið hönnuð af fingrum fram af körlun- um á verkstæðinu í Reykholti; föður sínum, Guðmundi Kjerúlf og starfs- mönnum hans. Eftir að búið var að sýna Soffíu II í Borgarnesi á fornbíla- og Rafta- sýningunni á laugardaginn var far- ið í hópferð á heimaslóður rútunn- ar, í Reykholt. Ekið var eins og leið lá yfir Hvítárbrú og þaðan í Reyk- holt. Elínborg bauð aðstandendum verkefnisins og fleiri gestum með og var borðað í Reykholti. Eftir það var farið að bifreiðaverkstæðinu, sem nú er slökkvistöð, og bíllinn myndaður við dyrnar sem ekið var út um fyrir 52 árum síðan. Reikningurinn vegna endurgerðar Soffíu II er: 0115-26-10720, kenni- tala: 090741-2689. mm Soffía II í Jómfrúarferð í Reykholt eftir endursmíði Fyrir breytingar. Eftir breytingar, 18 mánuðum síðar. Sæmundur Sigmundsson og Elínborg Kristinsdóttir. Steindór Rafn Theódórsson yfirsmiður við endursmíðina. Spáð og spekúlerað. Meðal annarra eru Arnar Guðnason, Björn Jóhannesson og Haukur Júlíusson. Jónas Kjerúlf, bróðir Guðmundar heitins, ók upphaflega Bedfordinum árg. 1940 í Reykholt, en á grind þess bíls var Soffían byggð. Hér er Jónas ásamt Arnari Guðnasyni og Elínborgu Kristinsdóttur. Ekið í Borgarfjörð og hér farið yfir gömlu Hvítárbrúna.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.