Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Side 29

Skessuhorn - 13.05.2015, Side 29
29MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Útskriftargjafir SK ES SU H O R N 2 01 5 @home Erum á Facebook: Í síðustu viku var mælt fyrir frum- varpi á Alþingi um breytingu á lög- um um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Flutningsmenn voru 16 þingmenn úr Samfylkingu, Bjartri framtíð og Pírötum en fyrsti flutningsmaður er Helgi Hjörv- ar. Með frumvarpinu er lagt til að undanþágur mjólkuriðnaðarins frá ákvæðum samkeppnislaga er varða samráð, samruna og verðtilfærslu verði afnumdar. „Aðilar á borð við Samkeppniseftirlitið og Neytenda- samtökin hafa lengi varað við því að mjólkuriðnaðurinn sé undanþeginn ákvæðum samkeppnislaga. Undan- þágan var lögfest með afbrigðum í miklum flýti árið 2004 þrátt fyr- ir viðvaranir samkeppnisyfirvalda og andstöðu á þingi. Tillaga sama efnis og er að finna í frumvarpinu var felld á Alþingi árið 2011 með 30 atkvæðum gegn 19. Eftir það hafa enn komið upp mál hjá sam- keppnisyfirvöldum sem varða hina óeðlilegu samkeppnisstöðu sem ríkir í mjólkuriðnaði. Virk sam- keppni með skýrum leikreglum er best til þess fallin að tryggja hag neytenda. Engin rök hníga til þess að önnur lögmál gildi um mjólkur- framleiðslu en aðra starfsemi,“ seg- ir í tilkynningu frá Helga Hjörvar, fyrsta flutningsmanni að hinu nýja frumvarpi. mm Frumvarp um afnám undan- þága mjólkuriðnaðarins Þakið lyftist næstum af gamla félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit á sunnudagskvöldið þegar fólk kom þar saman á tónleikum til að heiðra breska tónlistarmanninn Eric Clapton. Hann varð sjötug- ur fyrr á þessu ári og af þeim sök- um efndu Clapton-félagar í Borg- arfirði til heiðurstónleika. Tónlist- armenn sem allir koma úr Borgar- firði og Hvalfirði stofnuðu sveitina Key to the highway og æfðu sam- an lög í dagskrá sem síðan var flutt í Brún. Hjómsveitin samanstóð af Reyni Haukssyni gítarleikara frá Hvann- eyri, Heimi Klemenzsyni hljóm- borðsleikara frá Dýrastöðum, svo voru það bræðurnir Ásmund- ur bassaleikari og Jakob Grétar trommuleikari, Sigurðssynir, báð- ir frá Varmalæk, og síðan söngvar- inn Heiðmar Eyjólfsson frá Hlíð í Hvalfjarðarsveit sem nýverið sló í gegn í söngleiknum Grease á Akranesi. Í lávarðadeild Key to the highway eru svo þeir Gunn- ar Ringsted gítarleikari og tónlist- arkennari í Borgarnesi og Ólaf- ur Garðarsson trommuleikari sem m.a. spilaði fyrrum í mörgum af þekktustu hljómsveitum Íslands. Haukur Júlíusson frá Hvanneyri, faðir Reynis gítarleikara, var síð- an kynnir og sögumaður þessa kvöldstund. Hún varð bæði stór- skemmtileg og eftirminnileg þar sem tæpt var á löngum ferli Clap- tons. „Það komu um níutíu manns sem var mjög gott. Ég spurði að gamni mínu fólk sem kom hvernig það hefði frétt af þessum viðburði. „Það var auglýsing í Skessuhorni,“ sögðu margir. Ég hafði gaman af að heyra það því ég hafði sett aug- lýsingu í blaðið og hún virkaði greinilega svona ljómandi vel,“ segir Haukur Júlíusson. Hann er mikill Clapton-aðdáandi og að sjálfsögðu einn Clapton-félaganna sem stóðu fyrir tónleikunum. Á tónleikunum sagði Haukur með- al annars frá því að hann, Ólaf- ur Garðarsson, Geir Waage síðar prestur í Reykholti, Óskar Guð- mundsson seinna rithöfundur og fræðimaður í Véum sem allir voru á tónleikunum í Brún ættu sam- eiginlega fortíð. „Við vorum all- ir saman í skóla á Núpi. Þar kom saman ungt fólk alls staðar af land- inu. Þar man ég að var endurómur af Yardbirds sem var ein af fyrstu hljómsveitum Eric Claptons. Svo var Jóhannes Gunnarsson neyt- endafrömuður líka með okkur á Núpi. Hann kynnti fyrir okkur það sem þá var meira svona jaðar- tónlist, eins og söngkonuna Joan Baez.“ Mikil breidd í hljómsveitinni Leynigestur tónleikanna í Brún var Ólafur Garðarsson trommuleikari. Þannig voru tveir trommuleikarar á tónleikunum sem báðir slógu takt- inn samtímis. Það gaf tónleikunum mjög skemmtilegt yfirbragð bæði tónlistarlega og sjónrænt. „Ólaf- ur var einn af Óðmönnum, Trú- broti og Náttúru en hefur lítið stig- ið á svið til fjölda ára. Svo kom þessi hugmynd upp að hann tæki í með þeim með og svo þróaðist það í hann spilaði með þeim. Sá yngsti í hjóm- sveitinni er tvítugur en elsti 65 ára. Þeir hittust fyrst allir saman á laug- ardeginum fyrir tónleikana. Yngri strákarnir voru himinlifandi að fá að spila með sjálfum Ólafi Garðars- syni og síðan spillti ekki fyrir að hafa Gunnar Ringsted með. Báðir þessir tveir búa yfir áratuga reynslu og eru hluti af tónlistarsögu Íslands,“ seg- ir Haukur. Tónleikarnir í Brún heppnuðust það vel að full ástæða er til að spyrja hvort ekki sé lag að endurtaka þá á stærri vettvangi. „Það hefur ekki verið rætt. Sumir í hljómssveitinni eru uppteknir út af plötuupptöku og Reynir sonur minn er að flytja til Noregs í byrjun júní. Það væri þó vissulega gaman að endurtaka þetta,“ segir Haukur Júlíusson. mþh/ Ljósm. Gunnlaugur Júlíusson Haldið var upp á sjötugsafmæli Eric Claptons í Brún Hljómsveitin Key to the Highway á sviði í Brún. Gamlir skólafélagar og Clapton-aðdáendur þeir Óskar Guðmundsson og Haukur Júlíusson bera saman bækur sínar eftir konsertinn. Haukur var sögumaður og kynnir á tónleikunum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.