Skessuhorn - 13.05.2015, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015
Það var mikið um að vera í Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga fimmtu-
daginn 7. maí. Þá mættu nokkr-
ir hressir snjókarlar úr kvikmynd-
inni Frozen og sungu og trölluðu
fyrir kennara og nemendur. Þarna
voru á ferðinni útskriftarnemend-
ur skólans að sleppa fram af sér
beislinu eins og tíðkast á þess-
um árstíma. Skoruðu útskriftar-
nemendurnir kennarana á hólm í
danskeppni ásamt fleiri þrautum.
Að endingu var svo öllum boð-
ið í vöfflur á kennarastofunni eins
og hefð er fyrir. Það var líf og fjör
eins og meðfylgjandi myndir bera
með sér.
tfk
Dimmiteruðu í snjókarla-
búningum úr Frozen
Starfsmenn í Fjölbrautaskóla Vest-
urlands á Akranesi áttu í gær fund
þar sem samþykkt var samhljóða
ályktun þar sem mótmælt er harð-
lega uppsögnum sjö starfsmanna við
ræstingar. 26 starfsmenn sátu fund-
inn. Orðrétt er ályktun fundarins
eftirfarandi:
„Fundur starfsmanna Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi hald-
inn þriðjudaginn 12. maí 2015 mót-
mælir harðlega uppsögnum 7 starfs-
manna sem starfa við ræstingar í
skólanum og skorar á skólameistara
að draga uppsagnirnar til baka. Ekki
hefur verið sýnt fram á að nokkuð
sparist með breyttu fyrirkomulagi
við ræstingar. Þvert á móti má víða
finna dæmi um hið gagnstæða þegar
öll kurl eru komin til grafar.
Fráleitt er að gera starfsfólk í ræst-
ingum ábyrgt fyrir þeim halla sem
orðið hefur á rekstri stofnunarinnar
á undanförnum árum. Hér er byrj-
að á öfugum enda. Skólameistarar
eiga að snúa sér að ríkisvaldinu og
krefjast þess að það veiti skólunum
fé í samræmi við fjárþörf. Mikil er
ábyrgð þeirra sem um véla. Í FVA er
ekki bruðlað með neitt, þar er engin
óráðsía. Rekstarhalli skólans er fyrst
og fremst til orðinn vegna þess að
skólinn fær ekki nóg fjármagn til að
greiða umsamin laun og borga húsa-
leigu.
Talsvert var skorið niður í ræst-
ingum eftir hrun. Ekki var ráð-
ið í stöður sem losnuðu, sem þýddi
auknar byrðar á þá sem eftir voru.
Nóg komið af slíku.“ mm
Mótmæla uppsögnum
ræstingafólks í FVA
Það var gestkvæmt í Grunnskóla
Snæfellsbæjar í síðustu viku, en þá
komu 22 kennarar frá tíu löndum í
heimsókn. Grunnskóli Snæfellsbæj-
ar hefur undanfarin tvö ár tekið þátt
í samstarfsverkefni á vegum Come-
nius sem er menntaáætlun styrkt af
Evrópusambandinu. Verkefnið heit-
ir „Natural Wonders in Europe – a
study of our national parks and re-
serves.“ Í verkefninu hefur ver-
ið lögð áhersla á þjóðgarða og eiga
allir skólarnir það sameiginlegt að
vera staðsettir nálægt þjóðgarði þó
enginn þeirra sé eins nálægt þjóð-
garði og Grunnskóli Snæfellsbæjar.
Nemendur allra skólanna hafa unn-
ið ýmis verkefni og fræðst um þjóð-
garða hvers annars.
Skólarnir sem taka þátt í verk-
efninu auk Grunnskóla Snæfells-
bæjar eru frá Póllandi, Írlandi, Dan-
mörku, Spáni, Frakklandi, Portú-
gal, Kýpur, Þýskalandi, Tyrklandi
og Lettlandi. Var heimsóknin lið-
ur í áðurnefndu verkefni sem lýkur
nú í vor. Gestirnir skoðuðu skólann,
hittu nemendur sem sýndu þeim
skólann sinn og héldu skemmtun
fyrir þá. Einnig var farið í skoðunar-
ferðir í þjóðgarðinn og í Vatnshelli.
Voru gestirnar, þrátt fyrir kulda og
vind, mjög hrifnir af stórfenglegu
útsýninu, landslaginu og hrárri feg-
urð náttúrunnar eins og einn þeirra
orðaði það. þa
Erlendir gestir í heimsókn á Snæfellsnesi
Sumarstarf Skógræktarfélags Akra-
ness er þessa dagana að komast í
fullan gang. Við munum leggja
mesta áherslu á gróðursetningu í
sumar og stefnum að því að setja
niður meira en tíu þúsund tré. Öll
aðstoð við það er vel þegin, t.d.
geta hópar eða starfsmannafélög
helgað sér svæði og sett niður tré
og hirt um svæðið á annan hátt.
Markmið okkar er ekki aðeins að
koma upp skjólbelti heldur einn-
ig að skapa skemmtilegt útivistar-
svæði fyrir bæjarbúa og gesti. Til
þess þarf m.a. að fjölga göngu- og
hjólreiðastígum í bænum og fyr-
ir utan hann. Gera þarf greiðfæra
stíga meðfram þjóðveginum og
upp að Akrafjalli. Við Akurnes-
ingar höfum dregist nokkuð aftur
úr höfuðborgarsvæðinu að þessu
leyti og þurfum að bæta um betur.
Göngu- og hjólreiðastígar stuðla
að bættu heilsufari bæjarbúa, and-
legu sem líkamlegu.
Stígagerð er kostnaðarsöm og
hefur ekki verið stór þáttur í starfi
Skógræktarfélags Akraness. Þó
var nokkuð unnið við stígagerð í
Slögu á síðasta ári en þá fengum
við m.a. styrk frá Landgræðslu-
sjóði og nokkrum fyrirtækjum á
Akranesi. Ef við fáum styrki í sum-
ar munum við að einhverju leyti
nota þá í stígagerð en einnig þurf-
um við að sinna viðhaldi, slætti á
stígum o.s.fv. Þó allt starf félags-
ins sé sjálfboðaliðastarf þá fellur til
margs konar kostnaður sem lítið
fjárvana félag þarf að standa skil á.
Mánudagar klukkan 17 verða
vinnudagar í sumar eins og undan-
farin sumur og haust. Unnið verð-
ur í Slögu og við þjóðveginn. All-
ir eru velkomnir, einnig þeir sem
ekki eru í félaginu. Það munar
um alla sem taka þátt, hvort sem
vinnuþrekið er mikið eða lítið.
Það er hugurinn sem skiptir máli.
Mæting er við Einbúann við þjóð-
veginn.
Þau fyrirtæki og einstakling-
ar sem vilja styðja okkur geta lagt
inn á eftirfarandi reikning: Skóg-
ræktarfélag Akraness, Kennitala:
690689-2949 Bankareikningur:
0186-26-7064. Við þurfum ekki
háa styrki, það munar um allt.
Ég hvet alla unnendur fagurs
umhverfis og mannlífs til að ger-
ast félagar í Skógræktarfélaginu
og hjálpa okkur við að græða upp
landið. Nánari upplýsingar má sjá
á heimasíðu Skógræktarfélagsins:
www.skog.is/akranes/ Einnig má
senda tölvupóst á jensbb@inter-
net.is eða hringja í síma 897 5148
ef fólk vill gerast félagar eða koma
með góðar ábendingar.
Jens B. Baldursson
Höf. er formaður Skógræktarfé-
lags Akraness
Nóg að gera hjá Skógræktarfélagi
Akraness í sumar
Á myndinni eru þau Philippe, Eiríkur, Leó, Þóra og Bjarni að setja niður furur eftir
aðalfund Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var á Akranesi í ágúst 2014.
Frá jólatrjáasölu í Slögu fyrir síðustu jól.