Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Side 39

Skessuhorn - 13.05.2015, Side 39
39MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Lið ÍA í knattspyrnu karla atti kappi fyrir framan 1200 áhorfendur í Breiðholtinu á mánudagskvöldið. Var þetta fyrsti heimaleikur Leikn- is í efstu deild í sögu félagsins. Teit- ur Pétursson kom inn í lið Skaga- manna í stað Darren Lough. Að öðru leyti var byrjunarliðið óbreytt. Jafnt var á með liðum í fyrri hálfleik. Skagamenn máttu þó teljast heppn- ir að lenda ekki undir eftir mistök Árna Snæs í markinu sem missti boltann í öftustu línu en Ármann Smári bjargaði á línu. Hálfleiksræða Gunnlaugs Jóns- sonar virðist hafa náð til leikmanna. Þeir mættu af krafti í síðari hálfleik og Albert Hafsteinsson fékk tvö ágæt marktækifæri áður en eina mark leiksins leit dagsins ljós. Arsenij Bui- nickij vann boltann á miðsvæðinu, sendi út á vinstri kant á Marko And- elkovic sem gaf fyrir markið. Þar fann knötturinn koll Garðars Gunn- laugssonar sem skallaði boltann í fjærhornið og kom Skagamönnum yfir en Eyjólfur Tómasson var ekki sannfærandi í marki Leiknismanna. Eftir markið sóttu Leiknismenn en tókst ekki að skapa sér færi fyrr en á lokaandartökum leiksins og hefðu getað stolið stigi en skot Hilmars Árna Halldórssonar small í stöng- inni. Lokatölur á Leiknisvelli 1-0, Skagamönnum í vil. Næsti leikur Skagamanna er heima á sunnudaginn gegn læri- sveinum Óla Þórðar í Víkingi og hefst klukkan 19:15. kgk Garðar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins og sitt fyrsta í sumar. Fyrsti sigur Skagamanna í sumar Víkingur Ólafsvík spilaði sinn fyrsta leik í fyrstu deild á laugardaginn þegar liðið tók á móti Haukum. Góð stemning var fyrir leikinn og var boðið upp á grillaðar pylsur og Svala til að hressa mannskapinn. Völlurinn var í góðu ástandi mið- að við árstíma og kuldakastið sem hefur verið undanfarið. Leikurinn var mjög jafn en Víkingar voru ívið sterkari. Mikil barátta var og bar leikurinn þess merki að þetta var fyrsti leikur liðanna í sumar. Vík- ingar unnu leikinn 1-0 og skoraði Alfreð Már Hjaltalín sigurmarkið á 32. mínútu. Aðdragandi marksins var einkar glæsilegur þar sem Guð- mundur Reynir Gunnarsson og Kristófer Eggertsson léku vel upp vinstri kantinn sem endaði með góðri fyrirgjöf þess fyrrnefnda. Um 400 manns voru á leiknum sem spilaður var við erfiðar aðstæð- ur; mikill vindur og kuldi sem sem gerði leikmönnum og áhorfend- um erfitt fyrir. Víkingasveitin sér um að velja leikmann dagsins og að þessu sinni var Admir Kubat sem fékk það sæmdarheiti. Næsti leik- ur Víkings er á móti Gróttu á laug- ardaginn. af Sigur í fyrsta leik Víkings í fyrstu deild Fölskvalaus fögnuður eftir markið. Fyrsta markið og það eina í leiknum. Sundfólk úr Sundfélagi Akraness gerði það gott á Landsbankamóti ÍRB sem fram fór í Reykjanesbæ helgina 8.-10. maí síðastliðna. Tæplega 60 sundmenn frá SA tóku þátt í mótinu og sneru marg- ir þeirra heim hlaðnir verðlaunum. Aldrei hafa jafn margir fulltrúar sundfélagsins keppt á þessu móti. Á föstudegi kepptu þrír vaskir sund- garpar í flokki átta ára og yngri á sínu fyrsta sundmóti. Að morgni laugardags og sunnu- dags kepptu um 40 sundmenn í flokki 9-12 ára. Þeir stóðu sig með stakri prýði og komust marg- oft á verðlaunapall. Í 50 m bringu- sundi drengja 10 ára og yngri urðu þau ótrúlegu úrslit að sundmenn Sundfélags Akraness skipuðu fimm efstu sætin. Tómas Týr Tómasson vann þar gullverðlaun, Bjarni Snær Skarphéðinsson silfur og Guð- bjarni Sigþórsson brons. Baltasar Alexandersson Eck hafnaði í fjórða sæti og Matheus Kuptel í fimmta. Eftir hádegi á laugardag og sunnudag var keppt í flokkum 13 ára og eldri. Keppendur SA stóðu sig vel þar sem og annars staðar og komu heim með fjölmörg verð- laun. Keppendur SA skipuðu til að mynda þrjú efstu sætin í 50 m bak- sundi drengja 13-14 ára. Erlend Magnússon varð fyrstur, Sindri Andreas Bjarnason annar og Nat- anael Bergmann Gunnarsson þriðji. Meðfylgjandi myndir eru m.a. fengnar af facebooksíðu Sundfélags Akraness. kgk Góður árangur sundfólks SA í Reykjanesbæ Tómas Týr stóð sig glimrandi vel. Hér er hann brosandi og ánægður með afrakstur dagsins. Hann sagðist hafa synt til heiðurs mömmu sinni, Bjarnheiði Hallsdóttir, á mæðradaginn. Drengirnir úr SA sem skipuðu fimm efstu sætin í 50 m bringusundi 10 ára og yngri. Keppendur í flokki 13 ára og eldri. Fjölmennur hópur keppenda SA í flokki 12 ára og yngri. Fljótustu þrír í 50m baksundi drengja 13-14 ára. F.v. Sindri Andreas Bjarnason sem hafnaði í öðru sæti, Erlend Magnússon sem sigraði og Natanael Bergmann Gunnarsson sem hafnaði í þriðja sæti. Íslensku atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni á Akranesi náðu góðum árangri á ASGI meistaramótinu sem lauk á laugardaginn í Sviss. Ólafía hafn- aði í 5. sæti á -5 samtals en hún náði sér ekki á strik á lokahring- num þar sem hún lék á 75 högg- um. Valdís Þóra endaði í 7.–9. sæti en hún lék lokahringinn á 70 höggum og var samtals á -3. Þetta er besti árangur þeirra á tímabilinu og besti árangur þeirra beggja frá upphafi á þessari sterku atvinnu- mótaröð. Frá þessu var greint á golf.is mm Ólafía og Valdís náðu sínum besta árangri frá upphafi á LETAS Valdís Þóra Jónsdóttir.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.