Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 201510 Fyrir nákvæmlega ári síðan, í ann- arri viku júnímánaðar, færði Skessu- horn lesendum sínum þau tíðindi að sláttur væri hafinn á Vestur- landi. Rætt var við nokkra bænd- ur í Borgarfirði og Hvalfjarðarsveit sem staðið höfðu glaðbeittir við heyannir um nokkurra daga skeið. Í ár er ljóst að kuldatíðin undan- farið hefur haft sín neikvæðu áhrif á grassprettu. Sömu bændur og Skessuhorn ræddi við þá telja nú að sláttur hefjist ekki hjá þeim fyrr en tveimur til þremur vikum seinna en í fyrra. Minnir á kulda- sumarið 1979 Einn þessara bænda er Bjartmar Hannesson á Norður-Reykjum í Hálsasveit í Borgarfirði. Fyrir ári síðan sagðist hann aldrei hafa sleg- ið jafn snemma og þá, enda sprettu- skilyrðin glimrandi með raka og hlýindum. „Það er annað upp á teningnum núna,“ sagði Bjartmar þegar haft var samband við hann á mánudagskvöldið. „Það fór að spretta þegar rigndi í nótt. Ég sé stóran mun eftir daginn. Nú þarf bara að hlýna. Líklega erum við að tala um að sumarið sé alveg hálf- um mánuði ef ekki þremur vikum seinna á ferðinni heldur en í venju- legu ári. Þetta er svolítið farið að minna á árið 1979. Þá var svakalega kalt. Þá var ég að slóðadraga á Jóns- messu og setti kýrnar inn því það kom hret. Þetta sumarið sló ég fyrst 19. júlí. Nú í dag er ég að halda upp á 40 ára búskaparafmæli svo ég man nú ýmislegt,“ sagði Bjartmar glað- ur í bragði á búskaparafmælisdegi hans og Kolbrúnar Sveindóttur konu hans. Enginn klaki í jörðu Annar bóndi sem Skessuhorn ræddi við er Þórarinn Skúlason á Stein- dórsstöðum í Reykholtsdal. Í fyrra sagðist hann aldrei hafa byrjað að slá jafn snemma en þá byrjaði hann 6. júní. „Nú er hálfur mánuður í slátt. Ég kvíði því mest að hann sé lagstur í rigningar. Tunglstað- an er óhagstæð og sjórinn kaldur. Þetta fer að minna á fyrri kuldaár en jákvæði munurinn er þó sá núna að við erum með klakalausa jörð. Ef það kæmu aðeins meiri hlýindi núna þá myndi grasið rjúka upp.“ Sprettur um leið og hlýnar Þriðji bóndinn er Haraldur Magn- ússon í Belgsholti í Hvalfjarðarsveit. Hann hóf slátt 6. júní í fyrra. „Núna er að minnsta kosti hálfur mánuður í slátt. Þetta verður ekki fyrr en ein- hvern tímann eftir 20. júní. Ég hef svo sem byrjað það seint áður. Árið 2013 sló ég fyrst 19. júní. Vorið þá var frekar kalt og blautt. Kuldakast- ið í lok apríl og byrjun maí hefur sett sitt strik í reikninginn núna. Ég var byrjaður að sá korni þá en varð að hætta vegna næturfrosta. En það er klakalaust hjá mér svo ég von- ast til að sprettan taki vel við sér ef það hlýnar bara,“ sagði Haraldur í Belgsholti. mþh Sumarið tveimur til þremur vikum seinna á ferðinni hjá vestlenskum bændum Horft heim að Norður-Reykjum í Hálsasveit. Bjartmar bóndi segir sumarbyrjun nú óneitanlega minna sig á árið 1979. Ljósm. úr safni: KS. Skemmtiferðaskipið Sea Explorer I var nýlega á ferð við strendur Snæ- fellsness. Skipið sigldi inn Breiða- fjörðinn að norðanverðu, meðfram ströndinni, svo út Breiðafjörð- inn að sunnanverðu og lagðist fyr- ir akkerum fyrir utan Arnarstapa. Sea Explorer I, sem skráð er í Nas- sau, er 91 metra langt, 16 metra breitt og með 4,2 metra djúpristu. Í áhöfn skipsins eru 88 manns og voru 104 farþegar ferjaðir í land á Arnarstapa með slöngubátum. Þaðan fóru þeir í rútuferðir um Nesið, þar sem þeir skoðuðu með- al annars Vatnshelli, Hellnar og Dritvík. Áætlað er að skipið verði aftur á ferðinni 12. júní næstkom- andi. þa Sea Explorer við strendur Snæfellsness Stór olíuskip hafa tvisvar nú í vor og sumar komið að olíubryggjunni í Hvalfirði til að sækja þangað ol- íufarma úr tönkunum sem standa í hlíðunum í grennd við Hvalstöðina. Nú á laugardagskvöld kom Over- seas Sifnos inn fjörðinn og lagðist að bryggju. Þetta mikla skip er 183 metrar á lengd, 32 metra breitt og mælist rúmlega 30.000 rúmlestir. Skipið hélt aftur frá Hvalfirði með olíufarm á mánudagskvöld. Sam- kvæmt heimildum Skessuhorns munu nú allir tankar í Hvalfirði vera tæmdir eftir þessar skipakomur. Blaðamaður Skessuhorns var staddur efsti í botni Litlasandsdals Þyrils þegar Overseas Sifnos sigldi inn fjörðinn. Meðfylgjandi mynd er tekin þaðan sem sjá má ferlík- ið síga inn í fylgd dráttarbáta Faxa- flóahafna. Myndin er tekin út dal- inn. Sjá má olíutanka og sjálfa olíu- bryggjuna við Miðsand í Hvalfirði. Fjær og handan fjarðar er Hvamms- vík og Reynivallaháls. Akrafjall er svo í fjarska fyrir miðri mynd. mþh Olíuskip hafa tæmt allar birgðir í Hvalfirði Slökkvilið Grundarfjarðar var kall- að út klukkan hálf níu á sunnudags- kvöldið. Þá hafði eldur komið upp í 20 ára gömlu heyi í hlöðu á bæn- um Grund, rétt austan við Grund- arfjörð. Slökkviliðsmenn voru fljótir að ráða niðurlögum eldsins. Að sögn lögreglu eru upptök eldsins rakin til þess að verið var að moka heyi út úr hlöðunni og talið að kviknað hafi í heyinu út frá heitu púströri á gröfu sem notuð var til verksins. Slökkvilið Grundarfjarðar var einnig kallað út á laugardaginn. Þá lék grunur um að kviknað væri í sumarbústað í sveitinni. Svo reynd- ist þó ekki vera, því í ljós kom að verið var að brenna rusli. Vart þarf að taka það fram að slíkt er bannað. mm/ Ljósm. tfk. Slökktu eld í gömlu heyi Eins og Skessuhorn greindi frá fyr- ir rúmum mánuði var fyrsta skóflu- stungan tekin að fyrirhuguðum nátt- úrulaugum og veitingastað við Deild- artunguhver í Borgarfirði. Það eru hjónin Bára Einarsdóttir og Dag- ur Andrésson í Gróf og Jóna Est- er Kristjánsdóttir og Sveinn Andrés- son í Víðigerði sem standa að fram- kvæmdunum. Þeir bræður, Dagur og Sveinn, eru einmitt frá Deildartungu II. Blaðamaður heimsótti þau Báru, Dag og Jónu á byggingarsvæðið síð- astliðinn föstudag og spjallaði við þau um framkvæmdirnar. Náttúrulaug- arnar og öll starfsemi sem þeim fylgja hafa fengið nafnið Krauma. „Nafn- giftin hafði nokkuð langan aðdrag- anda en að endingu sóttum við nafnið og lógóið í hverinn sjálfan,“ segja þær Bára og Jóna Ester. Aðspurðar um gang mála segja þær hlutina hafa gerst mjög hratt undan- farnar vikur og miklu hafi verið áork- að á skömmum tíma. „Þetta hef- ur gengið ótrúlega hratt hjá honum Sigga,“ segir Bára en það er Sigurð- ur Árni Magnússon húsasmíðameist- ari sem vinnur verkið ásamt sínum starfsmönnum. Sigurður er heima- maður og að sögn þeirra Báru og Jónu eru ýmsir menn úr sveitinni í kring sem koma að verkinu. „Fyrsta skóflustungan var tekin 26. apríl og allar framkvæmdir eru vel á áætl- un, þetta gengur allt mjög vel,“ seg- ir Bára. „Það er búið að steypa fótinn og einn fjórða af sökklunum,“ bæt- ir Dagur við. Alls verður gólfflötur bygginganna um 550 fermetrar þegar allt er talið. „Það á eftir að skipta um jarðveg undir minni byggingunum og laugunum sjálfum en það verður gert á næstu dögum, líklega bara núna eft- ir helgi,“ segir Jóna Ester. „En nú er bara að halda áfram að steypa, allt á þetta svo að vera risið í september og búið að loka húsunum fyrir veturinn,“ segir Dagur. Byggingarnar eru rétt ofan við Deildartunguhver og laugarnar að- eins nokkra metra frá húsinu. Á suð- urhlið hússins verða stórir gluggar og útsýni yfir hverinn og nærumhverfi hans úr veitingasalnum og frá barn- um. „Svo ætlum við að leggja stíg frá náttúrulaugunum niður að hvernum og veita afrennsli lauganna meðfram honum svo gufa stígi upp,“ segir Bára að lokum. kgk Allar framkvæmdir vel á áætlun hjá Krauma Þrjú þeirra fjögurra sem standa að framkvæmdum í Deildartungu. F.v. Jóna Ester Kristjánsdóttir, Bára Einars- dóttir og Dagur Andrésson. Á myndina vantar Svein Andrésson, eiginmann Jónu Esterar. Laugarnar sjálfar verða til vinstri í mynd. Að sögn Jónu stóð til að skipta um jarðveg undir þær eftir helgina. Sigurður Árni Magnússon smiður til vinstri og Jónmundur Magnús Guðmundsson höfðu í nógu að snúast þegar blaðamann bar að garði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.