Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2015, Page 6

Skessuhorn - 10.06.2015, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 20156 Kristjana Hermannsdóttir formaður bæjarráðs Snæfellsbæjar, Sigrún Ólafsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Kristín Björk Árnadóttir formaður bæjarstjórnar klipptu á borðann við nýju aðstöðuna. Ljósmynd: Þórey Úlfarsdóttir. Rafmagn fór af sveitinni MELASVEIT: Rafmagn fór af Melasveitarlínu í Borgarfirði kl. 12:57 á mánudaginn þegar grafið var í háspennustreng við Skipanes. Rafmagn komst aftur á línuhlutann frá Brennimel að Skipanesi um klukkustund síðar. Straumlaust var frá Skipanesi að Höfn fram eftir deginum vegna viðgerðar á háspennustrengn- um. –mm Fasteignasala í maí VESTURLAND: Á Vestur- landi var 49 kaupsamningum um fasteignir þinglýst í maí- mánuði. Þar af var 21 samning- ur um eign í fjölbýli, 20 samn- ingar um eignir í sérbýli og átta samningar um annars kon- ar eignir. Heildarveltan var 908 milljónir króna og meðalupp- hæð á samning 18,5 milljónir króna. Af þessum 49 samning- um voru 24 um eignir á Akra- nesi. Þar af voru 15 samningar um eignir í fjölbýli og níu samn- ingar um eignir í sérbýli. Heild- arveltan var 524 milljónir króna og meðalupphæð á samning á Akranesi 21,8 milljón króna. Í sama mánuði var 94 samning- um þinglýst á Norðurlandi, 27 á Austurlandi, 90 á Suðurlandi, 59 á Reykjanesi og 17 á Vest- fjörðum. –mm Segir Silicor menga lítið GRUNDART: „Ég fullyrði að engin verksmiðja á Íslandi mun menga minna,“ segir Neil Z. Auerbach stjórnarmaður Silicor Materials um fyrirhugaða verk- smiðju fyrirtæksins á Grund- artanga í opnuviðtali við Við- skiptablaðið. Hann segir að hluti af gagnrýni sem komið hafi fram á verksmiðjuna byggi á grundvallarmisskilningi. „Hún byggir á því að við séum að nota Siemens-tæknina, sem er ekki reyndin,“ segir Auerbach með- al annars í viðtalinu sem lesa má í nýjasta tölublaði Viðskipta- blaðsins. –mþh Aflahæstu strand- veiðibátarnir LANDIÐ: Fyrsta tímabili strandveiða lauk um mánaða- mótin. Veiðidagar voru 14 í maí. Dugði viðmiðunarafli á öllum svæðum að A undan- skildu, þar sem hann kláraðist 19. maí. Veiðidagar þar urðu aðeins níu talsins. Ónýttur afli í maí á svæðum B, C og D færist yfir í júní og hækkar viðmiðun sem því nemur. Alls voru 447 bátar sem stunduðu strandveið- ar í maí sem er nokkru færra en í fyrra. Þá lönduðu alls 510 bátar strandveiðiafla í sama mánuði. Aflinn nú varð alls 1.483 tonn. Það er um 500 tonnum minna en í fyrra. Þá fækkaði löndunum um eitt þúsund sem er fjórð- ungs samdráttur. Aflahæstu bát- arnir á hverju svæði voru: Svæði A: Naustvík ST 80, 7.376 kg. í níu róðrum. Svæði B: Fengur ÞH 207, 10.594 kg í 14 róðrum. Svæði C: Sóley ÞH 28, 8.019 kg. í ellefu róðrum. Svæði D: Hulda SF 197, 8.910 kg. í ellefu róðrum. Þessar upplýsingar eru af vef Landssambands smábáta- eigenda. -mþb Ekkert sést til makríls SNÆFELLSNES: Fyrir ári síðan, 3. júní 2014, birti Skessu- horn frétt þess efnis að bátasjó- menn við veiðar umhverfis Snæfellsness teldu sig hafa orð- ið vara við makríltorfur. Talað var við Arnar Laxdal Jóhanns- son skipstjóra á Tryggva Eð- varðs SH. „Við sáum þó nokk- uð af torfum sem óðu í yfir- borðinu hér í gærkvöldi. Það lóðaði töluvert á þetta. Þetta líktist makrílnum. Við reyndum þó ekki að veiða neitt. Skilyrð- in eru líka óvenjuleg. Sjórinn í yfirborðinu hérna við Snæ- fellsnesið er tveimur gráðum heitari en á sama tíma í fyrra,“ sagði Arnar þá. Réttu ári eft- ir, eða síðastliðinn miðvikudag höfðum við samband við Arn- ar þegar hann var staddur úti á miðunum. Í þetta sinn er hann á strandveiðum, þar sem bátur hans Tryggvi Eðvarðs er farinn í slipp en á síðan að fara til mak- rílveiða í lok mánaðar. Nú eru skilyrði önnur en á sama tíma í fyrra. „Það er miklu kaldari sjór núna heldur en á sama tíma í fyrra. Þetta getur þó vissulega breyst mjög fljótt. En við höf- um ekki orðið varir við neinn makríl. Þó virðist meira af síli af ferðinni en áður. Það gúl- past upp úr þorskinum þegar við drögum hann um borð. Það er mjög mikið af æti alls staðar fyrir þorskinn. Til að mynda er nú mikið af síld bæði við Arnar- stapa og Malarrifið,“ sagði Arn- ar. -mþh Óhapp í umferðinni BORGARFJ: Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í Norður- árdal í Borgarfirði að morgni sl. laugardags. Bifreiðin valt og hafnaði á hliðinni. Ökumaður og barn í aftursæti hlutu minni- háttar meiðsli. Bifreiðin var flutt af vettvangi með kranabíl. –mm Íbúar Snæfellsbæjar voru í hátíðar- skapi á föstudaginn þegar nýtt úti- svæði fyrir sundlaugargesti var vígt í blíðskaparveðri. Fjölmargir gestir voru saman komnir til þess að fagna þessum merka áfanga. „Það er er mikið gæfuspor að fá þessa glæsilega útaðstöðu. Við erum með tvo heita potta, vaðlaug og lendingarbraut fyrir rennibrautina, auk þess sem gervigras er við sólbaðsaðstöðuna,“ segir Sigrún Ólafsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Snæfellbæjar í sam- tali við Skessuhorn. Sigrún segir ennfremur að inni- aðstaðan í sundlauginni sé ger- breytt. „Þar voru settir stórir gluggar á húsið. Mikil fjölgun hef- ur orðið í gestakomu í sundlaug- ina eftir þessar breytingar allar. Ég á von á því að þeim fjölgi enn frek- ar, nú þegar þessi nýja útiaðstaða er komin í notkun. Við mætum þessu með lengri opnunartíma. Nú verð- ur opið alla daga vikunnar. Á virkum dögum verður opið frá klukkan 7:30 á morgnana til 22. Um helgar er svo opið frá klukkan 10 til 17.“ af Umsvif og framkvæmdagleði er að aukast í Borgarnesi. Blaðamað- ur Skessuhorns var staddur á skrif- stofu verkfræðistofunnar Verk- íss í vikunni sem leið. Starfsmenn þar létu vel af verkefnastöðunni og töldu ljóst að framkvæmdahugur væri að aukast. Voru þeir að ganga frá útboðsgögnum fyrir endurnýj- un Kveldúlfsgötu í Borgarnesi. „Allar veitulagnir í götunni voru orðnar lélegar. Gangstétt nán- ast ónýt. Vatnslagnir í götunni hafa verið mjög viðhaldsfrekar og kostnaðarsamar, leki úr lögnum, þannig að endurnýjun var orðin mjög aðkallandi,“ segir Gísli Kar- el Halldórsson hjá Verkís. Hann segir að áform hafi verið um end- urnýjun Kveldúlfsgötu fyrir efna- hagshrunið. „Eins og mörg sveitar- félög þá fór Borgarbyggð illa út úr hruninu og skuldahlutfall fór yfir viðmiðunarmörk. Strax eftir hrun- ið var því hætt við alla endurnýjun Kveldúlfsgötu því fjármagn var ein- faldlega ekki til. Borgarbyggð hefur unnið staðfastlega að því undanfar- in ár að bæta fjárhagsstöðu, laga og styrkja rekstur. Í sumar munu sveit- arfélagið ásamt Orkuveita Reykja- víkur, Mílu og Rarik standa saman að endurnýjun allra lagna í Kveld- úlfsgötu og gangstétta. Eftir þessar framkvæmdir geta íbúar við götuna fengið góða ljósleiðaratengingu inn í hvert hús, auk þess sem viðhald og lekar lagnir ættu að heyra sög- unni til.“ mm Þeir voru á skrifstofu Verkíss í síðustu viku, f.v. Jökull Helgason, Hlynur Ólafsson og Gísli Karel Halldórsson. Verkísmenn undirbúa útboðsgögn við Kveldúlfsgötu Fulltrúar Lionsklúbbanna í Snæfellsbæ með leikfangaorm sem þeir gáfu sundlauginni og á eflaust eftir að vekja mikla lukku hjá ungum sem eldri. Ljósmynd: Árni Guðjón Aðalsteinsson. Nýtt útisvæði vígt við sundlaug Ólafsvíkur

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.