Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 31 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Vesturlandsliðin þrjú sem kom- ust í 32. liða úrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu léku í síðustu viku. Leikar fóru þannig að einung- is Víkingur Ó kemst í 16 liða úrslit- in en Akranesliðin Kári og ÍA féllu úr leik. Skagamenn mættu Fjölni í Borg- unarbikar karla á miðvikudagskvöld- ið. Var þetta í annað sinn á aðeins fjórum dögum sem liðin mættust en þau léku sem kunnugt er í deildinni síðastliðinn sunnudag. Lauk þeim leik með 2-0 sigri Fjölnis þrátt fyr- ir að Skagamenn hugðust hefna fyrir þau úrslit í bikarnum deginum áður. Gestirnir úr Grafarvoginum komust yfir á 13. mínútu. Þórir Guðjónsson fékk sendingu inn á vítateig, skall- aði hana fyrir fætur Mark Charl- es Magee sem var einn og óvaldað- ur á markteig og skoraði af öryggi framhjá Páli Gísla Jónssyni í marki Skagamanna. Aðeins fimm mínút- um síðar fékk Fjölnir innkast sem fleytt var áfram inn í teiginn þar sem Mark Charles var staðsettur og skoraði öðru sinni með góðu skoti. Fjölnismenn réðu lögum og lof- um til loka fyrri hálfleiks en sókn- ir þeirra strönduðu á Páli Gísla í markinu. Skagamenn mættu betur stemmd- ir til síðari hálfleiks en þess fyrri. Fjölnismenn höfðu þó enn yfirhönd- ina framan af en Páll Gísli varði eins og berserkur í markinu. Skagamenn sóttu einnig en sköpuðu sér ekki af- gerandi færi fyrr en á síðustu mín- útu leiksins. Þá átti Arsenij Buinickij skot sem markvörður Fjölnis varði. Ásgeir Marteinsson náði frákastinu en vörn Fjölnis bjargaði á síðustu stundu. Áður en það gerðist, á 83. mínútu, hafði Aron Sigurðsson hins vegar skorað þriðja mark gestanna af öryggi eftir að hann fékk stungu- sendingu inn fyrir vörn ÍA. Leikn- um lauk því með þriggja marka sigri gestanna og Skagamenn því úr leik í Borgunarbikarnum. Baráttusigur á Akureyri Víkingar Ólafsvík tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins eftir sigur á Þór í leik sem fram fór á Akureyri. Var þetta baráttusigur í ljósi þess að gestirnir lentu tvisvar sinnum undir. Fyrsta mark heima- manna kom á 17. mínútu eftir horn- spyrnu meðan vörn Víkinga svaf á verðinum. Boltinn barst á Svein Elí- as Jónsson sem var einn og óvaldað- ur á markteig og skallaði boltann í netið. Aðeins þremur mínútum síð- ar jöfnuðu gestirnir með afar skraut- legu marki. Sandor Matus, mark- vörður Þórs, kom þá út úr marki sínu og náði boltanum úti við hlið- arlínuna en var ekkert að flýta sér að koma honum frá sér. Að lokum sendi hann á samherja sem var valdaður af Kristni Magnússyni. Kristinn nýtti sér það, náði boltanum og sendi í autt markið af 40m færi. Næsta korterið sóttu bæði lið á víxl en það voru Þórsarar sem kom- ust yfir á nýjan leik á 36. mínútu. Sveinn Elías skallaði langa sendingu á Kristinn Þór Rósbergsson sem fór framhjá einum varnarmanni og skoraði af mikilli yfirvegun. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir Þór. Seinni hálfleikur var tíðindalít- ill fram á 81. mínútu þegar Ingólfur Sigurðsson jafnaði fyrir Víking með skoti af löngu færi. Markið kom eins og þruma úr heiðskýru lofti en ætla má að Sandor Matus hefði átt að gera betur í marki Þórs. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks tryggði Kristófer Eggertsson Víkingum sigurinn með marki af svipuðu færi sem hafnaði alveg úti við stöng. Lokatölur 2-3, Víkingi í vil. Víkingur er eina Vesturlandslið- ið sem eftir er í keppninni og dróg- ust þeir gegn Fjölni þegar dreg- ið var í 16 liða úrslitum Borgunar- bikars karla síðastliðinn föstudag. Leikur Víkinga og Fjölnis fer fram á Fjölnisvelli í Grafarvogi fimmtu- daginn 18. júní. Kári úr leik Þriðjudaginn 2. júní fóru leik- menn Kára austur í Neskaupstað og mættu fyrstu deildarliði Fjarða- byggðar á Norðfjarðarvelli, en Kári leikur sem kunnugt er í þriðju deild. Því var ljóst frá upphafi að á brattann yrði að sækja fyrir Kára- menn og þegar flautað var til leiks- loka urðu þeir að sætta sig við að þátttaka þeirra í Borgunarbikarn- um væri á enda. Lokatölur 4-0 fyr- ir heimamenn í Fjarðabyggð. Læri- sveinar Sigurðar Jónssonar í Kára geta þó borið höfuðið hátt því þetta var þeirra fyrsti tapleikur í 17 leikj- um í röð í deild og bikar. kgk Skagamenn mættu Fylki á Akranes- velli á sunnudagskvöldið. Fyrir leik- inn voru þeir í ellefta sæti með fjög- ur stig eftir sex leiki en Fylkismenn voru í því áttunda með átta stig. Að- stæður til knattspyrnuiðkunar hefðu mátt vera betri. Það blés af Faxafló- anum, kalt var í veðri, rigningar- suddi og völlurinn blautur. Á köfl- um var líkt og gular treyjur Skaga- manna þetta sjómannadagskvöld væru blautir sjóstakkar úti á ballar- hafi. Fyrir leikinn var Karl Þórðar- son heiðraður af ÍA en hann lék á sínum tíma hvorki meira né minna en 366 leiki fyrir Skagaliðið. Fylkismenn höfðu yfirhönd- ina í upphafi leiks, fengu dauðafæri strax á sjöundu mínútu þegar Albert Brynjar Ingason átti skot af markteig en Ármann Smári náði að koma fæt- inum fyrir boltann og stýra honum yfir. Aðeins þremur mínútum síð- ar komust Fylkismenn í skyndisókn tveir á móti einum eftir fast leikat- riði Skagamanna. Þórður Þorsteinn gerði hins vegar mjög vel í vörninni og komst inn í sendingu sem hefði komið Fylki í dauðafæri. Á 21. mín- útu gerðist nokkuð undarlegt atvik. Boltanum var vippað inn á markteig Skagamanna og sóknarmaður Fylkis náði lausum skalla að markinu. Árni Snær virtist hafa lítinn áhuga á skall- anum og lét boltann skoppa framhjá sér þar sem Þórður Þorsteinn tók hann á marklínunni. Árni hlýtur að hafa vitað af Þórði því þetta var allt saman nokkuð undarlegt. Eftir fremur tíðindalítinn fyrri hálfleik væri ofsögum sagt að betra hafi tekið við í þeim seinni. Fylkis- menn áttu besta færi leiksins þegar boltinn var skallaður í stöng á 56. mínútu. Ólafur Valur Valdimarsson átti bakfallsspyrnu frá markteignum á þeirri 84. en boltinn yfir. Lokatöl- ur á Akranesvelli 0-0 og liðin fá því eitt stig hvort um sig. Eftir leikinn fara Skagamenn upp um eitt sæti í deildinni, í það tíunda, með fimm stig. Þrátt fyrir tíðindalítinn leik hljóta heimamenn að vera ánægðir með að hafa hald- ið hreinu og að fá stig út úr leikn- um eftir tap í síðustu þremur deild- arleikjum. Næsti leikur liðsins verður geng erkifjendunum í KR í Frostaskjól- inu mánudaginn 15. júní. kgk/ Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Skagakonur lögðu land undir fót og mættu sameiginlegu liði Þórs/ KA í 16 liða úrslitum Borgunarbik- ars kvenna í Boganum á Akureyri síðastliðinn föstudag. Lið Þórs/KA er í toppbaráttu úrvalsdeildar en ÍA leikur sem kunnugt er í fyrstu deild. Því var ljóst frá upphafi að Skaga- konur ættu erfiðan leik fyrir hönd- um í bikarnum. Þær stóðu í heima- mönnum framan af og leikurinn var markalaus þegar flautað var til hálf- leiks. Á 54. mínútu skoruðu heima- menn fyrsta mark leiksins og þá var ekki aftur snúið. Þær áttu eftir að bæta við þremur mörkum til við- bótar áður en flautað var til leiks- loka og lokatölur norðan heiða 4-0, Þór/KA í vil og þátttöku Skaga- kvenna í Borgunarbikarnum þar með lokið þetta sumarið. Næsti leikur liðsins verður deild- arleikur gegn HK/Víkingi á Akra- nesvelli laugardaginn 13. júní næst- komandi og hefst hann klukkan 13:00. kgk Víkingur Ólafsvík náði í þrjú dýr- mæt stig á heimavelli síðasta laug- ardag þegar liðið mætti BÍ Bol- ungarvík. Víkingsmenn spiluðu mjög vel í fyrri hálfleik og komust í 2 – 0. Þeir byrjuðu seinni hálfleik- in einnig vel og fengu ágætis færi til að klára leikinn en tókst þó ekki og þegar um það bil 20 mínútur voru liðnar af honum skoruðu gestirnir. Var við það eins og botninn dytti úr spilamennsku Víkings. Ekki urðu þó mörkin fleiri í leiknum og nið- urstaðan því 2 – 1 sigur Víkings. Næsti leikur er gegn HK í Kórn- um laugardaginn 13. júní. þa Ármann Smári Björnsson var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum ÍA. Hér tekur hann við verðlaunagrip sem Smári Jónsson gerði og gaf. Skagamenn héldu jöfnu gegn Fylki Darren Lough einbeittur á svip en hann átti prýðilegan leik í vörn Skaga- manna sem hélt hreinu á móti Fylki. Skagakonur úr leik í bikarnum Víkingur sigraði Vestfirðingana Páll Gísli Jónsson varði á köflum meistaralega í marki Skagamanna í leiknum gegn Fjölni. Það dugði þó ekki til og þriggja marka tap staðreynd. Hér kýlir hann boltann frá marki sínu. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. ÍA og Kári töpuðu en Víkingur Ó vann Skagakonur þurftu að lúta í gras fyrir sameiginlegu liði Þórs/KA í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. Ljósm. kfia.is.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.