Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 201522 „This is the best hot dog I´ve had in my whole life (Þetta er besta pylsan sem ég hef fengið á ævinni).“ Ung- ur bandarískur ferðalangur stend- ur fyrir utan pylsuvagninn Meist- arann í Grundarfirði á föstudag í síðustu viku. Hann hefur rétt lokið við að snæða Henrik sem heitir eft- ir eiginmanni sjálfrar Danadrottn- ingar. Henrik, er djúpsteikt pylsa með hvítlaukssósu, Doritos snakki, meðlæti, bræddum osti og kryddi. Blaðamaður Skessuhorns getur vitnað um að þessi orð Bandaríkja- mannsins eru sögð í einlægni. Pyls- urnar hjá Meistaranum eru lost- æti. Við tökum pylsusalann tali á meðan túristarnir háma í sig pyls- urnar skammt undan og blaðamað- ur Skessuhorns át eina af þremur pylsum sínum. Þær eru einfaldlega betri en gerist og gengur í íslensk- um pylsusjoppum. Danska konungsfjöl- skyldan í hávegum „Pylsurnar er skírðar eftir dönsku konungsfjölskylduni. Fólk getur fengið sér drottninguna Þórhildi, mann hennar Henrik eða soninn Jóakim og áfram má telja. Ég erfði þetta úr þeim danska bæ Stykk- ishólmi en ég keypti pylsuvagn- inn þaðan með matseðlinum árið 2011. Sá matseðill var mjög góð- ur og ég hef bætt aðeins við hann síðan,“ segir Baldur Orri Rafnsson, tónlistarkennari og veitingamað- ur í Grundarfirði. „Ég rek pylsu- vagninn Meistarann og Kaffi Emil í Sögumiðstöðinni, hvort tveggja hér í bænum. Þetta er fimmta sumarið með pylsuvagninn og annað sum- arið með Kaffi Emil. Þetta geng- ur mjög vel. Það er ágæt umferð af fólki. Ég sé þó merkilegan mun á pylsuvagninum og kaffihúsinu. Hér í pylsunum eru um 80% viðskipta- vinanna Íslendingar. Á kaffihúsinu er þessu öfugt farið. Þar eru um 80% gestanna erlendir ferðamenn. Það er dálítið magnað að sjá hvern- ig þetta skiptist.“ Samlegð með kaffihúsi Veitingamaðurinn segir að það sé ágætur grundvöllur fyrir því að reka pylsuvagn í Grundarfirði. „Við erum með opið í um hundr- að daga á hverju sumri. Það kem- ur mjög vel út að vera með kaffihús og svo pylsuvagn hér handan við götuna. Ég næ fram ágætum sam- legðaráhrifum eins og það heitir á fínu máli. Það er nánast engin yfir- bygging á pylsuvagninum, í grunn- inn er þetta bara vagn á hjólum sem stungið er í samband við rafmagn. Það er meiri yfirbygging á kaffi- húsarekstri. Þar er maður kominn í húsnæði sem þarf að uppfylla miklu meiri kröfur og hafa ákveðin leyfi.“ Baldur Orri starfar annars sem tónlistarkennari í Grundarfirði og hefur gert í tíu ár. „Ég er úr höf- uðborginni og kom hingað á sínum tíma til að kenna tónlist. Ég kann mjög vel við mig hér í Grundar- firði. Þó ætlum við hjónin að breyta til í haust og flytja suður. Ég ætla samt að kenna áfram hér og aka á milli. Konan mín fer í ársleyfi frá sinni stöðu hér í Grundarfirði. Við ætlum aðeins að breyta um um- hverfi án þess þó að sleppa hendi af möguleikanum á að koma aftur. Ég stefni svo að því að reka pylsuvagn- inn áfram hér með kaffihúsi. Þetta er bara skemmtilegt.“ mþh Hópur bekkjarfélaga sem útskrif- uðust fyrir 34 árum frá Klepp- járnsreykjaskóla gerði sér rútuferð í Borgarfjörðinn um síðustu helgi. Farið var með nýuppgerðri Soffíu II, gamla skólabíl hópsins, en Arnar Guðnason, einn af þeim sem stóðu að endurgerð rútunnar, er einmitt einn nemanda úr árganginum. Há- markshraði Soffíunnar er 60 km/ klst þannig að ferðin tók drjúga stund og orsakaði bílaröð á þjóð- veginum á stundum. Í ferðinni var gróðursettur ilmreynir á skólalóð- inni og bæði núverandi og fyrr- verandi skólastjórnendur heilsuðu upp á hópinn. Á heimleiðinni var svo komið við í Landnámssetrinu í Borgarnesi og snæddur þar kvöld- verður. mm/ Ljósm. hb. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar sam- þykkti á fundi nýverið að ganga til samninga við Hilmar Má Ara- son um að taka við stöðu skóla- stjóra Grunnskóla Snæfellsbæj- ar. Hilmar Már hefur starfað við Grunnskóla Borgarness síðustu 29 ár, fyrst sem grunnskólakennari en sem aðstoðarskólastjóri frá 1997. Þá hefur hann leyst af sem skóla- stjóri í þrígang. Hann segir starf- ið leggjast vel í sig, enda sé það spennandi og skólinn áhugaverð- ur. „Það er gott skólastarf á Snæ- fellsnesi og áhugaverð verkefni sem unnið er að. Verkefni sem snúa að átthagafræði, Olweusaráætluninni gegn einelti og skólinn er auk þess Grænfána skóli,“ segir Hilmar í samtali við Skessuhorn. Hann seg- ir Grunnskólann í Borgarnesi einn- ig vera Grænfána skóla og því þekki hann vel til þess verkefnis. „Í átt- hagafræðinni er lögð áhersla á nær- umhverfið í námi og kennslu, sem mér finnst skemmtileg nálgun. Svo er mikilvægt að skólar taki á einelt- ismálum með skipulögðum hætti,“ heldur hann áfram. Hilmar seg- ir Grunnskóla Snæfellsbæjar vera ólíkan Grunnskólanum í Borgar- nesi að því leyti að hann sé á þrem- ur mismunandi stöðum; í Ólafsvík, á Hellissandi og Lýsuhóli. „Það er spennandi að kynnast slíkri skóla- gerð. Það sem maður þekkir er að allir séu undir sama þaki en þetta er öðruvísi og áhugavert að kynnast. 250 nemendur eru í skólanum, sem er heldur færra en í Borgarnesi. Þetta er draumastærð af skóla,“ segir hann. Hilmar er Norðfirðingur að uppruna, fæddur og uppalinn í Neskaupstað. Eiginkona hans er frá Tálknafirði en þau kynntust í Borgarnesi, þar sem þau voru bæði við störf. „Ég kom í Borgarnes eft- ir útskrift og ætlaði upphaflega bara að kenna þar í eitt eða tvö ár. En árunum fjölgaði og alltaf lengd- ist tíminn,“ segir Hilmar sem flyst nú búferlum ásamt fjölskyldu sinni á Snæfellsnes í sumar. „Ég á von á því að samfélagið á Snæfellsnes- inu sé svipað og fyrir austan. Þeg- ar ég horfi úr fjarlægð á Snæfellsbæ, finnst mér það spennandi og kröft- ugt samfélag, þarna er mikil nátt- úrufegurð og gott mannlíf.“ Hilmar tekur við starfi skólastjóra 1. ágúst næstkomandi. Hann segist fara frá Borgarnesi í sátt og samlyndi við menn og umhverfi. „Ég er þakklát- ur fyrir árin mín í Nesinu. Hér hef ég átt góðan tíma, kynnst mörgu góðu fólki sem ég hef átt góð sam- skipti við. Grunnskólinn í Borgar- nesi er góður skóli þar sem starfar gott starfsfólk, skemmtilegir nem- endur og áhugasamir foreldrar sem ég vil þakka fyrir ánægjuleg kynni í gegnum tíðina.“ grþ Um helmingur gamla bekkjarins mætti í ferðina. Hér er unga fólkið aftast í Soffíunni enda alltaf mest sport í að sitja þar. Gerðu sér rútuferð á æskuslóðir Hópurinn við ilmreynirinn og skólann sinn ásamt Guðlaugi Óskarssyni og Ingi- björgu Ingu Guðmundsdóttur. Þrátt fyrir að um 80% viðskiptavina pylsuvagnsins séu Íslendingar þá líta erlendir ferðalangar einnig þar við og þeim fjölgar ört á Snæfellsnesi þessa dagana. Danska konungsfjölskyldan fæst pylsuð í Grundarfirði Baldur Orri Rafnsson í ríki sínu, pylsuvagninum Meistaranum í Grundarfirði. Hilmar Már Arason. Hilmar Már Arason ráðinn skóla- stjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar Líkt og glöggir vegfar- endur á Akranesi hafa tekið eftir hefur Heil- brigðisstofnun Vestur- lands látið setja upp hita- mæli og klukku á suður- endanum á elsta hluta sjúkrahússins. Til stend- ur að samskonar tæki verði von bráðar einnig sett upp framan á heilsu- gæslustöð HVE í Borg- arnesi. Gestir og gang- andi geta þá séð hvað tímanum líður og fylgst með hitastigi. grþ/Ljósm. ki Hitamælir og klukka á HVE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.