Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2015, Qupperneq 24

Skessuhorn - 10.06.2015, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 201524 Ný hraðhleðslustöð fyrir rafbíla var tekin formlega í notkun á Akra- nesi í gærmorgun. Hún er staðsett á bílastæðinu við Dalbraut 1, sem heimamenn kalla í daglegu tali Krónuplanið. Það er Orka nátt- úrunnar ohf., dótturfélag Orku- veitu Reykjavíkur, sem sér um upp- setningu stöðvarinnar og er þetta tí- unda hraðhleðslustöð fyrirtækisins á Suðvesturhorni landsins. Mark- miðið með opnun slíkra stöðva er að stuðla að útbreiðslu rafbíla á Ís- landi og draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda. Það var Regína Ásvaldsdóttir, bæj- arstjóri á Akranesi, sem vígði hrað- hleðslustöðina formlega og Ari Grét- ar Björnsson þáði fyrstu hleðsluna í bíl sinn. „Það er auðvelt og þægi- legt að eiga rafbíl,“ sagði Ari en fjöl- skylda hans festi kaup á slíkum fyrr í vor. „Hann er umfram allt umhverf- isvænn, hljóðlátur og kemur það sér vel þegar verið er á ferðinni í íbúð- arhverfum að næturlagi eins og ég geri í minni vinnu,“ bætti hann við en meðal annars ekur hann Morgun- blaðinu til blaðbera á Akranesi. „Það er frábært að fá þessa stöð hér í bæinn,“ segir Regína Ásvalds- dóttir bæjarstjóri. „Rafmagnsbílum fjölgar hratt og það er mikilvægt að íbúum hér á Akranesi standi til boða að hlaða bílana sína í hraðhleðslu þegar þeir þurfa á að halda. Ég lít svo á að þetta séu í raun nauðsynleg- ir innviðir fyrir skynsamlegri sam- göngumáta og skemmtilegt að fyr- irtæki sem að hluta er í okkar eigu standi fyrir þessu fína framtaki.“ kgk Hraðhleðslustöð tekin í notkun á Akranesi Fyrsta áfyllingin afgreidd á bíl Ara Grétars Björnssonar. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjói á „byssunni“, Páll Erland og Lilja Petrea, dóttir Ara Grétars. „Varpið er rúmlega hálfnað. Föstu- daginn 5. júní sáum við að far- ið var að brjóta á fyrstu eggjum og ungar að koma út. Kollurn- ar urpu frekar seint, svona viku til tíu dögum seinna en vanalega. Eitt- hvað finnst okkur hreiðrin færri en á síðustu árum. Það eru líka færri egg í hreiðrunum. Í venjulegu ár- ferði sjáum við fjögur til fimm egg í hreiðri en nú er algengt að þau séu þrjú eða fjögur. Þetta gæti orðið til að þess við munum sjá færri æðar- unga í sumar en í meðalári,“ segir Jón Einar Jónsson líffræðingur og forstöðumaður Háskólaseturs Snæ- fellsness í samtali við Skessuhorn. Æðarrannsóknir í Breiðafirði Undanfarið hafa starfsmenn Há- skólasetursins stundað rannsókn- ir á æðarfugli í Breiðafirði. „Þetta er verkefni sem hófst í fyrra. Við erum meðal annars að vigta og mæla fugla, auk þess sem við fylgj- umst með varpinu. Við metum lit- inn á kollunum, hvort þær eru grá- ar eða brúnar. Síðan merkjum við æðarkollur til að fylgjast með hvort og hvernig þær færa sig til milli ára. Við notum litmerki á fætur fuglanna, þar sem hver af sjö eyj- um í Breiðafirði fær sinn eigin lit. Merkin eru einnig með tveggja stafa númeri sem einkennir ein- staklinginn. Við höfum einnig ver- ið að endurheimta svokallaða dæg- urrita, þ.e. tæki sem nema staðsetn- ingar fuglanna. Í fyrra merktum við 36 kollur með þeim og höfum þeg- ar endurheimt 13 þeirra. Það er að sjá sem kollurnar leiti upp sömu staðina ár eftir ár til hreiðurgerðar. Þær eru íhaldssamar í þessum efn- um.“ Verri fæðuskilyrði í vor Jón Einar segir að seint æðarvarp og færri egg í hreiðrum geti átt sér skýringar í köldu vori en líklega eigi lægðagangurinn í vetur líka einhverja sök. „Það er erfitt fyr- ir fuglinn að kafa eftir fæðu ef það er mikill öldugangur og því gætu verri fæðuskilyrði í vetur hafa leitt til þess að fuglinn er bæði seinni af stað í varpi og eggin færri. En því er ekki að neita að vorið hefur ver- ið kalt. Allur gróður er ofboðslega seinn. Grágæs hér við Breiðafjörð virðist hafa byrjað að verpa og sums hreinlega hætt upp úr mánaðar- mótunum apríl-maí. Ritan er byrj- uð að verpa sums staðar og ber sig þokkalega en annar staðar lítur hún frekar aumingjalega út.“ Að sögn Jóns Einars eru næg verkefni framundan hjá Háskóla- setrinu. „Í næstu viku erum við að fara í Kolgrafafjörð ásamt starfs- fólki Náttúrustofu Vesturlands. Þar erum við enn að meta áhrifin eftir síldardauðann og mengunina sem varð á hafsbotni eftir hann. Núna ætlum við að fylgjast með hvernig vistkerfið á botninum þarna jafnar sig.“ mþh Æðarfuglinn við Breiðafjörð varp seint og eggin eru færri Myndarleg æðarkolla merkt nú í vor í Elliðaey við Stykkishólm. Ljósm. Háskólasetur Snæfellsness. „Ég tók BS í Economics and Buis- iness Administration [hagfræði og viðskiptastjórnun]. Þú mátt spreyta þig á því að þýða það,“ sagði Ellert Jón Björnsson léttur í bragði þeg- ar blaðamaður hitti hann í Borg- arnesi á dögunum. „Að því loknu fór ég í meistaranám í fjármálum og alþjóðaviðskiptum,“ bætir hann við. „Ég veit ekki alveg hvernig ég endaði þarna, þetta æxlaðist bara þannig. Ég sótti um fullt af náms- leiðum þarna úti á sínum tíma og þetta BS nám var aftarlega á listan- um. Mig langaði mest í sjúkraþjálf- un en ég tók hagfræðibraut í fjöl- brautaskólanum. Gerði mér ekki endilega grein fyrir því 18 ára gam- all hvað ég vildi vinna við í framtíð- inni. Þegar ég áttaði mig hins veg- ar á því, þegar ég var orðinn aðeins eldri, var ég ekki með réttan grunn. En ég sé ekkert eftir þessu núna,“ segir hann. Ellert er nýfluttur aftur til lands- ins og sestur að á æskuslóðunum á Akranesi. „Þegar ég var í þann mund að flytja heim kom versta veðurspá vetrarins, fluginu var frestað og allt. Þá hugsað ég með mér: Er ég virkilega að flytja heim í þetta,“ segir Ellert og brosir. Aðspurður hvort aldrei hafi komið til greina að setjast að ann- ars staðar segir hann svo ekki vera. „Ég á þrjú börn sem hafa eiginlega aldrei búið á Íslandi og það var eig- inlega kominn tími á að leyfa stór- fjölskyldunni að umgangast þau. Kristín Edda, konan mín, og ellefu ára dóttir okkar eru reyndar ennþá í Danmörku, en þær eru væntan- legar,“ segir Ellert. „Við Kristín erum bæði frá Akranesi og upplif- um Akranes sem „heima.“ Það er samt svo skrítið að þá finnst manni einhvern veginn eins og krökkun- um eigi líka að finnast Akranes vera „heima,“ án þess að þau hafi nokk- urn tímann búið þar,“ bætir hann á nokkuð heimspekilegum nótum. Eftir heimkomuna hóf Ellert störf hjá fyrirtækjasviði Arion banka í Borgarnesi fyrir aðeins mánuði síðan og setur það ekki fyrir sig að þurfa að aka á milli á hverjum degi. „Þegar ég sótti um hjá Arion banka og átti alveg eins von á því að þurfa að keyra til Reykjavíkur. Það er fínt að fara í Borgarnes, maður keyr- ir burt frá umferðinni á morgnana og aftur á kvöldin,“ segir Ellert og bætir því við að honum líki vel að starfa í Borgarnesi. „Þetta er flott útibú og mér hefur verið rosalega vel tekið hér í bankanum. Það auð- veldar manni mikið fyrir.“ Saknar fótboltans og félagsskaparins Áður en hann flutti til Danmerk- ur á sínum tíma ásamt Kristínu Eddu og elsta barnið átti hann sér draum um atvinnumennsku í fót- bolta. Hann varð Íslandsmeist- ari með ÍA árið 2001, þá tvítugur að aldri, og einn af lykilmönnum liðsins næstu ár á eftir. Hann lék til ársins 2007, þegar hann hætti knattspyrnuiðkun aðeins 25 ára gamall en engu að síður með um tvöhundruð leiki fyrir meistara- flokk. „Ég spilaði síðast tímabilið 2007. Þá var ég ristarbrotinn, spil- aði þannig í heilan mánuð þangað til ég settist á völlinn í miðjum leik og gat ekki meira. Ég gat ekki einu sinni tyllt í fótinn, hvað þá spilað fótbolta,“ segir Ellert en bætir því við að meiðslin hafi ef til vill ver- ið lán í óláni. „Fyrst ég var meidd- ur þá auðveldaði það mér að fara. Ég hefði ekki getað spilað hvort sem er og það var eiginlega búið að afskrifa mig út tímabilið. Þetta gerðist hratt, ég sagði upp samn- ingnum og flutti út tveimur vik- um síðar. Það var mjög skrítið að hætta svona skyndilega. Maður á náttúrulega ekki að gera það, mað- ur á að trappa sig niður smátt og smátt. Það varð til þess að ég fékk mikla krampa í langan tíma á eftir sem hættu svo bara allt í einu. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég sakna fótboltans alveg og ekki síst félagsskaparins. Svo er líka góð til- finning að vera í toppformi,“ seg- ir Ellert en bætir því við að hann horfi ekki til skyndilegra loka fer- ilsins með neinni sérstakri eftirsjá. „Ef ég hef eitthvað eitt að einbeita mér að þá geri ég það á fullu og ég er ánægður að hafa prófað þessa hluti. Ekki það að það þurfi allt- af að ganga vel en ég held að þetta geri mann víðsýnni,“ segir hann og brosir. „Ég er kannski ekki þessi týpa en er ánægður að hafa látið slag standa. Ég hélt að ég myndi allt- af bara búa á Skaga og aldrei gera neitt eins og að rífa mig upp og flytja til útlanda. Vissulega blund- aði þetta aðeins í mér, mig lang- aði að gera þetta en var ekki viss hvort ég myndi nokkurn tímann láta verða af því. Ég er ánægður að hafa látið vaða,“ segir Ellert að lokum. kgk Ellert Jón Björnsson. Ellert Jón Björnsson er nýfluttur heim frá Danmörku: „Ef ég hef eitthvað eitt að einbeita mér að þá geri ég það á fullu“

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.