Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 201530 Hvernig þótti þér kvikmyndin Svartihnúkur – stríðssaga úr Eyrarsveit? Spurning vikunnar (Spurt eftir frumsýningu í Grundarfirði) Vignir Maríasson: „Mjög fróðleg. Það var gaman að heyra og sjá þessa sögu í heilu samhengi.“ Anna Aðalsteinsdóttir: „Mjög fín kvikmynd.“ Sigurður Ólafur Þorvarðarson: „Mér fannst hún góð. Fróðleg. Gaman að heyra þessu sögu og fá svona mynd af einhverju sem maður hafði heyrt um í þessu ljósi.“ Guðlaug Erla Pétursdóttir: „Afar góð mynd og áhugaverð. Hún gerði mig mjög forvitna um að vita meir. Það hafa aldrei fundist tveir menn úr áhöfninni og ég þekki þetta svæði.“ Karl Þórðarson, fyrrum atvinnu- maður í knattspyrnu og leikmað- ur ÍA, fagnaði sextugsafmæli sínu 31. maí síðastliðinn. Af því tilefni var hann heiðraður með gullmerki knattspyrnufélags ÍA fyrir leik liðs- ins gegn Fylki á Akranesvelli síðast- liðið sunnudagskvöld. Ferli Karls með ÍA liðinu má skipta í tvennt. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir ÍA árið 1972, þá aðeins 17 ára gamall, varð fljótt einn af lykil- leikmönnum liðsins og lék með því til ársins 1978. Á þeim tíma vann hann þrjá Íslandsmeistaratitla með ÍA auk þess sem hann var hluti af fyrsta bikarmeistaraliði félagsins árið 1978. Það sama ár fór hann utan og gerð- ist atvinnumaður með belgíska lið- inu R.A.A. Louviéroise og lék með því í efstu og næstefstu deild í Belgíu. Árið 1981 hélt Karl til Frakklands og hóf að leika með Stade Lavallo- is. Hann lék með liðinu í efstu deild franskrar knattspyrnu til ársins 1984 þegar hann sneri aftur heim og gekk til liðs við ÍA og varð Íslands- og bik- armeistari með liðinu það sama ár. Eftir keppnistímabilið 1985 lýsti Karl því fyrst yfir að hann væri hætt- ur knattspyrnuiðkun. Skórnir voru þó teknir af hillunni aðeins þremur árum seinna og lék hann með liðinu til ársins1991. Öðru sinni tók hann skóna fram af hillunni árið 1994, lék eitt tímabil og var hluti af liðinu sem varð Íslandsmeistari það ár. Að því sumri loknu hætti hann endanlega knattspyrnuiðkun. Alls liðu 22 ár milli fyrsta og síð- asta leiks Karls fyrir ÍA liðið og á þeim árum varð hann fimm sinn- um Íslandsmeistari og tvisvar bik- armeistari. Hann er meðal leikja- hæstu leikmanna liðsins frá upp- hafi, lék 366 leiki og skoraði í þeim 54 mörk. kgk/ Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Karl Þórðarson sæmdur gullmerki ÍA Magnús Guðmundsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA (t.h.), sæmdi Karl Þórðar- son gullmerki félagsins fyrir leik ÍA og Fylkis á Akranesvelli síðastliðinn sunnudag. Karl Þórðarson, fyrrverandi knatt- spyrnumaður og markfaldur Íslands- og bikarmeistari með ÍA. Sundkonan Inga Elín Cryer frá Akranesi keppti á Smáþjóðaleik- unum sem fram fóru í Reykja- vík um liðna helgi. Keppti hún í 200m, 400m og 800m skriðsundi, 200m flugsundi og í boðssunds- sveit 4 x 200m skriðsundi. Inga Elín fékk góða keppni í öllum sín- um keppnisgreinum, en þar keppti hún við hlið öflugrar sundkonu frá Liechtenstein. Inga Elín fékk fjög- ur bronsverðlaun og ein gullverð- laun í 4x200m boðsundi. Þar setti íslenska sveitin bæði Íslandsmet og mótsmet, glæsilegur árangur. Inga Elín fór svo beint til Barce- lona daginn eftir leikana og keppir þar í dag, miðvikudag, og á morg- un á Mare Nostrum mótaröðinni í 50m og 200 m flugsundi og 800m skriðsundi. Þaðan fer sundfólkið til Monaco og keppir þar 13.-14. júní er það líka liður í Mare Nostr- um mótaröðinni. Inga Elín hyggst í Monaco reyna að ná lágmarki á HM í 50m laug en mótið verður haldið í Kazan í Rússlandi í byrjun ágúst. mm Annir hjá sundkonunni Ingu Elínu Elvar Grétarsson og Alla Sigurðar- dóttir, sem reka ferðaþjónustuna á Þórisstöðum í Svínadal, hafa breytt gamla golfvellinum þar í svokall- aðan fótboltagolfvöll. Golfvöllur- inn þar var níu holna. Nú hafa þess- ar holur verið stækkaðar og fleirum bætt við. Sumar brautir hafa sömu- leiðis verið styttar þannig að hol- urnar verða alls 18 talsins þegar upp verður staðið. „Fótboltagolf lýtur sömu leik- reglum og venjulegt golf nema í stað þess að nota kylfur við leik- inn þá verður fólk að beita fótun- um og sparka boltanum. Þetta er mjög skemmtileg íþrótt sem er til- valin fyrir hópa svo sem fjölskyldur, íþróttalið eða fólk frá fyrirtækjum eða félagasamtökum. Það er hægt að efna til heilu keppnanna án mikillar fyrirhafnar. Fótboltagolfið er frekar nýtt af nálinni en nýtur mjög mik- illa vinsælda víða í nágrannalönd- unum svo sem í Danmörku,“ sögðu þau Elvar og Alla í samtali við blaða- mann Skessuhorns þegar hann leit við á Þórisstöðum í síðustu viku. Þau Elvar og Alla tóku við Þóris- stöðum snemma í vor og hafa verið önnum kafin við að koma öllu í stand fyrir sumarið. Búið er að snyrta og mála húsakost og bæði grísir og hænur hafa flutt á búgarðinn gest- um og gangandi til yndisauka. Til viðbótar við nýja fótboltagolfvöllinn er rekið stórt tjaldsvæði á Þórisstöð- um. Þar er líka öflug fjórhjólaleiga, vatnaveiði og kaffihús. „Sumarið lít- ur mjög vel út og við erum komin með margar bókanir, svo sem ættar- mót og þess háttar.“ mþh Nú má leika fótboltagolf á Þórisstöðum Elvar og Alla á Þórisstöðum við eina af holunum á nýja fótboltagolfvellinum. Náttúrufegurð er mikil umhverfis Þórisstaði í Svínadal. Skotgrund, skotfélag Snæfellsness, stóð fyrir árlegu sjómannadagsmóti á skotsvæðinu í Hrafnkelsstaðabotni fimmtudaginn 4. júní. Blíðskaparveð- ur var á svæðinu er kvöldsólin yljaði keppendum meðan á mótinu stóð. Þetta var í þriðja skiptið sem þetta mót er haldið og var met þátttaka að þessu sinni. Þá kepptu landmenn á móti sjómönnum í skotfimi og sigr- uðu landkrabbarnir með minnsta mun en aðeins hálft stig skildi liðin að. Unnsteinn Guðmundsson náði bestum árangri einstaklinga. Eym- ar Eyjólfsson varð í öðru sæti og Gústav Alex Gústavsson í því þriðja. Skipuleggjendur mótsins eru mjög ánægðir með framkvæmd mótsins og hversu vel tókst til og er stefnan sett á enn veglegri mót á næsta ári. tfk Landkrabbar höfðu sigur með minnsta mun

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.