Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 20152 Vert er að minna á Kvennahlaup- ið sem fram fer um allt land á laug- ardaginn. Konur á öllum aldri eru hvattar til að taka þátt og spretta úr spori, hver á sínum hraða. Áframhaldandi austlægar áttir eru í kortunum. Á fimmtudag spáir norð- austan og austan 5-10 m/s. Skýjað og skúrir eða rigning, en þurrt að kalla á Vesturlandi. Hiti verður frá þremur stigum í innsveitum á norð- austanverðu landinu en upp í 12 stig suðvestanlands. Á föstudag og laugardag verður hæg breytileg átt og skúrir, einkum sunnan- og vest- an til á landinu. Hiti á bilinu 6 til 12 stig að deginum. Á sunnudag spáir hægri suðlægri átt og bjartviðri en smá súld með suðurströnd landsins. Hiti víða 10 til 15 stig. Á mánudag er útlit fyrir suðaustanátt með rign- ingu eða súld. Hiti 8 til 12 stig. Þurrt og bjart verður norðan- og aust- anlands og hiti allt að 17 stigum á þeim slóðum. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Ætlar þú á bæjarhátíð í sum- ar?“ Fæstir þeirra sem svöruðu ætla á fleiri en eina hátíð eða 9,86%. Þeir sem segjast ætla á eina hátíð voru 32,39% en 23,24% höfðu ekki tek- ið ákvörðun enn. Flestir sögðu „Nei, sennilega ekki,“ eða 34,51% þeirra 740 sem tóku þátt í könnuninni. Í þessari viku er spurt: „Hvernig veðri spáir þú í sumar?“ Nemendur 8.-10. bekkjar Laugar- gerðisskóla á Snæfellsnesi eru Vest- lendingar vikunnar. Þau eru betri en jafnaldrar þeirra á landinu í fjár- málalæsi, eins og lesa má um í frétt í Skessuhorni í dag. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Spunaleiksýning í Frystiklefanum RIF: Nú um helgina kemur leikhópurinn Improv-Ísland í heimsókn í Frystiklefann í Rifi. Leikhópurinn er samsett- ur úr öllum bestu spunaleikur- um þjóðarinnar og hefur hóp- urinn nýverið lokið við sýning- ar í Þjóðleikhúsinu. Spunasýn- ingar hópsins eru grínsýning- ar sem eru búnar til á staðnum og spunnar út frá einu orði sem áhorfendur stinga upp á. Ekk- ert er ákveðið fyrirfram og hver einasta sýning er því einstök og verður aldrei endurtekin. „Fyr- ir þá sem vilja hlæja gríðarlega mikið og upplifa einstakt leik- húsform er þessi viðburður al- gjörlega ómissandi,“ segir í til- kynningu frá Kára í Frystiklef- anum. Sýningin hefst klukkan 20:00 og eru frjáls framlög gild sem miðaverð. -mm Þrír ölvaðir VESTURLAND: Lögregl- an á Vesturlandi tók þrjá öku- menn fyrir ölvun við akstur í liðinni viku. Einn þeirra reyndi þar að auki að komast undan laganna vörðum og veittist síð- an að þeim þegar til hans náð- ist. Sagt er frá því máli á forsíðu. Alls voru fimm ökumenn teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkni- efna í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi í vikunni. -mm Stóðhestapantanir fóru rólega af stað VESTURLAND: Stóðhest- arnir Brennir frá Efri-Fitjum, Farsæll frá Litla-Garði, Hvin- ur frá Vorsabæ, Jarl frá Ár- bæjarhjáleigu og Snillingur frá Íbishóli verða ekki á svæði Hrossaræktarsambands Vestur- lands í sumar. Ástæðan er sú að ekki hafa náðst lágmarkspant- anir undir hestana. „Því miður standa málin þannig að pantan- ir hafa farið mjög rólega af stað þetta árið og ekki er útséð með að hætta verði við fleiri hesta en hér hafa verið taldir upp. Með von um að hryssueigendur taki við sér svo mögulegt verði á að halda þeim hestum sem enn eru eftir í pottinum, en það eru þeir Eldjárn frá Tjaldhólum, Hrafn frá Efri Rauðalækn, Þorlák- ur frá Prestsbæ, Loki frá Sel- fossi, Skýr frá Skálakoti, Stegg- ur frá Hrísdal og Æsir frá Efri Hrepp,“ segir í tilkynningu frá Hrossaræktarsambandi Vestur- lands. Nánari upplýsingar má finna á hrossvest.is –mm Óhapp í göngunum HVALFJ: Loka þurfti Hval- fjarðargöngunum um tíma eftir- miðdag sl. mánudags vegna um- ferðaróhapps. Að sögn lögreglu var ungur ökumaður á ferð og sofnaði hann undir stýri. Hafn- aði bifreið hans utan í göngun- um. Ökumaðurinn hlaut minni- háttar meiðsli við áreksturinn. Göngin voru lokuð um tíma á meðan verið var að afgreiða málið. -mm Stúlkan sem lést í kjölfar þess að hafa neytt eiturefnisins E-pillu að- fararnótt sunnudagsins 31. maí hét Ingibjörg Melkorka Ásgeirs- dóttir, búsett á Akranesi. Ingi- björg Melkorka var fædd 8. mars 1998 og var því nýlega orðin 17 ára. Ingibjörg lætur eftir sig for- eldra, fjórar systur og einn bróður. Hún var nemandi í Menntaskóla Borgarfjarðar síðastliðið skólaár en stundaði áður nám í Brekku- bæjarskóla á Akranesi og í Heiðar- skóla í Hvalfjarðarsveit. Ingibjörg Melkorka tók inn eina og hálfa E-töflu. Eftir það sofnaði hún og vaknaði ekki aftur. Hún var flutt á gjörgæsludeild Landspítal- ans við Hringbraut þar sem hún var úrskurðuð látin aðfararnótt þriðjudagsins 2. júní. Aðstand- endur Ingibjargar Melkorku vilja koma því á framfæri að þetta var í fyrsta og eina skipti sem vitað er að hún hafi neytt þessara eiturefna sem E-pillur eru. Eitt skipti get- ur því verið nóg til að hafa þessar hörmulegu afleiðingar. „Von okk- ar er að þessum skilaboðum verði komið út í samfélagið sem víðast, öðrum til aðvörunar um þá dauð- ans alvöru sem neysla vímuefna getur haft,“ segir í yfirlýsingu frá aðstandendum. „Ingibjörg Mel- korka hafði látið í ljós þá ósk, að ef til þess kæmi, yrði hún líffæragjafi. Við því var orðið og er það okkur nokkur huggun á erfiðum stund- um að líf hennar geti orðið öðrum til aðstoðar. Við fjölskyldan vilj- um þakka samhug og vinarþel sem okkur hefur verið sýnt á erfiðum stundum undanfarna daga.“ Útför Ingibargar Melkorku fer fram frá Akraneskirkju föstudag- inn 12. júní klukkan 15:00. mm And lát: Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir Ráðninga- og ráðgjafafyrirtæk- ið Hagvangur opnaði á dögunum útibú í Stjórnsýsluhúsinu við Bjarn- arbraut 8 í Borgarnesi. Hagvang- ur er með elstu fyrirtækjum sinn- ar tegundar hér á landi og hefur frá því á áttunda áratugnum þjónustað hundruði fyrirtækja við ráðningar, stjórnun, mannauðsmál, fjármál og rekstur, svo eitthvað sé nefnt. Mið- vikudaginn 3. júní síðastliðinn var blásið til opnunarhófs Hagvangs í Stjórnsýsluhúsinu í Borgarnesi. Vestlendingar hafa tekið vel á móti Hagvangi og lagði fjöldi fólks leið sína í Stjórnsýsluhúsið til að heilsa upp á starfsfólk fyrirtækis- ins. Geirlaug Jóhannsdóttir, sem síðustu tíu ár hefur starfað við Há- skólann á Bifröst, mun stýra starf- seminni í Borgarnesi. Áhersla verð- ur lögð á ráðningar á Vesturlandi en einnig veitir Geirlaug fagráðgjöf á sviði mannauðsmála. Auk Geir- laugar mun skrifstofan í Borgarnesi njóta stuðnings allra ráðgjafa Hag- vangs í Reykjavík sem munu taka þátt í verkefnum eftir því sem við á. Við opnun Vesturlandsskrifstofunn- ar kynnti Leifur Geir Hafsteinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Hag- vangs, orkustjórnun á vinnustöðum. Hún gengur út á að gera einfaldar en áhrifamiklar breytingar á hegð- un og hugarfari til að bæta vellíðan stjórnenda og starfsfólks og um leið bæta frammistöðu í starfi samhliða því að auka svigrúm til að sinna eig- in heilsu og velferð. „Hagvangur hefur verið í mikl- um vexti síðustu ár og meðal annars tvöfaldað starfsmannafjölda sinn á síðustu þremur árum. Fyrirtæk- ið hefur verið mjög sýnilegt í end- uruppbyggingu íslensks atvinnulífs og verið virkt í því að uppfæra þjón- ustuframboð og nálgun við ráðn- ingar og ráðgjöf. Þjónustframboð Hagvangs spannar í dag víðtæk- ar lausnir í ráðningum, matsferlum og greiningum auk þess að bjóða heildstæðar lausnir á sviði stjórn- enda- og mannauðsmála. Loks má nefna nýjasta svið Hagvangs, fjár- mála- og rekstrarráðgjöf, sem ein- beitir sér að rekstri opinberra aðila og bættri nýtingu á rammasamn- ingum,“ segir Geirlaug í samtali við Skessuhorn. Hún vill fyrir hönd Hagvangs koma á framfæri þakk- læti fyrir jákvæðar móttökur í sam- félaginu. „Við hjá Hagvangi hlökk- um til að eiga gott samstarf við fyr- irtæki og stofnanir á Vesturlandi á næstu árum.“ mm Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir. Anna Þorvaldsdóttir verðlaunuð í New York Anna Þorvaldsdóttir tónskáld úr Borgarnesi hlaut í liðinni viku Kravis Emerging Composer verð- launin frá Fílharmóníusveit New York borgar. Verðlaunaféð nam 50 þúsund dölum, jafnvirði hátt í sjö milljóna íslenskra króna. Auk þess Fjölmenni var við opnun skrifstofu Hagvangs á Vesturlandi Katrín S Óladóttir framkvæmdastjóri Hagvangs, Þórir Þorvarðarson stjórnar- formaður og Geirlaug Jóhannsdóttir ráðgjafi sem mun veita skrifstofunni á Vesturlandi forstöðu. er Önnu falið að semja tónverk fyr- ir hljómsveitina. New York Times greinir frá verðlaununum og hef- ur eftir Önnu að hún hlakki til að hefjast handa við tónsmíðarnar fyr- ir hljómsveitina. Þar er Anna sögð þekkt fyrir margslungin verk. Tón- listarstjóri Fílharmóníunnar í New York hrósar henni fyrir einstaka hljóðmynd sem tengist íslenskri arfleifð hennar traustum böndum. Anna Þorvaldsdóttir hlaut Tón- listarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2012 fyrir verk sitt Dreymi. Sama ár hlaut hún tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum, sem tónskáld ársins og fyrir klass- íska plötu ársins. mm Í hálfleik á leik meistaraflokks Vík- ings í Ólafsvík og BÍ/Bolungarvík- ur, sem fram fór á síðasta laugardag, var undirritaður samningur á milli Landsbankans, Víkings Ólafsvík og Snæfellsnessamstarfsins í fótbolta. Samningurinn er mjög mikilvægur fyrir félögin og Landsbankann og er hann til þriggja ára. Á meðfylgj- andi mynd má sjá þau Jónas Gest Jónasson úr meistaraflokki Vík- ings, Þórhöllu Huld Baldursdótt- ur frá Landsbankanum og Freydísi Bjarnadóttur frá Snæfellsnessam- bandinu. Fyrir aftan þau eru ung- ir fótboltaiðkendur í nýju búning- unum. þa Skrifað undir styrktarsamning við Víking

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.