Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 11 mjög skemmtilegt. Svo söng ég ný- verið á Listahátíð sem var samvinnu- verkefni Hörpu, Íslensku óperunn- ar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.“ Hún segir óperusönginn vera mikla vinnu. Að stanslaust þurfi að vinna með líkamann og röddina til að halda sér við. „En söngurinn held- ur alltaf í mig, svo reddar maður sér með annað. Ég er búin að leggja allt mitt í sönginn og söngnámið. En það er erfitt að lifa á þessu, þannig að mig langar að bæta við mig mennt- un og er að spá í að fara í sjúkralið- anám í haust. En annars er haustið mjög óljóst, ég veit ekkert hvað ger- ist,“ segir Hanna Þóra kát að end- ingu. grþ FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2015 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & smur, Nesvegi 5 Fimmtudaginn 18. júní Föstudaginn 19. júní Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 S K E S S U H O R N 2 01 5 Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópr- ansöngkona á Akranesi er um þessar mundir að undirbúa sig fyrir þátttöku í óperuæfingabúðum í Noregi. Um er að ræða svokallað óperu „workshop“ þar sem nokkrir óperusöngvarar koma saman og fá þjálfun og kennslu í tvær vikur hjá norska óperuþjálfar- anum John Lidal. Að endingu verð- ur sett upp stór sýning í norsku óper- unni, þar sem Hanna Þóra mun fara með stórt hlutverk. „Ég fór í tíma hjá John Lidal þegar hann kom til Ís- lands í haust og komst þá að því að hann er með þetta „workshop“ sem kallast LidalNorth og er í Osló. Ég sótti um inngöngu og þurfti að senda upptökur út og var ein af þeim sem var valin til að taka þátt núna í sum- ar,“ segir Hanna Þóra í samtali við Skessuhorn. Það eru því aðeins út- valdir söngvarar sem fá tækifæri til að taka þátt í æfingabúðunum. „Ég fer út 20. júní næstkomandi og verð í tvær vikur. Þetta verður vinna allan sólarhringinn, sem samanstend- ur af þjálfun með píanista, söngtím- um hjá þremur mismunandi kenn- urum og svo förum við í svokallað „masterclass,“ þar sem verður söng- kennari, þjálfari og áheyrendur,“ út- skýrir Hanna Þóra. Í lok námskeiðs- ins verður sett upp óperan Valkyrj- urnar eftir Wagner, þar sem Hanna Þóra mun fara með hlutverk einnar valkyrjunnar. Þá mun Hanna Þóra einnig syngja á tvennum tónleik- um. „Fyrstu tónleikarnir verða dag- inn eftir að við komum út. Þá syngj- um við eina aríu sem við þekkjum vel. Svo á seinni tónleikunum verð- ur einhver keppni þar sem verðlaun verða í boði. Það eru þematónleikar og ég fæ að syngja Ave Maria eftir Sigvalda Kaldalóns, sem mér finnst mjög skemmtilegt,“ segir hún. Mikil áskorun „Við erum fimm íslenskar óperu- söngkonur sem erum að fara út núna. Þetta er mjög skemmtilegt og spenn- andi, það er mikið af frægum söngv- urum í Noregi sem taka þátt í þessu ásamt öðru fólki sem syngur úti í heimi,“ segir Hanna Þóra. Hún segir það frábært tækifæri að fá að taka þátt í æfingabúðum sem þessum. „Þarna kynnist maður mörgu fólki, leikstjór- um og stjórnendum. Svo fær maður mikla þjálfun við að taka þátt í svona stóru stykki eins og Valkyrjunum. Kaflinn sem ég syng heitir Valkyrj- ureiðin og er eitt erfiðasta stykki sem ég hef sungið, þannig að þetta er mik- il áskorun.“ Hanna Þóra segist þurfa að stíga verulega út fyrir þæginda- rammann til að taka þátt í æfinga- búðunum en er þó full tilhlökkunar. Móðir hennar og Dagbjört Líf, ellefu ára dóttir Hönnu Þóru, ætla að kíkja til Osló og sjá hana syngja. „Ég hef alltaf fengið mikinn stuðning frá for- eldrum mínum. Þau eru alveg ótrú- leg, elta mann um allan heim,“ seg- ir hún og brosir. „Pabbi fór með mér þegar ég keppti í Belvedere keppn- inni í Vínarborg og nú ætlar mamma að elta mig út og horfa á mig syngja þarna. Ég er mjög spennt að fá þær út til mín, þær verða með mér síðustu fjóra dagana,“ bætir hún við. Söngurinn er mikil vinna Hér heima syngur Hanna Þóra við Íslensku óperuna, þar sem hún syngur bæði einsöng og í kórnum. Þá fær hún af og til tækifæri til að koma fram á fleiri stöðum. „Ég söng til dæmis í Keflavík með Norðurópi um daginn, sem er svona blanda af nemendum og atvinnusöngvurum og er stýrt af Jóhanni Smára óperu- söngvara. Það veitir þeim sem eru styttra komnir stuðning að fá pro- fessional söngvara inn og þetta var Tekur þátt í æfingabúðum fyrir óperusöngvara Hanna Þóra ásamt Jóhönnu Vilborgu, sex ára dóttur sinni. 17. júní hátíðardagskrá Borgarbyggðar 2015 Þjóðhátíðardegi Íslendinga verður fagnað með fjöri og fjölskylduskemmtun víða í sveitarfélaginu. UMF Íslendingur stendur fyrir hátíðarhöldum á Hvanneyri. Lagt verður af stað frá Sverrisvelli í skrúðgöngu að Skjólbeltunum kl. 11:00. Grill á staðnum og hver grillar fyrir sig og sína. Leikir, skemmtun, gleði og gaman. Ungmennafélag Reykdæla stendur fyrir hátíðarhöldum í Reykholti. Riðið verður til hátíðarmessu í Reykholti sem hefst kl. 11:00. Farið verður frá Gróf kl. 10:00 og frá Hofsstöðum kl. 10:15. Hangikjötsveisla í Logalandi kl. 13:00. Hátíðardagskrá í Logalandi. Hátíðarræða, fjallkonan, leikir og karamelluflugvél. Viðurkenningar til barna er stunda íþróttir og kynnt val á íþróttamanni UMFR. Ungmennafélagið Dagrenning sér um hátíðardagskrá sem hefst kl. 14:00 með bátakeppni við ármót Grímsár og Tunguár. Kaffistund í Brautartungu, leikir og víðavangshlaup. Kvöldgrill, spil o.fl. skemmtilegt. Hver og einn leggur eitthvað til á kökuhlaðborðið og grillið. Hátíðardagskrá í Borgarnesi - Skallagrímsgarði DAGSKRÁ: Kl. 10:00 UMSB-hlaupið á Skallagrímsvelli Hlaupið er fyrir börn á öllum aldri. Tilvalið tækifæri til að etja kappi við krakkana. Leikir og skemmtun. Kl. 11:00 Guðsþjónusta í Borgarneskirkju Séra Þorbjörn Hlynur Árnason messar. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur organista. Kl. 12:00 Skrúðganga frá Borgarneskirkju Skátarnir og lögreglan leiða skrúðgöngu frá kirkjunni í Skallagrímsgarð. Krakkar komi með fána, veifur, lúðra og góða skapið. Fólk er hvatt til að mæta í þjóðbúningi. Kl. 12:30 Hátíðardagskrá í Skallagrímsgarði Kynnir hátíðarinnar er hin söngelska Eva Margrét Eiríksdóttir. Henni til halds og traust verður píanóleikarinn Guðjón Jónsson og munu þau halda uppi fjöri með skemmtilegum barna- og fjölskyldulögum sem allir geta dillað sér við. • Guðveig Anna Eyglóardóttir, formaður byggðaráðs Borgarbyggðar, flytur hátíðarávarp. • Fjallkonan ávarpar hátíðargesti. • Tónlistarskóli Borgarfjarðar teflir fram vel völdum atriðum. • Solla stirða og Siggi sæti mæta til leiks og gleðja yngri kynslóðina. • Söngur, dans og skemmtun. Kl. 13:00-17:00 Safnahús sýnir Ævintýri fuglanna, Börn í 100 ár og Gleym þeim ei Þrjár merkar sýningar fyrir alla fjölskylduna, sjónræn upplifun í fyrirrúmi. Aðgangseyrir kr. 1.000. • Gestir ganga um híbýli forfeðra sinna og ýmislegt fróðlegt kemur á óvart. • Íslenskir varpfuglar í einstaklega fallegu umhverfi. • Saga fimmtán íslenskra kvenna, frumkvöðla fyrri tíma. Kl. 15:00 Knattspyrnudeild Skallagríms leikur gegn Snæfelli á Skallagrímsvelli. Mætum á völlinn og hvetjum okkar menn. • Fornbílaklúbburinn og bifhjólaklúbburinn Raftarnir keyra um bæinn og stilla bílum sínum og bifhljólum upp fyrir framan Hjálmaklett. • Vinnuskólinn verður með leiktæki og leyfir gestum og gangandi að spreyta sig. • Kvenfélagið stendur fyrir kaffisölu og rennur allur ágóði til líknarmála. Verði veður vont flyst dagskráin í Hjálmaklett. SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.