Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 15 Ísgöngin í Langjökli voru vígð formlega með mikilli viðhöfn föstudaginn 5. júní síðastliðinn. Alls voru um hundrað gestir við- staddir vígsluna að meðtöldu fjöl- miðlafólki. Hópurinn lagði af stað frá Húsafelli áleiðis upp að Geitá þaðan sem jöklatrukkar óku gest- um upp á jökul að gangamunn- anum. Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the glacier, eignarhaldsfélagsins um ísgöngin í Langjökli, bauð gesti velkomna og setti dagskrána. Það var síðan Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, sem vígði göngin formlega þegar hún reiddi ísöxi til höggs og klauf ís- klump í tvennt. Að svo búnu hélt hún stutta tölu þar sem hún lýsti ánægju sinni með framtakið sem hún taldi til þess fallið að hvetja ferðaþjónustuaðila á svæðinu til frekari uppbyggingar í atvinnu- greininni. Anna G. Sverrisdóttir, stjórn- arformaður ísganganna, ávarpaði samkomuna og Gissur Páll Giss- urarson tenór söng fyrir gesti og vakti flutningur hans á Hamra- borginni lukku meðal áheyrenda. Að lokum fræddi Ari Trausti Guð- mundsson jarðfræðingur gesti um Langjökul og jökla almennt. Að formlegri dagskrá lokinni skoð- uðu gestir sig um og nutu veit- inga í boði Hótels Húsafells. Ósk- ar Guðjónsson saxófónleikari beið hópsins við enda hringsins og lék ljúfa tóna fyrir gesti og gangandi. Ekki var annað að heyra en flestir gesta væru ánægðir en líklega voru engir jafn lukkulegir með daginn og aðstandendur ganganna. „Þetta var stórkostlegt í alla staði, veðr- ið alveg eftir pöntun og við erum virkilega ánægð með mætinguna,“ sagði Ingibjörg Ásta Halldórsdótt- ir, markaðsstjóri Into the glacier, eftir ferðina og bætti því við að ís- göngin væru kærkomin viðbót við afþreyingarmöguleika í ferðaþjón- ustu á Íslandi. Enn fremur tók hún í sama streng og Ragnheiður Elín og taldi opnun ganganna skapa meðbyr fyrir landshlutann í heild. kgk Ísgöngin í Langjökli vígð formlega af ráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, vígði göngin. Það gerði hún með því að kljúfa ísklump í tvennt með ísöxi og var hæstánægð með að takast verkið í fyrstu atrennu. Gestir fylgdust með dagskrá og nutu veitinga í boði Hótels Húsafells. Jöklatrukkarnir sem fluttu gesti upp á Langjökul. Þeir voru áður notaðir til að flytja sprengjuflaugar. Gestir ganga inn í ísgöngin við upphaf ferðarinnar. Starfsfólk Into the glacier ánægt eftir vel heppnaða vígslu ganganna. Gangamunninn lætur lítið yfir sér utan frá séð. Hópurinn hlýddi á jöklafróðleik Ara Trausta Guðmundssonar. Óskar Guðjónsson lék á saxófón meðan gestir skoðuðu sig um. SEPT O AID eru þurrfrystar örverur tilbúnar til að brjóta niður allan lífrænan úrgang í rotþróm. Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. KOMDU ROTÞRÓNNI Í LAG MEÐ SEPT-O-AID UMHVER FISVÆN VARA F RÁ KEM I Samsetning 13 mismunandi örvera hjálpar til að vinna á og minnka fastan úrgang og breyta í fljótandi form ásamt því að eyða allri ólykt frá rotþrónni. Einfalt í notkun; sett í klósett skálina og beðið í 20 mínútur, því næst er efninu skolað niður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.