Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 201512 „Það gengur vel og allt er á áætl- un. En við verðum að halda vel á spöðunum,“ sagði Unnar Berg- þórsson, hótelstjóri á Hótel Húsa- felli, þegar blaðamaður spurði hann út í gang framkvæmda við nýja hót- elbyggingu í Húsafelli. Áætlað er að nýja hótelið muni opna form- lega föstudaginn 10. júlí. „Hér eru um 50 manns að vinna hverju sinni þegar allt er talið og ótrúlega mikið sem gerist á hverjum degi. Ég held þetta sé stærsta starfsstöð í Borg- arfirði um þessar mundir,“ bætir hann við. Unnar leiddi blaðamann um hót- elbygginguna og byrjað var fyrir utan þar sem svefnálmurnar mynda boga kringum stórt torg. Að sögn Unnars verður þar nokkurs kon- ar lystigarður og umferð bíla ekki heimiluð nema í neyðartilfellum. Gengið var inn í móttökuna og síð- an í stórt rými þar sem eru matsal- ur, bar og setustofa. Gluggarnir eru stórir og stuðlabergsveggur skiptir rýminu í tvennt. „Stuðlabergið er ákveðið þema, maður á að geta séð stuðlabergsvegginn hvar sem er í þessu rými og á neðri hæðinni. Alls staðar héðan er svo gott útsýni yfir nágrenni Húsafells,“ segir Unn- ar og bætir því við að tengingin við staðinn verði allsráðandi á hótel- inu. „Á öllum herbergjum verð- ur listaverk eftir Pál Guðmunds- son. Ef þú gistir hérna þá mætirðu inn á herbergi og kveikir ljósin. Um leið og þú gerir það lýsist upp lista- verk eftir Pál á veggnum, það verð- ur það fyrsta sem þú sérð,“ seg- ir hann. „Hér utandyra verður svo öllum sárum í jarðveginum lokað með hleðslum sem Unnsteinn Elí- asson hleðslumeistari hefur hlaðið listilega vel. Páll hefur unnið með honum að nokkrum þessara lista- verka, þar sem andlit eru höggvin í steinana. Unnsteinn er líka algjör snillingur og hleðsluveggirnir eru virkilega fallegir.“ Þrátt fyrir að listamaðurinn Páll á Húsafelli myndi auðsýnilegustu tenginguna við svæðið er að finna margar aðrar sem minna fer fyrir. Flísarnar á gólfum hótelsins eru til dæmis allar litaðar sérstaklega með litum sem finnast í nærumhverfi hótelsins. „Þetta er allt útpælt, það er hugsun á bakvið hvert atriði,“ segir Unnar og brosir. Sögunni gerð skil Þegar komið er niður á neðri hæð hótelsins tekur við afþreyingar- miðstöð þar sem gestir geta fræðst um alla þá afþreyingu sem er í boði í nágrenninu. Þar inn af er þurrk- herbergi þar sem gestir geta þurrk- að útifötin sín ef þeir koma blautir heim úr afþreyingarferðum sínum, hvort sem það er eftir gönguferð- ir, hellaskoðun eða ferð á Lang- jökul. Á neðri hæðinni eru einn- ig tveir salir, Hellir og Mosi. „Í Helli verður sýning á veggjunum þar sem sögur hellanna í nágrenn- inu eru raktar. Fyrir utan gluggann er veggur sem Unnsteinn hlóð og Páll hjó andlit í steinana. Þetta er minni salurinn, tilvalinn í for- drykki og slíkt, til dæmis. Sá stærri er Mosi og hann tekur um hundr- að manns í sæti. Á veggjum hans verða flekar sem rekja sögu ferða- þjónustunnar á staðnum, segja frá þessum sjö kynslóðum ferðaþjón- ustubænda sem hafa boðið ferða- menn velkomna hingað í Húsa- fell,“ segir Unnar. „Sá myndi henta vel í veislur og stærri ráðstefnur,“ bætir hann við. Frábært starfsfólk Á hótelinu eru 36 svefnherbergi og að sögn Unnars sjá þau ekki fram á að anna eftirspurn. „Við ætl- um að mæta því með því að bjóða sumarhús til leigu samhliða hótel- inu. Nýjum sumarhúsaeigendum og þeim sem hyggjast reisa bústaði er boðið að leigja þá út í gegnum hótelið þegar þeir eru ekki á staðn- um. Þetta hefur verið reynt á Akur- eyri og gefist mjög vel. Þetta eyk- ur sölu á lóðum og nýir bústaðir koma til með að standa undir fjár- magnskostnaði, þá þarf ekki nema nokkrar gistinætur í mánuði til að bygging nýs sumarbústaðar standi undir sér,“ segir Unnar. „Auk þess er ákveðin trygging fyrir eigendur að hótelið sjái um þrif og markaðs- setningu bústaðanna. Gestir fengju þá alla þá þjónustu sem þeim byð- ist ef þeir gistu á hótelinu,“ bætir hann við. Þegar allt kemur til alls er góð þjónusta lykilatriði í ferðaþjónustu og leggur Unnar áherslu á mikil- vægi gæðanna. „Hótelið er byggt sem fjögurra stjörnu frá grunni og það er í fyrsta sinn sem það er gert á Íslandi. En þjónustan er það sem skiptir mestu máli, það er fyrst og fremst hún sem gefur stjörnurn- ar,“ segir hann. „Þar skiptir máli að vera með gott starfsfólk og við höfum verið virkilega heppin með það,“ bætir hann við og nefnir í því samhengi meðal annars gott sam- starf við veitingastaðinn Galito á Akranesi sem hefur séð um rekst- ur eldhússins á Húsafell Bistro og mun koma að rekstri hóteleld- hússins. „Þau frá Galito hafa lað- að til sín frábært fólk til viðbótar við það sem fyrir var. Hér starfa nú þrír lærðir matreiðslumenn og þrír lærðir þjónar. Ég held að það sé næstum einsdæmi. Það tryggir að gæðin á matnum eru ótrúlega mik- il og það skiptir mjög miklu máli,“ segir Unnar að lokum. kgk Fyrstu þrír laxar sumarsins komu á land úr Norðurá í Borgarfirði á föstudagsmorguninn, en þá hófst veiðisumarið formlega. Að þessu sinni fékk veiðifélagið fagmenn til að hefja veiðar, engu minni stang- veiðikempu en Bubba Morthens tónlistarmann, sem hafði Björg- vin Halldórsson stórsöngvara með sér. Þeir kepptust um hvor yrði fyrstur til að setja í fisk og reynd- ist Bubbi hlutskarpari og landaði tólf punda hængi á Eyrinni korteri fyrir klukkan átta um morguninn. Einar Sigfússon sölustjóri árinn- ar var engu að síður sá sem land- aði fyrsta laxi sumarsins úr ánni og landinu öllu, einungis tuttugu mín- útum eftir opnunina klukkan 7. Hann setti í átta punda glansandi hrygnu á Brotinu. Þriðja laxinn veiddi svo Eyrún I Sigþórsdóttir, mágkona Einars, en hún fékk lax- inn sinn á Bryggjunum. Auk þessa höfðu menn strax fyrir klukkan átta sett í fisk á Stokkhylsbrotinu, en sá slapp. Þennan fyrsta veiðidag sum- arsins fengust níu laxar úr Norð- urá og var 12 pund hængur Bubba sá stærsti. En fyrsta hollið veiddi 27 laxa og sluppu nokkrir af á þessum fyrstu veiðidögum. ,,Byrjunin hérna í Norðurá lofar góðu. Það eru komnir laxar víða um ána þó mest hérna í kringum Lax- fossinn og fyrir neðan hann,“ sagði Einar Sigfússon sölustjóri skömmu eftir að hann landaði fyrsta laxi sum- arins úr ánni. „Þetta var skemmti- legur lax, tók vel í. Veiðin fer vel af stað. Svo opnum við Haffjarðará 20. júní. Þetta er allt að koma, sum- arið verður gott,“ sagði Einar. Veiðar hófust einnig í Blöndu sama morgun og í Norðurá og var einn lax kominn á land skömmu eft- ir að veiðimenn á bökkum Norður- ár voru byrjaðir að fá‘ann. Veiði- árnar opna síðan hver af annarri á næstunni. Þverá og Kjarará og síð- an Laxá í Leirársveit og Grímsá. ,,Við erum búnir að sjá laxa í Laxá og það fyrir nokkru síðan,“ sagði Haukur Geir Garðarsson er við spurðum um útlitið í Leirársveit- inni. Þar verður opnað á þjóðhátíð- ardaginn 17. júní. mm/gb /Ljósm. G.Bender. Einar Sigfússon setti í fyrsta lax sumarsins í Norðurá. Vaðandi byrjun í Norðurá á fyrsta veiðidegi sumarsins Bubbi, Einar og Björgvin á bökkum Norðurár á föstudagsmorgun. Skömmu síðar byrjuðu þeir veiðar og voru snöggir að setja í fisk. Framhlið hótelsins. Veggurinn sem skagar fram verður klæddur stuðlabergi að utan líkt og að innan. Hótel Húsafell verður opnað eftir rúman mánuð Unnar Bergþórsson hótelstjóri. Hleðsluveggir Unnsteins Elíassonar eru áberandi á hótellóðinni sem og listaverk Páls Guðmundssonar á Húsafelli. Þessu tvennu er jafnvel blandað saman eins og hér má sjá. Stuðlabergsveggurinn sem er eitt af einkennum hins nýja hótels. Stórir gluggar tryggja gott útsýni yfir nágrennið. Opna svæðið á hótellóðinni ofanverðri sem Unnar sér fyrir sér sem nokkurs konar lystigarð. Fjölmörg handtök eru enn eftir við bygginguna, en iðnaðarmenn sem blaðamaður ræddi við fyrir helgi eru þó bjartsýnir á að allt klárist í tæka tíð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.