Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 19
Menningarstyrkir
Umsækjandi Nafn verkefnis Úthlutanir
Byggðasafnið í Görðum Umönnun sjúkra og fæðandi kvenna í 100 ár 750.000
Landnámssetur Íslands Sýningar á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi 750.000
Andri Freyr Ríkharðsson Ólgustjór/kvikmynd frá Hellissandi 700.000
Northern Wave Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave 600.000
Safnahús Borgarfjarðar Gleym þeim ei, sýning um íslenskar konur 600.000
Blús og Djassfélag Akraness Blúshátíð Akraness 2015 500.000
Félag nýrra Íslendinga Þjóðahátíð Vesturlands 500.000
ILDI ehf. / Sögustofan Norrænt sagnaþing í Grundarfirði 500.000
Sigurgeir Agnarsson/ Reykholtshátíð Reykholtshátíð 500.000
Snorrastofa Fyrirlestrar og viðburðir í Snorrastofu 2+015 500.000
The Freezer ehf Ferðin að miðjur jarðar - Leiksýning 500.000
Vesturlandsstofa Menningarmyndband Vesturlands (People of Iceland) 500.000
Ásbjörg Jónsdóttir Rými til tónsköpunar í Akranesvita 400.000
Íslenskir eldsmiðir Færanleg eldsmiðja 400.000
Íslenskir eldsmiðir Eldsmíði, fræðsluverkefni 250.000
Karlakórinn Söngbræður Kórstarf með áherslu á samvinnu milli landshluta 400.000
Halldór Heiðar Bjarnason Listasmiðja í Fljótstungu 400.000
Norska húsið Miðstöðvar og mangarar við Breiðafjörð 400.000
Norska húsið Skotthúfan 2015 250 000
Hjálmtýr Heiðdal/Seylan ehf Svartihnjúkur - stríðssaga úr Eyrarsveit 400.000
Tómas Freyr Kristjánsson Bær í mótun - byggingarsaga Grundarfjarðar 400.000
Leikfélagið Skagaleikflokkurinn Leiksýningin Bar par 325.000
Átthagastofa Snæfellsbæjar Fjölmenningarhátíð í Snæfellsbæ 300.000
Átthagastofa Snæfellsbæjar Breyting á sýningu í Pakkhúsi Ólafsvíkur 200.000
Átthagastofa Snæfellsbæjar Sjómannadagssýning 200.000
Grundarfjarðarbær Yfirfærsla VHS myndefnis á starfrænt form 300.000
Sveinn Arnar Sæmundsson Kalman-listafélaga. Listviðburðir á Akranesi 300.000
Anna Melsteð / Listvinafélag Stykkishólmskirkju Menningarstarfsemi allt árið í Stykkishólmskirkju 300.000
Rögnvaldur Guðmundsson / Ólafsdalsfélagið Ólafsdalshátið 2015 og 100 ára ártíð Torfa 300.000
Vatnasafnið Menningarviðburðir í Vatnasafni 300.000
Ástþór Vilmar Jóhannsson, f.h. Kórs Akraneskirkju Jólatónleikar kórs Akraneskirkju, frumflutningur 250.000
Drífa Gústafsdóttir Listasýning þriggja kynslóða kvenna á Akranesi 250.000
Húsafell Resort Sögusýning á Húsafelli 250.000
Þórunn Sigþórsdóttir Júlíana - hátíð sögu og bóka 250.000
Leir7 ehf Rakubrennsla á keramiki og eldsmíði 250.000
Leir7 ehf Sumarsýning Leir 7 2015 250.000
Pan Thorarensen Extreme Shill Festival 2015 - Undir Jökli 250.000
Steinunn Guðmundsdóttir Þar sem maður hittir mann, námskeið, listsýning 250.000
Bjarni Þór Bjarnason “Allir mála vegginn, ævintýravegginn” 200.000
Freyjukórinn í Borgarfirði Tónleikar Freyjukórsins 2015-2016 200.000
Karlakórinn Svanir Aldarafmælistónleikar 200.000
Hollvinasamtök Borgarness Skemmtidagskrá á Brákarhátíð 200.000
Tónlistarfélag Borgarfjarðar Tónlistarfélag Borgarfjarðar - hálfrar aldar afmæli 200.000
Tónlistarfélag Hvalfjarðarsveitar Sumartónleikar í Hvalfjarðarsveit 200.000
Alexandra Chernyshova / DreamVoices ehf Og þá kom stríðið 150.000
Bókasafn Akraness Fróðleikur og skemmtun fyrir alla 150.000
Bókasafn Akraness Ritsmiðja unga fólksins 100.000
Logi Bjarnason Fullklára myndverk á vatnstankinum í Brákarey 150.000
Jón R. Hilmarsson /DreamVoices ehf Ljósmyndasýning - Ljós og náttúra Vesturlands 100.000
Samband borgfirskra kvenna Fjölskylduhátíð 100.000
Gylfi Árnason / Tourist Online ehf. Ferðatengd stuttmyndagerð 100.000
Kvennakórinn Ymur Jólatónleikar í tilefni 20 ára afmælis kórsins 50.000
Ragnheiður H. Brynjúlfsdóttir Gleðigjafinn - kór eldri borgara 50.000
16.875.000
Stofn- og rekstrarstyrkir
Umsækjandi Nafn Úthlutanir
Snorrastofa í Reykholti
Rekstur Snorrastofu,
menningar- og
miðaldaseturs
1.000.000
The Freezer ehf
The Freezer:
Menningarferðaþjónusta
allt árið
1.000.000
Átthagastofa Snæfellsbæjar Sjávarsafnið - enduropnun 800.000
Átthagastofa Snæfellsbæjar Átthagastofa - Rekstrarstyrkur 400.000
Byggðasafnið Görðum, Akranesi Steinaríki Íslands 800.000
Ljósmyndasafn Akraness Ljósmyndasafn Akraness - varðveiting sögu 500.000
Norska húsið - Byggðasafn
Snæfellsnes og Hnappadalssýslu
Áfram veginn,
rekstrarstyrkur opið allt
árið
400.000
Dalabyggð Landafundasýning í Leifsbúð 400.000
Dalabyggð Eiríksstaðir í Haukadal 400.000
Listasafn Borgarness Skráning listaverka 400.000
Listvinafélag Stykkishólmskirkju Búnaður fyrir sýningaraðstöðu 400.000
Samgönguminjasafn Borgarfjarðar Samgönguminjasafn Borgarfjarðar 400.000
Bryndís Siemsen, f.h. Samsteypunnar Samsteipan-Listamiðstöð Akraness, vinnustofur 300.000
Grundarfjarðarbær Bæringsstofa - tækjakostur 300.000
Rósa Björk Jónsdóttir Skapandi vinnuloft í Halldórsfjósi 300.000
Rósa Björk Jónsdóttir Markaðssetning Ullarsels 150.000
Vitbrigði Vesturlands Vitbrigði Vesturlands - félag skapandi greina 300.000
Vesturlandsstofa Skjáir/menningarmyndband 130.000
Atvinnu- og nýsköpunarstyrkiryrkir
Umsækjandi Nafn Úthlutanir
Ritari ehf
Þjónustuver í Skandinavíu
- þróun og smíði
símsvörunarhugbúnaðar
2.500.000
Búdrýgindi ehf Hið blómlega bú 1.500.000
Hugheimar
Kynningarátak á
þrívíddarprentara fyrir
nemendur í skólum á
Vesturlandi
1.500.000
Unnsteinn Guðmundsson Sporðskurðarvél 1.500.000
Helgi Haukur Hauksson West Adventure 1.500.000
Hespuhúsið slf
Hespuhúsið
markaðssetninging og
vöruþróun
1.000.000
Hollvinasamtök Borgarness Vatnaleiðir kringum Borgarnes 700.000
Margrét Halldóra Gísladóttir
Barnamenningarhúsið Leggur
og skel
500.000
“Hin fræknu” Markaðsrannsókn í Hvalfirði 350.000
11.050.000
Staða skólastjóra við Grunnskólann í Borgarnesi er laus til umsóknar. Leitað er að
metnaðarfullum einstaklingi sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu
á árangur og vellíðan nemenda í góðu samstarfi við starfsmenn.
Upplýsingar veita:
Þórir Þorvarðarson
thorir@hagvangur.is
Sigurjón Þórðarson
sigurjon@hagvangur.is
Ráðið verður í stöðuna frá og
með 1. ágúst 2015.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi
KÍ og Launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknir óskast fylltar út á
www.hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með
22. júní nk.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Starfssvið
Skólastjóri ber faglega- og rekstrarlega ábyrgð á starfi
skólans, stjórnar honum og hefur forgöngu um mótun
og framgang faglegrar stefnu.
Menntunarkröfur
• Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari
• Viðbótarmenntun í stjórnun eða reynsla af kennslu
og stjórnun á grunnskólastigi
• Menntun á sviði rekstrar er æskileg
Hæfniskröfur
• Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi
• Reynsla af störfum á sviði stjórnunar og rekstrar er æskileg
• Vera reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi
• Frumkvæði og samstarfsvilji
• Góðir skipulagshæfileikar
• Færni í starfsmannastjórnun
• Lipurð og færni í samskiptum
• Sveigjanleiki og víðsýni
• Vammleysi
Skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi
Grunnskólinn í Borgarnesi er skóli með um 300 nemendur í 1.–10. bekk og um 70
starfsmenn. Starfsemi skólans skal einkennast af fjölbreytni, sveigjanleika og víðsýni,
þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga og getu nemenda.
Gildi skólans eru sjálfstæði – ábyrgð – virðing og samhugur.
Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu skólans www.grunnborg.is
Umsókninni skal fylgja greinargóð skýrsla um störf umsækjanda og menntun, stjórnunarreynslu og hver þau verkefni sem hann
hefur unnið að og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna starfi skólastjóra.
Sýning um sögu gömlu sundlaug-
anna við Veggjalaug í Stafholt-
stungum hefur verið opnuð í bað-
húsi sundlaugarinnar á Varma-
landi í Borgarfirði. 120 ár eru lið-
in frá því fyrsta sundlaugin var
gerð á hverasvæðinu við Veggja-
laug og sundkennsla hófst. Hefur
sund verið kennt þar síðan, nærri
óslitið. Fyrsta sundlaugin var hlað-
in úr torfi árið 1895 af áhugamönn-
um. Hlaðinn var einn veggur fyrir
hveralækinn og þannig útbúin stór
laug. Á sama ári var hlaðin önnur
torflaug við Lundahver í Stafholt-
stungum þannig að tvær sundlaug-
ar voru í sveitinni og sund kennt í
báðum fyrst um sinn.
Þegar Ungmennafélag Stafholts-
tungna var stofnað árið 1912, tók
það við rekstri sundlaugarinnar.
Varð sundkennsla og rekstur laug-
anna eitt helsta verkefni félagsins í
áratugi. Félagið lét steypa upp nýja
sundlaug árið 1931. Var það mikil
framför fyrir sundiðkendur. Laugin
varð miðdepill mannlífsins í sveit-
inni. Skólarnir á Varmalandi stóðu
fyrir byggingu þriðju sundlaugar-
innar árið 1958. Hún er enn starf-
rækt en gömlu laugarnar eru horfn-
ar af yfirborði jarðar.
Saga gömlu sundlauganna er rak-
in ítarlega í grein Helga Bjarnason-
ar frá Laugalandi í Borgfirðingabók
2015 sem kemur út síðar í mán-
uðinum. Sýningin á Varmalandi
er grundvölluð á upplýsingum úr
henni. Auk þess eru til sýnis ýms-
ir munir sem tengjast sundlaugun-
um, sundkennurum og sundköpp-
um ungmennafélagsins.
Við opnun sýningarinnar síðast-
liðinn laugardag var sagt frá fyrstu
afrekssundmönnum Ungmenna-
félags Stafholtstungna en flest-
ir þeirra kenndu jafnframt sund á
vegum félagsins. Sérstaklega var
minnst Jóns Þorsteinssonar frá
Hofsstöðum sem var einn af stofn-
endum ungmennafélagsins. Hann
lærði sund í torflauginni og var
besti sundmaður félagsins á árunum
fyrir 1920 þegar sundsveit Tungna-
manna vann flokkasund á íþrótta-
móti UMSB þrjú ár í röð. Hann
hóf ungur að kenna sund í Veggja-
laug. Jón varð síðar brautryðj-
andi í íþróttamálum á landsvísu, í
leikfimikennslu og sjúkraþjálfun,
stofnaði íþróttaskóla og byggði eig-
ið íþróttahús í Reykjavík.
Áhugafólk um sögu gömlu sund-
lauganna og Ungmennafélag Staf-
holtstungna stendur fyrir sýning-
unni í samvinnu við Safnahús Borg-
arfjarðar og Borgarbyggð. Sýningin
verður opin í baðhúsi sundlaugar-
innar á Varmalandi í sumar. Sund-
laugin er opin alla daga frá klukkan
9 til 18. -fréttatilkynning.
Helgi Bjarnason ávarpar gesti við
opnun sýningarinnar.
Sögusýning um sund sett upp í Varmalandslaug
Sundkennsla í gömlu torflauginni við Veggjalaug 1929.
Ljósm. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar.
Svörtu sundkútarnir sem soðnir
voru úr bílslöngum voru notaðir við
sundkennslu stóran hluta 20. aldar og
vekja enn minningar hjá fólki. Ljósm.
Helgi Bjarnason.
Guðmundur Jónsson, sonur Jóns Þorsteinssonar frá Hofsstöðum, kom með
nokkrum barnabörnum sínum til að vera við opnun sögusýningarinnar á Varma-
landi. Ljósm. Helgi Bjarnason.