Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 17 Tveir hópar úr Grunnskóla Grund- arfjarðar unnu til verðlauna í verk- efni Landsbyggðarvina sem kall- ast „Sköpunargleði - Heimabyggð- in mín: Nýsköpun, heilbrigði og for- varnir“. Hóparnir varð í fyrsta og öðru sæti í keppninni. Í vetur hafa nemendur í 7.-10. bekk í Grunnskóla Grundarfjarðar tekið þátt í verk- efninu ásamt nemendum úr Grunn- skóla Patreksfjarðar og Grunnskóla Drangsness. Verkefnið var í tveim- ur hlutum og unnu Grundfirðingar einnig til verðlauna í fyrri hlutanum. „Í fyrri hlutanum unnu krakkarn- ir einstaklingsverkefni þar sem þeir skrifuðu ritgerð um það sem betur má fara í sínum heimabæ. Í seinni hlutanum var unnið í hópum og þá komu þau með hugmyndir sem þau útfærðu nánar,“ segir Unnur Birna Þórhallsdóttir, kennari í Grunnskóla Grundarfjarðar. Heitir pottar í Kolgrafafirði Áslaug Stella Steinarsdóttir, Emilía Rós Sólbergsdóttir, Freyja Líf Ragn- arsdóttir og Lydía Rós Unnsteins- dóttir nemendur í 8. bekk mynduðu hópinn sem hlaut fyrstu verðlaun í keppninni. Þær settu fram hugmynd um hvernig nýta mætti heitt vatn í Kolgrafafirði í lífræna, heita potta. Jarðhiti er ekki algengur á Snæfells- nesi en heitt vatn hefur fundist á Ber- serkseyrarodda í mynni Kolgrafa- fjarðar. Vatnið er aftur á móti ekki nothæft þar sem það tærir málma. „Hugmyndin snerist um að setja þar tvö kör og gera heita potta. Hægt væri síðan að mynda skjól með gras- hólum og byggja kofa fyrir fataskipti. Þá datt þeim líka í hug að sniðugt væri að gera ylströnd á svæðinu þar sem heita vatnið rennur út í sjó. Þarna væri þá komin fullkomin aðstaða fyr- ir ferðamenn og þá sem stunda sjó- böð,“ útskýrir Unnur Birna. Stúlk- urnar í hópnum bjuggu til líkan eft- ir hugmyndinni og komu einnig með hugmyndir að aðilum sem hugsan- lega gætu styrkt verkefnið. Vilja bæta íþróttaaðstöðu Hópurinn sem varð í öðru sæti kom með hugmyndir að því hvern- ig mætti betrumbæta alla íþrótta- aðstöðu í Grundarfirði. Hópur- inn samanstóð af stúlkum úr 7. og 8. bekk, þeim Elvu Björk Jóns- dóttur, Brynju Gná Heiðarsdóttur, Björgu Hermannsdóttur og Tönju Lilju Jónsdóttur. Þær stungu meðal annars upp á því að bæta mætti að- stöðu fyrir frjálsar íþróttir, til dæm- is með því að byrja á því að malbika hlaupabrautir og atrennubraut- ir og að bæta geymsluaðstöðu fyr- ir íþróttaáhöldin. Þær skiptu hug- myndum sínum í þrjá flokka; eitt- hvað sem hægt væri að gera strax, það sem mætti gera á næstu árum og að lokum það sem flokkaðist til stórra drauma. Í hugmyndum stúlknanna kom meðal annars fram að strax væri hægt að snyrta og laga til í kringum íþróttavöllinn, að laga sand í gryfjum og að hægt væri að fá tjald til að skipta salnum í íþrótta- húsinu. Þær voru með hugmyndir um að settur yrði sólpallur og sól- baðsbekkir við sundlaugina og að rusl yrði hreinsað af golfvellinum. Þá stungu þær upp á því að strax yrði farið í umræður um hvar hægt væri að byggja skólahreystibraut og að fundið yrði skíðasvæði fyrir allt Snæfellsnes. Stúlkurnar komu svo með fleiri hugmyndir sem tengdust svæðunum um það sem hægt væri að gera á næstu árum. Hátíðleg athöfn Að sögn Unnar Birnu myndað- ist góð stemning í hópunum þeg- ar krakkarnir voru komnir á skrið með verkefnið. „Það tók smá tíma að koma þeim í gang en svo þegar það var komið þá gekk þetta ljóm- andi vel. Þetta var flott og skemmti- legt hjá þeim, það komu fram fjór- ar hugmyndir sem allar voru fram- kvæmanlegar og góðar.“ Verðlaunaafhending fór svo fram í Norræna húsinu 27. maí síðastliðinn. Unnur segir athöfn- ina hafa verið flotta og mjög há- tíðlega. „Þetta var allt saman mjög formlegt. Þarna voru flutt ávörp og meðal þeirra sem komu fram var Ragnheiður Elín Árnadóttir ráð- herra og Sigurður Björn Blöndal formaður borgarráðs. Krakkarn- ir kynntu verkefnin sín og svo var verðlaunaafhending.“ Fyrstu verð- laun voru 100 þúsund krónur en 25 þúsund krónur fengust í verð- laun fyrir annað sætið. „Stelpurnar settu peningana í bekkjarsjóð sem við munum svo nýta til að gera eitt- hvað skemmtilegt saman seinna,“ segir Unnur Birna að endingu. grþ Hlutu fyrstu og önnur verðlaun í verkefni Landsbyggðarvina Líkanið sem stúlkurnar gerðu af hugmynd sinni í Kolgrafafirði. Frá verðlaunaafhendingunni. Frá vinstri: Fríða Vala Ásbjörnsdóttir framkvæmda- stjóri Landsbyggðarvina, Unnur Birna Þórhallsdóttir umsjónarkennari, Áslaug Stella, Emilía Rós, Freyja Líf, Lydía Rós og Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ laugardaginn 13. júní. Sýnum öðrum hlaupurum tillitssemi og skiljum hunda og önnur gæludýr eftir heima. Þátttökugjald: 12 ára og yngri: 1.000 kr. 13 ára og eldri: 1.500 kr. Hlaupið er á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Innfalið er Kvennahlaupsbolurinn og verðlaunapeningur. AKRANES: Hlaupið frá Akratorgi kl. 10:30. Vegalengdir í boði: 2 km og 5 km. Forsala í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum og á Akratorgi að morgni hlaupadags. Ávaxtaveisla í boði eftir hlaup. HVALFJARÐARSVEIT: Hlaupið frá Heiðarborg í Hvalfjarðarsveit kl. 10:30. Vegalengdir í boði: 1,5 km, 3 km og 5 km. Forsala á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og hjá Guðnýju í s. 846 0162. BORGARNES: Hlaupið frá íþróttamiðstöðinni kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2,5 km og 5,5 km. Forsala á bolum í íþróttamiðstöðinn föstudaginn 12. júní. HVANNEYRI: Hlaupið frá Sverrisvelli á Hvanneyri kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2 km og 5 km. Forsala hjá Sólrúnu Höllu á netfangið solla@vesturland.is. Ókeypis í sund í Hreppslaug fyrir þær konur sem hlaupa á Hvanneyri. REYKHOLT: Hlaupið frá Fosshóteli Reykholti kl. 11:15, upphitun hefstkl. 11:00. Forskráning verður í móttökunni á Fosshóteli Reykholti frá kl. 10:45. Vegalengdir í boði: 1,6 km sem liggur í gegnum skóg og 1,2 km á malbiki. Fosshótel Reykholti býður öllum súpu og salat að loknu hlaupi. Skráning og frekari uppls í síma 435 1260 eða á reykholt@fosshotel.is STYKKISHÓLMUR: Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinn i kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 3 km, 5 km og 7 km. Forsala í Heimahorninu. Ókeypis í sund að loknu hlaupi. GRUNDARFJÖRÐUR: Hlaupið frá íþróttahúsinu kl. 11:00. Hver og einn ræður sinni vegalengd en tímaramminn er 40 mín. Forsala hjá Kristínu Höllu í síma 899 3043. SNÆFELLSBÆR: Hlaupið frá Sjómannagarðinum í Ólafsvík kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2,5 km og 5 km. Forsala í Sundlaug Ólafsvíkur. Ókeypis í sund að loknu hlaupi. STAÐARSVEIT: Hlaupið frá Lýsuhólsskóla í Staðarsveit kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2,5 km og 5 km. Ókeypis í sund í Lýsuhólslaug að loknu hlaupi. HELLISSANDUR: Hlaupið frá Hraðbúð Hellissands kl. 11. Vegalengdir í boði: 2,5 km og 5 km. Forsala í Naustabúð 6. BÚÐARDALUR: Hlaupið frá Leifsbúð í Búðardal og Tjarnarlundi í Saurbæ kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 1 km og 2,2 km. Forsala í síma 823 7060 (Tóta) eða 823 3098 (Bjögga). Einnig á netfangið the12@simnet.is. REYKHÓLAR: Hlaupið frá Grettislaug kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2 km, 3 km, 5 km og 7 km.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.