Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 20158 Minna útflutnings- verðmæti 2014 LANDIÐ: Árið 2014 var út- flutningsverðmæti sjávaraf- urða 244 milljarðar króna en árið á undan var verðmæt- ið 272 milljarðar, eða 10% minna. Þorskurinn er enn verðmætasta tegundin sem frá landinu fer og nemur verð- mæti hans 89 milljörðum króna eða um 36% af heild- arútflutningsverðmæti sjávar- afurða. Útflutningsverðmæti uppsjávartegunda eins og síldar, kolmunna, makríls og loðnu nam samtals 62 millj- örðum króna. Útflutnings- verðmæti loðnuafurða hafa lækkað á milli ára, en megin- ástæða lækkandi útflutnings- verðmæta er að loðnuaflinn hefur minnkað um 350 þús- und tonn á milli ára. Heildar- afli loðnu fór úr 460 þúsund tonnum árið 2013 í 111 þús- und tonn árið 2014 samkvæmt vef Fiskistofu. Þá hefur gengi krónunnar einnig styrkst á milli ára um 4,5% bæði gagn- vart Bandaríkjadollara og evru. Eins hefur verðvísitala upp- sjávarfisks lækkað um 0,5% á milli ára. Úkraína hefur verið stór kaupandi í uppsjávarteg- undum eins og síld og mak- ríl, en mikilvægir markaðir í Austur-Evrópu hafa verið erf- iðir og mikil óvissa ríkir þar. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 30. maí - 5. júní. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 24 bátar. Heildarlöndun: 29.037 kg. Mestur afli: Emilía AK: 2.916 kg í þremur löndunum. Arnarstapi 24 bátar. Heildarlöndun: 38.820 kg. Mestur afli: Gestur SH: 3.132 kg í fjórum löndunum. Grundarfjörður 34 bátar. Heildarlöndun: 207.838 kg. Mestur afli: Hringur SH: 66.531 kg í einni löndun. Ólafsvík 37 bátar. Heildarlöndun: 218.521 kg. Mestur afli: Guðmundur Jensson SH: 56.208 kg í fjór- um löndunum. Rif 35 bátar. Heildarlöndun: 362þ033 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 125.367 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur 29 bátar. Heildarlöndun: 115.169 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 38.756 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Örvar SH – RIF: 70.304 kg. 1. júní 2. Hringur SH – GRU: 66.531 kg. 3. júní 3. Tjaldur SH – RIF: 66.254 kg. 5. júní 4. Tjaldur SH – RIF: 59.113 kg. 31. maí 5. Rifsnes SH – RIF: 47.066 kg. 3. júní mþh Píratar mælast næst stærstir NV-KJÖRD: Samkvæmt nýlegri könnun Gallup á fylgi stjórn- málaflokka þá mælist Sjálfstæð- isflokkurinn með mest fylgi í Norðvesturkjördæmi, eða 28,8%. Píratar koma næstir með 20,1%. Framsóknarflokkurinn mælist í þriðja sæti með 19,5% fylgi. Samfylkingin mælist með 13,5%, VG 9,9% og Björt framtíð með 4,9%. Ef þetta yrðu niðurstöður þingkosninga þá fengi Sjálfstæð- isflokkur tvo kjördæmakjörna þingmenn, Píratar tvo, Fram- sóknarflokkurinn einn, Samfylk- ingin einn og VG einn. Norð- vesturkjördæmi mælist sterk- asta vígi ríkisstjórnarflokkanna á gervöllu landinu. Samanlagt fylgi þeirra nálgast helming atkvæða, 48,3%. Á landsvísu er það mik- il sigling Pírata sem vekur hvað mesta athygli. Þeir mælast með 34,1% og fengju þannig 24 kjör- dæmakjörna þingmenn. Fram- sóknarflokkurinn, stærsti sig- urvegari síðustu þingkosninga, mælist hins vegar einungis með 8,9% og fengi samkvæmt því fjóra kjördæmakjörna þingmenn yrðu það niðurstöður þingkosn- inga. Þessir þingmenn kæmu all- ir úr landsbyggðakjördæmunum þremur. -mþh Ævintýraleg fjölg- un ferðamanna LANDIÐ: Um 91 þúsund er- lendir ferðamenn fóru frá land- inu í maí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar, eða 24.300 fleiri en í maí á síðasta ári. Aukn- ingin nemur 36,4% milli ára. Aukning hefur verið milli ára alla mánuði frá áramótum eða 34,5% í janúar, 34,4% í febrúar, 26,8% í mars og 20,9% í apríl. Þriðjung- ur ferðamanna kemur frá Banda- ríkjunum og Bretlandi. Af ein- staka þjóðernum fjölgaði Banda- ríkjamönnum, Bretum, Þjóðverj- um og Kínverjum mest milli ára í maí en 8.772 fleiri Bandaríkja- menn komu í maí í ár en í fyrra, 2.437 fleiri Bretar, 1.949 fleiri Þjóðverjar og 1.048 fleiri Kín- verjar. Þessar fjórar þjóðir báru uppi um 58% aukningu ferða- manna í maí. –mm Sameining skóg- ræktarstarfs í athugun LANDIÐ: Sigrún Magnúsdótt- ir umhverfisráðherra hefur skip- að starfshóp til að skoða fýsileika þess að sameina skógræktarstarfs ríkisins í eina stofnun. Um er að ræða Skógrækt ríkisins og lands- hlutaverkefni í skógrækt, sem eru Vesturlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum, Norðurlandsskóg- ar, Héraðs- og Austurlandsskóg- ar og Suðurlandsskógar, auk um- sjónar Hekluskógaverkefnisins. Markmið vinnunnar er m.a. að samræma stjórnsýslu skógrækt- armála og gera hana skilvirkari, auka faglega getu og yfirsýn og að efla búsetu á landsbyggðinni, m.a. með því að styrkja starfs- stöðvar í héraði. Er starfshópn- um ætlað að greina hver sam- legð sameiningar skógræktar- starfs ríkisins yrði og skila í lok ágúst greinargerð um hugsanleg- an ávinning og áskoranir. Hópn- um er ætlað að hafa náið samráð við Landssamtök skógareigenda og Skógræktarfélag Íslands. –mm „Samtök atvinnurekenda á sunnan- verðum Vestfjörðum (SASV) fagna mjög þeirri ákvörðun Skipulags- stofnunar að fallast á beiðni Vega- gerðarinnar um heimild til endur- upptöku á þeim hluta úrskurðar stofnunarinnar um mat á umhverf- isáhrifum Vestfjarðavegar sem varða rúmlega 15 km kafla frá Þorska- firði og vestur fyrir Gufufjörð og fer meðal annars um Teigsskóg. Það er von SASV að Vegagerðin hraði nú eins og kostur er vinnu sinni að gerð nýrrar tillögu að matsáætlun svo hefja megi framkvæmdir eins fljótt og kostur er,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Þá segir að ákvörð- un Skipulagsstofnunar grundvall- ist á þeim verulegu breytingum sem Vegagerðin hefur gert á fram- kvæmdaáformum sínum á svæðinu, ekki síst í Teigsskógi, þar sem horf- ið hefur verið frá efnistöku með til- heyrandi vegslóðum. Stofnunin telur einnig að breytingar á legu vegarins og hönnun þverana yfir Djúpafjörð og Gufufjörð séu líklegar til að hafa áhrif á umhverfismat framkvæmdar- innar hvað varðar áhrif á skóglendi, landslag og leirur og fjörur. „Endurbætur á hönnun þessa hluta Vestfjarðarvegar marka veru- leg þáttaskil til aukinna framfara fyrir efnahag íbúa og vaxandi at- vinnulíf á sunnanverðum Vestfjörð- um, allt frá Bíldudal til Reykhóla. Bættar vegsamgöngur og aukið um- ferðaröryggi á Vestfjarðarvegi mun skjóta enn styrkari stoðum undir vöxt svæðisins með auknum ferða- mannastraumi, lífvænlegri sam- félögum til búsetu og fyrir fyrirtæki svæðisins sem þurfa að koma að- föngum og vörum vestur og afurð- um á markaði innanlands og erlend- is,“ segja atvinnurekendur á sunnan- verðum Vestfjörðum. mm Binda vonir við jákvæð þáttaskil í Teigsskógsmálinu Teikning úr Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar, sem sýnir legu vegarins sam- kvæmt tillögunni nú. „Það er búið að leggja klæðingu á sex kílómetra hér í Svínadaln- um. Það var gert í fyrra. Nú í ár erum við að leggja á 2,5 kílómetra til viðbótar. Þá er búið að leggja klæðningu vestur úr inn að bæn- um Kambshóli. Þessu á að vera lok- ið 15. júlí. Það sem eftir stendur þá af veginum er síðan spottinn þaðan austur að veginum sem liggur að og frá Draganum. Það eru svona tveir til þrír kílómetrar. En með þessu er búið að leggja slitlag að sumarbú- staðahverfunum vestan Kambs- hóls,“ sagði Óskar Ólafsson fram- kvæmdastjóri hjá verktakafyrir- tækinu Óskataki þegar blaðamað- ur Skessuhorn ók fram á hann og menn hans við störf í Svínadalnum í síðustu viku. Óskar var þar með mannskap og vélar við endurbæt- um á veginum. Flestir sumarbú- staðaeigendur norðanvert í Svína- dal eiga því að geta ekið á malbiki inn dalinn síðar í sumar. Óskar bætti við að nú veitti vart af því að fara að huga að því að endurbæta veginn og leggja slitlag yfir Ferstikluháls og Dragann nið- ur í Skorradal og þaðan í Andakíl- inn. „Það er mikil og sívaxandi um- ferð eftir þessari leið, ekki síst hjá erlendum ferðmönnum. Þeir fylgja leiðsögutækjunum í bílunum sem gefa þetta upp sem stystu leið milli Hvalfjarðar og Borgarfjarðar. Mað- ur þekkir þá á aksturslaginu þegar þeir stoppa til að líta í kringum sig og ná áttum þegar þeir uppgötva að vera allt í einu komnir inn á af- skekktan malarveg.“ mþh Bundið slitlag lagt á Svíndal í Hvalfjarðarsveit Menn frá Óskataki við vegagerð í Svínadal í síðustu viku. Frá vinstri: Guðgeir Hans Kolsöe, Óskar Ólafsson framkvæmdastjóri og Adam Örn Óskarsson. Jökulmílan er lengsta hjólakeppni fyrir einstaklinga sem haldin er á Íslandi. Hún fer fram þann 20. júní næstkomandi og er samstarfsverk- efni Grundarfjarðarbæjar, Snæ- fellsbæjar, Stykkishólmsbæjar og hjólreiðafélaganna Hjólamanna og Þríkó-hjóla. Vegalengdin sem hjól- uð verður er rétt rúmlega 100 ensk- ar mílur eða 162 km. Lagt er af stað frá Grundarfirði og hjólað til vest- urs gegnum Rif, fyrir Snæfellsjök- ul, til baka eftir suðurströnd Ness- ins og norður yfir Vatnaleið áður en endað er í Grundarfirði á ný. Fyrir þá sem ekki treysta sér til að hjóla alla 162 kílómetrana er vert að nefna að einnig verður í boði að fara hálfa Jökulmílu, 80km leið frá Grundarfirði til Stykkis- hólms og til baka, sem og Mílu- spretturinn sem ætlaður er yngri þátttakendum. Þar verða hjólaðir nokkrir hringir um Grundarfjarð- arbæ þar sem fjöldi hringja fer eftir aldri þátttakenda. „Þetta er fyrir alla, óháð getu og aldri. Hugsunin er að sem flestir af sem breiðustum hópi geti not- ið þess að takast á við þessa áskor- un,“ sagði Einar Stefán Kristins- son, einn skipuleggjenda viðburð- arins, í samtali við Skessuhorn á dögunum. „Þarna er hjólað eftir strandlengju Snæfellsness, gegn- um þjóðgarð, kringum jökul og í nálægð við friðað fuglavarp. Þar fyrir utan er lítil umferð og útsýn- ið frábært. Ég veit ekki hvort þetta er möguleiki nokkurs staðar annars staðar í heiminum,“ bætir hann við. „Ég hef hjólað þessa leið nokkrum sinnum sjálfur og það er æðislegt.“ Aðspurður segir hann skráningu fara vel af stað og allt útlit fyrir að þátttaka verði að minnsta kosti jafn góð og í fyrra. „Undirbúningur er í fullum gangi og skráningu lýk- ur 16. júní næstkomandi. Ég hvet alla til að skrá sig til leiks á www.jo- kulmilan.is og njóta þess að takast á við þessa áskorun í fallegu um- hverfi,“ segir hann að lokum. kgk Jökulmílan er hjólreiðamót fyrir alla Þátttakendur Jökulmílunnar í fyrra með Kirkjufell í baksýn. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.