Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 21 Í tilefni af sjómannadeginum sunnudaginn 7. júní, fóru börn og starfsmenn í leikskólanum Teiga- seli á Akranesi í skrúðgöngu í síð- ustu viku niður að bryggju. Skoð- uðu þau bátana og enduðu á Akra- torgi þar sem farið var í ýmsa leiki. Vilhjálmur formaður Verkalýðs- félags Akraness og Kristófer, fyrir hönd sjómanna, komu og gáfu öll- um harðfisk. Meðfylgjandi myndir bárust Skessuhorni frá Teigaseli. mm Sjómanna- dagurinn í Teigaseli Grundfirskir sjómenn kíktu í heim- sókn í leikskóla bæjarins eins og þeir gera á hverju ári í aðdraganda sjómannadags. Þá komu þeir með þessar algengustu fisktegundir og sýndu krökkunum. Þau sýndu þessu mikinn áhuga. Að lokum skoruðu sjómenn svo á krakkana í reiptog og vakti það mikla lukku. Frábært framtak hjá þeim. tfk Sjómenn skoruðu á börnin í reiptog Fimmtudaginn 28. maí síðastliðinn var Leiðtogadagur í leikskólunum Andabæ á Hvanneyri og Hnoðra- bóli á Grímstöðum í Reykholtsdal. Þar sýndu leiðtogarnir hvernig þeir hafa verið að vinna með venjurn- ar sjö og þjálfa leiðtogafærni sýna út frá hugmyndafræði Leiðtogans í mér. Leiðtogadagurinn er hugsað- ur að hann sé barnanna, þau tóku á móti gestunum, voru með upp- ákomu í sal, leiddu gesti um leik- skólana og sýndu þeim það sem þau hafa verið að gera. Í lokin buðu börnin gestum upp á veitingar sem þau tóku þátt í að útbúa. Rúmlega 30 boðsgestir komu á leiðtogadag- inn sem tókst í alla staði mjög vel. Eftir hádegi var svo opið hús á báð- um stöðum og voru foreldrar sem og fólk í samfélaginu duglegt að koma í heimsókn og vill starfsfólk leikskólana þakka öllum kærlega fyrir komuna. Leiðtoginn í mér (The Leader in Me) er hugmyndafræði fyrir skóla sem byggir á bók Steven R. Co- vey „The 7 Habits of Highly Ef- fective People“. Hún gengur út á það byggja upp sterka einstak- linga með góða leiðtogafærni til að takast á við áskoranir í lífi og starfi. Tilgangurinn er að undirbúa næstu kynslóð undir það að tak- ast á við áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. TLiM snýst ekki um að búa til litla leiðtoga úr öllum börnum, heldur að hjálpa hverjum einstaklingi til að blómstra. Hver einstaklingur fær tækifæri til að vinna út frá sínum eigin styrkleik- um og verða besta útgáfa af sjálf- um sér. TLiM byggir upp skilningi og færni til að geta borið ábyrgð á eigin ákvörðunum og þannig mót- að líf sitt til hins betra ásamt því að þroska samskiptahæfni nemenda og starfsfólks. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu: www. theleaderinme.org/ Fjórir leikskólar í Borgarbyggð og Grunnskóli Borgarfjarðar taka þátt í þessu verkefni og hafa þeir nú allir haldið leiðtogadag og hafa þeir heppnast mjög vel og verið skemmtilegir. -fréttatilkynning. Leiðtogadagur í leikskólunum Andabæ og Hnoðrabóli í Borgarbyggð Leiðtogar á Hnoðrabóli með gestum.Móttökuleiðtogar á Hnoðrabóli taka á móti Kolfinnu Jóhannesdóttur sveitar- stjóra og Birni Bjarka Þorsteinssyni sveitarstjórnarmanni. Kveðjuleiðtogar á Hnoðrabóli færa gestum sínum sólblóm í kveðjugjöf. Elín María Björnsdóttir sem hefur innleitt verkefnið leiðtoginn í mér inn í skólana í Borgarbyggð ásamt elstu börnunum í Andabæ og Áslaugu Ellu Gísladóttur, leikskólastjóra. Gestir á leiðtogadeginum í Andabæ.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.