Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 201520
Sjómannadagurinn á Vesturlandi
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í Ólafsvík eins og í öllum helstu útvegsplássum landsins. Áhöfnin á Ólafi
Bjarnasyni SH var heiðruð fyrir björgun úr sjávarháska. Þórður Almar Björnsson, sem bjargað var utan við Hellissand 19. maí
eftir að bátur hans Herkúles SH sökk, er lengst til hægri. Ljósm. af.
Í Grundarfirði buðu útgerðir íbúum og gestum að fara í skemmtisiglingu. Hér er hópur um borð í Farsæli SH.
Ljósm. sk.
Í tilefni Sjómannadagsins var einn sjómaður heiðraður við guðs-
þjónustu á Akranesi. Það er Hallgrímur Þór Hallgrímson. Hann er
lýðveldisbarn, fæddur 8. apríl 1944. Hér er Hallgrímur Þór í hópi
ásamt valinkunnu fólki, m.a. formanni verkalýðsfélagsins, sóknar-
presti, bróður, presti, forsvarsmönnum bæjarfélagsins og fánabera.
Ljósm. Sigríður Valdimarsdóttir.
Konur í slysvarnadeildinni Líf á Akranesi stóðu sig að vanda með prýði og buðu
upp á veglegt kaffihlaðborð í Jónsbúð.
Ljósm. mm.
Andlitsmálun, sykurfrauð og blöðrublástur var meðal þess sem boðið var upp á
við Jónsbúð á sunnudaginn. Ljósm. mm.
Sjómannadagsráð Grundarfjarðar heiðraði tvo fyrrverandi
sjómenn í sjómannamessu síðasta sunnudag. Þá var splunkuný
orða kynnt til sögunnar en það var Þorgrímur Kolbeinsson hjá
Lavaland sem hannaði og bjó til þessar fallegu orður. Það voru
heiðursmennirnir Magnús Álfsson, Gunnar Magnússon og Friðsemd
Ólafsdóttir, eiginkona Gunnars, sem fengu orðu að þessu sinni við
hátíðlega athöfn í Grundarfjarðarkirkju. Með þeim á myndinni eru
séra Aðalsteinn Þorvaldsson og Jón Frímann Eiríksson formaður
sjómannadagsráðs. Ljósm. tfk.
Keppt var í sjómanni á sjómannadaginn á Akranesi. Hér er Ólafur
Adolfsson dómari ásamt sigurvegaranum, Stefáni sterka Rafnssyni.
Ljósm. mm.
Illugi Jónasson, Pétur Steinar Jóhannsson og Börkur Guðmundsson
sjómaður sem var heiðraður í Ólafsvík á sjómannadaginn.
Ljósm. af.
Tekið á því í reiptogi í Ólafsvík. Ljósm. af. Í Stykkishólmi voru þeir Jens Óskarsson og Pétur Ágústsson heiðraðir
á sjómannadaginn. Á myndinni má sjá þá ásamt konum sínum, þeim
Ingveldi Ingólfsdóttur og Svanborgu Siggeirsdóttur. Ljósm. sá.