Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 27 Mikilvægar umhverfisbætur Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Pennagrein Pennagrein Uppbygging og endurbætur á frá- veitum Orkuveitunnar á Vestur- landi eru eitt stærsta umhverfis- verkefni sem unnið er að á Íslandi um þessar mundir. Þegar verkinu var frestað árið 2011 með sam- komulagi eigenda fyrirtækisins, Reykjavíkurborgar, Akraneskaup- staðar og Borgarbyggðar, sem hluti af aðhaldsaðgerðum í fjár- málum Orkuveitunnar, höfðu fjór- ar lífrænar hreinsistöðvar í upp- sveitum Borgarfjarðar verið tekn- ar í notkun, búið var að byggja dælu- og hreinsistöðvar á Akra- nesi, Borgarnesi og Kjalarnesi og leggja nær allar stofnlagnir í þétt- býli. Eftir stendur hins vegar að leggja allar sjólagnir, að koma upp vélbúnaði í stöðvarnar og að klára lagnavinnu við Krókalón á Akra- nesi. Nú er verkið hafið að nýju og á því að vera lokið í heild sinni fyr- ir lok næsta árs. Staða verksins á Akranesi er sú að nú í fyrstu viku júnímánaðar hófu verktakar að grafa fyrir aðalútrás- inni frá hreinsistöðinni við Ægis- braut sem og sjólögn frá stöðinni sem mun flytja hreinsað skólp 1,5 km í sjó fram. Samhliða verður unnið að svipuðum framkvæmdum í Borgarnesi og á Kjalarnesi, sem eru hluti heildarverksins. Meginhluti lagnavinnu á landi hefst í ársbyrjun 2016 og stend- ur meira eða minna fram á haust. Stærsti einstaki hlutinn felst í lagningu á um 500 metra lögn við Krókalón, sem hafði frestast af skipulagsástæðum á sínum tíma. Til stóð að reisa dælubrunn við vestari enda lagnarinnar en horf- ið hefur verið frá því og nú leita Orkuveitan og Akranesbær í sam- einingu nýrrar staðsetningar fyrir dælustöð miðsvæðis á þessari lögn. Hafnar eru viðræður við íbúa í ná- grenni fyrirhugaðrar dælustöðvar og útrásar til að skapa sem breið- asta sátt um staðarvalið. Líklegt er að gera þurfi minni háttar breyt- ingu á skipulagi vegna þessa. Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdina nemi samtals um 1,6 milljarði króna á árunum 2015 og 2016. Það eru veruleg- ir fjármunir en hér er um að ræða mjög mikilvægar og áríðandi um- bætur í umhverfismálum. Ákveðið hefur verið að hraða framkvæmdum á Akranesi eins og kostur er og stefnt að því að kerf- ið verði gangsett hér síðla hausts á næsta ári. Það er mikið fagnaðar- efni að hjólin séu farin að snúast að nýju og að fráveitumál á Akra- nesi verði komin í gott horf fyrir lok næsta árs. Valdís Eyjólfsdóttir Höf. er bæjarfulltrúi og fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn Orkuveitunnar. Landbótahópur Grétars Einars- sonar heimsótti okkur í Skógrækt- arfélagi Akraness fimmtudaginn 4. júní. Grétar bjó áður hér á Akra- nesi og var þá einn af helstu dugn- aðarforkum Skógræktarfélagsins. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur hefur hann haldið tryggð við okk- ur á Skaganum og mætt með hóp fólks af höfuðborgarsvæðinu kvöld- stund í byrjun júní og unnið með okkur í Slögu í Akrafjalli. Að þessu sinni mættu þau sjö að sunnan og grisjuðu og gróðursettu í Slögunni. Töluvert þarf að grisja þarna, sér- staklega víðitré sem hafa látið und- an veðurofsanum í vetur. Á fyrstu árum skógræktar í Slögu var tölu- vert gróðursett af ýmsum víðitrjám enda vaxa þau hratt og veita öðrum trjám skjól. Rótarkerfið er hins veg- ar lélegt og ef þau eru ekki klippt reglulega þá láta þau gjarnan und- an vindi og snjóþunga. Ekki þarf að fjölyrða um veðurfarið í vetur, rok- ið hefur farið illa með flest tré og m.a. má víða sjá mikið af illa förnum barrtrjám í skógrækt okkar eins og raunar annars staðar á landinu. Þegar galvaskur vinnuhópur- inn mætti í Slögu mátti heyra jarm úr skóginum og fljótlega sáum við sauðkindur sem jöpluðu með bestu lyst á nýgræðingnum. Við fórum tveir að eltast við rollurnar og náðum loks að reka þær út úr skógræktinni. Þetta var ágætt trimm fyrir gamal- menni á sjötugsaldri en betra hefði verið að nota kraftana í skógræktina, næg eru verkefnin þar. Skemmdirn- ar sem rollurnar valda á skógrækt- inni eru ótrúlega miklar og hryggi- legt að horfa uppá þær, sérstaklega vegna þess að allt í kringum okkar litlu skógrækt er mikið landflæmi sem undirlagt er af sauðfé og hest- um. Er virkilega ekki hægt að halda búpeningnum í burtu frá yndisreit- um okkar þéttbýlisbúa? Skógræktar- svæðin eru agnarlítil samanborið við beitilandið allt í kring og því ættu trén að fá að vera í friði. Skógrækt á Íslandi er auðveld ef hægt væri að draga úr ágangi búfjár. Þrátt fyrir smápirring vegna sauð- fjárins gekk vinnan vel þetta kvöld og allir voru ánægðir þegar sunn- anfólkið hélt heimleiðis um klukkan tíu um kvöldið. Við í skógræktarfélaginu erum með vinnudag alla mánudaga kl. 17 og þá eru allir velkomnir að aðstoða okkur eða bara til að skoða skóg- ræktarsvæðin. Á næstunni fáum við 10 þúsund plöntur til gróðursetn- ingar. Þá eru fjölmörg önnur verk- efni sem bíða okkar í sumar: Lag- færing stíga, sláttur, málning vinnu- skúra og margt fleira. Fimmtudaginn 11. júní kl. 20 ætlar Sigríður Júlía Brynleifs- dóttir frá Vesturlandsskógum að heimsækja okkur og skoða skóg- ræktarsvæðin á Akranesi og gefa góð ráð. Þetta verður jafnframt skoðunarferð fyrir alla sem vilja kynna sér skógræktarsvæði okk- ar Akurnesinga. Allir áhugasam- ir eru hvattir til að mæta. Jens B. Baldursson, jensbb@internet.is Höf. er formaður Skógræktarfélag Akraness www.skog.is/akranes Grisjað, gróðursett og elst við sauðkindur Sauðkindur í Slögu. Hér má sjá landbótahóp Grétars ásamt Skagafólkinu. Grétar Einarsson er lengst til vinstri. Veður var fínt meðan á vinnunni stóð en farið að rigna í lokin þegar myndin var tekin. Vinkonurnar Rakel Rún Eyjólfs- dóttir og María Dís Einarsdótt- ir stóðu fyrir styrktartónleikum fyrir Krabbameinsfélag Akraness síðastliðið fimmtudagskvöld í Tónbergi. Það var mikið af ungu og efnilegu fólki sem gaf vinnu sína á tónleikunum og dagskrá- in var fjölbreytt. Þeir sem fram komu voru strengjasveit Grunda- skóla, hljómsveitin Spez, hljóm- sveitin Apollo, Jóna Alla og Ari, Heiðmar og Sindri, Olga og Ísa- bella, Ragna Benedikta, Sím- on Orri og Halla Margrét, Mar- grét Saga og svo vinkonurnar Rakel Rún og María Dís. Samú- el Þorsteinsson sá um að halda utan um viðburðinn. Markmið tónleikanna var einnig að hvetja ungmenni annars staðar á landinu til að gera góðverk og safna fyrir krabbameinsfélagið á sínu heima- svæði með einhverjum hætti. Því afhentu Rakel Rún og María Dís, Sigríði Helgu Skúladóttur úr Krabbameinsfélagi Borgarfjarðar „tré“ sem á vonandi eftir að fara um land allt. Þær skora því á ung- menni í Borgarfirði að taka við trénu og standa fyrir svona við- burði. Það var vel mætt á tónleikana og alls söfnuðust 204 þúsund krónur. Það voru þær Alma Auð- unsdóttir og Ólöf Inga Birgis- dóttir úr stjórn Krabbameinsfé- lags Akraness sem tóku við pen- ingagjöfinni. ers Héldu tónleika til styrktar Krabbameinsfélagi Akraness

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.