Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 201526 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/ in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (at- hugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstu- degi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 62 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Víða er góðs manns getið“. Vinn- ingshafi er: Lísa Fannberg Gunnarsdóttir, Brautar- holti 7, 355 Ólafsvík. mm Efni Skop- persóna Svik Brún Félagi Af- skipti Kvaka Grip Könnun Röst Gata Kroppa Til Villt Sk.st. Vein Dyraloka Þröng Kusk Soð Brodd- göltur Þegar Skel Kraftur 7 Nota Blóm Sérhlj. 4 Úthey Sæti 2 Til Ískra Bás Fugl Sífellt Stillir Rask Menn Spurn Pex Rödd Nöldur Varmi Frjáls Hræðsla 8 Lita Kusk Mánuð- ur Atlot Hratt Spann Ráf Vær Svif Þungi Botn Þófi Krot Fiskur Hró Á fæti Vein 5 Brodd í hálsi Fjöldi Átak Veisla Fluga Skaut Féll Blóm- sveigur Nýtur Fjör Tíndi Elskar Lund Skinn Brak Sýll Áfall Kven- dýr Rasa Læra Hófdýr 6 Púkar Sefa Elds- neyti Reifi Röskur Leyfi 1 Reiðihlj. Birgðir Reið 9 Þreyta Slá Kvað Rolla Snerill Rendur Bardagi Elfur Tófa Stafina Fagur 3 Geisla- baugur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Það gengur afar illa um þessar mundir - allar stéttir barlómssönginn kyrja Vísnahorn Ilmur þinn með blænum berst birkilaufið væna. Ennþá hefur undrið gerst, undrið fagurgræna. Ekki veit ég hvort sú stund verður runnin upp þegar lesendur fá þetta blað í hendurnar að birkið verði útsprungið en það þykir mér allavega og trú- lega fleirum mikilvægur áfangi á hverju vori. Þessi vísa var hinsvegar eftir Jakob heitinn á Varmalæk eins og margt fleira gott en sú næsta sem hér kem- ur eftir Gísla Ólafsson frá Eiríksstöðum: Vorið mettar allt af ást upp þá léttir hríðum fannablettir burtu mást, blómin spretta í hlíðum. Halldór á Ásbjarnarstöðum er aftur á móti höf- undur að þessari: Þegar dögg og sumarsól sigurkröftum beitir -bændagleði á grænum kjól gengur um allar sveitir. Margir eru orðnir langeygir eftir alvöru vori og farið að langa í hlýindi. Jói frá Stapa sendi Inga Heiðmari Jónssyni eftirfarandi hughreystingu á dögunum: Þó að napur norðansvali næði yfir fjöll og dali og bitran ákaft bíti kinn. Sungið er um sól og hlýju senn mun jörðin grænka að nýju. Birtu og yl í brjósti finn. Ýmsa bragarhætti á vorið í fórum sínum líkt og mannfólkið. Guðfinna Þorsteinsdóttir eða Erla í Teigi fagnar vorinu með þessum hætti: Sæl, gola! Sól ylar dali. Send vind um grennd, bindið hendur, fönn vinnið, fram hrannir renni, fallþungar mjallbungur allar. Fjöll, hjallar, fell, stallar, halli fljótt rísi, gnótt ísa lýsi. Foss kátur fyss-látum státi, fram sprækur hver lækur sæki. Þó er nú ekki alltaf stöðug blíða enda höfum við svosem orðið skilmerkilega vör við það í vor. Björn S. Blöndal orti einhvern tímann þegar á móti blés: Ég er votur, víða kalt, varla þrot á trega. Lífið potast áfram allt ekki notalega. Séra Sigurður Norland var þekktur hagyrðing- ur á sinni tíð og mátti raunar kallast skáld. Ráðs- kona hans og bústýra lengi var Ingibjörg Blöndal sem einnig var prýðilega hagorð manneskja. Eft- ir hana er þessi vísa: Tíðum þó sé tómlegt hér og tilgangslaust mig dreymi – að vera ein með sjálfri sér er sælan mest í heimi. Ég man aldrei ártöl. Það er einfaldlega ekki mín deild en ætli það hafi ekki verið í kringum 1970 sem tími stuttu pilsanna var. Þau voru svona ámóta og þokkalega breitt belti. Meðan sú tíska var á þróunarstigi var Haraldur Zophaníasson spurður að því á hagyrðingakvöldi hvort pilsin myndu halda áfram að styttast eða síkka aftur: Fótleggja og læraljómi lífgar geð og kætir menn. Styttast mega að mínum dómi minnsta kosti um helming enn. Við Íslendingar höfum ýmsum þjóðum meiri reynslu af eldgosum og ætli við höfum ekki kynnst flestum hliðum þeirra. Á tímum Surtseyjargoss- ins var nokkuð kvartað yfir menguðu vatni í Ves- mannaeyjum enda vatnsmál þar frumstæðari þá en síðar varð. Þá orti Brynjólfur Einarsson: Breyti um veður þá veit ég þú sérð í vatnsmálum okkar hvað skeður. Hér verður allsherjar gosdrykkjagerð gang’ann í útsynnings veður. Nokkru eftir aldamótin 1900 var sett á stofn rjómabú austan Gufuár rétt sunnan við gamla þjóðveginn. Þar var fyrsta bústýra Kristín Ólafs- dóttir frá Sumarliðabæ, síðar húsfreyja í Rauða- nesi. Finnbogi Kristófersson í Galtarholti fékk stundum að geyma þar brennivínskút og gat því átt þangað erindi stöku sinnum. Þá kvað hann: Oft ég róla inn til þín, í smjörshóla tóttir. Ég kýs mér skjól þar kátleg skín, Kristín Ólafsdóttir. Margir hafa ort og kveðið vorvísur um dagana og með ýmsum hætti. Stundum er komið að örlít- ið öðrum sjónarhornum en algengust eru en svo er hitt líka til að menn halda sig bara við gömlu góðu lofrolluna og gera það prýðilega eins og Ólína Andrésdóttir: Sjást á borði blómin væn, ber og forði rósa. Samt þó storðin sé nú græn sakna ég norðurljósa. Alltaf þíða ár og síð, aldrei hríðar snjóa. Svo er tíðin blessuð, blíð; ber í hlíðum gróa. Ungviðið er eitt af kennimerkjum vorsins og margir hlakka til að sjá folöldin nýköstuð. Þá er að velta fyrir sér lit og sköpulagi gripsins og spá í framtíðina. Þorsteini Magnússyni frá Gilhaga, föður Indriða G, fæddist eitt sinn brúnt hestfolald og voru menn að velta fyrir sér hvort gripurinn yrði grár með aldri og þroska. Ekki var Þorsteinn trúaður á það og lagði þetta til mála: Straums á tjaldi traustur, frár taums í valdi makkahár; ungur baldinn beislamár -Brúnn sem aldrei verður grár. Brúnn lifði langa ævi í eigu Þorsteins og festist við hann nafnið ,,Brúnn sem aldrei verður grár“. Jón Þorsteinsson frá Arnarvatni fékk rautt hest- folald og um það kvað hann: Litli Rauður Sokkason svelli þér lífsins straumur. Þú ert ennþá aðeins von, ofurlítill draumur. Enginn veit hvort verður ber vísirinn sem við fundum, það er gott að gera sér góðar vonir stundum. Svo sem ýmsir hafa orðið varir við er nokkur verkfallaalda nú um stundir og sér ekki fyrir end- ann á. Slíkar öldur ganga yfir með nokkuð reglu- legu millibili og hver stéttin hamast við að ná næstu viðmiðunarstétt. Fyrst þarf að hækka kaup þeirra lægstlaunuðu og síðan að meta menntunina til verðgildis svo þeir verði nú hæfilega langt á undan þeim ómenntuðu. Í einhverri verkfallahrinu fyrir mörgum árum orti Jakob á Varmalæk: Það gengur afar illa um þessar mundir, allar stéttir barlómssönginn kyrja. Gjörvöll þjóðin er að verða undir. Undir hverju má ég kannske spyrja. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Kompás, málagagn útskriftarnem- enda Stýrimannaskólans í Reykja- vík, er gefið út á hverju ári sem fjáröflun til útskriftarferðar nem- enda skólans. Í ár var blaðið gefið út í 2600 eintökum og var því dreift um land allt, þar á meðal með Sjó- mannadagsblaðinu Víkingi, en í fyrsta skipti er það einnig gefið út á netinu. Blaðið samanstendur af við- tölum og greinum sem að tengjast sjómennsku og sjávarútvegi á einn eða annan hátt. En einnig eru þar fréttir af starfi nemendafélagsins og af síðustu útskriftarferð skólans svo eitthvað sé nefnt. Lagt var upp með að hafa blaðið fjölbreytt og skemmtilegt, með efni sem myndi hæfa flestum sem læsu það. Mikill metnaður fór í hönnun og umbrot á blaðinu, sem að mati margra er talið vera með þeim flott- ari síðustu ár og væntum við þess að næsti útskriftarhópur skili af sér vönduðu og skemmtilegu Komp- ásblaði. Sædís Eva Birgisdóttir rit- stjóri Sjávarafls, átti mikinn þátt í hönnun og umbroti blaðsins og á hún bestu þakkir skildar fyrir frá- bæra ráðgjöf. -fréttatilkynning Kompás er blað útskriftarnema Stýrimannaskólans

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.