Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 201516
Færeyski kútterinn Westward HO
lagðist að bryggju á Akranesi laust
eftir klukkan 15 á föstudaginn.
Westward er 23 metra langur og
sex metra breiður, tvímastra kútter
smíðaður í Grimsby á Englandi árið
1884. Hann er því hvorki meira né
minna en 131 árs gamall, eða árinu
eldri en Kútter Sigurfari sem stend-
ur á Safnasvæðinu á Akranesi.
Westward HO lagði úr höfn í
Færeyjum fimm dögum áður en
hann kom á Akranes, með þrettán
manns í áhöfn; átta Íslendinga og sjö
Færeyinga. Að sögn Jónsvein Lam-
hauge skipstjóra gekk ferðin vel.
„Við lögðum af stað frá Þórshöfn
á sunnudagskvöldinu. Ferðin gekk
fínt og það var gott veður, nema
nokkuð mikill vindur einn daginn.“
sagði Jónsvein þegar blaðamaður
Skessuhorns spjallaði við hann eftir
að kútterinn lagðist að bryggju.
Skipið hafði viðkomu í Vest-
mannaeyjum áður en siglt var sem
leið lá á Akranes þar sem legið var
við bryggju til morguns. „Við för-
um á morgun til Reykjavíkur þar
sem við tökum þátt í Hátíð hafsins í
tilefni sjómannadagsins,“ sagði Jón-
svein á föstudaginn.
kgk
Kútterinn Westward HO átti viðkomu á Akranesi
Kútterinn Westward HO í innsiglingunni við Akraneshöfn. Akrafjallið í baksýn. Westward HO við bryggju.
Kútterinn Westward HO lagðist að bryggju á Akranesi um
nónbil á föstudaginn.
Jónsvein Lamhauge skipstjóri sagði siglinguna frá Færeyjum
hafa gengið vel.
Íslenskir eldsmiðir stóðu fyrir eld-
smíðahátíð á Safnasvæðinu á Akra-
nesi um síðustu helgi. Örnámskeið
fyrir byrjendur, ljásmíði og Íslands-
meistaramót í eldsmíði var með-
al þess sem boðið var upp á. Hægt
var að koma alla helgina, eða hluta
úr degi, og fylgjast með eldsmið-
um við vinnu sína. Talsverður hópur
íbúa og ferðafólks nýtti sér að fylgjast
með eldsmiðum að störfum. Matti-
as Helje, einn helsti eldsmiður Svía,
kom til að kenna ljásmíði en á Íslandi
eru fáir sem treysta sér til að smíða
ljái. Því er brugðið á það ráð að flytja
inn eldsmið, sérstaklega til að kenna
ljásmíði og til að endurvekja gamla
verkþekkingu. Mattias Helje er einn-
ig liðtækur fiðluspilari og á Safn-
asvæðinu hljómuðu ljúfir tónar fiðl-
unnar í lok eldsmíðadaganna. Þetta
var tólfta árið í röð sem eldsmiðir eru
við vinnu sína á Safnasvæðinu, sjö-
unda árið sem eldsmíðahátíð er hald-
in og í þriðja sinn sem keppt er um
titilinn Íslandsmeistari í eldsmíði.
Íslandsmeistaramótið í eldsmíði var
lokapunktur hátíðarinnar og fór fram
á sunnudaginn. Keppnisverkefnið var
að smíða skóhorn með upphengi. Þá
reyndi á að keppendur gætu hann-
að nytjagripi sem þeir þurftu að ljúka
við að smíða á þremur klukkutímum.
Tólf manns tóku þátt í keppninni og
var einkar fróðlegt að fylgjast með
járnteini verða að listasmíði í hönd-
um þeirra sem einkum hafa hamar og
steðja til verksins auk eldsins. Síðdeg-
is á sunnudaginn lágu úrslit svo fyrir.
Fjórir reyndir eldsmiðir tóku að sér
að skera úr um hver bæri sigur úr být-
um. Í fyrra var það Beate Stormo sem
vann Íslandsmeistaramótið og hafði
hún því titil að verja, sem henni tókst,
því hún má nú kalla sig Íslandsmeist-
ara annað árið í röð. Í öðru sæti varð
Einar Gunnar Sigurðsson og Óskar
Páll Hilmarsson þriðji. mm
Beate Stormo varði Íslansmeistaratitilinn í eldsmíði
Keppendur á mótinu voru 12 að þessu sinni. Hér eru ellefu þeirra. Í fremstu röð eru sigurvegarnir og Beate Stormo, eina
konan í hópnum, sem bar sigur úr býtum annað árið í röð.
Járnið hamrað meðan það er heitt.
Hér er Beate Stormo að móta verðlauna skóhornið. Hér má sjá nokkra af smíðisgripunum.