Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 20154 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Skóflustungutíð í vændum Síðastliðinn föstudag ákvað ég í samráði við og að áeggjan konunnar að fara í útilegu. Þá var nefnilega kominn júní og samkvæmt almanakinu og meðal- hita þess árstíma í sögulegu samhengi átti hitastigið að vera allbærilegt, í það minnsta fyrir hraustmenni. Viðlegubúnaðurinn var heldur ekki af lakari end- anum, fellihýsi sem við keyptum fyrir ári, nokkurra ára gamalt og lítið notað af burtfluttum athafnamanni sem þótti ekki lífvænlegt hér á klakanum leng- ur. Þetta var reyndar afar lítið notað fellihýsi, framleitt ári fyrir hrun. Hafði líklega verið notað þrisvar sinnum fyrsta sumarið í hans eigu, tvisvar annað sumarið, einu sinni þriðja sumarið og ekkert í fjórða, fimmta og sjötta. Slíkt notkunarmynstur er víst algengt. Fyrir réttu ári fékk ég það semsé í hendur og notaði þá í aldeilis ágætri útilegu í Húsafelli og víðar um landið síðar um sumarið. Ég komst að því að það hélt vel vatni. Í Húsafell var þannig brunað á föstudaginn í bjartsýniskasti og alveg heilum átta gráðum á brottfararstað. Fáir aðrir með viðlíka farartæki voru sýnilegir á leiðinni, reyndar alls engir! Í Húsafelli voru enda býsna fáir mættir, utan nokkrir útlendingar sem virtust una hag sínum vel, enda kaupa þeir ekki ferðir hingað út á margar plúsgráður. En við hjónakornin og barnið vorum líklega þau einu sem töluðum íslensku á svæðinu. Samlandar okkar höfðu ekki trú á að skynsamlegt væri að verja helgi á íslensku tjaldsvæði við þessar aðstæður. En hvað um það. Við ákváð- um að halda áfram að leika ferðamenn þótt hitastigið félli um kvöldmatar- leitið á ógnarhraða niður undir núll gráðurnar. Meira að segja bjórinn hitn- aði ekki og svei mér þá ef hann kólnaði ekki bara í höndunum á okkur. Það var lagst til hvílu og drottinn blessi íslensku sauðkindina sem gefur af sér ull og sem Álafoss hefur í áranna rás framleitt úr teppi. Með þeirra aðstoð kom- umst við í gegnum nóttina og erum ekki þau fyrstu né síðustu sem sauðkind- in bjargar frá dauða. En veðrið í vor og það sem af er sumri hefur ekki verið neitt venjulegt og maður ætti því að hunskast til að læra að taka mark á veðurspám og hætta að horfa á almanök. Birkið í Húsafellsskóginum er miklu skynsamara. Lauf- in kúra enn samanþjöppuð í knúpum og bíða þess tíma þegar hlýna tekur. Þessi planta er nefnilega svo skynsöm að hún á enga sína líka. Hún er ekki að sprengja út laufið til þess eins að það kali og visni. Við ákváðum eftir nokkra yfirvegun að láta eina nótt nægja á annars frábæru tjaldsvæði. Við komum bara aftur síðar, eftir nokkrar gráður. Það hefur nefnilega aldrei kólnað svo svakalega, að ekki hlýni aftur. En veðrið og hægfara sumarkoma var reyndar alls ekki það sem ég ætlaði að skrifa um. Ég varð bara svo ritglaður um veðrið af því ég fékk aftur mátt- inn í fingurna. Nei, það var blessuð pólitíkin. Nú eru innan við tvö ár þangað til kosið verður til Alþingis. Þess bar glöggt merki á Alþingi um helgina. Þing- menn voru kallaðir á vakt á sunnudaginn og skyldu samþykkja lög með hraði sem undirbúa eiga afnám gjaldeyrishafta. Afgreiða þurfti þau fljótt og áður en bjöllurnar hringdu markaði inn á mánudagsmorgun. Nú eru ráðamenn þjóð- arinnar búnir að uppgötva að með því að skattleggja þrotabú föllnu bankanna, sé hægt að öngla saman hátt í þúsund milljörðum fyrir fjárvana þjóðarbú. Mikið afskaplega eru þetta ánægjuleg tíðindi og óska ég þess að bestu vonir þeirra gangi eftir. Reyndar velti ég því fyrir mér, af hverju það hefur tekið heil sjö ár fyrir stjórnendur þjóðarskútunnar að komast að þeirri niðurstöðu að sjálfsagt væri að skattleggja hrægammasjóðina? Þeir sem keyptu kröfur föllnu bankanna fyrir slikk og eiga ekkert inni hjá okkur sem þjóð. Hvað um það; nú skal þessu bjargað og Guð láti gott á vita. Þar sem nú er meira en hálfnað úr tímaglasi ríkisstjórnarinnar munu kosningaloforðin því fara að líta dagsins ljós. Verksmiðjur, vegir og aðrar atkvæðaveiðandi framkvæmdir munu fara að poppa upp. Komandi vetur verður því líklega mikil skóflustungutíð, vonandi ekki þó vegna þungra snjóalaga, en örugglega vegna stjórnmálanna. Magnús Magnússon. Strandveiðitímabilið í júni byrjaði ekki vel veðurfarslega en þó hafa margir strandveiðimenn látið sig hafa það og róið þrátt fyrir leið- indaveður. Aflinn hefur verið með ágætum þrátt fyrir þessa ótíð. Hálf- bræðurnir Jens Brynjólfsson og Jón Sigurðsson voru á strandveiðum á fimmtudaginn. Að þeirra sögn náðu þeir dagskammtinum, þrátt fyrir kalda framan af degi. Alfons Finnsson tók þessa mynd af bræðr- unum, en sjálfur var hann á strand- veiðum þennan dag. mm Náðu skammtinum þrátt fyrir kalda tíð Meðal framkvæmda sem framund- an eru hjá Akraneskaupstað í sumar eru lagfæringar á Breiðinni. Unn- ið hefur verið að hönnun svæðisins og fyrr á árinu fékk Akraneskaup- staður 12 milljóna króna styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamanna til framkvæmda á því svæði. Nú þegar hefur verið hafist handa við að lag- færa trönurnar á Breið en til stend- ur að skapa betri skilyrði á svæð- inu og gera Breiðina að aðgengi- legu dvalarsvæði sem nýtist íbúum og ferðamönnum betur en það ger- ir í dag. grþ /Ljósm. ki. Byrjað að framkvæma á Breiðinni á Akranesi Hér má sjá starfsmenn á vegum Akraneskaupstaðar við lagfæringar á trönunum. Á sama tíma og unnið var við trön- urnar sinntu menn frá Vegagerðinni almennu viðhaldi á stóra vitanum. Framkvæmdir á vegum Orkuveitu Reykjavíkur eru nú hafnar að nýju við fráveituna á Akranesi. Það er Ís- tak sem vinnur verkið. Nú er unnið að aðalútrás frá hreinsistöðinni við Ægisbraut. Sjólagnir verða lagðar í ár en meginhluti framkvæmdanna á landi á Akranesi verða á næsta ári. Hann felst í lagningu á um 500 metra löngum kafla við Krókalón á Akranesi, framkvæmd sem fresta þurfti af skipulagsástæðum á sín- um tíma. „Viðræður við íbúa í ná- grenni fyrirhugaðrar dælustöðvar við Krókalón og útrás þar eru hafn- ar en ljóst er að hafa þarf gott sam- ráð við þá. Svona fráveitukerfi er þannig gert að það fer ekki að virka að fullu fyrr en nánast öllum verk- þáttum er lokið og það á að verða fyrir lok ársins 2016. Fjárfestingin á Akranesi, í Borgarnesi og á Kjalar- nesi nemur um 1,7 milljarði króna á þessu ári og því næsta,“ segir í til- kynningu frá OR. mm Framkvæmdir hafnar að nýju við fráveitu á Akranesi Dýpkunarprammi að störfum í Kalmansvíkinni þar sem úthlaupið mun koma. Ljósm. mþh. Sex ára drengur skarst illa á tveim- ur fingrum þegar hann var við leik í rennibraut í Garðalundi á Akranesi síðastliðinn fimmtudag. Að sögn móður drengsins var hann að renna sér niður rennibrautina og skarst illa á fingrum vinstri handar þegar fingurnir lentu á milli botns renni- brautarinnar og hliðarinnar. Málið var tilkynnt til bæjaryfirvalda sem brugðust skjótt við og létu fjarlægja rennibrautina á föstudaginn. grþ Skarst illa við leik í rennibraut Hér má sjá hvar á rennibrautinni drengurinn skar sig.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.