Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 25 Fimmtudaginn 4. júní synti Ágúst Júlíusson, sundmaður úr Sund- félagi Akraness, flugsundsprett- inn í 4x100m fjórsundsboðsundi þegar sveit Íslands hreppti silf- urverðlaun á Smáþjóðaleikunum sem fóru fram í Reykjavík í síð- ustu viku. Fyrr þann sama dag synti Ágúst í úrslitum 50m skrið- sunds og hafnaði í fjórða sæti á nýju Akranesmeti. Fyrra met- ið átti hann sjálfur en bætti það um 0,46 sekúndur. Daginn áður keppti Ágúst í úrslitum 100m flugsunds og hafnaði í fimmta sæti á tímanum 56,22 sek. sem er aðeins 0,24 sek. frá hans besta tíma. Nafn: Ágúst Júlíusson Fjölskylduhagir/búseta: Í sam- bandi. Íþróttafélag/íþróttagrein: Æfi sund með Sundfélagi Akraness. Hvað hefurðu stundað íþrótt- ina lengi? 22 ár með smá hléum. Hvað þykir þér skemmtilegast við íþróttina? Félgsskapurinn og hreyfingin. Áhugamál: Íþróttir og ferðalög. Keppnisdagurinn: Fimmtudag- urinn 4. júní. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Vaknaði kl. 7:15, burst- aði tennur og svona. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Hafragrautur og smá brauð á farfuglaheimilinu í Laugardal. Hvenær fórstu á keppnisstað og hvernig? Ég lagði af stað gangandi kl. 8:30. Fyrstu verk í þegar þangað var komið: Taka góða upphit- un á bakkanum og skella sér svo í laugina til að taka létta æfingu því ég átti bara að keppa seinnipart- inn þennan dag. Hvernig undirbýrðu þig fyrir keppni? Það þarf að borða vel, hita vel upp og koma hausnum í rétt stand. Hvað varstu að gera klukkan 10? Þá var ég búinn á æfingu og var mættur á bakkann til að hvetja liðsfélagana. Hvað gerðirðu í hádeginu? Hádegismatur í skautahöllinni í Laugardal Hvað varstu að gera klukkan 14? Ég var að hvíla mig uppi á farfuglaheimili. Hvernig leið þér á meðan keppni stóð? Mér leið alveg svakalega vel. Hvenær lauk keppni og hvað var það síðasta sem þú gerðir í þennan keppnisdag? Ég var bú- inn að keppa um kl. 19 og eftir það var stuttur fundur með þjálf- urum og svo niðursund Hvað gerðirðu eftir að keppni lauk? Við fórum í kvöldmat í skautahöllinni og svo beint upp á farfuglaheimili. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Það var þorskur, burrito pasta og margt annað. Snilling- arnir sem sáu um matinn á smá- þjóðaleikunum elduðu fyrir okk- ur. Hvernig var kvöldið? Það var frekar rólegt, kíkti aðeins í tölv- una og slakaði á. Hvenær fórstu að sofa? Var kominn upp í rúm um 22. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að sofa? Þá fékk ég nudd frá sjúkraþjálfar- unum sem var með okkur. Hvað stendur upp úr eftir dag- inn? Silfur í 4x100m fjórsund- boðsundi þar sem ég bætti minn besta tíma í 100m flugsundi og svo líka 4. sætið og bæting á Akranesmeti um hálfa sek. í 50m skriðsundi. Eitthvað að lokum? Vil þakka öllum fyrir stuðningin sem ég hef fengið undanfarin ár. Dag ur í lífi... Afreksíþróttamanns Bókasafn Akraness og Leikfélagið Skagaleikflokkurinn munu standa fyrir fræðslugöngu á 17. júní í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna. Starfsfólk bókasafnsins sá um heim- ildaleit fyrir gönguna en Skagaleik- flokkurinn sér um gjörninginn. „Við sóttum um styrk til Framkvæmda- nefndar um 100 ára afmæli kosninga- réttar kvenna og fengum 200 þúsund krónur til að halda þessa fræðslu- göngu. Rölt verður um gamla hluta bæjarins og við segjum frá nokkrum konum sem voru áhugaverðar. Við náum auðvitað ekki að segja frá þeim öllum, það verða því miður marg- ar ónefndar,“ segir Halldóra Jóns- dóttir bæjarbókavörður í samtali við Skessuhorn. Yfirskrift göngunnar verður „Hvaða kellingar?“ og að sögn Hall- dóru verður gangan bæði létt og fróðleg. „Þarna segjum við frá kon- um sem flestar eru fæddar í kringum 1900 en sú yngsta sem sagt verður frá er nýlátin. Við segjum frá fyrstu og einu konunni sem var heiðursborg- ari á Akranesi, verkalýðskonum og fleirum. Þetta eru konur sem gerðu mikið fyrir samfélagið, voru hvetj- andi fyrir aðrar konur, réðu sér sjálf- ar og studdu og hvöttu aðrar konur til sjálfstæðis. Svo eru það allt saman konur sem koma að þessari fræðslu- göngu.“ Fræðslugangan verður hluti af hátíðardagskrá 17. júní á Akra- nesi. Hist verður klukkan 10:30 við Landsbankahúsið. „Svo göngum við þennan hring og endum aftur á upp- hafsreit þar sem þátttakendur geta fengið sér kaffi og konfekt og hlust- að á Huldu Gestsdóttur syngja. Þetta tekur allt saman um klukkustund og verður búið um klukkan 12.“ Tvær ólíkar sýningar Tvær sýningar eru nú í Bókasafni Akraness. Snemma í síðustu viku var sett upp farandsýningin „Vér heilsum glaðar framtíðinni“. Sýn- ingin er á vegum Landsbókasafns Ís- lands – Háskólabókasafns en Fram- kvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna styrkir sýn- inguna. Á henni er rekin saga kosn- ingaréttar á Íslandi og sérstaklega kosningaréttar kvenna, auk þess sem kvennabaráttu og jafnréttismálum eru gerð skil. Í yfirskrift sýningar- innar er vitnað í orð Bríetar Bjarn- héðinsdóttur kvenréttindakonu. Þá er einnig á bókasafninu handverks- sýning félagsstarfs aldraðra og ör- yrkja. Þar eru sýndir munir frá vetr- arstarfinu en hópur fólks sótti starf- ið í vetur. „Þarna eru sýnd fjöl- breytt verk, til dæmis munir úr leir, gleri, silki, perlusaum, prjónavörur og margt fleira. Verkin lýsa vel því skapandi starfi sem fer þarna fram en þetta félagsstarf er mikilvægur þáttur í lífi margra,“ segir Halldóra. Á sýningunni má einnig finna upp- lýsingar um félagsstarfið. Farand- sýningin stendur út júnímánuð en handverkssýningin verður til júlí- loka og eru þær opnar á afgreiðslu- tíma bókasafnsins. grþ Fimmtudaginn 4. júní síðastliðinn var Svandísarstofa vígð á Dvalar- heimilinu Jaðri í Ólafsvík. Svandís- arstofa er til minningar um Svan- dísi Elímundardóttur frá Dverga- steini á Hellissandi. Svandís, sem var fædd 16. desember 1925, eft- irlét Snæfellsbæ peningaupphæð sem nota átti til uppbyggingar fyr- ir Dvalarheimili aldraðra í bæn- um, en hún lést 25. febrúar 2004. Stofnaður var sjóður utan um þessa peningagjöf. Við vígsluna sagði Ás- björn Óttarsson frá Svandísi og ævi hennar í nokkrum orðum áður en Heimir Gíslason klippti á borðann. Inga Kristinsdóttir, forstöðumaður Dvalarheimilisins Jaðars, bauð svo gestum að þiggja kaffiveitingar um leið og hún sagði frá því að undan- farin ár hefði Dvalarheimilið get- að keypt ýmis hjúkrunartæki vegna þessa sjóðs og hann því nýst afar vel. þa Vísindamenn við rannsóknasetrið Vör í Ólafsvík stunda ýmsar rann- sóknir í sumar á lífríki Breiðafjarð- ar. Erlingur Hauksson sjávarlíf- fræðingur hóf störf hjá Vör á síð- asta ári. Hann segir að vísinda- menn Varar hafi fylgst árlega með vorkomunni í firðinum og stund- að umhverfisrannsóknir allar göt- ur síðan 2007. „Fyrsta ferð ársins í þessu skyni var farin á föstudaginn í síðustu viku. Í fyrra fórum við tólf svona ferðir. Við reynum að fara með tíu daga millibili allt sumarið,“ segir hann. Umhverfis- og fæðurannsóknir Erlingur útskýrir að í þessum ferð- um sé fylgst með magni svifþör- unga og svifdýra í Breiðafirði á einu svokölluðu sniði innst í Breiðafirði. Það er rétt austan við Flatey og fylgir línu sem dregin er frá norðan- verðum Breiðafirði suður að Þórs- nesi. Þarna eru fimm staðsetningar eða stöðvar þvert yfir fjörðinn þar sem gerðar eru mælingar og tekin sýni. Sjávarhitinn er mældur, tekin sýni af sjónum til efnagreiningar og sýni til að athuga magn blaðgrænu eða svifþörunga til að sjá hvernig stendur til með gróðurinn. Svo er einnig mæld selta og súrefni í sjón- um. „Við eigum enn eftir að vinna úr því sem við söfnuðum á föstudag en þetta var kannski eitthvað að- eins lélegra en á sama tíma í fyrra. Sjórinn er enn kaldur, svona um sex gráður þarna innarlega í Breiða- firðinum. Háfurinn sem við notuð- um til að kanna magn svifþörunga var aðeins litaður af þeim en það er ekki óvanalegt á þessum tíma. Það fylgir hækkandi sól.“ Í sumar verða einnig stundaðar rannsóknir á fæðu þriggja nytjafisk- tegunda í Breiðafirði. „Við erum að athuga fæðu þorsks, ýsu og makríls. Í sumar ætlum við að safna mán- aðarlega 50 mögum úr hverri fisk- tegund í Breiðafirði og greina inni- haldið til að rannsaka hvað fiskarn- ir eru að éta. Þar erum við sérstak- lega að reyna að fylgjast með hvort það sé eitthvað síli í fæðunni. Þetta er nýtt verkefni sem byrjaði í síð- asta mánuði og er styrkt af svo- kölluðum Veiðikortasjóði. Sá sjóð- ur styrkir aðallega fugla- og spen- dýrarannsóknir en sílið skiptir auð- vitað sjófuglana miklu máli. Sílið er tengiliður milli sjávarins og lands- ins því fuglarnir sækja matinn í haf- ið en verpa jú á landi og þar eru ungarnir.“ Hringormasmit og fjörur Rannsóknasetrið Vör er einn- ig þátttakandi í stóru rannsóknar- verkefni varðandi hringorm í fiski í samvinnu við Matís. Það er styrkt af AVS rannsóknasjóðnum. „Það er til athugunar að skoða aðferðir til að reyna að draga úr tíðni hring- orma í fiskafurðum. Fyrir allmörg- um árum stóð yfir átak til að fækka sel við landið en hringormasmitið berst í fiska gegnum selina. Þeim hefur fækkað verulega við landið en ekki er vitað hvort hringormi hafi fækkað að sama skapi. Það stend- ur til að kanna þetta núna, en tíðni hringorma í fiski hefur ekki ver- ið rannsökuð í ein 15 ár,“ segir Er- lingur. Sjálfur starfaði hann um ára- bil hjá svokallaðri hringormanefnd sem stóð fyrir fækkun sela við land- ið sem var liður í baráttunni við að halda hringormatíðni niðri í fiski við landið. Annað verkefni sem Vör hyggst nú sinna er að rannsaka fjörur við Breiðafjörð. „Þar ætlum við að fylgjast með þörungum og lýsa fjörum í Breiðafirði til að búa til það sem kalla má fjöruvísi. Það verð- ur lífríki fjaranna lýst, mismunandi gerðir þeirra skráðar, myndir tekn- ar af lífverum sem finnast í fjörun- um og áfram má telja. Í framhald- inu má búa til eins konar gagna- grunn og hafa hann opin á netinu þannig að fólk geti fræðst af því,“ segir Erlingur Hauksson sjávarlíf- fræðingur. mþh/ Ljósm. af. Ágúst Júlíusson, sundmaður hjá Sundfélagi Akraness, á Smáþjóða- leikunum í Reykjavík í síðustu viku. Ljósm. aðsend. Sveitin sem hreppti silfurverðlaun í 4x100m fjórsundsboðsundi á Smá- þjóðaleikunum. F.v. Ágúst Júlíusson, Kolbeinn Hrafnkelsson, Anton Sveinn McKee og Alexander Jóhannesson. Ljósm. aðsend. Svandísarstofa vígð á Jaðri Vör rannsakar og vaktar umhverfið í Breiðafirði Erlingur mælir umhverfisgildi í sjónum í innanverðum Breiðafirði. Kristinn skráir niður tölurnar. Erlingur Hauksson með mæliglas á lofti við umhverfisrannsóknir í grennd við Flatey á Breiðafirði síðastliðinn föstudag. Kristinn Kristinsson líffræðingur frá Grundarfirði, sem einnig starfar hjá Vör, fylgist með. Hluti kvennanna sem starfa á bókasafninu við sýninguna „Vér heilsum glaðar framtíðinni“. Frá vinstri: Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir héraðsskjalavörður, Ásta Björnsdóttir bókavörður og Halldóra Jónsdóttir forstöðumaður. Fræðslugangan „Hvaða kellingar?“ á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.