Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 32
Akranes 440 2360 • Borgarnes 440 2390 1915 - Kosningaréttur kvenna í hundrað ár – 2015 Þess er minnst með veglegum hætti í ár að öld er liðin frá því íslenskar konur fengu kosningarétt. Skessuhorn í næstu viku verður helgað þessum tímamótum. Meðal annars verður rætt við konur sem tengjast jafnfréttisbaráttu, þingkonur fyrr og nú og nútíma konur á Vesturlandi teknar tali. Þá verða kvenskörungum og alþýðuhetjum í upphafi síðustu aldar minnst. Fyrirtæki og auglýsendur ættu ekki að láta þetta blað fram hjá sér fara, það er meira en tilvalið til auglýsinga. Eftir því verður tekið! Efni til birtingar sem og auglýsingapantanir þurfa að berast tímanlega, helst fyrir næstu helgi. Sími markaðsdeildar er 433-5500 og netfangið: emilia@skessuhorn.is Efni skal sent á: skessuhorn@skessuhorn.is Kvennablaðið kemur út 17. júní Töluverð vanhöld eru víða á fjárbú- um landsins af ástæðum sem menn kunna enga einhlíta skýringu á. „Á sumum bæjum eru kannski 20 – 30% af fjárstofninum sem er hor- aður og illa haldinn af ókunnum ástæðum. Það eru dæmi um að 20% af lambám á einstökum búum hafi drepist þrátt fyrir að menn hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að hamla gegn því að dýrin vesl- uðust upp. Þetta er fé á besta aldri sem ætti að vera hraust. Þetta ger- ist jafnvel á fyrirmyndarbúum. Ég vísa því algerlega á bug að þetta sé einhver búskussaháttur. Það er af og frá. Menn hafa staðið ráðþrota frammi fyrir þessu,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda í samtali við Skessuhorn. Ærnar veslast upp Morgunblaðið greindi frá því í gær, að mikil vanhöld væru á fé í Borg- arfirði og víðar á Vesturlandi. Ný- bornar lambær eða ær komnar fast að burði hafi veslast upp í höndum bænda og búaliðs. „Þetta lýsir sér þannig að kindurnar éta og éta en halda engum holdum,“ segir Mar- grét Katrín Guðnadóttir dýralæknir í Borgarnesi. Jóhannes V Oddsson bóndi á Grenjum á Mýrum er einn þeirra bænda sem hafa þurft að horfa upp á fé úr bústofni sínum drepast í vor. „Ég áttaði mig á því í vetur að það væri eitthvað að einni kind hjá mér. Svo sá ég aðra. Þær höfðu horast og voru illa haldnar. Þær vesluðust upp þó þær ætu mikið og jórtruðu. Ærnar héldu áfram að missa hold þó ég gerði allt til að hjálpa þeim. Þær fóru í kryppu, settu undir sig afturlappirnar og voru daufar. Ég hafði reglulega samband við dýra- lækna í vetur út af þessu en þeir sem ég talaði við gátu ekki áttað sig á því hvað þetta gæti verið. Þrjár kindur hjá mér hættu að mjólka eftir burð. Ég varð að lokum að lóga þeim því ég gat ekki horft upp á þetta. Það var ekki um að kenna fóðrum, það er alveg á hreinu. Ég hef aldrei séð svona gerast áður í minni búskarp- artíð,“ segir Jóhannes. Virðist gæta víðsvegar Orsakir þessa fjárdauða eru ókunn- ar og ýmsar kenningar á lofti. Sam- kvæmt því sem Skessuhorn kemst næst þá virðist vandamálið þó ekki einskorðast við Vesturland held- ur finnast dæmi þessa víðast hvar á landinu. „Umræðan er kannski sterkust um þetta á Vesturlandi en það eru líka dæmi um þetta af Norð- ur- og Austurlandi. Ég hef líka heyrt að það sé mikið af ám á Suðurlandi sem eru komnar út en líta ekki alltof vel út. Þetta er nokkuð sem bænd- ur hafa ekki talað um á meðan sauð- burðurinn stóð yfir. Margir hafa kannski hugsað sem svo að þetta einskorðaði sig við þeirra bú og því haldið þessu fyrir sig. Nú þegar fólk nær að líta upp frá önnum fréttist af þessu af fleiri bæjum og víðar á land- inu. Þá fara menn að ræða þetta sín á milli og bera saman bækur sínar. Það er afbrigðilegt þegar menn eru að missa tugi kinda á besta aldri á fyrirmyndarbúum. Við hjá Lands- samtökum sauðfjárbænda erum nú að vinna að því að öðlast yfirsýn um þetta mál og óskum eftir því að fólk hafi samband við okkur. Það verður gætt fyllsta trúnaðar,“ segir Þórar- inn Ingi Pétursson formaður Lands- sambands sauðfjárbænda. Margrét Katrín dýralækn- ir í Borgarnesi hefur verið í sam- bandi við fjölmarga bændur nú í vor vegna vanhaldanna og fjárdauð- ans. „Bændur eru mjög víða í vand- ræðum. Ég hef heyrt af þessu hér á Vesturlandi og í báðum Húnavatns- sýslum. Fólk er þó hrætt við að tjá sig um þetta því það óttast að fá á sig þann stimpil að það sé að van- fóðra. Ég tel þetta hljóti að vera eitt- hvað annað og meira en slíkt. Bænd- ur sem hafa alltaf lagt alúð í að fóðra vel eru að glíma við þetta vandamál. Þetta fólk er ekki að gera mistök í fóðrun. Sem dæmi veit ég um bónda sem er með 300 fjár. Hann hef- ur verði að glíma við þessi vanhöld og gefið ánum 800 kíló af kjarnfóðri en ærnar halda engum holdum. Það er eitthvað að. Þetta þarf að kanna og reyna að komast að því hvað er á seyði. Ég held þetta sé annað og meira en léleg hey,“ segir Margrét Katrín. Kenna um lélegum heyjum Slæm heygæði hafa einmitt verið nefnd sem skýring þess hve margar ær hafa þrifist illa. Þrálát rigningatíð í fyrrasumar olli því að seint var sleg- ið, hey hraktist og gras spratt úr sér sem aftur bitnar á próteininnihaldi í heyinu. „Það er þekkt að þetta gerist þegar hey eru léleg og lambafóstr- in fara að taka til sín í móðurkviði í mars og apríl. Ef heyin eru ekki góð með nægu próteini þá geng- ur svo mikið á mæðurnar á þessu lokaskeiði meðgöngunnar að kind- urnar veslast upp og drepast. Þetta hefur skeð mjög víða núna seinni- part vetrar. Þetta er eiginlega ann- að árið í röð að við sjáum þetta eiga sér stað. Þetta er nokkuð sem maður þekkir í kjölfar slæmra heyskapars- umra,“ segir Gunnar Gauti Gunn- arsson dýralæknir í Borgarnesi. Lárus Birgisson ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins á Hvanneyri segir það rétt að margir séu með léleg hey. „Það eru til nóg hey en vitað að gæðin eru ekki allt- af góð. Menn náðu að afla góðra heyja fyrst í fyrrasumar. Þau gætu verið á þrotum en menn eiga það sem þeir voru að slá eftir rigningar í fyrrasumar. Ég var þó ekki búinn að heyra af því að vanhöld og afföll væru svo mikil. Bændur hafa ekki verið í sambandi við okkur enn sem komið er. Það gæti þó orðið ef menn sækja um bætur í Bjargráðasjóð. Það verður þó vart fyrr en í haust. Rok og rigning og kuldi nú getur leitt til þess að ærnar geldist. Þær þurfa nú skjól og góð hey þar sem beit er tak- mörkuð.“ Formaður Landssamtaka sauð- fjárbænda segist ekki kaupa þá skýr- ingu að næringarsnauðum heyfeng megi kenna um. „Ég held þetta sé eitthvað annað þó ég beri vissulega ekki gegn því að margir eru ekki með nógu góð hey frá því í fyrra- sumar. Það er alls ekki hægt að segja að þetta sé vanfóðrun. Þeir sem segja frá þessu eru fólk sem er með hlut- ina í mjög góðu lagi. Ég hef sjálfur séð þetta hjá mér. Þó að svona kind- ur séu teknar til hliðar kannski strax í febrúar og reynt að gera vel við þær í fóðrun svo sem með úrvals heyi, vítamínum, salti og öðrum bætiefn- um, þá veslast dýrin upp. Menn hafa verið að missa mjög margar ær fyrir burð og bornar kindur standa uppi sem óttalegar hryglur,“ segir Þórar- inn. Eitrun vegna eldgoss nefnd sem skýring Önnur skýring sem hefur ver- ið nefnd, er að um geti verið að ræða einhvers konar eitrun af völd- um eldgossins í Holuhrauni í vet- ur. „Nei, nei, ég hef enga trú á því,“ segir Gunnar Gauti Gunnarsson. Margrét Katrín kollegi hans vill þó ekki afskrifa þennan möguleika og að um einhvers konar eitrun geti verið að ræða. „Gosið hófst í ágúst og gasmengun barst víða. Hún gæti hafa sest að í útihúsum. Síðan er um að ræða mörg efnasambönd og flók- in ferli sem gætu valdið eitrun. Við vitum þó ekkert um þetta, allt málið er á frumstigi og ekkert verið rann- sakað enda allir dýralæknar í verk- falli nema þeir sem starfa sjálfstætt,“ segir hún. Jóhannes bóndi á Grenjum segist hafa verið búinn að heyja og plasta allar rúllur áður en gosið hófst í ágúst. Hann vill þó ekki útiloka að ær hafi orðið fyrir einhverjum eitur- áhrifum við grasbit í fyrrahaust eða að eiturgas hafi komist í útihús. „Það var mikil mengun suma dagana svo manni súrnaði í augum eftir að hafa verið úti daglangt.“ Landssamtök sauðfjárbænda hafa þegar beitt sér fyrir því að rannsaka frekar orsakir fjárfellisins. „Það á að fara af stað í blóðsýnatökur á nokkr- um bæjum þar sem menn eru enn með fé á húsum. Verkfall dýralækna gerir okkur þó erfitt fyrir. Í sumum dreifðum byggðum eru ekki sjálfs- ætt starfandi dýralæknar og það veldur vandræðum,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson. mþh/ Ljósm. af. Dularfull vanþrif og dauði hjá sauðfé víða um land

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.