Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 10.06.2015, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 201514 Síðastliðinn föstudag voru 24 nem- endur brautskráðir frá Mennta- skóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. 22 nemendur luku stúdentsprófi og tveir nemendur útskrifuðust af starfsbraut. Dúx skólans er Úr- súla Hanna Karlsdóttir. Hún hlaut viðurkenningu Arionbanka fyrir besta árangur á stúdentsprófi og jafnframt hlaut hún viðurkenn- ingar frá danska sendiráðinu fyr- ir dönsku, Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum, Háskólan- um í Reykjavík fyrir góðan árang- ur í raungreinum og Stærðfræð- ingafélaginu fyrir góðan árangur í stærðfræði. Karlotta María Scholl er semidúx skólans. Hún hlaut við- urkenningu fyrir góðan árangur í náttúruvísindum frá Gámaþjón- ustu Vesturlands og frá Kvenfélagi Borgarness fyrir góðan árangur í íslensku. Alexandra Rut Jónsdótt- ir hlaut viðurkenningu Mennta- skóla Borgarfjarðar fyrir sjálfstæði, færni og framfarir í námi. Viður- kenningu Borgarbyggðar fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda og við stjórn NMB hlutu Alex- andra Rut, Helena Rós Helgadótt- ir og Ingibjörg Jóhanna Kristjáns- dóttir. Kristrún Kúld Heimisdótt- ir hlaut viðurkenningu Sjóvár fyr- ir góðan árangur í íþróttagreinum. Hvatningarverðlaun Zontaklúbbs Borgarfjarðar hlaut Angela Da- nuta Gonder og Hvatningarverð- laun Límtrés Vírnets hlaut Krist- ófer Már Gíslason. Gunnar Árni Hreiðarsson hlaut viðurkenningu Menntaskóla Borgarfjarðar fyr- ir vandaðasta lokaverkefnið. Berg- lind Ýr Yngvarsdóttir lauk stúd- entsprófi frá náttúrufræðibraut – búfræðisviði og er hún fyrsti nem- andinn sem lýkur þessu námi sem er samstarfsverkefni MB og Land- búnaðarháskóla Íslands. Lilja S. Ólafsdóttir, aðstoðar- skólameistari flutti annál skólans, Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgfirðinga, flutti gesta- ávarp og af hálfu nýstúdenta talaði Sigrún Rós Helgadóttir. Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólameistari, ræddi m.a. í ávarpi sínu mikilvægi þess að geta stund- að nám í heimabyggð, jákvæð áhrif skólans í nærsamfélaginu og mikil- vægan stuðning fyrirtækja og stofn- ana við skólastarfið. Hún minnti á þau fjölbreyttu tækifæri sem ungu fólki standa til boða hvað nám varð- ar og hvatti útskriftarnema til þess að nýta þau vel. mm/menntaborg.is Brautskráð frá Menntaskóla Borgarfjarðar Úrsúla Hanna Karlsdóttir var dúx skólans. Ljósm. úr safni Skessuhorns frá því í vetur. Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Ljósm. menntaborg.is Af því tilefni að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi er saga formæðra okkar rifjuð upp vítt og breytt um land- ið. Í Guðnýjarstofu í Safnaskálan- um á Akranesi er verið að setja upp eina slíka sýningu þar sem brugð- ið er upp myndum af sögu líknandi handa. Hjúkrun, yfirseta og öll umönnun barna og aldraðra hefur meira og minna verið í verkahring kvenna í áranna rás, við mismun- andi aðstæður. „Á sýningunni verð- ur því sýnt örlítið brot af öllu því sem sagan geymir um þessi efni og með sýningunni eru heiðraðar þær konur sem hafa með fórnfýsi og umhyggju líknað, huggað og grætt mein í gegnum árin,“ segir Ingi- björg Pálmadóttir bæjarfulltrúi og formaður starfshópsins sem sér um undirbúning sýningarinnar. Það er Akraneskaupstaður sem setur upp sýninguna í samstarfi við Byggða- safnið, Skjalasafnið, Ljósmynda- safn Akraness og Heilbrigðisstofn- un Vesturlands en Menningarráð Vesturlands styrkti verkefnið. Skyggnst inn í störf ljósmæðra Á sýningunni verður hægt að skoða mismunandi búnað og að- stæður sem konurnar unnu við á árum áður. „Byrjað er hjá Krist- rúnu á Bjargi frá Akranesi, sem tók í sinn litla bæ sjúklinga til hjúkr- unar og náði þar undraverðum ár- angri. Fyrsti sjúklingurinn kom í hennar umsjá vorið 1886 en þá var Ólafur Ólafsson læknir á Akra- nesi. Hann þekkti hreinlætið og nærgætnina sem húsfreyjan bjó yfir þrátt fyrir þröngan húsakost hennar og erfiðar aðstæður,“ seg- ir Ingibjörg. Sett verður upp eld- hús í sýningarsalnum, þar sem líkt er eftir eldhúsi Kristrúnar. Því næst er hægt að skyggnast inn í störf ljósmæðra á Skaganum. Þar er Guðrúnar Gísladóttur minnst, sem var fyrsta og eina konan sem gerð hefur verið að heiðursborg- ara á Akranesi. „Hún var einstök að allri gerð. Fæddist árið 1868 og tók á móti 1.163 börnum á Akra- nesi. Sett verður upp rúm og gert herbergi þar sem líkt er eftir að- stæðum á þeim tíma sem hún starf- aði sem ljósmóðir,“ útskýrir Ingi- björg. Sett verður upp apótek til minningar um Fríðu Proppé sem rak apótekið við Suðurgötu frá 1935 - 1973. Á skjá í sýningarsaln- um verða sýnd viðtöl við nokkra heilbrigðisstarfsmenn sem eiga sér langa og merka sögu. Meðal ann- ars er viðtal við Sigurlínu Gunn- arsdóttur sem var önnur tveggja hjúkrunarkvenna þegar sjúkra- húsið var opnað á Akranesi. Einn- ig verður sett upp í salnum sjúkra- stofa, þar sem sýnt er hvernig börn og fullorðnir lágu saman á sjúkra- stofum. Þakklæti og virðing við allar líknandi hendur „Við minnumst fyrstu menntuðu hjúkrunarkvennanna og þeirrar breytingar sem varð þegar sjúkra- húsið tók til starfa. Þá eru bæjar- og skólahjúkrunarkonunni Jónu B. Guðmundsdóttur gerð góð skil. Hún vó, mældi, bólusetti, plástraði og huggaði flesta þá Skagamenn sem nú eru á miðjum aldri og það- an af eldri. Margir minnast hennar með sérstakri virðingu og hlýju,“ segir Ingibjörg. Munirnir á sýning- unni eru meðal annars fengnir að láni frá Þjóðminjasafninu, Stykk- ishólmi og Hvammstanga. „Sýndir verða búningar hjúkrunarkvenna fyrri tíma og jafnvel farkostir þeirra. Við höfum átt gott samstarf við Þjóðminjasafnið en þar hefur Bergdís Kristjánsdóttir hjúkrunar- fræðingur safnað gömlum munum og búnaði sem tengist hjúkrun og lækningum og varðveitt þá,“ seg- ir Ingibjörg. Hún segir sýninguna setta upp með djúpri virðingu og þakklæti við allar líknandi hend- ur, þó að aðeins fárra þeirra verði getið á sýningunni. „Þeir sem hafa tekið saman sögu þessara og ann- arra skyldra þátta og varðveitt þá í tímans rás eiga einnig skilið þakk- læti okkar. Allar þessar sögur eig- um við að þakka mönnum eins og Þorkeli Kristinssyni, sem skrifaði 80 ára sögu Sjúkrahúss Akraness, svo ekki sé talað um Braga Þórð- arson sem varðveitt hefur ómetan- legar heimildir og skráð.“ grþ Guðrúnu Gísladóttur ljósmóður eru gerð góð skil á sýningunni. Hér er hún með þúsundasta barnið sem hún tók á móti. Sýningin Saga líknandi handa sett upp á Akranesi Jón Allansson, forstöðumaður Byggðasafnsins, Ingibjörg Pálmadóttir og Anna Leif Elídóttir, verkefnisstjóri hjá Akranes- kaupstað, við gamalt sjúkrarúm. Á myndina vantar Guðjón Brjánsson en hann hefur unnið ötullega með nefndinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.