Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 20154
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug-
lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867
kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Hin þögla kyrrstaða í menntamálum
Að undanförnu hef ég talsvert verið að velta fyrir mér menntakerfinu hér á
landi og hvert það stefnir. Á því virðast vera meinbugir en um þá má hins
vegar ekki tala. Viðbrögð við ábendingum eru álíka hófstillt og ef kristn-
um mönnum væri hælt ótæplilega í strangtrúaðri mosku úti í heimi. Þessari
umræðuhefð verðum við hins vegar að breyta því án umræðu, jafnvel þótt
menn þurfi að takast á, verða ekki framfarir.
Við þurfum til dæmis að ræða að hér á landi erum við að útskrifa úr fram-
haldsskólum stúdenta sem eru allt að tveimur árum eldri en nýstúdentar
í löndunum í kringum okkur. Án þess þó að þeir hafi lært eitthvað meira
en jafnaldrar þeirra t.d. á hinum Norðurlöndunum. Þá er einnig ljóst að
menntakerfið tekur afar takmarkað mið af þeim atvinnugreinum sem hér
eru stærstar og breytingarnar í atvinnuháttum eru lengi að skila sér inn í
menntakerfið. Þannig er til dæmis lítið til af sérhæfðum iðnaðarmönnum
til starfa í stóriðju og við húsbyggingar og sérhæft fólk í ferðaþjónustu er
alltof fátt með tilliti til þess að greinin er farin að skaffa mest allra atvinnu-
greina til þjóðarbúsins. Þá erum við einnig farin að leggja þá kvöð á fólk
sem aflar sér sérhæfðrar menntunar að það þurfi að stunda allt að sex til átta
ára háskólanám til að öðlast starfsréttindi, án þess þó að launin séu í nokkru
samræmi við þennan árafjölda í námi. Fólk er þar af leiðandi komið fast að
þrítugu þegar það loksins hefur lokið námi. Ofan á þetta bætist að náms-
lánakerfið hefur gengið sér til húðar og er jafnvel svo vitlaust að fólk þyrfti
að vera allt að sjötíu ár á vinnumarkaði til að geta mögulega greitt lánin sín
til baka. Mismunurinn fellur á ríkið og okkur skattborgarana þar sem fátítt
er að fólk sé á vinnumarkaði til hundrað ára aldurs.
Ef við ætlum okkar að halda sjálfstæði okkar sem fámenn og tiltölulega
einangruð þjóð norður í höfum, verðum við að gera á menntakerfinu okkar
þær breytingar sem þarf. Að öðrum kosti verðum við eftirbátar helstu sam-
keppnisþjóða og getum ekki lengur staðið í fremstu röð og missum unga
fólkið okkar til starfa úti í heimi. Allt þetta eru hins vegar afleiður. Ef horft
er til auðlinda og tekna Íslendinga sem hlutfalls af mannfjölda hljótum við
að vera ríkust allra. Vandamálið okkar er að tekjunum og auðlindunum er
illa skipt. Þekkt er að þeir ríku vilja verða ríkari, sama hvað það kostar. Þeir
eyra engu til að halda í peninginn og ríkidæmi sitt. Ef skipting auðlindanna
væri hins vegar jafnari og réttlátari, væri auðvelt mál að byggja hér á landi
upp menntakerfi í fremstu röð. Það er bara ekki verið að því!
Ofan á allt þetta hefur hluti menntakerfisins verið færður á hendur sveit-
arfélaga án þess að nægjanlegar tekjur hafi fylgt. Sveitarfélög reka leik-
og grunnskóla og verða að gera það svo sómi er af jafnvel þótt þau hafi
enga fjárhagslega burði til þess. Gæði menntunar verður því sjaldnast betri
á hverjum stað en efni og aðstæður sveitarsjóðs leyfa. Svo þegar blessuð
börnin koma á framhaldsskólaaldur tekur ríkið við. Þeir framhaldsskólar
sem telja sig „besta“ setja einkunnakvóta á innritaða nemendur sem ger-
ir þá eðli málsins samkvæmt hæfari til að útskrifa framúrskarandi nemend-
ur, en hinir skólarnir sem verða að taka inn þá nemendur sem hinir „góðu“
vilja ekki innrita til náms. Svo þegar upp á háskólastigið kemur bíður stúd-
entum val um háskóla sem ýmist eru ríkisreknir eða sjálfseignarstofnan-
ir með ríkisstyrk. Aldrei á þessu ferli nemandans frá grunnskóla til háskóla
er gerð tilraun til að beina fólki markvisst til náms sem eftirspurn er eftir
frá atvinnulífinu. Með tilstyrk ríkisins erum við því að fjöldaframleiða sér-
fræðinga með margra ára háskólanám, jafnvel án þess að þörf sé á þeim til
vinnu. Á sama tíma skortir fólk með sérhæfða menntun í þeim atvinnu-
greinum sem þjóðin er að reyna að framfleyta sér á. Um þetta má hins veg-
ar ekki tala opinskátt og því þurfum við líklega að bíða talsvert lengur eft-
ir menntakerfi í fremstu röð.
Magnús Magnússon.
Þann 29. júlí í fyrra, höfðu alls 86
smábátar stundað makrílveiðar það
sem af var sumri og alls aflað 1.592
tonna. Samkvæmt yfirliti Fiskistofu
nú þá hafa aðeins ellefu smábátar
á landsvísu sótt makrílafla í greip-
ar Ægis það sem af er sumri. Þeir
hafa samtals landað rétt rúmum 32
tonnum. Af þessum ellefu eru sjö
smábátar frá Vesturlandi. Á sama
tíma í fyrra höfðu 27 bátar af Vest-
urlandi hafið makrílveiðar og alls
aflað 549 tonna. Þetta eru mik-
il viðbrigði samanborið við sama
tíma í fyrra.
Ekki allt gull sem glóir
Ljóst er að nú stefnir í að makríl-
vertíð smábáta í sumar verði að-
eins skugginn af því sem verið hef-
ur á síðustu vertíðum. „Staðan sem
upp er komin er grafalvarleg og
mikið áhyggjuefni og sýnir glöggt
að ekki allt gull sem glóir,“ segir
í frétt á vef Landssambands smá-
bátaeigenda. Talað er um að verð í
boði fyrir handfæraveiddan makríl
séu aðeins um helmingur þess sem
fékkst greitt fyrir hann á vertíðinni
í fyrra. Það stefnir því í verðhrun á
makríl smábátanna og afleiðingin
verður hrun í veiðum nema verðin
hækki. Helst er að smábátaeigend-
ur sjái sér hag í að veiða makrílinn
og frysta hann í beitu fyrir línuveið-
arnar í haust og vetur.
Stóru skipin hafa aflað betur
en þó er ljóst af aflatölum að ekki
er sami krafturinn í aflabrögðum
þeirra og á síðasta ári. Heildarafli
þeirra um er 45 þúsund tonn það
sem af er. Á sama tíma í fyrra voru
þau hins vegar búin að veiða 61 þús-
und tonn samkvæmt vef Fiskistofu.
Afli þeirra það sem af er vertíð nú
er þannig um 14 þúsund tonnum
minni en á sama tíma í fyrra. Segja
má að um fjórðungi minni makríl-
afli hafi borist á land það sem af er
þessari vertíð samanborið við 29.
júlí í fyrra.
Aðeins búið að veiða
fjórðung kvótans
Heildar aflaheimildir íslenskra
skipa í makríl nú í ár eru 179 þús-
und tonn þannig að enn eru 118
þúsund tonn óveidd ef kvótinn
á að nást. Nú er búið að veiða 26
prósent af kvóta ársins. Í fyrra var
heildarkvótinn 148 þúsund tonn.
Þá var búið að veiða alls 41 prósent
af kvótanum þann 29. júlí.
Enn virðist mikil óvissa ríkja
um sölu- og markaðsmál á makríl.
Teikn eru á lofti um talsverðar verð-
lækkanir á alþjóðlegum mörkuð-
um. Þykir margt benda til að mik-
ið verðfall verði á makríl í ár enda
alvarlegar blikur á lofti í markaðs-
málum. Geysimikið er í húfi fyr-
ir þjóðarbúið enda var makríllinn
verðmætasti nytjastofn Íslands á
síðasta ári. Hann hefur sömuleiðis
verið góð búbót fyrir sjávarútveg-
inn og atvinnulíf á Vesturlandi um
sumartímann. mþh
Enn ríkir mikil óvissa um
makrílvertíð sumarsins
Makrílbátar frá Akranesi hafa verið gerðir klárir til veiða en liggja enn bundnir við bryggjur í heimahöfn.
Tekið á móti makríl hjá Fiskmarkaði Íslands á Akranesi fyrr þessum mánuði.
Miklar verðlækkanir virðast hafa orðið á fiskinum.
Makríll veiðist nú í höfninni á
Akranesi. Nokkrir slíkir komu á
öngla sportveiðifólks sem naut
veðurblíðunnar á bryggjunum á
Akranesi á föstudagskvöld við að
renna fyrir fisk. Undanfarin sum-
ur hafa fjölmargir, ungir jafnt sem
eldri, skemmt sér við að veiða
þennan röndótta og sprettharða
fisk. Næstu vikur munu skera úr
um hvort aflinn verði jafn góður
og svo oft áður.
mþh
Makríllinn
er mættur í
Akraneshöfn
Gunnar Hákonarson er einn þeirra sem
hafa gaman af makrílveiðunum. Hér
hefur hann fengið einn fallegan til að
bíta á.
Þessi ungi Skagapiltur fékk tvo væna
makríla á sama slóðann.